Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hrafn EðvaldJónsson fæddist í
Reykjavík 17. júní
1942. Hann lést í
Landspítalanum við
Hringbraut 15. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jón
Magnússon frétta-
stjóri, og Ragnheið-
ur E. Möller kenn-
ari. Bræður hans
eru Magnús, f. 1938,
d. 1979 og Friðrik
Páll, f. 1945.
Hrafn kvæntist Jó-
hönnu Fjólu Ólafs-
dóttur, lektor í leikrænni tján-
ingu og tónmennt við
Kennaraháskóla Íslands, árið
1963. Þau skildu. Börn þeirra
eru: 1) Hrönn, maki Hjalti Sig-
urðarson, börn þeirra, Hera og
Hekla; 2) Ólafur, maki Guðrún
Björk Guðmundsdóttir, börn
þeirra Laufey Karitas og Arnar
Elí.
Hrafn varð stúd-
ent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík
1963. Hann stundaði
nám í frönsku og
arkitektúr í Lyon í
Frakklandi á árun-
um 1964 til 1967,
hélt síðar til Sví-
þjóðar og lauk fil.
kand. prófi frá há-
skólanum í Gauta-
borg í listasögu og
þjóðháttafræði árið
1976. Sama ár varð
hann kennari við
Þinghólsskóla í
Kópavogi og starfaði þar til
dauðadags. Orlofsár 1993 til
1994 nam hann evrópska mið-
aldasögu við háskólann í París.
Hann kenndi í mörg ár við
Námsflokka Reykjavíkur.
Útför Hrafns verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
„Þegar ég bar Hrafn undir belti
dreymdi mig skínandi kristal og
túlkaði drauminn sem fyrirboða
þess að barnið myndi verða sér-
staklega góð manneskja,“ sagði
móðir hans við mig fyrir rúmlega
fjörutíu árum. Hún hafði rétt fyrir
sér því Hrafn var sannarlega ljúf
og einlæg persóna með hlýtt við-
mót og það var sannarlega gott að
vera í návist hans. Þeir sem kynnt-
ust honum vita hvað ég á við.
Við Hrafn hittumst ung að árum
og urðum ástfangin. Áður en ég
vissi af var ég flutt á Langholts-
veginn, heim til foreldra hans sem
tóku mér opnum örmum. Það
gerðu einnig bræður hans tveir,
Magnús og Friðrik Páll. Ári síðar
giftumst við, héldum svo til Frakk-
lands til náms og síðar til Svíþjóðar
þar sem við áttum mörg hamingju-
rík ár með börnunum okkar, Hrönn
og Óla.
Hrafn hafði gaman af samræðum
um lífið og tilveruna, var fróður
maður og alltaf tilbúinn að kenna
manni eitthvað nýtt. Stundum
fannst mér hann vera eins og opin
alfræðibók. Á námsárunum reynd-
ist hann mér sérstaklega vel. Þegar
ég var að guggna á náminu stapp-
aði hann í mig stálinu á sinn ein-
læga hátt. Hann var sértaklega
duglegur við að hughreysta fólk og
fá það til að trúa á eigin getu til að
yfirstíga erfiðleika.
Ég er þákklát Hrafni fyrir allar
þær stundir sem við áttum saman í
fjórtán ára sambúð og einnig eftir
að henni lauk. Við unnum stóra
sigra með því að vinna okkur út úr
reiði hvort til annars, hroka og af-
brýðisemi sem kom upp í sambandi
við skilnaðinn. Við urðum með tím-
anum sannarlega góðir vinir. Viss-
um alltaf hvað hitt væri að ves-
enast hverju sinni. Við áttum líka
saman yndisleg börn, barnabörn og
tengdabörn sem styrkti samband
okkar. Hrafni þótti líka vænt um
Önnu Heru dóttur mína og það var
svo gaman að sjá hve þau náðu vel
saman í fjölskyldusamkvæmunum.
Hrafn var mikið náttúrubarn og
var á fullu í að rækta og hlúa að
náttúrunni í kringum sumarbústað-
inn sinn sem hann var svo hreykinn
af. Þangað var gaman að fara með
fjölskyldunni og heimsækja hann.
