Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hannes GuðjónTómasson fædd- ist á Miðhúsum í Vestmannaeyjum 17. júní 1913, en ætíð kenndur við Höfn. Hann lést á Elli- heimilinu Grund við Hringbraut hinn 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Maríus Guð- jónsson, f. 13.1. 1887, d. 14.6. 1958, útgerðarmaður, og kona hans Hjörtrós Hannesdóttir frá Miðhúsum, f. 20.2. 1888, d. 26.3. 1926. Seinni kona Tómasar var Sigríður Magnúsdóttir, f. 4.10. 1899, d. 18.9. 1968. Albræður Hannesar eru Martin, f. 17.6. 1915, d. 1.1. 1976, og Jóhannes, f. 13.3. 1921. Hálfsystkini Hannes- ar eru Guðjón Tómasson, f. 29.9. 1925, d. 2.12. 1977, Magnea Rósa Tómasdóttir, f. 20.9. 1928, Gerð- ur Erla Tómasdóttir, f. 21.2. 1933, og Bragi Tómasson, f. 4.3. 1939, d. 2.8. 2002. Hinn 31. ágúst 1944 kvæntist Hannes Kristínu Jónsdóttur, f. 3.4. 1919, frá Hraungerði á Hell- issandi. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hring- braut 14. júní 2002. Foreldrar hennar voru Jón Valdimar Jó- hannesson, sjómaður, f. 21.9. 1873, d. 15.6. 1959, og Hildur Sigurðardóttir, f. 14.4. 1895, d. 24.2. 1962, bæði frá Hellissandi. Hannes og Kristín eignuðust tvo syni: 1) Sverrir, skipstjóri, f. 13.8. 1944, starfar nú sem flutninga- stjóri hjá Samskip- um, kvæntur Helgu Vallý Björgvins- dóttur, f. 20.9. 1945, og eiga þau tvö börn: Hannes, f. 10.6. 1969, verk- fræðing; og Sigur- laugu, f. 1.3. 1973, flugfreyju, maki hennar er Halldór Hafsteinsson, f. 20.4. 1970, við- skiptafræðingur. 2) Tómas, f. 22.11. 1945, vinnur hjá Þrótti. Sjómennskan var Hannesi í blóð borin en móðurafi hans var Hannes lóðs í Vestmannaeyjum. Var Hannes fyrst í siglingum á norsku skipi, Bisp frá Hauga- sundi, eða í þrjú ár þar til síðari heimsstyrjöldin braust út. Síðan lá leið Hannesar í Stýrimanna- skólann í Reykjavík. Fyrst var hann stýrimaður á Kötlu. Á ár- unum eftir stríð leysti Hannes af sem stýrimaður á Sæfellinu frá Vestmannaeyjum, einnig á Vatnajökli. Lengst af starfaði hann sem stýrimaður eða skip- stjóri á skipum Sambandsins. Árið 1962 kom Hannes í land og fór að vinna hjá Skeljungi við að lesta og losa olíuskip. Vann hann þar þangað til hann hætti störfum vegna aldurs árið 1990, þá 77 ára gamall. Útför Hannesar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það gustar oft á Stórhöfða og það sama mátti segja um frænda minn og afabróður Hannes – í þau 90 ár sem hann lifði var engin lognmolla í kringum hann. Hann kom til dyr- anna eins og hann var klæddur og var ekkert að skafa utan af hlut- unum. Hannes var fæddur í Vestmanna- eyjum en sem ungur maður flutti hann til Reykjavíkur og bjó þar æ síðan. Þar kynntist hann Kristínu konu sinni, sem lést fyrir rúmu ári, en þau voru gift í hartnær 60 ár. Sjómennskan var Hannesi í blóð borin og stundaði hann sjóinn sem skipstjóri og stýrimaður í 25 ár. Hann hafði stálminni og sagði mér margar sögur frá sjómannsárum sínum. Hannes sigldi sem stýrimað- ur á Kötlunni á stríðsárunum en þá var siglt í skipalest til Englands og Ameríku og voru áhafnir skipanna í stöðugri lífshættu. Aðspurður sagð- ist Hannes aðeins hafa séð einn kost við stríðið og hann var sá að þá voru sjómennirnir skyldaðir til að vera annan hvern túr í landi. Góður vinskapur hófst á milli mín og Hannesar fyrir tæpum tíu árum, er ég flutti ásamt eiginmanni mín- um í næsta nágrenni við hann og