Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 26
AUSTURLAND 26 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ #6 HALLGRÍMSKIRKJA ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR Borgarnesi | Sýningin Brot stendur yfir í nýju galleríi, Galleríi Brák í Brákarey. Þar eru sýnd verk Davíðs Þórðarsonar sem er 88 ára gamall en dóttir hans, Ólöf Sigríður, á og rekur galleríið ásamt glervinnustofu í Brákarsölum. Davíð starfaði við múrverk lengst af og byrjaði að fást við glerlist þegar hann hætti að vinna sökum aldurs. Fyrstu kynni hans af glervinnu voru hjá Fé- lagsstarfi aldraðra í Kópavogi þar sem hann lærði að vinna með tinað gler. Fyrir sex árum lærði hann glervinnslu hjá Ólöfu dóttur sinni og hefur að sögn framleitt gífurlega mikið af allskyns glerverki. ,,Ég hef aldrei lært neitt form- lega, fór bara að fikta og fikra mig áfram,“ segir Davíð, ,,og ég vil ekki heyra talað um list.“ Þessi hógværi listamaður segist aldrei vera ánægður með verkin sín þegar hann er að vinna þau en finnst þau í lagi síðar. Þetta er fyrsta sýningin hans og stendur Ólöf dóttir hans alfarið fyrir sýningunni. ,,Fyrst var ég ekki hrifinn af þessu en hef látið það af- skiptalaust. Mér fannst þetta ekki sýningarhæft en svo var þetta alls staðar fyrir mér,“ segir Davíð. Hann hefur síðustu 4–5 árin unnið í gler nánast daglega og búið til allt að fjóra hluti á dag. Sýnir til mánaðamóta ,,Ég hef ekki hugmynd um hversu mörg stykki ég hef unnið en ég giska á að um tveir þriðju hlutar séu hér á sýningunni.“ Allt hráefni fær Davíð frá Ispan og endurvinnur glerið í ýmiss konar form. Davíð segist vera sterkur í höndunum en fæturnir séu farnir að gefa sig. Þess vegna hefur hann ekki getað stund- að listiðn sína síðustu þrjá mánuði, en glervinnan krefst þess að staðið sé í fæturna. Davíð segir að sig langi að byrja aftur að vinna með tinað gler en veit ekki hvað verður því hann sé orðinn skjálfhentur. Honum finnst skemmtilegt að vinna við glerið en segist ekki þola neinn nálægt sér á meðan og vill þá helst vera einn. Vinnuaðstaða Davíðs er í Reykjavík og þar hefur hann brennsluofn. Sýningin í Brák- arsölum er opin virka daga frá kl. 17–20 og stendur formlega til mán- aðamóta, en verk hans verða fáan- leg áfram í galleríinu. Vill ekki heyra talað um list Ólöf Sigríður Davíðsdóttir ásamt föður sínum, Davíð Þórðarsyni. Davíð Þórðarson í Galleríi Brák. Morgunblaðið/Guðrún Vala LANDIÐ Enga biðlista | Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur ákveðið að mynda starfshóp til að leysa úr vanda vegna biðlista við leikskólann í Neskaupstað. Enn eru nokkur leikskólapláss laus á Eskifirði en leikskólinn á Reyðarfirði er fullsetinn, en annar þó þörfum að svo komnu máli. Verið er að hanna viðbyggingu við hann.    Fyrsti hafnafundurinn | Hafna- fundurinn verður haldinn í Reykja- vík 31. október næstkomandi. Er þetta fyrsti hafnafundurinn, segir á heimasíðu Sambands ísl. sveitarfé- laga. Á 33. ársfundi hafnasambandsins, sem haldinn var á Akranesi í októ- ber 2002, voru samþykktar laga- breytingar sem gera ráð fyrir því að hafnafundir séu haldnir annað hvert ár á móti hafnasambandsþingum. Í AUSTURBYGGÐ, sem áður var Búða- hreppur á Fáskrúðsfirði, hefur eins og annars staðar í fjórðungnum ríkt veð- urlag eins og að vori væri, þó heldur sé nú tekið að kólna. Þeir Guðmundur Jak- obsson og Pétur Björgvinsson, starfs- menn áhaldahúss bæjarins, voru að vinna að lagfæringum á ruslakössum á dögunum og létu vel af veðurblíðunni enda í nógu að snúast.    Morgunblaðið/Albert Kemp Veðurlag eins og að vori væri Á SUNNUDAG frumsýnir Leik- félag Fljótsdalshéraðs verðlauna- leikritið Gaukshreiðrið í Valaskjálf á Egilsstöðum. Leikstjóri er Odd- ur Bjarni Þorkelsson, en um þrjá- tíu manns taka þátt í sýningunni. Tónlist er eftir Charles Ross og Unnur Sveinsdóttir hannar leik- mynd. Gaukshreiðrið (One Flew Over the Cuckoo’s Nest) er leik- verk eftir samnefndri bók Kens Keseys í leikgerð Dales Wasser- mans. Kesey öðlaðist heimsfrægð fyrir skáldsöguna, sem hann skrif- aði árið 1962, en leikgerð bók- arinnar aflaði henni feikilegra vin- sælda. Margir þekkja einnig hina frábæru kvikmynd