Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 43 ✝ Ágústa Guð-mundsdóttir hús- freyja á Hjallavegi 20 í Reykjavík fæddist í Hokinsdal í Arnar- firði hinn 1. ágúst 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu í Víðinesi hinn 12. október síðastliðinn. Fósturforeldrar hennar voru Baldvin Júlíus Sigurðsson bóndi á Gerðhömrum Mýrarhreppi og Sig- ríður Kristjánsdóttir. Faðir Ágústu var Guðmundur Jónsson fæddur á Baulhúsum Auðkúluhreppi 7. des- ember 1890, d. 1917, og móðir hennar var Margrét Jónsdóttir fædd á Mýrum í Dýrafirði 1. júlí 1879, d. 24. desember 1943. Maki Ágústu var Sigurður Ágúst Magnússon, f. 12. septem- ber 1901, d. 2. október 1988. Þau giftust hinn 10. október 1936. Sig- urður var sjómaður, verkamaður og vélstjóri í Reykja- vík. Ágústa starfaði m.a. á Hótel Borg, í Skátaheimilinu og á Hótel Holti. Börn Ágústu og Sigurðar eru Guðmundur, f. 1939, kvæntur Sig- ríði Elíasdóttur og eiga þau synina Elí- as, Ágúst og Ólaf; Unnur, f. 1943, gift Gunnari Överby, börn Unnar eru Sig- urður, Jóhannes Birgir, d. 1. október 1970, Heimir, Ágústa, Jóhannes og Ingibjörg. Áður átti Ágústa dótturina Hrönn Pétursdóttur, f. 25. júlí 1932, d. 21. desember 1979, gift Gunnari Gunnarssyni og eignuðust þau dæturnar Ágústu Unni, Sigrúnu og Gunnhildi. Langömmubörn Ágústu eru 25 talsins. Útför Ágústu fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma mín, nú er stundin runnin upp sem þú þráðir, að losna frá þjáningunni. Nú ertu búin að fá hvíldina og komin til nýrra heim- kynna þar sem vel verður tekið á móti þér. Mamma mín, ég þakka allar góðu stundirnar sem við áttum saman og sérstaklega vil ég þakka þér stuðn- inginn sem þú veittir mér á erfiðum tímum. Dagsverki lokið, sól að ægi sigin. Signt hafa vinir brár og laugað tárum. Leitandi sál að dyrum Drottins stigin. Drottins vors hönd er lækning hvers kyns sárum. Góð var þér sjúkri lausn og léttir nauða, ljúft mun að vakna bak við gröf og dauða. Marta bjó ytra, María í hjarta. Merkin þú barst í gleði, sorg og þrautum. Ljúft var þér öðrum leið að gera bjarta, líknarhönd rétta, hvar sem stóðst á braut- um. Sjúkum að hjúkra, hrelldum færa gleði, huggun þú varst hjá mörgum dánarbeði. Kveðju og þakkir klökkum huga færum. Kveðja og þökk í hjartastrengjum óma. Signi þig Guð með geislahöndum skærum. Gefi þér eilífð sína heigidóma. Minning þín hjá oss lifir lífs vors stundir. Ljúfir oss síðar verða endurfundir. (Kristj. Sig. Kristj.) Megi Guð geyma þig. Þín dóttir Unnur. Í dag kveðjum við ömmu Ágústu sem hafði lifað í 94 ár. Amma var dugnaðarforkur, kvik og frá á fæti, lítil og grönn og féll aldrei verk úr hendi. Hún var létt í lund, fyndin og skemmtileg með kaldhæðinn húmor. Hún var líka skapmikil og átti það til að segja sína skoðun umbúðalaust. Björtustu minningarnar um ömmu Ágústu eru frá barnæsku minni þar sem gleðin var við völd á Hjallavegi 20. Þar var mikið sungið og spilað á píanóið. Þar var haldið í hefðirnar og eftirminnilegust voru fjölskylduboðin á jóladag. Það sem okkur systrunum þótti mest spenn- andi var að sjá litla fallega jólatréð hennar ömmu og borða loftkökur og drekka heitt súkkulaði og hlusta svo á jólaballið í útvarpinu. Sem fyrsta barnabarn ömmu og afa naut ég athygli þeirra óskiptrar fyrstu árin. Foreldrar mínir Hrönn og Gunnar bjuggu fyrstu hjúskap- arár sín í kjallaranum á Hjallaveg- inum hjá ömmu og afa. Móðir mín sagði frá því að það hefði hvorki mátt heyrast hósti né stuna í mér þá var amma komin niður til að athuga hvað væri að. „Eruð þið að gera út af við barnið?