Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 37 ✝ Ingunn Halls-dóttir fæddist á Húsavík 6. apríl 1942. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 14. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hallur Jónasson verkamað- ur, fæddur á Sílalæk í Aðaldal 8. janúar 1903, d. 18. október 1972, og Bergljót Guttormsdóttir hjúkrunarkona, fædd á Seyðisfirði 3. des- ember 1906, d. 21. september 1946. Þau bjuggu á Sílalæk og síð- ar á Húsavík. Eftir andlát Berg- ljótar flutti Hallur til Reykjavík- ur. Systkini Ingunnar eru Einar, f. 3. september 1934, d. 4. október 1936, Erlingur, kaupmaður, f. 15. mars 1936, maki Ásta Tryggva- dóttir, Aðalsteinn, kaupmaður, f. 6. mars 1938, maki Ebba Stefáns- dóttir, Sigríður Björg Eggerts- dóttir, f. 9. desember 1945, maki Guðmundur Geir Jónsson fram- kvæmdastjóri. Sonur Ingunnar er Hallur Örn Jónsson, nemi og kennari, f. 14. ágúst 1980. Faðir hans var Þorsteinn Elton Jónsson flugstjóri, f. 19. október 1921, d. 29. desember 2001. Ingunn fæddist á Húsavík og bjó þar til fjögurra ára ald- urs en þá flutti hún ásamt föður sínum til Reykjavíkur eftir andlát móður sinnar. Þar bjó hún hjá föð- ursystur sinni, Helgu Jónasdóttur ráðskonu, f. 5. mars 1906, d. 8. ágúst 1985, sem gekk henni í móðurstað. Að loknum barna- skóla gekk Ingunn í Kvennaskólann í Reykjavík og síðar í Hagaskóla þar sem hún lauk prófi af verzl- unardeild árið 1959. Að námi loknu vann hún hjá Búnaðarbank- anum og Flugfélagi Íslands. Árið 1963 flutti hún til New York þar sem hún starfaði hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum, fyrst sem ritari á skrifstofu þeirra á Manhattan og síðan í afgreiðslu á John F. Kennedy-flugvelli. Í lok árs 1979 sneri Ingunn aftur heim til Ís- lands, þar sem hún hélt áfram störfum fyrir Flugleiðir á sölu- skrifstofu félagsins í Keflavík og vann þar meðan heilsan leyfði. Útför Ingunnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Inga systir. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðar faðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Þýð. Stgr. Thorst.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Við Guðmundur Geir og fjöl- skylda okkar vottum Halli Erni, syni Ingu systur, innilega samúð. Guð styrki þig, Hallur Örn minn. Guð blessi minningu þína, elsku Inga systir. Þín systir Sigríður Björg. Hún Inga mágkona er dáin. Ekki von á fleiri símtölum, sem alltaf byrjuðu á: „Hæ elskan, hvernig haf- ið þið það?“ Minningarnar streyma fram. Fyrir nærri hálfri öld kynnt- ist ég bróður hennar Erlingi og stuttu seinna henni. Aldrei bar skugga á okkar vináttu. Inga mín var aðeins 15 ára þegar hún veiktist og varð að fara í erfiðan uppskurð, og bjó hún hjá okkur Er- lingi í stuttan tíma á eftir. Ég 18 ára og orðin ráðsett húsmóðir. Við rifj- uðum oft upp þann tíma eins og þegar randaflugan flaug inn í stofu og við lokuðum okkur inni í eldhúsi allan daginn, þar til Erlingur kom heim, okkur til bjargar. Flugan löngu flogin út. Þá var mikið hlegið og okkur strítt. Seinna varð hún frænka sem bjó í henni stóru Ameríku og börnin okk- ar Erlings biðu spennt eftir pakka frá henni á jólum, páskum og við önnur hátíðleg tækifæri. Ekki var verra þegar frænka kom heim með andblæ framandi landa í