Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Richmold Park, Bjarni Sæmundsson og Laug- arnes. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 bað, kl. 9–12 vefn- aður, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 13–16 vefnaður og spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. kl. 9–16.30 púttvöll- urinn opinn þegar veð- ur leyfir. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 gönguhóp- ur, kl. 14 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9 og 13 vinnuhópar, gler. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 Moggi, rabb og kaffi. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30. Tréútskurður og brids kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 í dag kl. 12.20. Þáttur um málefni eldri borgara. Gerðuberg, félagsstarf. Sími 575 7720. Kl. 9– 16.30 vinnustofur opn- ar, m.a. almenn handa- vinna og föndur. Kl. 10 „Gleðin léttir limina“, létt ganga o.fl. Frá há- degi spilasalur opinn. Kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga. Gleðigjafarnir syngja. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla. Bingó kl. 14. Hvassaleiti 58–60. Kl. 14.30 Föstudagskaffi. Hársnyrting. Fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrídans. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl. 14.15 tískusýning, vetrarfatnaður á dömur frá versluninni Takt, Laugavegi. Veislukaffi, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Spilum fé- lagsvist á morgun, laugardag, kl. 14 að Síðumúla 37. Framsóknarfélag Mos- fellsbæjar. Fös. 17. okt. kl. 20.30 verður spiluð félagsvist í Framsókn- arsalnum að Háholti 14, 2. hæð. Veglegir vinn- ingar, allir velkomnir. Minningarkort Barnaspítala Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flest- um apótekum á höf- uðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykja- vík. Í dag er föstudagur 24. október, 297. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.)     Jóhanna Sigurðardóttiralþingismaður er fyrsti flutningsmaður frumvarps um að aldurs- mörk til kaupa og neyslu á léttvíni og bjór verði lækkuð úr tuttugu árum í átján.     Jóhanna færir rök fyrirefni frumvarpsins á heimasíðu sinni. „Við 18 ára aldurinn ræður unga fólkið sjálft öllum sínum persónulegu högum og löggjafinn hefur veitt því fullt fjárræði og sjálf- ræði. Unga fólkið hefur fengið kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og sveitarstjórna og getur m.a. greitt atkvæði um hvort opna eigi áfeng- isútsölur. Átján ára getur fólk gift sig og stofnað heimili, en að vísu ekki keypt kampavínið í brúð- kaupsveisluna. Því er einnig treyst fyrir þeirri miklu ábyrgð sem felst í uppeldi barna. Ekki vefst fyrir löggjafanum að heimila þeim að aka bíl 17 ára, og bera þannig ábyrgð á öryggi fólks í umferðinni, en flestar þjóðir sem treyst hafa unga fólkinu til að um- gangast áfengi af skyn- semi hafa þó ekki leyft þeim að aka bíl fyrr en við 18 ára aldur. Unga fólkið má líka taka bankalán, gerast ábyrgð- armenn að fjárskuldbind- ingum annarra og er treyst fyrir kreditkorti. Það má fara inn á vínveit- ingastaði, en ekki kaupa eða neyta áfengis þar, þó unga fólkið megi selja áfengi á slíkum stöðum.“     Með því að lækkaáfengiskaupaald- urinn væri verið að breyta lögum sem ekki er farið eftir og erfitt er að framfylgja. Lög sem ekki er farið eftir, mörgum finnst óréttlát og óskyn- samleg og örðugt er að framfylgja eru ekki góð lög. Engin vörn er því í þessu ákvæði áfengislag- anna. Þvert á móti má velta fyrir sér hvort þessi ákvæði, sem fólk virðir ekki, ýti undir ólöglegan innflutning á áfengi, aukna neyslu á bruggi og landasölu og jafnvel fíkniefnaneyslu ung- menna. Í umsögn Lög- reglustjórans í Reykjavík um lækkun á áfeng- iskaupaaldri kemur fram að rannsóknir bendi til þess að við 18 ára aldur sé almenn drykkja ung- menna þegar hafin og því hefði breytingin senni- lega lítil áhrif á það hve- nær drykkja hefst.“     Þessi breyting á áfeng-islöggjöfinni sem nú er lögð til felur í sér traust til unga fólksins og með henni væri verið að stuðla að viðhorfsbreyt- ingu með því að beina neysluvenjum þeirra frá sterku áfengi að veikara. Auk þess er verið að veita íslenskum ungmennum sömu réttindi og ná- grannaþjóðir okkar hafa fyrir löngu gert og treyst þar með unga fólkinu til að umgangast áfengi af skynsemi.