“ spurði hún þegar hún heyrði mig tísta. Ég komst líka fljótt upp á lagið með að skríða upp tröpp- urnar til ömmu og koma mér í mjúk- inn hjá henni. Í minningunni var amma næstum alltaf með tuskuna í annarri hend- inni og kaffibolla í hinni. Hún var með hálfgert eða algert þrifnað- aræði. Ég man eftir því að þegar hún kom í heimsókn til okkar í Sörla- skjólið þá vildi hún helst byrja á því að þrífa eitthvað og helst að taka eld- húsið í gegn í staðinn fyrir að sitja og spjalla við okkur. Ég man að móðir mín var nú ekki alltaf hrifin af þessu. En amma var eins og margir af hennar kynslóð samviskusöm, vinnu- söm og nákvæm og átti erfitt með að sitja aðgerðalaus. Merkilegt hvað þessi litla og granna kona bjó yfir miklum krafti og seiglu. Amma var mikil pjattrófa og lagði mikið upp úr því að líta vel út og ekki minnkaði það með aldrinum. Hún vildi alltaf vera smart klædd og alltaf á háum hælaskóm hvernig sem viðr- aði og helst þurfti hún að vera á pinnahælum í hálku og snjó, þá væri hún á góðum mannbroddum sagði hún. Hún vann í mörg ár á Hótel Holti og naut þess mjög og hljómaði alltaf eins og hún væri í mikilvægasta embætti hótelsins. Þar voru tveir menn sem amma hélt mikið upp á, þeir Þorvaldur og Skúli, sem var nánast í dýrlingatölu hjá henni. Þegar amma fór að eldast og hætti að vinna fórum við í fjölskyldunni að nefna það við hana hvort hún vildi ekki taka þátt í félagsstarfi aldraðra. Þá fussaði hún og sveiaði og sagði að það væri fyrst og fremst fyrir gamalt fólk, sagðist alls ekki fara í svona lagað fyrr en hún yrði gömul í fyrsta lagi. Hún harðneitaði líka að fara á elliheimili, það væri ekki góður stað- ur fyrir gamalt fólk. Hún hafði ein- hvern tíma fyrir hálfri öld eða svo komið í heimsókn á elliheimili og það leist henni alls ekki á. Hún beit þetta í sig og henni varð ekki haggað. Síð- ustu árin var amma orðin alveg blind og elli kerling farin að segja til sín með hrörnun og gleymsku. Hún vildi samt halda áfram að búa á Hjalla- veginum í sinni eigin íbúð og fara ein út í búð, sagðist nú rata um hverfið þó að blind væri enda hafði hún búið í nær 60 ár á Hjallaveginum. Unnur dóttir hennar og fjölskylda önnuðust ömmu af mikilli hjarta- hlýju síðustu árin og það ber að þakka. Við Hjörtur og börnin okkar, þau Hrönn, Bjarni og Emilíana Birta, biðjum góðan Guð að blessa minn- ingu ömmu og langömmu. Ágústa Unnur Gunnarsdóttir. Mér barst sú fregn út á sjó að amma hefði kvatt þennan heim. Þar sem ég get ekki fylgt henni til grafar langar mig að heiðra hana með nokkrum fátæklegum orðum. Amma, ég þakka öll árin, gjafirnar, samtölin og síðast en ekki síst allar minningarnar. Minningarnar eru margar og þær mun ég alltaf geyma. Ég man svo vel þegar mamma var ein með okkur krakkana að okkur fannst svo gott að koma til þín og Sigga afa. Þar var alltaf til svo mikið að borða og aldrei borðaði maður nóg því þú sagðir alltaf: „Viltu ekki meira?