Kristínu. Hannes var ekki á því að láta frænku sína afskipta og hóf fljótlega að venja komur sínar á heimili okkar. Hann brá svo sann- arlega lit á hversdagsleikann, það fylgdu honum alltaf ferskir vindar þegar hann kom í heimsókn. Mikið þótti mér vænt um hversu annt hann lét sér um okkur og fylgdist hann grannt með lífi okkar og starfi. Það gustaði í kringum hann og oft voru heimsóknirnar stuttar, stund- um ekki meira en bílflaut og vink á planinu, og örfá orð að auki í þeim tilgangi að spyrja fregna. Stundum kom hann við til að sýna okkur myndir sem hann var nýbúinn að fá úr framköllun, en honum þótti gam- an að festa á filmu það sem fyrir augu bar og enn meiri ánægju hafði hann af því að sýna fólki myndirnar. Hannes hringdi líka reglulega og þá var nú vissara að vera fljótur að svara því eftir tvær símhringingar var þolinmæðin oft brostin og stundum birtist hann skyndilega á dyrapallinum í kjölfarið. Hannes átti það til að gauka einhverju nyt- samlegu að okkur og ekki fór sonur okkar heldur varhluta af hlýhug hans, en Hannes vildi öllum vel. Ég minnist ferðar sem við Hann- es fórum saman einn laugardag fyr- ir örfáum árum. Ferðinni var heitið í herstöðina á Keflavíkurflugvelli sem var opin almenningi til sýnis þennan dag. Hann treysti mér til að aka bílnum sínum og við brunuðum suður á völl með örlitla brjóstbirtu og kaskeiti með í för. Þrátt fyrir lé- legan fótaburð seinni árin, lét Hann- es sig hafa það að labba um allt svæðið og kíkja á aðbúnað her- mannanna. Hann var einkar hrifinn af ýmsum fatnaði og fylgihlutum sem seldir voru við þetta tækifæri, enda hafði Hannes mjög gaman af því að vera flottur til fara. Það átti jafnt við derhúfuna sem og sólgler- augun, sem hann bar oft á tíðum og settu punktinn yfir i-ið í klæðaburði hans. Lífsgleði og atorka einkenndu líf Hannesar og hann var sífellt á ferð og flugi. Lífskraftinn þraut þó heil- mikið hjá Hannesi eftir að Stína dó í fyrra og má segja að hann hafi ekki náð gleði sinni á ný eftir það, enda voru þau einstaklega samrýnd hjón. Fyrir fimm árum skráði ég minn- ingar Hannesar og þá fyrst gerði ég mér grein fyrir því hversu viðburða- rík ævi hans hafði verið. Útkoman varð heljarmikil tímaritsgrein sem birtist í Sjómannadagsblaði Vest- mannaeyja og Heima er bezt. Hann- es var mjög stoltur af þessu verki okkar og var óspar á að sýna grein- ina hverjum þeim sem hann hitti og var jafnan með nokkur eintök í bíln- um hjá sér. Í greininni kristallaðist lífsspeki Hannesar en hann sagði orðrétt: „Ég er sáttur við Guð og menn og vona að svo verði fram í andlátið.“ Með þessum orðum hans sjálfs kveðjum við fjölskyldan í Sörlaskjólinu Hannes frænda með kærri þökk fyrir ánægjuríkar og líf- legar samverustundir, sem munu ylja okkur um ókomin ár. Ég veit að við eigum eftir að sakna þess að heyra ekki í bílflautunni fyrir utan húsið okkar en við erum þess full- viss að hann er nú þegar orðinn önnum kafinn á nýrri heimaslóð, með Stínu sér við hlið. Við vottum sonum hans Tómasi, Sverri og fjölskyldu samúð okkar. Megi minningin um góðan mann lengi lifa. Jóhanna María og fjölskylda. Hannes föðurbróðir er allur. Hann var litríkur og áberandi kar- akter, virkur og öflugur fram á síð- asta dag. Við minnumst hans frá því að við vorum börn þegar hann átti viðdvöl hér í Eyjum. Það var gaman að fá að koma um borð í stóru