Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorgerður Sig-urðardóttir fæddist á Grenjaðar- stað í Suður-Þing- eyjarsýslu 28. nóv- ember 1945. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut aðfaranótt þriðju- dagsins 14. október sl. Foreldrar hennar eru hjónin Aðal- björg Halldórsdótt- ir, f. 21.5. 1918, frá Öngulsstöðum í Eyjafirði, og Sigurð- ur Guðmundsson, f. 16.4. 1920, frá Naustum, prestur á Grenjaðarstað, síðar vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, nú búsett á Akureyri. Systkini Þorgerðar eru: Steinunn Sigríður, f. 29.9. 1944, læknafulltrúi við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, gift Ingólfi Steinari Ingólfssyni raf- vélavirkjameistara; Halldór, f. 2.11. 1947, skólastjóri í Þorláks- höfn, kvæntur Ester Hjartardótt- ur kennara; Guðmundur, f. 13.8. 1949, ráðunautur Vesturlands- skóga á Hvanneyri, kvæntur Sig- rúnu Kristjánsdóttur starfsmanni Andakílsskóla; Ragnheiður, f. 15.10. 1954, yfirbókavörður Menntaskólans á Akureyri, gift Braga Guðmundssyni dósent við Háskólann á Akureyri. Maður Þorgerðar var Gylfi Jónsson, f. 28.4. 1945, prestur. Þau skildu. Sonur þeirra er Jón Gunnar Gylfason, f. 30.3. 1973, kerfis- fræðingur, sambýliskona hans er skeiðum við Listaháskóla Íslands. Þorgerður var kennari við Barnaskóla Aðaldæla 1964–1965, Langholtsskóla í Reykjavík 1969– 1973, stundakennari í íslensku við grunnskóla í Uppsölum í Svíþjóð 1973–1974, kennari við Nesja- skóla í Hornafirði 1975–1982, Lýðháskólann í Skálholti 1982– 1985 og Reykholtsskóla í Biskups- tungum 1985–1986. Hún var stundakennari við Flataskóla í Garðabæ 1991–1993 og Kársnes- skóla í Kópavogi 1991–1995. Enn- fremur forfallakennari við ýmsa framhaldsskóla á Reykjavíkur- svæðinu um lengri eða skemmri tíma. Auk myndlistarkennslu fékkst Þorgerður við frjálsa listsköpun seinni hluta ævinnar og hafði síð- ast vinnustofu á Korpúlfsstöðum. Flest verka hennar eru tréristur á pappír og hún var meðal annars þekkt fyrir verk sem byggjast á kirkjulegum myndlistararfi Ís- lendinga. Hún tileinkaði sér einn- ig gerð íkona eftir helgilistahefð sem tíðkast helst innan rétttrún- aðarkirknanna og koptísku kirkj- unnar. Jafnframt tileinkaði hún sér stafræna myndvinnslu og vann verk með þeirri tækni. Síð- asta árið stundaði hún einkum teikningar. Hún hélt tæplega fjörutíu einkasýningar, bæði víða um land en auk þess í Finnlandi, Svíþjóð og Englandi. Þá tók hún þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis, s.s. á Norður- löndunum, Spáni, í Bandaríkjun- um, Kanada, Kína og Japan. Þor- gerður gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir félagssam- tök íslenskra myndlistarmanna. Útför Þorgerðar fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Solveig Edda Vil- hjálmsdóttir, f. 14.10. 1975, nemi. Sambýlis- maður Þorgerðar er Ólafur Hermann Torfason, f. 27.7. 1947, rithöfundur. Ólafur var áður kvæntur Signýju Pálsdóttur, f. 11.3. 1950, leikhúsfræð- ingi. Þau skildu. Börn þeirra eru: Melkorka Tekla, f. 5.1. 1970, leikhúsfræðingur, sambýlismaður henn- ar er Kristján Þórður Hrafnsson rithöfundur; Torfi Frans, f. 13.5. 1975, deildarstjóri, sambýliskona hans er Bryndís Ís- fold Hlöðversdóttir háskólanemi; Guðrún Jóhanna, f. 22.7. 