“ Það var svo ótrúlega gaman að koma í sunnudagssteikina, hrygg- inn og hangikjötið og allt meðlætið eins og amma gerði það. Maltbrauð með smjöri og osti fékk maður hvergi annars staðar. Svo maður tali nú ekki um pönnukökurnar. Oft stóðum við krakkarnir og borðuðum pönnukökurnar jafnóðum en það gerði ekkert til, amma bakaði bara meira. Hver man ekki eftir loftkök- unum sem við krakkarnir kölluðum seinna tannpínukökur? Alltaf þótti mér jafngaman að fá að sofa á Hjallaveginum og brosi ég enn við tilhugsunina um, þegar þú raðaðir stólunum að beddanum svo ég myndi ekki detta fram úr. Við strákarnir munum vel þegar þú lán- aðir okkur töluboxin og leyfðir okkur að leggja vegi um alla stofuna og svo var farið í bílaleik þar sem tölurnar mörkuðu vegina. Eftir að við fluttum vestur kom ég ekki eins oft inn á Hjallaveg, en ég fékk að búa hjá ykkur Sigga afa þeg- ar ég tók 9. bekkinn í Langholts- skóla. Sá tími er mér einstaklega kær. Þú vildir helst ekki að það væri andað í húsinu þegar ég var heima að læra og alltaf var passað upp á að maður hefði nóg nesti í skólann. Allt- af beiðst þú eftir mér ef ég var úti á kvöldin um helgar. Þó svo að þú létir mig ekkert vita af því þá vissi ég það, amma mín. Eftir að ég fullorðnaðist kunni ég betur að meta samtölin okkar á milli. Það var svo gaman að heyra þig rifja upp æskuna á Eiði, fólkið og sög- urnar af Nesinu; þú og Begga á þvottabalanum, kennarinn í Mýrar- húsaskóla sem tók strákana upp á eyrunum, söguna af frú Daníelson, fólkinu úr Pálsbæ og um þá skelfi- legu lífsreynslu þegar þú sást skip Guðmundar pabba þíns farast á leið sinni inn til Reykjavíkur og margar fleiri. Líf þitt var aldrei neinn dans á rósum, amma mín, og það held ég að hafi mótað þig mikið. Þú varst mjög ákveðin, stundum dómhörð og gast blótað eins og sjóari, ósérhlífin og ótrúlega dugleg til allrar vinnu. Þú varst líka með hjarta úr gulli og tald- ir aldrei eftir þér að hjálpa fólki, greiðvikin og gjafmild. Eftir að þú veiktist fannst mér svo erfitt að heimsækja þig. Það var svo erfitt að sjá þig svona hjálparvana þar sem þú gast lítið sem ekkert tjáð þig og hættir smám saman að þekkja fólkið þitt. Eina manneskjan sem þú þekktir fram í andlátið var hún Unna þín og eitt það síðasta sem þú sagðir var nafnið hennar. Ég veit ekki í hversu mörg ár mamma hefur komið til þín næstum daglega og stundum tvisvar á dag og jafnvel eftir að þú misstir alveg heilsuna þá fór hún nú samt þó ekki væri nema bara til að athuga um þig, klappa þér, kyssa og raða koddum allt í kringum þig. Hún fær sín laun á himnum. Elsku amma, ég geymi mynd af þér í hjarta mér. Guð geymi þig. Jóhannes Bergþór. Amma Ágústa hafði einstakan lífs- vilja sem birtist meðal annars í stefnufestu og reisn sem hún bar með sér alla tíð. Hún var ung og örsmá flutt í reifum til nýrra heim- kynna vestur á fjörðum og sagt var að fáir hygðu henni líf. En litla mannveran óx og dafnaði og sama stefnufestan og krafturinn fylgdi henni um dali og hæðir lífsbrautar- innar. Amma var kát og lífsglöð, sinnti verkefnum sínum af trú- mennsku og vildi öllum vel. Trygg- lyndi var henni í blóð borið og kom fram gagnvart hennar nánustu og ekki síst húsbændum hennar á vinnustað þar sem hvergi mátti bera skugga á störf hennar. Trúmennska hennar við yfirmenn sína á Hótel Holti var einstök og amma naut þess sannarlega að þjóna þar viðskipta- vinum og yfirmönnum. Amma var ein af þessum frúm sem bjuggu í Reykjavík eftir miðbik síð- ustu aldar og höfðu sína hluti á hreinu. Þessar frúr vissu hvenær átti að gera hlutina, hvenær átti að þvo, hvenær átti að strauja og hvenær átti að hengja út. Grundvallarregl- urnar voru ráðandi og ömmu datt ekki í hug að láta sjá sig á almanna- færi öðruvísi en