Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldór Alfreðs-son fæddist í Mið- dalsgröf í Stein- grímsfirði 22. apríl 1929. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 15. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Alfreð Halldórsson, f. í Mið- dalsgröf í Stein- grímsfirði 22.5. 1902, d. 15.11. 1981, og Sig- ríður Sigurðardóttir, f. í Stórfjarðarhorni í Kollafirði 26.11. 1903, d. 15.11. 2001. Systkini Halldórs eru Sigríður, f. 24.1. 1928, Samúel, f. 25.3. 1934, og Jón Eðvald, f. 5.5. 1940. Halldór kvæntist árið 1960 eft- irlifandi eiginkonu sinni Birnu Fjólu Valdimarsdóttur, f. á Völl- um í Ytri-Njarðvík 19.3. 1932. Foreldrar Birnu Fjólu voru Valdi- mar Björnsson, f. 31.12. 1893, d. 28.8. 1972, og Sigríður Árnadótt- ir, f. 27.7. 1892, d. 14.6. 1977. Börn Halldórs og Birnu Fjólu eru: a) Sigrún, f. 24.7. 1954, sonur hennar er Egill Arnarsson, f. 20.8. 1980, sambýlismað- ur Sigrúnar er Jó- hann Hjaltason, f. 30.7. 1966, b) Sigríð- ur Kristín, f. 18.11. 1960, gift Birni Dav- íð Kristjánssyni, f. 30.3. 1961, sonur þeirra er Davíð Freyr, f. 24.9. 1992, c) Alfreð, f. 10.4. 1963, sambýliskona Elín Sigurðardóttir, f. 28.7. 1966, og d) Valdimar, f. 9.12. 1967, kvæntur Sig- ríði Sólveigu Heið- arsdóttur, f. 19.11. 1969, börn þeirra eru Birna Fjóla, f. 9.2. 1994, Matthildur Jóna, f. 17.2. 1997, og Vilbert Árni, f. 12.1. 2003. Eftir skólagöngu Halldórs á Reykjum í Hrútafirði vann hann sem atvinnubílstjóri í Keflavík og Reykjavík til fjölda ára. Einnig starfaði hann hjá Íslenskum aðal- verktökum um tíma. Útför Halldórs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku pabbi. Þá er kallið komið og þú vonandi kominn á góðan stað. Það var erfitt að vera langt í burtu þegar ég heyrði um andlát þitt. Við bjuggumst ekki við svo snöggu brotthvarfi og nú er kom- ið stórt skarð í fjölskylduna sem erfitt verður að fylla. Sorgin og söknuður- inn er mikill á þessari stundu og von- andi á það eftir að breytast í góðar minningar. Þegar ég hugsa til baka til næstum fimmtíu ára samskipta er af mörgu að taka. Það var eins og þú gerðir þér ljóst frá unga aldri að þú vildir til- einka þér gjafmildi og þjónustulund. Þú hefur gefið mikið af sjálfum þér á lífsleiðinni og látið gott af þér leiða. Alltaf glaðlegur og hjálpsamur bæði við þína nánustu og aðra umhverfis þig. Ekki var laust við stríðni í fari þínu sem lyfti oft andrúmsloftinu á léttara plan. Ég minnist æskuára minna í Njarðvíkunum þegar við bjuggum hjá afa og ömmu. Ótrúlega góðs sambands og gagnkvæmrar virðingar milli þín og tengdaforeldra þinna. Þau settu þig alltaf í guðatölu og báru einstaklega mikla virðinu fyrir þér. Ég minnist þess þegar þú kenndir mér að hjóla á alltof stórt hjól og hættir ekki fyrr en ég var búin að ná tökum á hjólinu. Ég minnist þess þegar þú varst að raka þig með raf- magnsrakvélinni og ég heimtaði að þú rakaðir mig líka. Þú varst fljótur að bregðast við, settir lok á rakhníf- inn og rakaðir síðan vanga mína með mikilli natni. Þetta var auðvitað svo að ég fengi að vera með. Ég minnist áranna í Keflavík og þann dugnað sem þú sýndir. Þú byggðir þar tvö hús með þínum eigin kröftum og dugnaði. Börnunum fjölg- aði og þú varst einstaklega natinn við að leiðbeina mér og útskýra, hvað það skipti máli að vera góð við systkini mín og passa vel upp á þau. Alltaf hélstu jafn góðu sambandi við tengdaforeldra þína og tókst þau upp á þína arma eftir að