Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 25
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 25
!"
!
"
#
$
!
% #
" &&&! "
!
$
Keflavík | Keflvíkingurinn Gunnar
Eyjólfsson og Njarðvíkingurinn
Kristbjörg Kjeld leika aðal-
hlutverkin í nýju verki Ólafs Hauks
Símonarsonar og verður það frum-
sýnt í Frumleikhúsinu í Keflavík
vegna tengsla þeirra við Reykja-
nesbæ. Verkið verður síðar flutt á
litla sviðið í Þjóðleikhúsinu.
„Verkið fjallar um mann sem
brást í því sem var þýðingarmest; að
rækta og hlúa að því sem honum var
trúað fyrir, það er eigin fjölskyldu,“
segir Gunnar. „Hann reisti sér minn-
isvarða með hæstu húsum sem reist
voru, og veiddi stærstu laxana, en
hann gleymdi þeim sem treystu á
hann. Hann reynir í lokin að sættast
við þetta fólk. Þetta verk fjallar um
mann sem reis ekki undir því að
vera það sem hann átti að vera; góð-
ur eiginmaður, faðir og afi. Leikritið
fjallar um ást.“ Kristbjörg leikur
heimilishjálp frá borginni sem sinnir
manninum og Björn leikur dótt-
urson hans.
Það er óvenjulegt að Þjóðleik-
húsið frumsýni annars staðar en í
Þjóðleikhúsinu, hvernig er að frum-
sýna verkið í Keflavík?
„Það er sérstakt og vekur ákaf-
lega viðkvæm minningatengsl við
bæinn og samfélagið sem var hér að
þróast þegar ég var lítill drengur og
byrjaði að leika hér.
Fyrsta leiksýningin sem ég sá var
skrautsýning á vegum Slysavarna-
félags kvenna, þar lék móðir mín
álfkonu sem bjargaði öllum. Ég man
að það var lítill texti, ef nokkur, ég
held það hafi bara verið uppstill-
ingar og svoleiðis, en ég hef aldrei
séð fallegri manneskju á sviði. Ég
var svo stoltur af því að þetta væri
mamma mín að ég labbaði upp að
sviðinu og kippti neðst í faldinn á
skautinu og sagði bara mjög lágt:
„Mamma ég er hérna.“ Hún kippti
þéttingsfast í skautið og sagði svo
við mig heima: „Þetta máttu aldrei
gera, þegar ég er að leika þá er ég
ekki mamma þín heldur persónan
sem ég er að leika.“ Ég sagði bara:
„Það er gott að þú skulir vera álf-
kona af og til mamma.““
„Kveikir svo í manni neistann“
Hvernig finnst þér verkið og per-
sónan sem þú leikur? Eru þetta mikil
átök?
„Þetta verk kveikir svo í manni
neistann. Ég vona að ég mæti ögr-
uninni og geti tekist á við að leika
þennan mann í þessu verki sem Ólaf-
ur hefur verið svo elskulegur að
skrifa. Ég vona að mér hafi tekist
það, enda með gott fólk með mér.
Ég held að það sé sama hvaða mann-
eskju maður leikur, það eru átök að
fara frá sjálfum sér og nálgast aðra
persónu, og Kári er engin und-
antekning þar. Annars finnst mér ég
þekkja þessa kalla hans Ólafs, þetta
er sá fjórði sem ég leik. Fyrst í Milli
skinns og hörunds, svo í Þreki og
tárum og svo í Hafinu. Þeir eru ná-
skyldir allir.“
Hvernig er að leika í leikriti sem
er skrifað með þig og Kristbjörgu í
huga? Hefur samstarf ykkar í gegn-
um árin áhrif á þetta verk?
„Það er mikilvægt að reyna að
rísa undir þeirri trú sem höfund-
urinn virðist hafa á mér sem leikara.
Það verður bara að gera það. En
hann skrifaði ekki fyrir mig einan
heldur fyrir Kristbjörgu líka. Ég
held að hún sé sama sinnis.
– Kristbjörg, hefur það áhrif á
þetta verk að við erum þaulvant
leikarapar?“ hrópar Gunnar bros-
andi yfir búningsherbergið. „Alveg
örugglega, þetta væri ekki svona
brilljant ef það væri ekki fyrir það,“
hrópar Kristbjörg til baka hlæjandi.
Vekur viðkvæm minningatengsl við Keflavík
Þjóðleikhúsið frum-
sýnir á laugardaginn
Græna landið eftir
Ólaf Hauk Símonarson
í Frumleikhúsinu
í Keflavík. Brjánn Jón-
asson tók Gunnar Eyj-
ólfsson leikara tali.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gunnar Eyjólfsson: Vonast til að sýningar gangi sem lengst í Keflavík, helst fram að jólum.
Frumsýning: Aðstandendur Græna landsins ásamt höfundi eftir æfingu á
miðvikudag, en verkið verður frumsýnt á laugardag.