Milos Formans sem hlaut fern Óskarsverðlaun ár- ið 1975. Endurspeglar uppreisnaranda Gaukshreiðrið endurspeglar á óviðjafnanlegan hátt þann upp- reisnaranda sem ríkti í vestrænum heimi á seinni helmingi sjöunda áratugar síðustu aldar. Vistmaður á ríkisreknu geðsjúkrahúsi espar sjúklinga á stofnuninni með sér í uppreisn gegn því sem hann telur vera miskunnarlaust harðstjórn- arkerfi. Kerfið bregst ókvæða við og ekkert er látið ógert til að brjóta uppreisnina á bak aftur, hún fær vægast sagt óvæntan og óhugnanlegan endi og verður upp- hafsmanni hennar dýrkeypt. Gaukshreiðrið er í senn ógn- vekjandi, grátbroslegt og spreng- hlægilegt og þetta samspil er fyrst og fremst ástæðan fyrir hinum feikimiklu vinsældum þessa heims- fræga verks. Þetta er þriðja sýn- ingin sem Oddur Bjarni Þorkels- son leikstýrir hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, en hann leik- stýrði My Fair Lady árið 1999 og Þreki og tárum árið 2002. Gauks- hreiðrið er sýnt í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum og hefst frumsýningin á sunnudag kl. 17. Gaukshreiðrið í Valaskjálf Ljósmynd/ÁÓ „Þegar eitthvað brestur í fólki og það verður veikt á geði, glittir í eitthvað miklu eldra og djúpstæðara en við viljum kannast við.“ Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir Gaukshreiðrið á sunnudag. Ógnvekjandi, sprenghlægilegt og grátbroslegt Lagarfljótsormurinn | Orms- skrínið, félag um uppbyggingu starf- semi sem grundvallast á sögu, menningu og náttúrufari Fljótsdals- héraðs, heldur aðalfund sinn á morg- un. Félagið hefur látið hanna og smíða upplýsingaskilti um Lag- arfljótsorminn og eru þau á þremur stöðum við Fljótið þar sem til orms- ins hefur sést gegnum tíðina; við Klifá, Hafursá og í Atlavík. Mun ætl- unin að setja upp fleiri slík í framtíð- inni. Félagið er einnig að opna heimasíðu um Lagarfljótsorminn. Fundurinn er haldinn í Skriðu- klaustri og hefst kl. 14.    Tangi hf. | Afl-starfsgreinafélag hyggst kaupa hlut í Tanga hf. á Vopnafirði. Tilgangur kaupanna er að renna stoðum undir atvinnu fé- lagsmanna starfsgreinafélagsins á Vopnafirði. Samkvæmt Jóni Inga Kristjánssyni, formanni Afls, er um einnar milljónar króna hlut að ræða og verður hann seldur aftur við fyrsta hentugleika. Eigendur Tanga eru að kaupa hlut Eskju í félaginu til baka og stendur lokagreiðsla fyrir dyrum 1. nóvember, alls 275 millj- ónir króna.    Útboð | Hætt hefur verið við útboð á fjölnotasal við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Verkið hefur tvisvar verið boðið út af Austur-Héraði. Í fyrra skiptið barst ekkert tilboð og í hið seinna tilboð sem þótti ekki við- unandi. Hefur bæjarstjórn ákveðið að semja beint við verktaka en kostnaðaráætlun við verkið hljóðar upp á 24 milljónir króna. Stefnt er að því að hægt verði að taka salinn, sem verður byggður ofan á áhorf- endastúkur við sundlaug, í notkun næsta sumar.    Vatnsréttindi | Sveitarstjórn Norður- Héraðs heldur í kvöld fund um vatnsrétt- indi í Jökulsá á Brú og Lagarfljóti. Í und- irbúningi er að taka ákvörðun um verð- mæti vatnsréttinda vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar. Verður á fundinum skoðuð réttarstaða og sjónarmið sem koma til greina vegna væntanlegra bóta varðandi vatnsréttindi og skiptingu þeirra á milli landeigenda. Kynningarbæklingi hefur verið dreift á öll heimili á Norður- Héraði og í Fljótsdal, en þar verður sams- konar fundur haldinn í næstu viku.    Vera |Leikhópurinn Vera á Fáskrúðs- firði verður þátttakandi í stuttverkahátíð- inni Margt smátt í Borgarleikhúsinu á morgun. Á hátíðinni koma fram leikarar frá ýmsum félögum Bandalags íslenskra leikfélaga og sýna einþáttunga. Framlag Veru er einþáttungurinn Einfalt ævintýr eftir Guðjón Sigvaldason, í leikstjórn Snorra Emilssonar. Leikarar eru Guð- björg Steinsdóttir, Bergsteinn Ingólfsson, Ásta Hlín Magnúsdóttir og Hafþór Eide Hafþórsson. Málbjörg |Félagið Málbjörg held- ur á morgun fræðslufund í Grunn- skólanum á Egilsstöðum kl. 14.30. Málbjörg er félag um stam og er fundurinn haldinn í tilefni alþjóðlegs upplýsingadags um stam sem var 22. október sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.