við fluttum frá þeim. Þetta varð til þess að við systk- inin fengum tækifæri til að alast upp með afa okkar og ömmu sem hefur verið sérlega gott veganesti fyrir okkur síðar á lífsleiðinni. Við munum alltaf búa vel að þeirri reynslu og visku sem þau veittu okkur. Það var með eindæmum hvað þú varst jafnvígur á inniverkin og úti- verkin. Alltaf boðinn og búinn til að setja á þig svuntuna og taka til hend- inni heima fyrir og veigraðir þér ekki við neitt í þeim efnum. Þú varst langt á undan þinni samtíð í þeim efnum. Ég man eftir að æskuvinkonum mín- um þótti þú sérstakur pabbi og báru sérlega virðingu fyrir natni þinni og hjálpsemi. Þú varst einstaklega natinn við mig á unglingsárunum. Oft á tíðum var ég óstýrilát og heimtufrek eins og ung- lingar eru á erfiðum tíma. Þú varst ekki mikið að röfla og rausa í mér þó svo framkvæmdir hjá mér væru ekki eftir settum reglum. Nei, þú notaðir þínar uppeldisaðferðir sem vel eiga heima í nútímaskólabókum. Ég minn- ist þess með bros á vör þegar ég nennti ekki að bursta skítuga skóna mína eins og þú baðst mig um. Næsta dag þegar ég vildi nota þá varstu bú- inn að bursta annan skóinn þannig að ég varð að bursta hinn. Þetta kenndi mér mína lexíu enda dugleg að bursta skóna mína fram á þennan dag. Eða þegar ég henti úlpunni á stól og nennti ekki að hengja upp á herðatré. Næsta dag þegar átti að nota úlpuna var búið að binda hana í marga hnúta sem tók mig langan tíma að leysa. Jafnvel á þessum tíma gat maður séð húmorinn í uppeldisfræðunum. Ég vil að lokum, pabbi minn, þakka þér innilega fyrir hjálpina með Egil og að hafa tekið þátt í uppeldi hans. Það var alltaf tilhlökkunarefni fyrir okkur að koma til Íslands um jólin og vera með ykkur mömmu, systkinum og fjölskyldum þeirra. Þú varst alltaf boðinn og búinn að sækja okkur og keyra á flugvöllinn og einstaklega skilningsríkur í okkar garð. Ég á eftir að sakna þín mikið og verð ávallt þakklát fyrir þá ást, um- hyggju og virðingu sem þú barst í minn garð. Megi friður vera með þér. Sigrún. Það var fyrir nokkrum vikum að við Davíð Freyr áttum góða samveru- stund með þér og mömmu uppi á spít- ala deginum fyrir mikla aðgerð sem þú varst búinn að undirbúa þig vel undir, fullur af bjartsýni. En það er undarleg tilfinning að hugsa til þess að þetta hafi verið okkar kveðju- stund. Það er eins og okkur sé ætl- aður ákveðinn tími í þessari jarðvist og að önnur verkefni bíði annars stað- ar. Elsku pabbi, þegar ég hugsa til baka þá nutum við systkinin mikillar hlýju og alúðar í uppvexti okkar, þú varst rólegur og yfirvegaður og hafð- ir svo góða nærveru og skemmtilega kímnigáfu. Margs er að minnast frá þessum tíma s.s. ferðirnar til Reykja- víkur til að heimsækja ættingja, sleðaferðirnar á Þorbjörn og öll þau ferðalög sem við fórum á sumrin ásamt ættingjum og vinum. Sérstak- lega voru þær minnisstæðar heim- sóknirnar til ömmu og afa í sveitinni og Laugarvatnsferðirnar. Seinna þegar við systkinin fluttum hvert af öðru til Reykjavíkur til frek- ara náms ákváðuð þið að flytja búferl- um eftir margra ára dvöl í Keflavík og byggðuð ykkur hús í Rauðagerði í Reykjavík. Við fjölskyldan í Ásgarði minn- umst margra góðra stunda með þér og mömmu í grillveislunum, jólaboð- unum og ferðalögunum innanlands sem utan og ekki síst í bústaðnum fína að Reykjum. Í þessum veislum var oft þröngt setinn bekkurinn og margt gert til skemmtunar og skipaði þar tónlistin veglegan