1977, söngkona, gift Francisco Javier Jaúregui gítarleikara. Þorgerður lauk gagnfræða- prófi frá Héraðsskólanum á Laug- um 1962, var síðan við nám í Handíða- og myndlistaskóla Ís- lands 1962–1964, tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1969, stundaði nám í listasögu við Há- skóla Íslands 1983–1985 og nam við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1986–1988. Hún útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1989, tók kenn- arapróf fyrir myndlist grunnskóla frá KHÍ 1990 og réttindanám til framhaldsskólakennslu frá sama skóla 1991. Síðar dvaldi hún um skeið í París og Róm við nám og störf og lauk einnig ýmsum nám- Elsku Þorgerður. Nú ert þú hætt að vera veik. Ég hef, og á eftir að sakna þín oft og mikið. Ég hefði ekki getað verið heppnari með tengda- móður en þig. Frá fyrsta degi leið mér vel í návist þinni, þú og Ólafur buðuð okkur oft í mat sem við gátum sjaldan neitað því að við vissum alveg að þú myndir elda eina af þínum frá- bæru máltíðum. Það sem ég tók alltaf eftir var hversu stolt fólkið í kringum þig var af þér, og ég skildi fljótlega hvers vegna. Þú varst ekki bara gædd eftirsóttum mannkostum, heldur var einn svo augljós, en það er gleðin. Þegar ég og Jón Gunnar keyptum okkur íbúð þá varstu fljót að finna til dúka og gardínur, og ef það vantaði eitthvað fleira þá þýddi það ferðir í alls kyns verslanir til að finna það sem við yrðum ánægð með. Hjá þér gerðust hlutirnir, ef það vantaði eitthvað þá reddaðir þú því. Eins og þegar þið Óli mættuð með borvélina heim til okkar til að leggja síðustu hönd á plóg. Ég gleymi því aldrei þegar, í miðjum veikindum þínum, við komum í heimsókn til þín og Ólafs og þú varst að klára mynd- irnar fyrir síðustu sýninguna þína Himinn og jörð. Þú varst að finna nýja aðferð í list þinni, og deildir henni með okkur, og varst meira lif- andi en margir aðrir sem þó eru full- komlega heilbrigðir. Í þinni síðustu sjúkrahúsdvöl trúði ég að þú kæmir aftur heim, en það var ekki fyrr en í lokin á baráttu þinni sem sannleik- urinn varð augljós. Elsku Þorgerður, þín er sárt sakn- að. Guð geymi þig að eilífu. Solveig Edda. Elsku Þorgerður. Aðfaranótt þriðjudagsins 14. október kvaddir þú okkur á Landspítalanum eftir langa og erfiða baráttu. Endinn bar þó skjótt að og hvorki þú né við bjugg- umst við að stundin væri runnin upp. Það er margt sem ég hefði viljað segja þér í góðu tómi, og margt sem ég hefði viljað spyrja en við þurfum að láta okkur nægja það sem komið er. Þú færðir svo ótal mörgum líf og kærleik og þá einna helst er mér hugsað um pabba minn, sambýlis- mann þinn til margra ára, sem þú gafst ómetanlega mikið. Saman vor- uð þið fyrirmyndir um hvernig hægt er að nýta dagana. Þið voruð að mér fannst alltaf á ferð og flugi, í jeppa- ferðum með vinum ykkar, skoðandi önnur lönd, hittandi fólk og að upp- lifa heiminn. Þrátt fyrir ösina öðru hvoru ríkti alltaf ákveðin kyrrð yfir heimilinu á Auðarstræti. Stóra tréð úti í garði, útbelgdir bókaskáparnir, ilmurinn úr eldhúsinu og heimilislegt andrúmsloftið fékk mann til að upp- lifa heimilið og ykkur sem tímalaust fyrirbæri sem yrði alltaf þarna til staðar. Þrátt fyrir dapurlegar að- stæður finn ég samt fyrir þakklæti fyrir tímann sem ég fékk að eiga með þér og að hafa fengið að þroskast í þinni viðurvist. Þú kenndir mér margt, ekki aðeins húsráð og upp- skriftir heldur ýmsan sannleik um lífið, kærleika og heiðarleika. Ég bið þess að þú dveljir núna á betri stað lausum við sjúkdóma og erfiði um leið og ég þakka þér fyrir samvistina. Torfi Frans Ólafsson. Uppfrá því að Þorgerður kom inn