farteskinu, flotta frænka frá New York, sem hafði ferðast um allan heim. Allar fallegu gjafirnar, sem þú gafst mér og vinkonur þínar göntuðust með þegar þú sást eitthvað gyllt, þá var það handa Ástu mágkonu. Ferðin okkar til Boston árið 1998, þegar yngsti sonur okkar Lingi út- skrifaðist frá Suffolk-háskólanum í Boston. Þú og Hallur komuð út til að fagna með okkur. Búðarferðirnar okkar, þér fannst ég löt að versla, vildi alltaf setjast á kaffihús og fá okkur einhverja hressingu. Útskriftardaginn hans Linga, há- tíðarkvöldverður og síðan upp á hót- el, öll þreytt eftir yndislegan dag, fleygðum okkur upp í rúm og spjöll- uðum fram á nótt. Jólin. Annar í jólum fagnaðar- fundur, stórfjölskyldan komin sam- an hjá okkur í Hnjúkaseli, allir koma með eitthvað gott að borða. Gamlárskvöld hjá okkur. Ógleym- anlegar stundir. Fyrir 23 árum eignaðist Inga sól- argeislann sinn hann Hall Örn. Komin heim eftir langa útiveru. Ekkert jafnast á við að eignast hann og ber hann þér fagurt vitni. Þegar ég sá Hall í fyrsta sinn og sagði við Helgu föðursystur þína: „Er hann ekki fallegur?“ þá svaraði hún: „Það er von þér finnist það, allur í þína ætt.“ Þá var hlegið. Hallur skírður, heima í Mávanesi, mér hlotnaðist sá heiður að halda á honum undir skírn. Elsku Inga mín, þú getur verið viss um að fjölskyld- an mun halda vel utanum gimstein- inn þinn. Síðustu þrír mánuðirnir voru Ingu minni erfiðir, en ást og um- hyggja Halls, fjölskyldunnar og vina gerðu henni það léttbærara. Innilegar þakkir til starfsfólks 11E Landspítala og líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Guð blessi ykkar störf. Elsku Hallur minn, Guð blessi þig og styrki í þinni sorg. Elsku Inga mín. Margs er að minnast og margs er að sakna. Guð geymi þig, sjáumst síðar. Þín mágkona, Ásta Tryggvadóttir. Þegar komið er að kveðjustund eru margar minningar sem koma fram í hugann. Minningar frá liðinni tíð og sumar allt frá því að ég var barn. Við Ingunn Hallsdóttir vorum bræðradætur en hún ólst upp hjá Helgu föðursystur okkar eftir að móðir hennar lést. Í sterkri fjöl- skyldu voru tengsl mikil, samveru- stundir margar og mikilvægar. Svo var um okkur. Þótt tólf ár skildu okkur að í aldri voru tengsl okkar alltaf til staðar og vinátta á seinni árum okkur báðum mikilvæg. Hún var heimagangur á heimili fjöl- skyldu minnar þegar hún var barn og unglingur. Ung flutti hún til út- landa, bjó þar og starfaði um tíma en flutti síðan heim og eignaðist sól- argeislann sinn hann Hall. Fyrstu minningar mínar um hana eru frá þeim árum, sem hún var unglingur og kom oft til okkar og ömmu að skóla loknum. En það sem sterkast skín í barnsminningunni eru þau skipti sem hún fór með mig í Tívolí, sem á þeim árum var í Vatnsmýrinni. Speglasalurinn og Parísarhjólið, sem hún sagði mér seinna að hefði verið sitt uppáhalds- tæki, voru vinsælir viðkomustaðir, og þá gott að eiga litla frænku til að hafa gilda ástæðu fyrir þessum ferðum. Þann tíma sem hún bjó erlendis var hún tíður gestur hér á landi, kom oft færandi hendi og var mjög fundvís á ýmislegt sem féll í kramið, hluti sem ekki voru þá fáanlegir hér. Matarboðin sem haldin voru henni til heiðurs féllu ekki alltaf í góðan jarðveg hjá mér, ekta íslenskur matur, sem hún vildi njóta