sess. Við gát- um setið heilu kvöldin og rætt saman m.a. um óhefðbundnar lækningar, heilsufar og eilífðarmálin. Þessara stunda eigum við eftir að sakna sárt. Þið mamma veittuð okkur fjöl- skyldunni ómetanlegan stuðning með hvatningu ykkar, bjartsýni og aðstoð þegar Davíð Freyr okkar fæddist og síðar þegar ég veiktist. Það verður seint fullþakkað. Við þökkum þér fyrir öll árin sem þú veittir okkur og biðjum allar góðar vættir að vera með þér um ókomna tíð. Sigríður Kristín og Björn Davíð. Það var fyrir nokkrum vikum sem þú ákvaðst að fara í aðgerðina og koma síðan heim. Þetta átti ekki að vera nokkurt mál, þú hress og bjart- sýnn um að þetta gengi eins og í sögu. Það var erfitt fyrir þig að taka þessa ákvörðun en kostirnir voru víst engir. Ekki datt mér í hug eitt augnablik annað en að þetta færi vel. Stuttu áð- ur en þú kvaddir þessa jarðvist tjáðu færustu sérfræðingar okkur að þú hafir aldrei átt neina von eftir aðgerð- ina, þrátt fyrir góða og óeigingjarna umönnun starfsfólksins á spítalanum. Aðeins tæpum tveimur árum eftir að amma kvaddi okkur kveður þú okkur, eitthvað sem engum hefði dottið í hug á þeim tíma. Ég var ávallt sannfærður um að þú yrðir manna elstur. Elsku pabbi, þú sem varst rólegur, mjög næmur og íhugull maður þó svo að þú hafir ekki ávallt deilt öllum þín- um skoðunum með orðum heldur oft- ar en ekki með æðruleysi og góð- hjartaðri framkomu og háttalagi. Fyrir mér voru þetta auðskilin sam- skipti sem þurfti lítið að útskýra eða að ræða með mörgum orðum. Stuttar setningar, hljómfall og líkamstjáning hafa ávallt sagt mér miklu meira en mörg orð. Á síðustu árum hef ég upp- götvað æ meir hve þín lífsgildi hafa gefið mér mikið, sem áður voru frek- ar ómeðvitaðar og sjálfsagðar stað- reyndir. Það má segja að þú hafir ávallt ver- ið nokkuð jarðbundinn, trygglyndur og vinnusamur sem gagnaðist þér vel við að framfleyta fjölskyldu þinni, fjölskyldu sem þú unnir mikið, fjöl- skyldu sem gaf þér margar bestu stundir lífs þíns. Það var þér og mömmu mikið kappsmál að koma börnum ykkar til mennta og það sýnduð þið okkur systkinunum með væntumþykju, ötulli vinnusemi og verklegum ráðagerðum. Það var ykk- ur mikið í mun að gera ekki upp á milli barna ykkar og skyldi eitt yfir alla ganga, þó svo að ólíkum meðulum hafi þurft að beita á hvert okkar. Mér er minnisstæð þín sterka þörf fyrir að fylgjast með flestu sem var að gerast í kringum þig og einnig því sem var að gerast almennt í þjóð- félaginu. Alla tíð hafðir þú sterka þörf fyrir að segja frá því sem þú hafðir lesið í blöðunum eða hlustað á í út- varpinu, sem síðar kom mér og öðr- um oft í góðar þarfir í samræðum við aðra seinna meir. Ég man eftir mörgum skemmtileg- um ógleymanlegum samverustund- um. Þú að tala mig til og temja þegar ég var óþekkur á yngri árum. Þegar þú eldaðir hafragraut fyrir mig og fleiri á morgnana, kenndir mér að keyra bíl löngu fyrir bílprófsaldur, gönguferðum, ferðalögum bæði inn- an lands og utan. Ég minnist bygg- ingaframkvæmdanna, þegar við fór- um að sækja svarta Benzinn í Hafnarfjörðinn, mörgum ógleyman- legum stundum í sveitinni hjá ömmu og afa. Einnig þegar þú keyrðir mig svo oft um helgar til ömmu í Njarð- víkunum með nammi eins og Smakk og Malta í nesti. Á seinni árum voru það heimsóknir til Köben og ferðir til Krítar, samverustundir um jólin, sumarbústaðurinn o.fl. Það var í fyrrahaust sem ég ákvað að flytjast aftur í Rauðagerði eftir