Keflavík | Tillögur að byggingu
14.500 fermetra verslunarmiðstöðv-
ar á lóð í miðbæ Keflavíkur verða
kynntar fyrir bæjarstjórn og skipu-
lagsyfirvöldum á næstu dögum. Höf-
undur tillögunnar segist vonast til að
framkvæmdir hefjist innan árs, og
að verslunarmiðstöðin verði tilbúin
innan fimm ára.
Samkvæmt tillögunum verður
rúm fyrir á bilinu 20 til 30 misstórar
verslanir í miðstöðinni, og hafa ein-
hverjar verslanir af höfuðborgar-
svæðinu lýst yfir áhuga á að opna
verslun í húsnæðinu, verði það að
veruleika, segir Steinþór Jónsson,
hótelstjóri og bæjarfulltrúi, sem
kom fram með tillögurnar. Hann
segist einnig bjartsýnn um að fá
verslanir erlendis frá sem ekki eru á
landinu í dag.
Húsið verður á þremur hæðum,
auk bílakjallara fyrir um 100 bíla.
Verslanir verða á tveimur hæðum en
skrifstofur, íbúðahótel eða annað á
þriðju hæðinni. Verslunarmiðstöðin
mun verða björt, með þakgluggum
yfir göngunum og glerinngöngum út
að öðrum verslunum í miðbænum,
segir Steinþór.
Ekki ógn við miðbæinn
„Það sem er best við þessa hug-
mynd er að þetta gengur upp skipu-
lagslega séð, þetta gengur upp án
þess að trufla nokkuð annað og þetta
mun styrkja miðbæinn sem er fyrir
gríðarlega,“ segir Steinþór. Hann
segir alveg ljóst að miðstöðin verði
ekki ógn við miðbæinn heldur komi
hún til með að styrkja hann, og hafi
verslunareigendur í nágrenninu ver-
ið mjög jákvæðir.
Vinnuheiti á verslunarmiðstöðinni
er „Gullmolinn“, og segir Steinþór að
það hafi komið til vegna þess að lóðin
þar sem miðstöðin kemur til með að
rísa sé sannkallaður gullmoli. Einnig
segir hann að tengja megi nafnið við
enska orðið „moll“, sem er notað yfir
verslunarmiðstöðvar. „Þetta er
tækifæri sem mörg bæjarfélög
myndu vilja hafa, að geta sett litla
verslunarmiðstöð í miðbæinn.“
Í dag eru bílastæði á lóðinni, auk
minni húsa sem mynda hring um lóð-
ina. Samkvæmt tillögunni þurfa hús-
in númer 22, 24 og 26 við Hafnargötu
að víkja. Eitt hús á lóðinni verður
notað sem hluti af verslunarmiðstöð-
inni, og sé það með talið verður hún
um 18.000 fermetrar.
„Það er allt sem styður þessa hug-
mynd. Framsækni bæjarins í dag og
breytingarnar sem hafa orðið á bæn-
um. Einnig jákvæðni bæjarbúa sem
hjálpar svona hugmynd alveg gríð-
arlega, og ég held að þetta sé mjög
góður grunnur til að byggja á,“ segir
Steinþór.
Mun styrkja
miðbæinn
Gullmolinn: Tölvugerðar myndir af verslunarmiðstöðinni sem gæti risið í
miðbæ Keflavíkur á næstu fimm árum ef hugmyndir ná fram að ganga.
Útaf í hálku | Sex bílar fóru út af
Reykjanesbraut við Kúagerði
snemma í gærmorgun þegar öku-
menn áttuðu sig ekki á hálku á braut-
inni og reyndu að hemla. Einn af bíl-
unum fór á staur og skemmdist
eitthvað, en þess utan urðu engar
skemmdir á bílum né slys á fólki.
Einn bíll til viðbótar fór út af á
Grindavíkurvegi við Seltjörn og fór
tvær veltur. Ökumaður var einn í
bílnum og slasaðist ekki, en bíllinn er
talinn ónýtur. Lögregla vill brýna fyr-
ir fólki að fara varlega á þessum árs-
tíma, sérstaklega snemma morguns.
eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Leikstjóri: Þórhallur
Sigurðsson.
Aðstoðarmaður leikstjóra:
Helga E. Jónsdóttir.
Leikmynd: Grétar Reynisson.
Búningar: Grétar Reynisson
og Margrét Sigurðardóttir.
Tónlist: Gunnar Þórðarson.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Leikarar: Gunnar Eyjólfsson,
Kristbjörg Kjeld og Björn
Thors.
Frumleikhúsið í Keflavík
laugardaginn 25. október.
Græna landið
Innbrot | Reynt var að brjótast inn
í tölvufyrirtæki við Hringbraut í
Reykjanesbæ aðfaranótt föstudags.
Reynt hafði verið að spenna upp
glugga og notaður glerskeri til að
gera gat á gluggann. Viðvörunar-
kerfi verslunarinnar fældi manninn
frá og handtók lögreglan ungan pilt
skammt frá. Í fórum hans fannst
glerskeri og var hann handtekinn,
grunaður um tilraun til innbrots.