í heim- sóknum sínum en mér þótti svona og svona, alla vega ekki gestafæði. Eftir að hún flutti heim og ég var orðin fullorðin, skapaðist mikil og sterk vinátta á milli okkar. Vinskap- ur sem hafði mikið gildi. Eftir að Hallur fæddist fékk ég að vera mik- ill þátttakandi í lífi þeirra, naut með þeim margra stunda og átti hlut- deild í stærstu áföngunum. Ég naut þess að ferðast með Ingunni, og einnig henni og Halli. Síðustu utan- landsferðina hennar fórum við sam- an, vorið 2001. Ferð til Danmerkur í heimsókn til vina og kunningjafólks, sem við höfðum báðar mikla ánægju af. Ingunn var sterkur persónuleiki sem gaman var að umgangast og hún bjó yfir þeim eiginleika að sjá yfirleitt jákvæðu og oft kómísku hliðarnar á hlutunum. Hún naut lífs- ins og hafði mjög sterkan lífsvilja, sem kom hvað skýrast fram eftir að veikindin herjuðu á hana. Hún ætl- aði að standa þessa orustu af sér og ná fullum bata, en ekki er við allt ráðið og að lokum varð hún að lúta í lægra haldi. Ég þakka frænku minni sam- fylgdina og á eftir að sakna hennar, tíðra samtala, samskipta og heim- sókna. Elsku Hallur Örn, missir þinn er mikill og enginn sem kemur í stað- inn fyrir mömmu, en þú átt sterka að sem munu standa með þér, hvað sem á dynur. Við erum öll fjölskylda þín og elskum þig. Elín Mjöll Jónasdóttir. Með miklum trega sest ég niður til þess að setja nokkur orð á blað, kveðjuorð um frænku mína Ingunni Hallsdóttur, eða Ingu eins og hún var ávallt kölluð. Mínar fyrstu minningar eru frá unglingsárum hennar en þá var ég lítill strákhnokki, enda tíu ára ald- ursmunur á okkur. Þessi hávaxna, ljóshærða og myndarlega frænka var fljótt tekin í „dýrlinga“-tölu. Ég man að þegar systur mínar voru fermdar var slegið upp balli. Þar lærði ég minn fyrsta dans, Óla skans. Það var auðvitað hún Inga mín sem kenndi mér hann. Ef ég man rétt þá fékk varla nokkur ann- ar að dansa við hana við þetta tæki- færi. Ég átti Ingu. Árin liðu, Inga flutti til New York, þar sem hún bjó og starfaði í um 20 ár. Við sáumst sjaldan á þess- um árum. Helst þegar stórfjölskyld- an hittist og Inga þá stödd hér á landi. Þá urðu alltaf fagnaðarfundir. Það var svo fyrir nokkrum árum að við Inga fórum að hafa samband aft- ur. Þrátt fyrir að samskiptin væru ekki alltaf tíð, átti Inga ávallt sitt pláss í huga mínum og sinn stað í uppáhalds frænkuhópnum. Fyrir rúmum tveimur árum veiktist Inga af þeim sjúkdómi, sem að lokum hafði yfirhöndina þrátt fyrir kröftuga mótspyrnu hennar. Stórbrotin kona hefur kvatt þetta jarðlíf og ég bið Guð að blessa elskulega frænku mína. Ég þakka henni fyrir samveruna og flyt kveðj- ur frá móður minni og systrum. Elsku Halli, systkinum Ingu og fjölskyldum þeirra biðjum við Guðs blessunar. Gunnar Hámundarson. Inga vinkona okkar og samstarfs- maður á söluskrifstofu Flugleiða (Icelandair) í Leifsstöð er látin. Okkur er illa brugðið, sem og öllum hennar fjölmörgu viðskiptavinum, sem eru orðnir margir í gegnum ár- in. Hún starfaði í fjörutíu ár í fram- línunni fyrir Flugfélag Íslands, Loftleiðir á JFK í New York og síð- ar Flugleiðir, bæði í gömlu og nýju flugstöðinni á Miðnesheiðinni. Inga var glæsileg kona, hafði óbil- andi þjónustulund, sem var henni meðfædd og er ekki kennd á nám- skeiðum, þolinmæði