nokkurt umbrotaskeið í mínu lífi. Með hagkvæmni að leiðarljósi var þessi ráðagerð bæði ávinningur fyrir ykkur mömmu og mig, en ekki síst sterkur vilji minn að kynnast ykkur á nýjan og breyttan hátt og þá við breyttar aðstæður. Þetta síðasta ár ásamt árunum tveimur á undan hafa verið mikið þroskaskeið í lífi mínu, sérstaklega í nærveru þinni. Í dag er ég afar þakklátur fyrir þessa ráða- gerð og þá nærveru og samveru- stundir sem við áttum saman. Þegar ég horfi yfir farinn veg, minnist ég samræðna þinna við mig og aðra, hnyttnar setningar og tilsvör þín, aðdáun og jákvæð afstaða þín til mála og manna. Það hefur sérstak- lega verið gaman að fylgjast með þér að leik við barnabörn þín. Þar fékkst þú nefnilega ávallt lausan tauminn til tjáninga á þinni innri persónu. Með þá trú að leiðarljósi að það séu aðrar og meiri víddir til í alheiminum þá eiga leiðir okkar eftir að liggja aft- ur saman. Það er þó ljóst að þinni lík- amlegu baráttu er lokið. Það er trú mín og von að við taki betri tilvist á öðrum stöðum. Megi guð og englar ætíð vernda þig. Þinn sonur, Alfreð. Þegar ég heyrði að pabbi væri far- inn á miðvikudagsmorgni kom fram þessi mikla væntumhyggja sem ein- kenndi mitt samband við pabba. Hann var maðurinn sem var ávallt tilbúinn að aðstoða mig og aðra þegar þess þurfti með, og ávallt tilbúinn til að tala við mig, ráðleggja og hug- hreysta. Hann var með eindæmum trygglyndur pabbi þegar reyndi á í mótvindi lífsins. Hann notaði oft setn- ingar á borð við „þetta kemur allt saman að lokum“ og „þetta tekur sinn tíma“. Mín æskuminning um pabba er sú að hann vann myrkranna á milli, til að framfleyta fjölskyldunni. Markmiðið var ávallt sett hátt hvað varðar lífs- gæði fjölskyldunnar. Ég lærði mikið af pabba eins og seiglu, ákveðni, vinnusemi og að læra að sjá hlutina í réttu ljósi. Eftir að pabbi hætti að vinna lagði hann mikla áherslu á að viðhalda góðri heilsu. Honum voru tamar setningar á borð við „það þýðir ekkert volæði“ og „það verður að halda áfram“. Alla tíð hafði pabbi mikið yndi af verklegum framkvæmdum hvort heldur við húsbyggingar og garðrækt eða viðhald eigna sinna. Nú síðustu ár byggðum við í sameiningu tvö sum- arhús sem gáfu okkur báðum langar og skemmtilegar samverustundir. Það var ávallt ofarlega í huga hans að hafa gaman af því sem hann tók sér fyrir hendur með skemmtilegum setningum og tilsvörum. Hann var fyrstur manna að bjóða kaffi og með- læti ef honum fannst þreyta komin í mannskapinn þó svo að hann hafi einnig viljað sjá framkvæmdirnar ganga vel. Oft þegar ég lagði leið mína til pabba og mömmu í kaffi snemma morguns var mér tamt að spyrja hvort búið væri að hella upp á könn- una. Ekki skorti tilsvörin og skemmtilegar samverustundir þessa morgna. Ég minnist pabba sérstaklega í leik við börnin mín sem gáfu honum ógleymanlegar samverustundir með þeim. Hann var ávallt tilbúinn að gefa stelpunum uppbyggilegar ráðlegg- ingar og stuðning þegar þær þurftu á að halda. Ég man vel eftir þeim seinni part sunnudags þegar pabbi var að fara upp á spítala þar sem hann hafði ráð- gert að vera aðeins í nokkra daga. Setningin sem hann sagði hljómar enn í eyrum mér: „Þetta verður ekk- ert mál.