í fjölskylduna varð hún mikilsverður hluti af lífi okkar. Á sinn ljúfa og fyr- irferðarlausa hátt miðlaði hún hlýju og gleði í kringum sig. Það er fallegt að fylgjast með því þegar tvær lífsreyndar manneskjur finna hvor aðra og ná að blómstra saman. Slík gæfa ríkti á heimili pabba og Þorgerðar í Auðarstrætinu. Slík gæfa eykur þeim sem verða vitni að henni trú á það góða í tilverunni. Af kynnum við Þorgerði leyndi sér ekki að hún var tilfinningarík og næm manneskja. Um leið fór það heldur ekki á milli mála að í henni bjó mikill þróttur og fjör. Alúð og gam- ansemi héldust áfram í fari hennar þrátt fyrir mikil og erfið veikindi. Þorgerður hafði gaman af því að gleðja gesti sína með ljúfum krásum og fengum við oft að njóta þess. Núna finnst okkur gott að hugsa um hana káta við veisluborð sem hún hefur útbúið fyrir gesti sína. Það er spjallað um heima og geima, Þor- gerður slær á létta strengi, gerir að gamni sínu, hlær að einhverjum spaugsyrðum sem falla og er sjálfri sér lík. Þorgerður skilur eftir sig hlýju og þakklæti í hjörtum okkar. Melkorka Tekla og Kristján Þórður. Systir mín, hún Þorgerður, er lát- in. Þótt hún hafi barist lengi við erf- iðan sjúkdóm var hún alltaf svo bjartsýn, hún ætlaði ekki að gefast upp, ætlaði að sigra þetta stríð. Það var svo mikið sem hún átti eftir að gera, hugmyndirnar voru til staðar, myndlistin kallaði, hún vann að verk- um sínum eins lengi og kraftarnir leyfðu. Það var því erfitt að sætta sig við þegar kallið kom, við erum sjaldan viðbúin að kveðja okkar nánustu sem takast á við erfið veikindi, vonumst alltaf eftir kraftaverki. En kannski átti hún að taka við verkefni sem gat ekki beðið, verkefni sem bara hún gat tekið við. Með það í huga reynum við að hugga okkur í sorg okkar og líta fram á veginn. Þorgerður var alla tíð frá því hún var stelpa heima á Grenjaðarstað, ákveðin og vissi hvað hún ætlaði sér. Það eru margar minningarnar sem renna fyrir augum mér nú þegar hún er ekki lengur meðal okkar, minn- ingar um systur sem fór sínu fram á sinn hljóðlega en ákveðna hátt. Bernskuminningar frá því við fórum um túnið heima á vorin, kannski um miðja nótt til að fylgjast með lamb- ánum, moka heyi á vagninn á hey- skapartímum, eða hjóla að Syðra Fjalli og ná okkur í ævintýrabók að lesa sem var nauðsynlegur þáttur í hinu daglega lífi okkar. Þorgerður ákvað snemma að feta menntaveginn og man ég þá tíma sem hún bjó í Reykjavík á námsárum sínum en ég þá enn fyrir norðan, hvað það var skemmtilegt að eiga systur í höfuðborginni og hvað þá að heimsækja hana. Hennar listrænu hæfileikar komu snemma í ljós og man ég eftir teikn- ingum sem hún hafði teiknað á sínum yngri árum. Þar var fljótt komin til- finning, eitthvað öðruvísi en hjá öðr- um. Þorgerður helgaði sig fljótt myndlistinni og var kirkjulistin henni afar kær en hún hélt margar sýningar bæði hér heima og erlendis. Fyrir nokkrum árum setti Þorgerður upp sýningu í Þorlákskirkju og það var stoltur bróðir sem aðstoðaði hana ásamt Ólafi sambýlismanni hennar, við að setja upp þá sýningu. Ólafur hefur alla tíð frá því að hann kom inn í líf Þorgerðar, staðið þétt við hlið hennar bæði í hennar myndlist sem og öllu öðru, ekki síst nú á þessum erfiðu tímum í veikindum hennar. Þau Ólafur höfðu búið sér fallegt heimili að Auðarstræti. Okkur Ester þótti alltaf gott að koma til þeirra og þiggja sultur og alls kyns heimagert góðgæti sem listakonan bauð