Hinn 17. júní í sumar bauð hann
okkur þangað í afmælisveisluna
sína. Þá sagði hann að eiginlega
ættum við 40 ára brúðkaupsafmæli
og því tilvalið að halda upp á það
líka (þótt við værum ekki lengur
hjón). Tveimur dögum áður en
hann kvaddi þennan heim fékk
hann rafmagn í sumarbústaðinn og
sagðist vilja fá okkur Steina fljót-
lega í heimsókn. Við munum fara
þangað bráðum og minnast hans
sérstaklega.
Ég veit að bjartar minningar um
þennan góða vin munu verða mikils
virði á saknaðarstundum. Að lokum
langar mig til að senda börnum
okkar Hrafns, barnabörnum,
tengdabörnum, Friðriki Páli og öll-
um öðrum aðstandendum mínar
hjartans samúðarkveðjur og um
leið þessa fallegu leiðsögn Daisaku
Ikeda, úr bókinni „Faith into
Action“:
Þegar veturinn gengur í garð
missa tré og aðrar plöntur lauf sín
tímabundið.
En þessar jurtir búa yfir lífi sem gerir
þeim kleift
að bera brum þegar vorar að nýju.
Hið sama á við um dauða mannlegrar
veru.
Við búum öll yfir lífskrafti
sem mun leiða okkur í átt að nýju lífi,
nýju hlutverki,
samstundis
og án sársuka.
Með hjartans kveðju,
Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir.
Það var kyrrt haustkvöld fyrir
nokkru, við sátum við gluggann á
sumarbústað Hrafns á meðan húm-
ið féll yfir og síðan myrkrið. Nota-
leg nærvera við kertaljós. Himinn-
inn lifnaður með tungli og
stjörnum sem spegluðust í vatninu
og fuglarnir þögnuðu og komu sér í
ró.
Hrafn var hamingjusamur.
Draumur og veruleiki í senn.
Fyrsta árið sem sumarbústaðareig-
andi var liðið. Hann var að helga
sér land, búinn að bretta upp erm-
arnar og var í miðju kafi. Það voru
girðingar, vegstæði, bílhlöss af
möl, hlið og stólpar, skurðir og raf-
magn. Þó var þetta bara það sýni-
lega. Hitt var það sem skildi Hrafn
frá fjöldanum og var svo stór þátt-
ur í hans persónuleika, hann sá.
Hann bjó yfir einhvers konar kyrrð
og eftirtekt í svo ríkum mæli að
hann bókstaflega las náttúruna:
gróður, hegðun dýra, veður og
strauma. Fyrsta uppskeran var að
komast í hús og áhuginn lá ekki í
magni heldur fjölbreytileika.
Fyrsta uppskeran, fyrsta árið.
Síðan áttu að koma mörg góð ár.
En skyndilega án nokkurs fyrir-
vara var höggvið á lífsþráðinn. Eft-
ir stöndum við og fáum ekki grátið
hann úr hel.
Hrafn var ekki einungis bróðir
mannsins míns og hans nánasti vin-
ur, hann var líka vinur minn.
Stærri hluta ævinnar höfum við
fylgst að. Við höfum skoðað saman
hella og hallir, gert slátur og sult-
ur, og deilt áhugamálum. Það er
erfitt að hugsa sér vegferðina án
hans.
Hrafn er harmdauði okkar allra
vegna hlýju sinnar og nærgætni,
hans óáleitna áhuga og góðvildar.
Megi börnum hans og fjölskyldum
þeirra vera huggun í sorginni, full-
vissan um elsku hans og umhyggju
í lifanda lífi. –
Kæri mágur, hvíl í friði,
Unnur.
Hann Hrabbi er dáinn, langt um
aldur fram, eins og bróðir hans,
faðir og afi sem einnig féllu frá í
blóma lífsins. Svona er lífið, sumir
deyja ungir, aðrir lifa fram í háa
elli. Það er sárt fyrir eftirlifendur
þegar svo snöggt er kippt í spott-
ann langt um aldur fram. En það
getur verið gott fyrir hvern sem
fær að fara án þess að þurfa að lifa
lengi við kvöl og pínu, jafnvel upp á
aðra kominn um mörg ár.