“ Við tók tveggja mánaða erf- ið barátta og á hverjum degi sterk von mín um að ég gæti farið fljótlega með pabba heim í Rauðagerði eftir sjúkraleguna. Í huga mér var ég oft búinn að sjá heimkomu hans í faðmi fjölskyldu sinnar. Pabbi, þú varst ávallt tilbúinn að taka á móti mér hvernig sem á stóð, hjálpa og ráðleggja með einstæðri umhyggju þinni gagnvart mér. Eitt gott faðmlag frá þér, hvort sem ég var lítill eða stór, hefur ávallt breytt miklu fyrir mig. Nú er ég fullviss um að þú munt ávallt fylgja mér og vernda mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Þegar kaffið er komið í boll- ann mun ég ávallt hugsa til þín og segja „þetta kemur allt saman“. Þinn sonur, Valdimar. Tengdafaðir minn, Halldór Al- freðsson, lést að morgni 15. október sl. eftir erfiða tveggja mánaða bar- áttu. Ég vil kveðja hann með þessum orðum og þakka fyrir samverustund- irnar sem því miður voru allt of fáar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elín Sigurðardóttir. Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer, skal sókn í huga hafin, og hún mun bjarga þér. Við getum eigin ævi í óskafarveg leitt og vaxið hverjum vanda, sé vilja beitt. Þar einn leit naktar auðnir, sér annar blómaskrúð. Það verður, sem þú væntir. Það vex, sem að er hlúð. Þú rækta rósir vona í reit þíns hjarta skalt, og búast við því bezta, þó blási kalt. Þó örlög öllum væru á ókunn bókfell skráð, það næst úr nornahöndum, sem nógu heitt er þráð. Ég endurtek í anda þrjú orð við hver mitt spor: Fegurð, gleði, friður – mitt faðirvor. (Kristján frá Djúpalæk.) Elsku tengdapabbi, takk fyrir allar góðu stundirnar. Sigríður S. Heiðarsdóttir. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur. Við söknum þinnar nærveru af því að núna er enginn til að leika við okkur eins og þú gerðir alltaf. Nú er enginn til að spyrja okkur um gáturnar. Nú er enginn til að kitla okkur. Nú er enginn til að stríða okkur á skemmti- legan hátt og svo að faðma okkur. Núna verður amma að passa okkur alein. Núna verður einhver annar að keyra ömmu í sumarbústaðinn. Það var svo gaman að gera alla hlutina með þér. Raka blettinn, tína ber, læra landafræði, læra íslensku og læra vísur. Nú ertu farinn til Guðs. Við mun- um sakna þín sárt. Við munum alltaf muna eftir þér, alla daga og allar næt- ur, alltaf. Vertu bless elsku besti afi. Þín barnabörn Davíð Freyr, Birna Fjóla, Matthildur Jóna og Vilbert Árni. Elsku afi minn. Nú ertu horfinn og kemur aldrei aftur. Það er svo margt sem ég vildi segja við þig áður en þú yfirgafst okkur. Mér fannst við mamma vera óskaplega langt í burtu þegar við heyrðum um lát þitt. Við fundum verulega fyrir návist þinni í flugvélinni á leið til Íslands. Það var eins og þú værir að aðstoða okkur við að komast heilu og höldnu yfir hafið í faðm fjölskyldunnar á svo erfiðri stundu. Ég hugsa til þín með sorg í hjarta þegar ég skrifa þér þessa hinstu kveðju. Ég minnist æskuáranna á Ís- landi þegar ég var í pössun hjá þér og ömmu í Rauðagerði. Ég man eftir hafragrautnum á morgnana, þið amma að keyra mig til og frá fótbolta- æfingu, ég man eftir útiverunni með þér, sundferðunum, boltaleikjunum á bílaplaninu og ástinni og umhyggj- unni frá þér alla tíð. Afi minn ég mun sakna þín alla ævi og minnast hlýj- unnar, húmorsins og gleðinnar sem þú smitaðir okkur hin af og breyttir umhverfinu með. Sem elsta og lengi vel eina barnabarnið naut ég óskertrar samveru með þér. Ég vona að þér eigi eftir að líða vel þar sem þú ert niðurkominn og að við eigum eftir að hittast að nýju. Hvíldu í friði elsku afi minn. Þinn dóttursonur Egill. HALLDÓR ALFREÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.