milli- landaskipin sem hann stjórnaði ým- ist sem skipstjóri eða stýrimaður. Pabbi skrapp þá um borð til að hitta hann og við börnin fengum stundum að koma með. Oft gaukaði hann að okkur einhverju góðgæti og okkur þótti vænt um þennan öfluga frænda sem var virðulegur og flott- ur í einkennisbúningnum sínum. Svo liðu árin og Hannes sótti heim til Eyjanna sinna. Að taka þátt í stangaveiðimóti, að skreppa „útá“ á Hannesi lóðs, trillunni góðu eða að fá að fara túr með Sverri skipstjóra á Jóni Vídalín var það besta sem hann gerði. Hann var ættrækinn og frændgóður og vildi allt fyrir okkur, ættingja sína, gera ef hann vissi af ferðum okkar í Reykjavík. Hann fylgdist vel með öllum frændgarði sínum og hélt honum tengdum með því að láta vita hvað væri að gerast í hverri fjölskyldu eftir því sem til stóð. Hannes frændi var einstaklega kröftugur maður og fullur af vilja til að lifa lífinu til hins ýtrasta og njóta þess sem það bauð upp á. Þótt lík- aminn væri farinn að gefa sig seinni árin gaf hann ekkert eftir og bjarg- aði sér eftir bestu getu til að hann gæti haldið áfram að taka þátt í fé- lagslífinu. Hann missti mikið þegar Kristín konan hans lést fyrir nokkru síðan. Þá fannst manni sem drægi af honum um stund. Hann lét það þó ekki buga sig en flutti í lítið risher- bergi á Grund þegar hann fann að hann gat ekki verið einn á Hofs- vallagötunni þar sem stigarnir voru að verða honum um megn. Á Grund var hann hæstánægður og fór allra sinna ferða eins og heilsan leyfði. Þegar Hannes sagðist vera að koma til Eyja fyrir tæpum mánuði síðan héldum við að það væri honum ógerlegt. En það var eitthvað sem hann var búinn að taka í sig og til Eyja skyldi hann komast. Það varð og hér átti hann nokkra góða daga í fallegu haustveðri í Eyjunum sínum kæru. Ég held að við höfum öll vitað að það yrði síðasta ferðin hans hing- að. Hann ók um og naut umhverf- isins í fyllsta mæli. Hann var með myndavélina sína og tók myndir og lét taka myndir af sér þar sem Heimaklettur var bakgrunnurinn. Hannes var svolítið eins og Heima- klettur, traustur, stórgerður og góð- ur. Lífið missir eitthvað af lit sínum þegar fólk eins og Hannes yfirgefur þetta jarðlíf. Við kveðjum hann með söknuði og sendum sonum hans, ættingjum og vinum samúðarkveðj- ur. Margrét Rósa, Erna, Tómas, Stefán Haukur, Iðunn Dísa og Ingunn Lísa Jóhannesarbörn. Góður vinur minn til margra ára Hannes Tómasson frá Vestmanna- eyjum er látinn rétt orðinn níutíu ára að aldri. Leiðir okkar lágu fyrst saman 1950 er við urðum skipsfélagar í nokkur ár á ms. Hvassafelli, fyrsta flutningaskipi skipadeildar SÍS, og síðan af og til á öðrum skipum fé- lagsins þar sem hann var stýrimað- ur. Upp frá því héldum við kunn- ingsskap alla tíð. Síðast sá ég hann í Kolaportinu í Reykjavík á laugar- dagsmorgni, tveimur dögum áður en hann lést, glaðan að vanda með göngugrindina sína. Hann var í hópi kátra Vestmannaeyinga en þangað áttu þeir leið, vinirnir frá Eyjum, hvern laugardagsmorgun til að rifja upp gamlar minningar frá Eyjum og skiptast á fréttum um menn og mál- efni. Vissulega var Hannes gleðinn- ar maður í góðra vina hópi og kunni best við sig innan um glaðvært fólk. Það var einstakt hve Hannes hafði gott samband við gamla skips- félaga sína og aðra góða vini og vildi fylgjast með vegferð þeirra. Oft hringdi hann í mig til að spyrja frétta eða segja mér