“ STAKSTEINAR Lækkun áfengis- kaupaaldurs Víkverji skrifar... YFIRLEITT fer það í taug-arnar á Víkverja að sjá áletranir og skilti á útlendum tungumálum á Íslandi. Vík- verja finnst að á Íslandi eigi skilti að vera á íslenzku. Hins vegar er svo komið, að skilti á ensku eru úti um allt, ekki sízt í búðum, þar sem varla virðist vera hægt að halda útsölu nema það standi „sale“ stórum stöfum utan á búðinni – sér- staklega ef um einhverja al- þjóðlega keðju er að ræða. Þess vegna gleður það nú orðið hjarta Víkverja að sjá t.d. skilti á einhverju skandinav- ísku málanna, af því að það er tilbreyting frá enskunni, jafn- vel þótt íslenzkan verði út- undan. Sums staðar eru skilti með áletruninni „nu betjenes“ upp á dönsku og svo númeri næsta manns í röðinni þar sem búið er að koma upp biðraðakerfi með núm- erum. Víkverja hefur raunar alltaf fundizt einkar viðeigandi að þessi skilaboð væru á máli gömlu herra- þjóðarinnar, til að undirstrika hvað biðraðamenningin er Íslendingum framandi. Svo kættist Víkverji líka þegar hann kom í Nóatún í Aust- urveri, þar sem hægt er að draga út skilti á afgreiðslukössunum með sænsku áletruninni „Nästa kassa, tack“. Þetta er auðvitað svo líkt ís- lenzku að tekur því varla að þýða það. HITT þykir Víkverja verraþegar rangt er farið með erlend tungumál á opinberum vettvangi. Það heyrir t.d. til al- gerra undantekninga ef heitið á franska brauðinu, baguette, er rétt skrifað. Í flestum búðum og meira að segja líka á veit- ingahúsum er það einhverra hluta vegna kallað baquette. Eins og Víkverji hefur áður bent á, eru alveg nógu mörg q í frönsku, þótt Íslendingar hjálpi ekki Frökkum að bæta fleirum við. x x x EN TALANDI um baguette-brauð: Til skamms tíma fengust í samlokuborði Hag- kaupa í Kringlunni baguette- samlokur með ýmiss konar fersku áleggi. Þetta voru vandaðar samlokur úr nýbökuðu brauði (sem reyndar var iðulega kallað baquette á umbúðunum) og þær einu, sem Víkverja fundust almennilega ætar í þessu samlokuborði. Nú eru þær horfnar og Víkverji hefur ekki fund- ið aftur taktinn í samlokukaupum. Morgunblaðið/Ásdís Baguette, ekki baquette. LÁRÉTT 1 dans, 4 fífla, 7 agnar, 8 slítum, 9 aukreitis, 11 samsull, 13 þjótum, 14 trylltur, 15 málmur, 17 sníkjudýr, 20 bókstafur, 22 sjófugl, 23 hátíðin, 24 nam, 25 miskunnin. LÓÐRÉTT 1 óreglu, 2 silungur, 3 sleif, 4 gaffal, 5 örðug, 6 sárum, 10 umfang, 12 skaut, 13 sómi, 15 aldin, 16 rómar, 18 vitlaust, 19 hinn, 20 geðvonska, 21 rándýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 nautshaus, 8 sunna, 9 lesin, 10 ryk, 11 kompa, 13 sytra, 15 hatts, 18 endar, 21 kyn, 22 lesti, 23 gnótt, 24 niðurlúta. Lóðrétt: 2 afnám, 3 tjara, 4 hólks, 5 umsát, 6 ósek, 7 unna, 12 pot, 14 yxn, 15 held, 16 tossi, 17 skinu, 18 engil, 19 drótt, 20 rétt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Í VELVAKANDA mið- vikudaginn 22. október birt- ist stakan Éttu það sem úti frýs. Nokkrir lesendur Vel- vakanda hafa hringt inn og vilja þeir koma á framfæri sinni útgáfu af stökunni. Guðbjörg sendi þessa út- gáfu: Éttu það sem úti frýs, fyrir utan paradís, þar er bæði maðkur og mýs, mannaskítur og færilýs. Og svo er þessi svona: Hvað er það sem úti frýs fyrir utan Paradís það eru bæði maðkar og mýs mannaskítur og færilýs. Og einn lesandi sagðist hafa lært sína útgáfu úr Þjóðsögum Bjarna Þor- steinssonar sem er svona: Góður þykir mér grauturinn hennar Þóru þó í honum séu maðkar og mýs mannaskítur og færilýs. Dýrahald Dimma er týnd DIMMA er nett og grönn læða, alveg svört með nokk- ur hvít hár á hálsi. Hún var ólarlaus og ómerkt. Hún týndist frá Sigurhæð 7 í Garðabæ þriðjudaginn 14. okt. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband við Guðrúnu Evu í síma 565 7417 og 820 7417. Fundarlaun. Páfagaukur týndist HVÍTUR og blár páfagauk- ur flaug út um glugga í Breiðholtinu laugardaginn 18. október. Þeir sem hafa orðið varir við fuglinn hafi samband í síma 567 3161 og 663 3084. Músi er týndur MÚSI er hvítur og gulur fressköttur sem týndist frá heimili sínu að Lálandi 6, Fossi. Hann er vel merktur, með endurskinsól þar sem nafn hans, heimili og síma- númer er tilgreint. Hann er einnig eyrnamerktur. Ef einhver hefur orðið hans var þá vinsamlega látið vita í síma 553-5100. Fundar- laun. Emil er týndur STÓR, svartur og hvítur fress hvarf frá Klettási 7, Garðabæ sl. sunnudag. Hann er merktur með gulri ól og eyrnamerktur. Hann er með skarð í báðum eyr- um. Við viljum biðja fólk í nýja Ásahverfinu að kíkja í geymslur og vinnuskúra. Hans er sárt saknað. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband við Dagrúnu í síma 695 3454 eða 565 6682. Maja er týnd MAJA er hvít síðhærð sí- amskisa með gráa grímu, lappir og skott. Hún slapp út á föstudagskvöld frá heimili sínu að Brekkustíg 10 í vesturbænum í Reykja- vík. Hún sást niður við Vesturgötu á sunnudag en þegar gáð var að henni var hún farin. Ef einhver hefur séð hana vinsamlegast hringið í Möggu í síma 698 6244 hvenær sem er. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Éttu það sem úti frýs Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.