Hrafn Edvald var oftast kallaður
Hrabbi af okkur systkinunum, en
ungur kom hann í Sveinsstaði og
var hjá okkur í átta sumur. Þar átti
hann gott athvarf og atlæti hjá
ömmu okkar, en við vorum bræðra-
synir, og mamma leit á hann sem
eitt af sínum börnum þau sumur,
sem hann var á Sveinsstöðum.
Sjálfur man ég ekkert eftir þegar
mamma fór í hópi kvenfélags-
kvenna á Landbúnaðarsýninguna í
Reykjavík 1947 og kom með snáð-
ann, þá aðeins fimm ára, með sér
norður aftur. En Gyða systir man
þegar hún vaknaði um morguninn
og kominn var einhver ókunnur
strákur í rúmið hjá pabba og
mömmu.
Á þeim árum sem Hrabbi var hjá
okkur komum við krakkarnir upp
búi á Mylluhólnum. Þar var rekinn
myndarbúskapur með kjálkum,
leggjum og skeljum. Vegafram-
kvæmdir voru miklar með heima-
smíðuðum „vörubíl“ og borgar-
strákurinn tók þátt í þessum
búskap af líf og sál. Átti hann
margar góðar minningar frá dvöl
sinni í sveitinni eins og svo margir
af hans jafnöldrum. Það er raunar
mjög fróðlegt að fylgjast með, og
gott innlegg í uppeldisumræðu nú-
tímans, hve margt fólk sótti mikinn
þroska í sumardvöl í sveitum lands-
ins. Tengslin við náttúruna og sam-
skiptin við fólkið sem í sveitunum
lifði er í huga margra á við gagn-
merkt nám í æðstu menntastofn-
unum.
Hrafn var það ungur meðan
hann dvaldi á Sveinsstöðum að föst
verk voru ekki mörg. Þó var í okk-
ar verkahring a.m.k. seinni árin að
sækja og reka kýrnar og eitthvað
gátum við hjálpað til við heyskap-
inn. Svo var árviss ferð austur í
Aralæk á vorin að þvo ullina og síð-
sumars var farið á hestvagni í
berjamó vestur að Gljúfurá.
Það var okkur krökkunum á
Sveinsstöðum alltaf tilhlökkunar-
efni, þegar foreldrar Hrafns komu í
heimsókn. Jón faðir hans var okkar
frændi með stórum staf. Hann var
maðurinn með skíru og traustu
röddin, sem við heyrðum reglulega
í útvarpinu, en Jón var þar frétta-
stjóri. Hann var maðurinn sem
vissi allt og sagði svo skemmtilega
frá. Svo var hann kominn í heim-
sókn og ræddi við okkur krakkana
sem jafningja og vildi vita hvað við
værum að gera og hvað við ætl-
uðumst fyrir. Ef eitthvert okkar
systkinanna kom til Reykjavíkur
fór hann með okkur í leikhús eða á
Þjóðminjasafnið. Hann vildi að við
kynntumst menningu og leikhúslífi
borgarinnar.
Sérlega er mér þó eftirminnileg
ferð með Jóni um Vatnsnes þar
sem m.a. var komið við í Krossa-
nesi og Hindisvík. Með aðdáun
horfðum við krakkarnir á kallana í
Krossanesi, alblóðuga gera að sel,
og hlustuðum á Jón spyrja þá ýt-
arlega út í þessa verkun og sitt-
hvað um líf þeirra þarna úti á nes-
inu. Þá var ekki síður
eftirminnilegt að heyra viðræður
hans við sr. Sigurð í Hindisvík og
hlusta á þegar hann fékk Sigurð til
þess að spila á orgelið og syngja.
Ég hygg að Hrafn hafi ætíð met-
ið það bakland sem hann átti á
Sveinsstöðum og árin sín hér fyrir
norðan. Hér var faðir hans fæddur
og hér ólst hann upp. Hér bjó afi
hans, langafi og langalangafi, sem
hóf búskap á Sveinsstöðum 1844.