ef eitthvað hafði borið til tíðinda af sameigin- legum kunningjum. Ef um veikindi var að ræða var hann fyrsti maður til að fara í heimsókn eða hjálpa til á annan hátt eftir fremsta megni og sparaði þá ekki sporin. Einn góðan veðurdag var hann svo kominn um borð í togara frá Vestmannaeyjum, hátt á níræðisaldri, á leið út á Hala í vikutúr með vinum sínum, aðeins til að finna lyktina og smakka á sjáv- arseltunni, eins og hann sjálfur komst að orði. Eftir langan vinnudag settist Hannes í helgan stein og gerði bara það sem hann langaði til. Eld- snemma á morgnana í Hafnarkaffi, síðan í Vesturbæjarlaugina þar sem hann var hrókur alls fagnaðar, þá í Kolaportið ef það var opið og síðast en ekki síst í sjúkravitjanir til vina eða ættingja, ætíð á hraðferð og ungur í anda sem aldrei fyrr. Á kvöldin kom fyrir að hann sæti und- ir sjónvarpi með glas af góðu víni eftir annasaman dag og léti líða úr sér. Þá leið honum vel. Fyrir röskum tveimur árum missti Hannes eiginkonu sína Krist- ínu Jónsdóttur. Þau höfðu verið gift í 58 ár og búið allan sinn búskap á Hofsvallagötu 59 í Reykjavík. Það var mikið áfall fyrir Hannes, enda hafði sambúð þeirra verið far- sæl og máttu þau varla hvort af öðru sjá. Allt í einu varð hann gam- all eins og hann sagði sjálfur, orð sem hann mátti vart heyra áður þegar hann sífellt var á ferðinni. Nú er hann sjálfur genginn á vit feðra sinna. Hann var svo lánsamur að deyja saddur lífdaga í svefni, há- aldraður. Líf hans var gleðiríkt, þau Kristín áttu tvo syni, Sverri og Tómas, tengdadóttur og myndarleg barnabörn sem öll sýndu honum kærleika og virðingu fram á hinsta dag. Ég kann ekki ættarsögu Hann- esar Tómassonar, það munu aðrir mér fróðari fjalla um, en svo mikið veit ég að hann er kominn af góðu fólki í Vestmannaeyjum. Ég kveð þig, góði vinur, og þykist mega óska þér velfarnaðar á nýjum leiðum fyrir hönd gamalla skips- félaga hjá skipadeild SÍS. Ættingjum flyt ég innilegar sam- úðarkveðjur. Ingólfur Viktorsson loftskeytamaður. Í dag kveð ég mér kæran vin til margra ára, Hannes Tómasson. Það var kvöld. Síminn hringdi. Eddi Malla var á línunni og tilkynnti að Hannes vinur minn hefði fengið heilablóðfall þá um daginn og útlitið ekki gott. Tveimur tímum síðar var hringt aftur og enn var það Eddi. Nú að tilkynna lát vinar míns. Þarna var mínum rétt lýst. Málið klárað. Ekkert hangs. Það var nú svo, að ég beið eftir símtali þetta kvöld. Beið eftir andlátsfregn af föð- ur mínum blessuðum, sem reyndar kom kl. 4 um nóttina. Það að þú hefðir kvatt var einhvern veginn ekki í myndinni. Ég hafði talað við þig nokkrum dögum áður og þú varst þokkalega hress og ánægður með Eyjaferðina. Talað var um að hittast um næstu mánaðamót. Ég yrði þá á ferðinni og þú hafðir orð á því að það væri enn til viskí frá ní- ræðisafmælinu. Því miður verður ekkert af þessu spjalli, það verður að bíða betri tíma. Ég man er við hittumst fyrst á að- alfundi Ísfélags Vestmannaeyja, þú hluthafi og ég skipstjóri á Bergey. Þetta var árið 1984. Boðið var upp á mat og drykk og lentum við hvor á móti öðrum við annan endann á langborði. Fjörið var svo mikið hjá okkur að hinn endinn var allur kom- inn á okkar enda, eins og þú orðaðir það. Það var þá að við ákváðum að þú kæmir með okkur í næstu veiði- ferð og þar hófst okkar vinátta er varði fram á síðasta dag. Það leið ekki sú vika að við