sem oft kom sér vel þegar greiða þurfti úr ótelj- andi vandamálum hratt og örugg- lega. Það var ósjaldan sem hún hristi góðlátlega höfuðið þegar við „lillurnar“ með minni reynslu stundum yfir álaginu. Þá voru oft ýmis gullkorn sögð, reynslusögur sem gaman er að eiga í minningunni um þessa stórbrotnu konu. Það er leitun að öðrum eins starfskrafti og Inga var, hún bar hag viðskiptavinarins ekki síður en Flugleiða ávallt fyrir brjósti. Hún ávann sér traust og virðingu fjöl- margra, sem leituðu helst ekki ann- að, og ég veit að hennar er sárt saknað meðal föstu viðskiptavin- anna, sem hún þjónustaði í gegnum árin. Inga skilur eftir sig stórt skarð í okkar litla og nána samstarfshópi á söluskrifstofunni en minningin um góða vinkonu lifir og mun ylja okkur um ókomin ár. F.h. söluskrifstofunnar vil ég færa Halli syni hennar, fjölskyldu og vinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guðrún Pétursdóttir. Elsku Inga. Þá er komið að leið- arlokum. Það er sárt að sjá á eftir þér og söknuðurinn er mikill, en við verðum að hugga okkur við að kval- ir þínar eru á enda og ég veit að þér líður nú betur. Hugur minn hefur horfið aftur í tímann og margar eru minningarn- ar um góðar stundir með þér. Þegar ég hóf störf á söluskrifstofu Flug- leiða varst það þú sem kenndir mér störfin þar og var þekking þín að mér fannst óþrjótandi. Þú varst al- gjör snillingur í flugfargjöldum og voru Bandaríkin þín sérgrein og alltaf hægt að treysta á aðstoð þína þar eins og í öllu öðru. Þú varst sterkur persónuleiki og hafði ég oft svo gaman af þér. Allar sögurnar sem þú sagðir mér, frá ár- unum þínum fyrir vestan, ferðalög- unum ykkar Gyðu með Hall til Asíu og svo mætti lengi telja. Þú heillaðir mig alveg með ferðasögunum og hvattir mig óspart til að fara og skoða heiminn. En veikindi gera ekki boð á und- an sér, og ekki held ég nú að okkur hafi grunað að þú værir eins veik og raunin var þegar við vorum saman á vaktinni. Þú varst mjög stolt og vildir halda veikindum þínum fyrir þig og stundaðir vinnu þína eins lengi og þú hafðir krafta til og jafn- vel lengur. Mér fannst sárt að sjá þig koma sárþjáða til vinnu en þú sagðir alltaf að það væri allt í lagi með þig, vinnan átti jú hug þinn all- an. Alltaf varstu svo góð við okkur Ernu og kallaðir okkur Knold og Tot. Oft var glatt á hjalla og þú áttir það til að koma með slík gullkorn að við þurftum að fara inn á bakvið skrifstofuna af því að við fengum svo mikið hláturskast. Ferðirnar okkar úr vinnunni á Flúðir voru alveg hreint frábærar og ég er mikið búin að hugsa þegar þú fórst á rúntinn með manninum á Volvóinum, þá fengum við enn eitt hláturskastið. Það er skrítið að hugsa til þess að þú komir aldrei aftur í stólinn þinn, það er mikið tómarúm hjá okkur eftir að þú fórst, og er þín sárt sakn- að bæði af okkur samstarfsfélögun- um sem og viðskiptavinum. Það er með söknuði sem ég kveð Ingunni Hallsdóttur og bið góðan Guð að veita Halli og fjölskyldu hennar styrk. Minning þín lifir í hjarta mínu. Ásborg Guðmundsdóttir. Elskuleg vinkona mín, Inga, er látin eftir erfið veikindi. Ég kynntist henni fyrir 36 árum er við störfuðum báðar hjá Loftleið- um í New York. Ég tel mig afar lánsama að hafa átt svona trausta og góða vinkonu sem