Hér lágu rætur hans og hér var
margt í föstum skorðum, fastur
punktur í tilverunni. Það var gott
fyrir börn sem ólust upp í vaxandi
borg og miklum breytingum á þjóð-
lífi að eiga slíkan fastan punkt.
Eftirlifandi börnum Hrafns og
barnabörnum sendum við samúðar-
kveðjur frá Sveinsstöðum.
Magnús Ólafsson.
Kær vinur og samstarfsmaður
Hrafn E. Jónsson er látinn.
Það var veturinn 1976 að Hrafn
kom að skólanum okkar. Hann var
þá nýkominn úr námi í Svíþjóð, en
hafði áður verið nokkur ár í Frakk-
landi. Við kynntumst fljótt mann-
kostum Hrafns. Hann var gagn-
menntaður heimsmaður með
þekkingu á ýmsum sviðum. Hann
var skarpgreindur, skýr í hugsun
og mjög hrifnæmur. Hann var
hreinskiptinn maður og fylginn sér.
Áhugamál hans voru fjölmörg og
hann var stöðugt að afla sér meiri
þekkingar. Það var sama hvort
rætt var um sagnfræði, bókmenntir
eða listir, aldrei var komið að tóm-
um kofunum hjá honum.
Áhugi Hrafns á stjórnmálum fór
ekki fram hjá okkur sem með hon-
um störfuðu. Sá áhugi leiddi hann
alla leið til Albaníu. Það lýsir
Hrafni vel að hann kynnti sér ekki
aðeins stjórnarfar og sögu landsins
heldur kunni hann jafnvel skil á
albönskum vefnaði.
Hrafn starfaði upphaflega á
bókasafni skólans en síðan kenndi
hann ýmsar greinar, meðal ann-
arra samfélagsfræði, frönsku og
síðar á tölvur. Þegar tölvuvæðing
skólanna hófst var hann með fyrstu
mönnum að tileinka sér þá tækni í
skólastarfi og hafði hann aflað sér
afburða þekkingar á því sviði.
Hann tók að sér umsjón tölvumála í
skólanum. Þeim starfa fylgdi mikill
erill því óteljandi voru þau skipti
sem samkennarar hans, mismun-
andi óþolinmóðir, þurftu á aðstoð
og tilsögn að halda. Ævinlega brást
Hrafn við af ljúfmennsku og leysti
vandamálin bæði fljótt og vel. Til
hans var alltaf gott að leita því
hann kunni öðrum mönnum betur
að hlusta.
Sjálfur var Hrafn ekki margorð-
ur um eigin hagi. Það fór þó ekki
fram hjá okkur sem umgengumst
hann að börnin og barnabörnin
voru honum dýrmæt.
Hrafn var vinsæll meðal sam-
starfsmanna sinna og nemenda,
sem eiga góðar minningar um ljúf-
an og hlýjan mann.
Eftir skyndilegt fráfall hans hafa
fjölmargir fyrrverandi nemendur
hans lagt leið sína í gamla skólann
sinn og sýnt minningu hans virð-
ingu og minnst hans með þakklæti
og hlýhug.
Við samstarfsfólk hans söknum
hans. Við söknum þess að hafa
hann ekki lengur hjá okkur og
heyra ekki glaðlegan hlátur hans.
En í hugum okkar lifir minningin
um einstakan mann.
Börnum hans, bróður og fjöl-
skyldum þeirra sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Samstarfsfólk við
Kársnesskóla í Kópavogi.
HRAFN EÐVALD
JÓNSSON
✝ Sigmundur Jó-hannesson fædd-
ist í Arnardal í
Norður-Ísafjarðar-
sýslu 20. september
1913. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 18. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jó-
hannes
Guðmundsson og
Sigrún Agata Guð-
mundsdóttir. Sig-
mundur var annar í
röð 10 systkina en
þau eru: Guðmundur
Líndal, látinn, Sigríður Steinunn,
látin, Guðbjörg, býr í Reykjavík,
Guðmunda, látin, Sigrún Jó-
hanna, látin, Ólafía, býr á Ak-
ureyri, Magnús, látinn, Ólafur,
býr í Keflavík, og tvíburi við
Ólaf, látinn.