vel tilhafða enda var hún með glæsilegri konum, bar sig vel, bein í baki og tíguleg. Öryggið og ánægjan fólst í reglum og föstum lið- um eins og venjulega. Börnin áttu vísar sömu kökurnar í jólaboðunum, sama súkkulaðið og sama jólaballið í útvarpinu. Útvarpið sló taktinn á heimilum þessara ára og þaðan hljómaði ljúf rödd Valdimars Örn- ólfssonar og leiddi morgunleikfimi ömmu sem hún gerði að föstum lið í daglega lífinu sér til ánægju og heilsubótar. Amma Ágústa sinnti dagsverki sínu vel. Litla mannveran sem fædd- ist í Arnarfirði fyrir nærri einni öld, svo smá og veikbyggð, naut lífsins fram í háa elli. Hún fagnaði 90 ára af- mæli sínu á sólskinsdegi fyrir rúm- um fjórum árum í faðmi fjölskyldu og vina. Nú er komið að sólarlagi, amma hefur kvatt og er enn lögð af stað til nýrra heimkynna þar sem mildin, ljósið og fegurðin býr. Draumanna höfgi dvín dagur í austri skín, vekur mig, lífi vefur mjúka mildings höndin þín. Dagleiðin erfið er, óvíst hvert stefna ber, leiðir mig, langa vegu mjúka mildings höndin þín. Sest ég við sólarlag, sátt er við liðinn dag, svæfir mig, svefni værum mjúka mildings höndin þín (Eygló Eyjólfsdóttir.) Guð blessi minningu ömmu Ágústu. Megi friður hans fylgja henni og afkomendum hennar. Sigrún Gunnarsdóttir. Elsku amma mín, það kom að því að þú kveddir þennan heim. Margar góðar minningar streyma í huga minn, þú varst alveg einstök amma, tókst alltaf svo vel á móti okkur með heitu kakói, kleinum og góðu pönnu- kökunum og þegar mamma var ein með okkur fimm systkinin lítil var alltaf farið til þín og afa í sunnudags- steik. Alltaf sáuð þið til þess að allir fengju nóg og liði vel. Ekki gleymi ég því þegar þú varst að kenna mér á saumavélina eða prjóna dúkkufötin. Þetta ásamt mörgu öðru situr fast í minningu minni, hversu góða ömmu ég átti. Ég kveð þig nú, elsku amma. Þín Fanney Ágústa Jónsdóttir. Elsku amma mín, takk fyrir öll þessi ár sem þú lifðir með okkur, við áttum góða daga og stundir saman. Því mun ég aldrei gleyma hvað þú varst góð við mig og börnin mín. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Ingibjörg Jónsdóttir. ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út- farar ástkærs föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, ÓLA VALDIMARSSONAR, áður til heimilis á Vífilsgötu 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir fyrir hlýju og góða umönnun. Alda Óladóttir Bredehorst, Manfred Bredehorst, Atli Þór Ólason, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Elfar Ólason, Eygló Rut Óladóttir, systir og afabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUDMUND KNUTSEN dýralæknir, Fjólugötu 3, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri mánu- daginn 20. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 31. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarfélög njóta þess. Jón Gudmund Knutsen, Jóna Birna Óskarsdóttir, Gunnar Sverre Knutsen, Brynja Þóranna Viðarsdóttir og afabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN GUNNAR FRIÐRIKSSON, Hólabraut, Keflavík, frá Látrum í Aðalvík, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur fimmtudaginn 23. október. Guðríður Guðmundsdóttir, Sverrir Jóhannsson, Ingibjörg Guðnadóttir, Einar Jóhannsson, Hjördís Brynleifsdóttir, Guðlaug Jóhannsdóttir, Ómar Steindórsson, Þórunn Jóhannsdóttir, Eiríkur Hansen, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.