Inga var því traust var hennar aðalsmerki hvort heldur það var gagnvart fjölskyldu sinni, vinum eða í starfi. Hún var bæði bóngóð og greiðvik- in og ég fór sannarlega ekki var- hluta af því öll þau ár sem ég naut vináttu hennar. Mesta gæfa hennar í lífinu var að eignast Hall Örn sem var stolt hennar og yndi og hann sér nú á eft- ir ástríkri móður, sem lést langt um aldur fram, allt of ungur. Inga var lánsöm hvað snerti fjöl- skyldu sína sem stóð eins og klettur við hlið hennar alla tíð og umvafði hana ást og umhyggju ekki síst þeg- ar mest á reyndi. Hún átti yndisleg- an vel gerðan son, bræðurna Erling og Aðalstein, systurina Sigríði Björgu og mágfólkið Ástu, Ebbu og Guðmund Geir sem standa eftir hnípin og syrgja látinn ástvin. Lífið er stutt og ekki alltaf sann- gjarnt og Inga mín var ekki sátt við örlög sín, en vegir Guðs eru órann- sakanlegir og öll verðum við að lúta Hans vilja. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, og gullskrýddir blómstígar alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngunni til himinsins helgu borgar. En lofað ég get þér aðstoð og styrk, og alltaf þér ljós þó leiðin sér myrk. Mundu svo barn mitt að lofað ég hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höf. ók.) Ég þakka Ingu, vinkonu minni, samfylgdina, kveð hana með trega og bið almættið að blessa hana í nýj- um heimkynnum og veita elsku Halli Erni og ástvinunum styrk og vissu um endurfundi síðar. Helga Kr. Bjarnason. Inga vinkona er dáin. Hvað á ég að segja um Ingu? Ekkert nema það sem kemur hjartanu frá. Inga vin- kona var einstök. Ég kynntist Ingu þegar ég kom til vinnu í New York hjá Loftleiðum. Við kynntumst á Gallagheŕs Bar ... hvað annað. Inga starfaði þá hjá Rikka Rikk á að- alskrifstofu Loftleiða á Manhattan en Inga vildi breyta til og skömmu seinna hóf hún störf á Kennedy- flugvelli í farþegaafgreiðslu félags- ins. Á Kennedy unnum við Inga saman um árabil og við strákarnir á JFK gátum alltaf treyst Ingu fyrir öllu sem þar fór fram. Hún var ein- staklega góður samstarfskraftur. Inga sagði heldur aldrei styggð- aryrði um nokkurn mann, hvorki samstarfsfólk sitt né annað fólk. Við strákarnir á JFK sögðum alltaf að ef við yrðum handteknir fyrir ein- hvern glæp myndum við fá Ingu okkur til varnar og þá væri klárt mál að við yrðum sýknaðir. En Inga var líka heimsborgari. Mér er sérstaklega minnisstæður kvöldverður með Ingu á glæsileg- asta veitingastað Honolulu á Haw- aii, Michel’s, sem Inga kynnti mig fyrir. Ógleymanlegt. Í frítímum sínum, sem oft voru á Íslandi, bjó Inga oft í íbúð vinkonu sinnar í Reykjavík að Vesturvalla- götu 1, en móðir mín, Jóhanna, bjó í íbúðinni fyrir neðan. Inga sýndi móður minni einstæða vináttu á þessum árum og þær urðu góðar vinkonur. Þakka þér fyrir, Inga. Inga sagði mér fyrir fáeinum mánuðum síðan að það besta sem kom fyrir hana á lífsleiðinni var að eignast son sinn, Hall Örn Jónsson, sem var hennar perla og lífsföru- nautur. Ég sendi Halli Erni og fjölskyldu Ingu mínar samúðarkveðjur og ég veit að söknuður ykkar er mikill því hér fór frábær vinur frá okkur allt of snemma. Inga mín, ég mun sakna þín. „See you at Gallagher’s.“ Baldvin Berndsen. INGUNN HALLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.