töluðum ekki saman í síma og oftar en ekki þrisv- ar til fjórum sínnum sömu vikuna. Þú þurftir að fylgjast með og vita gang mála. Hvar við værum og hvort einhver afli væri? Ég skráði þig fyrst á sjó hjá mér í júní 1984 og síðan á hverju ári eftir það, fyrst á Bergey og síðan Jóni Vídalín, fram til ársins 2001. Það ár komstu tvisv- ar, í júní og ágúst, og þá 88 ára gamall. Þetta slær enginn út, Hann- es minn. Það var alltaf líf og fjör þegar þú mættir. Aldrei nein logn- molla. Það var spilað og sagðar sög- ur úr siglingunum, er þú stundaðir á árum áður. Stundum kom sérstakt bros og þá grunaði menn að farið væri að krydda söguna svolítið, en allt var þetta í léttum húmor eins og þér fylgdi alltaf. Lífsgleðin skein af þér. Það var aldrei neitt vol. Lífið var til að lifa því sagðir þú. Já, Hannes minn, það voru marg- ar skemmtilegar veiðiferðirnar og margs að minnast og af mörgu að taka ef tína ætti allt til, eins og t.d. einu sinni þegar við á Bergey vorum staddir á Reykjanesgrunni þá hringdi síminn og þú tókst að þér að svara. Spurt var eftir mér og þú sagðir að ég væri upptekinn því ég væri að reyna að veiða lax og það sem verra væri, vélstjórinn væri fram á bakka að reyna að skjóta rjúpur. Það var mikið hlegið á hin- um endanum á línunni og sjálfsagt hugsað að betra væri að halda sig frá skipinu. Það var Hannesi mikið áfall þegar Kristín kona hans lést skyndilega fyrir rúmu ári og ég hélt um tíma að Hannes myndi ekki ná sér á strik aftur, en svo fór nú samt. Þegar hann komst á Elliheimilið Grund voru honum allir vegir færir. Eins og fimm stjörnu hótel, sagði vin- urinn, og var sáttur við sig. Ég og hún Kolla mín þökkum þér, vinur, samveruna og símtölin, sem voru ófá þessi ár. Ég veit að þér hef- ur verið vel tekið við hliðið og ég tel víst að þú hafir skotið einhverju að Lykla-Pétri ef ég þekki þig rétt, en ég frétti af því seinna. Kæri vinur, Guð geymi þig og hafðu þökk fyrir allt. Þinn vinur, Sverrir. Í nokkrum orðum vil ég kveðja góðan mann, Hannes Tómasson, stýrimann og Eyjapeyja. Ég vil þakka þér sérstaklega fyrir rækt- arsemina og ævilanga vináttu í garð föður míns og þá ekki síst eftir að heilsa Einars fór að gefa sig. Það var kannski ekki vel séð af hjúkr- unarkonunum þegar þú laumaðist inn á sjúkradeildina með viskífleyg innanklæða og þið hresstuð ykkur á lögginni, en þetta kom roða í kinnar og gömlu Eyjasögurnar fengu nýja merkingu og glöddu mikið. Það var nú ekki eins og þið fé- lagarnir væruð að misnota eða hefð- uð misnotað blessaðar guðaveigarn- ar í gegnum lífshlaupið. Hannes var glaðvær og kunni að koma orðum að hlutunum. Siglingar um heimsins höf skiluðu í sagnabankann miklum sjóði sem oft var gripið til. Hannes var ófeim- inn og hispurslaus og talaði eins til allra. Sjálfsagt hefur öllum þeim sem kynntust honum þótt vænt um hann. Gaman var að sjá hve vel fór á með þeim hjónum en Kristín hafði áður kvatt. Ég minnist viðtals í sjónvarpinu sem tekið var við Hannes þar sem hann var viðstaddur í félagsstarfi eldri borgara. Jú, honum fannst þetta svo sem ágætt en heldur dauft samt, það væri ekki hægt að fá sér viskísjúss á staðnum. Hafðu bestu þakkir fyrir allt. Halldór Einarsson. HANNES TÓMASSON Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina  Fleiri minningargreinar um Hannes Tómasson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.