Sigmundur kvæntist 22. októ-
ber 1938 Lydíu Aðalheiði Rósink-
arsdóttur, f. í Súðavík Norður-
Ísafjarðarsýslu 20. júní 1917. Þau
eignuðust fjórar dætur, þær eru:
1) Alda, f. 15.1. 1937, gift Bjarna
Kristinssyni, eiga
þau þrjá syni. 2)
Hrönn, f. 23.12.
1939, gift Birni Jó-
hannssyni, eiga þau
þrjú börn. 3) Ásdís,
f. 11.10. 1949, gift
Högna Kristinssyni,
eiga þau tvö börn.
4) Sigrún, f. 9.1.
1961, d. 6.12. 1963.
Barnabarnabörnin
eru 18.
Sigmundur og
Lydía Aðalheiður
bjuggu á Ísafirði.
1947 fluttu þau til
Þingeyrar og 1954 til Keflavíkur
þar sem þau bjuggu síðan. Sig-
mundur var skipstjóri á Ísafirði
og Þingeyri en lengst af starfaði
hann sem múrarameistari. Þegar
ÁTVR opnaði útibú í Keflavík
varð hann afgreiðslumaður þar
en gerðist síðan eftirlitsmaður
með fasteignum Keflavíkurbæj-
ar.
Útför Sigmundar verður gerð
frá Keflavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Nú þegar Sigmundur afi er
kvaddur hinstu kveðju er margs að
minnast og margt sem ber að
þakka. Minningar frá bernskuárum
verða ljóslifandi þegar við barna-
börnin nutum þessa að sækja afa
og Heiðu ömmu heim. Þá var oft
mikið um að vera þegar allur
barnaskarinn var saman kominn.
Afi með harmonikkuna sína og öll
smíðaverkfærin og amma með
poppkorn í stórum potti, pönnu-
kökustafla og fleira góðgæti. Þess-
ar heimsóknir voru fastur liður á
laugardögum fyrir okkur barna-
börnin og var mikil tilhlökkun,
enda fórum við ævinlega alsæl
heim eftir smíðakennslu, dans-
kennslu, spilamennsku og fleira.
Afi var hæglátur maður og ein-
stakt ljúfmenni í öllum samskipt-
um. Hann hafði mjög notalega nær-
veru og naut þess að miðla
frásögnum og fróðleik frá langri
ævi, einnig ræða skoðanir sínar á
málefnum líðandi stundar. Það var
mjög ríkjandi hjá honum að fylgj-
ast grannt með afkomendum sínum
og vera vakandi yfir velferð þeirra.
Því er gott að hugsa til þess að
þegar hann varð 90 ára hinn 20.
september sl. var haldin veisla fyrir
afkomendurna og allir mættu.
Áberandi var hversu afi naut þess-
arar samverustundar og var stoltur
og glaður yfir því að hafa allan
hópinn sinn hjá sér.
Afi var einstaklega laghentur
maður og hafði yndi af smíðum. Á
síðari árum fóru allar hans tóm-
stundir í að smíða og skera út fal-
lega muni. Margir af þeim prýða
heimili afkomenda hans. Þekktastir
eru sennilega barnaruggustólarnir
sem voru mjög vinsælir. Það lýsir
honum vel, að í afmælisveislunni
áðurnefndu var honum umhugað
um að gleðja yngstu fjölskyldumeð-
limina og gaf hann þeim öllum við-
arplatta sem hann hafði teiknað á
og málað þekktar teiknimyndaper-
sónur. Þessir plattar prýða nú
veggi í barnaherbergjunum og eru
góð minning.
Við í fjölskyldunni á Sólvallagötu
þökkum Sigmundi afa góðar sam-
verustundir og minnumst hans af
þakklæti og hlýhug.
Birna, Magnús, Hrönn, Magnea
Herborg og Sigurður Sævar.
SIGMUNDUR
JÓHANNESSON