Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 27 ÁRA farþegaflugi Concorde-þotn- anna lýkur í dag þegar ein þeirra flýg- ur í síðasta sinn á tvöföldum hraða hljóðsins yfir Atlantshafið. Ráðgert er að Concorde-þota Brit- ish Airways lendi á Heathrow-flug- velli í London klukkan 15 að íslensk- um tíma eftir þriggja klukkustunda og tuttugu mínútna flug frá New York. Verður það síðasta farþegaflug Concorde-þotunnar sem var álitin á meðal mestu tækniafrekanna á öld- inni sem leið og naut mikilla vinsælda meðal ríka og fræga fólksins. British Airways og Air France voru einu flugfélögin sem ráku Con- corde-þotur og öllum frönsku þotun- um var lagt í maí. Búist er við að þús- undir manna fari á Heathrow-flugvöll til að kveðja fyrstu og einu hljóðfráu þotuna í heiminum. Franska fyrirtækið Aerospatiale og British Aircraft Corporation þróuðu Concorde-þotuna á sjöunda áratugnum og hún var álitin ein af helstu tækniundrunum á þeim tíma og tákn um samstarf Breta og Frakka. Fjórtán Concorde-þotur voru teknar í notkun og fyrstu árin var oft mikill mannfjöldi á flugvöll- unum til að fylgjast með þeim lenda eða taka á loft. Til að mynda söfn- uðust um 750.000 manns á flugvell- inum í Toronto þegar Concorde-þota lenti þar í fyrsta skipti árið 1999. Skilaði aldrei hagnaði Flugslys í París 25. júlí 2000 mark- aði upphafið að endalokum Concorde. 113 manns létu þá lífið þegar Con- corde-þota hrapaði skömmu eftir flugtak. Þoturnar voru teknar í notk- un á ný sextán mánuðum síðar en British Airways og Air France ákváðu í apríl að leggja þeim öllum. Rekstur Concorde-þotunnar hefur aldrei skilað hagnaði vegna mikils eldsneytiskostnaðar og reksturinn hefur verið sérlega erfiður eftir slysið í París og vegna samdráttar í farþega- flugi. Þar sem flugfélög leggja nú áherslu á að reka ódýrar og sparneyt- nar þotur eru engin áform um að smíða nýja hljóðfráa farþegaþotu.                   !""#      98"  :   % " ; < $:   "= :  :        "#>?  .  $  %&&    '(  ) * &  %+    ' ,  ( ' '  '  (   - &  ' (      .    &&      ' ( +  / - ,    0' '  ' 1       '       & '  & % 2  ' ) * &   34   ' ( % &  & 6     @ = "     3 '   ,+ '2   5  & % 2-    - & %   ' 66#  7  - & % &      & % &       '(   8     3 (  (  &&     3 (  (   2  A  B   /   C 2 !  ; *  *4$ !  5 #>? 5   D   )8' +            +          )8' +       +      A= &'   ( ) * +    $   #) ,- EF'G + ./ $   #) ,- +   &   +0 &   +   $   #) , E'9 HF( (1 111 9I( % FJ91 Síðasta farþega- flug Concorde London. AFP. NÚ í vikunni verður sýnd í sjón- varpi mynd um einhverja mestu uppákomu í þýskri stjórnmálsögu, afsögn Willys Brandts kanslara eft- ir að í ljós kom, að nánasti ráðgjafi hans var njósnari kommúnista. Sá, sem leikur njósnarann, Günter Gu- illaume, er enginn annar en Matth- ias, sonur Brandts. „Ég hef alltaf verið dálítið hrif- inn af Willy Brandt,“ sagði Matth- ias er hann útskýrði hvers vegna hann hefði sóst eftir að leika mann- inn, sem eyðilagði stjórnmálaferil föður síns. „Mér hefur líka alltaf fundist það spennandi hve lítið var vitað um Guillaume, sem starfaði jöfnum höndum fyrir föður minn og Austur-Þýskaland.“ Matthias Brandt var 12 ára er hneykslið kom upp 1974 en þá og áður vann Brandt ötullega að slök- unarstefnunni, sem meðal annars fól í sér viðurkenningu á A- Þýskalandi sem sjálfstæðu ríki. Fyrir það hafði hann verið sæmdur friðarverðlaunum Nóbels 1971. Willy Brandt Matthias Brandt leikur Guillaume Berlín. AFP. UM 16% danskra ökumanna nota ekki bílbelti þótt það hafi verið skylda í Danmörku í tuttugu og fimm ár. Vegna þess hafa sérfræðingar í um- ferðaröryggismálum lagt til, að komið verði fyrir raflás í öllum bílum, sem komi í veg fyrir, að unnt sé að aka þeim ef beltin eru ekki spennt. Sagði frá þessu á fréttavef Berlingske Tidende. Hugo Højgaard, talsmaður dönsku umferðarslysanefnd- arinnar, segir, að það séu einkum ungir ökumenn, sem noti ekki bílbeltin. Afleiðing- arnar eru skelfilegar. Að mati nefndarinnar hefðu átta af hverjum tíu, sem létust í bíl- slysum og notuðu ekki bíl- belti, lifað af ef þeir hefðu notað þau. 60% eru ekki með bílbelti Þar fyrir utan hefðu margir þeirra, sem lifðu slysið af, farið betur út úr því, hefðu þeir aðeins haft bílbeltin spennt. Rannsóknir umferða- slysanefndarinnar dönsku sýna, að um 60% ungra öku- manna, sem lenda í alvarleg- um slysum, eru ekki með bíl- belti. Højgaard sagði, að sú þjóð- saga virtist vera nokkuð líf- seig, að oft slyppi fólk vel frá bílslysum vegna þess, að það hefði ekki notað bílbelti. Hann kvaðst hins vegar ekki vita um eitt einasta dæmi, sem styddi það. Bílvél og bílbelti verði samtengd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.