upp á. Alltaf eitthvað spennandi, alltaf eitt- hvað svo notalegt. Við systkinin þrjú og fjölskyldur okkar sem fyrir sunn- an höfum búið, höfum þann sið að heimsækja hvert annað um jólin. Það var sama hvort það var Þorlákshöfn, Hvanneyri eða Auðarstætið, þetta voru góðar samverustundir sem við vildum fyrir hvern mun ekki sleppa þótt stundum hafi veður verið váleg og færðin slæm. Um næstu jól verður minningin um góða systur höfð í önd- vegi, hún mun hafa sinn sess hjá okk- ur sem ætíð. Missir okkar allra er mikill en okkar styrkur verður að standa saman sem fjölskylda og heiðra minningu Þorgerðar sem með lífi sínu hefur gefið okkur svo mikið. Elsku Ólafur, Jón Gunnar og Sól- veig, pabbi, mamma, systkini svo og fjölskyldan öll. Megi góður Guð gefa okkur öllum styrk í sorginni. Halldór. Hún var um þrítugt, eiginkona og móðir, kennari með fjölþætta starfs- reynslu, sigld heimskona með sýn til margra átta. Ég var tíu árum yngri, sjálfsöruggur háskólastúdent, í sam- búð með yngri systur hennar. Oft tókumst við á, bæði höfðum við skýr- ar skoðanir og ófús að gefa eftir. Að lokinni strangri rökræðu var ég stundum móður, aldrei sár en ætíð auðugri. Þannig hófust kynni okkar Þorgerðar, kynni sem dýpkuðu og gáfu æ meira í hartnær þrjátíu ár. Nú knýr hún ekki framar dyra hjá okkur Ragnheiði og svipast ekki oft- ar um með glettnu augnaráði um leið og hún snarast inn með þann ferska andblæ og nýju hugsun sem öllum er þörf. Þorgerður fór ung í myndlistar- nám og tók síðan kennarapróf. Henni lét kennslan vel en fann þar ekki full- nægju til framtíðar. Því byrjaði hún myndlistarnám að nýju, liðlega fer- tug að aldri, og steypti sér síðan óskipt í fang listagyðjunnar. Hinn eiginlegi listaferill hennar spannaði fremur fá ár en á skömmum tíma skóp hún sér bæði nafn og sérstöðu. Viðfangsefnin voru síbreytileg og að- ferðirnar margar. Þess vegna geta verk hennar hangið í röðum og svip- að þó lítt saman. Það lék allt í höndum hennar, hvort heldur að töfra fram glæsileg veisluborð eða flísaleggja veggi. En hún nostraði ekki lengi við neitt nema myndirnar sínar, þær voru hennar hjartans mál. Það var því erf- itt er grimmur sjúkdómurinn lék hendur hennar svo grátt að þær gátu ekki lengur unnið eiganda sínum eins og hugurinn stóð til. Slíkt þýddi þó ekki uppgjöf. Nei, áfram var unnið, tæknin varð önnur en áður og hansk- ar notaðir til að hlífa helsárum fingr- unum. Afraksturinn sést í blý- og ak- rílteikningum sem eru til sýnis í Grensáskirkju, en áður í Listasafni ASÍ. Af sýningarskrá þeirrar sýningar, Himinn og jörð, má ráða að Þorgerð- ur hafi gert sér grein fyrir að hverju stefndi. Hún hugsar til bernsku sinn- ar, heim í óslegið túngresið á Grenj- aðarstað þar sem hún lagðist út af og leit til himins: „Þetta var minn heim- ur. Ég hafði þá trú að enginn vissi hvar ég væri og enginn truflaði mig, ég var í miðju heimsins. Himinninn var síbreytilegur og skýin færðust til – eða var það jörðin? Þannig fór ég mínar ævintýraferðir um himininn. Þetta voru góðar stundir sem við átt- um – ég, himinninn og jörðin.“ Slík var leit Þorgerðar að sjálfri sér. Þorgerður flíkaði ógjarnan tilfinn- ingum sínum og hrós lá henni ekki alltaf létt á tungu. Sjálf sagði hún að innistæða yrði að vera fyrir slíku og marklítið að hlaða þá lofi sem lítt stæðu undir. Hreinskiptni og heiðarleiki voru aðalsmerki hennar. Lygi og fals það eitur sem verst var að þola. Eftir erfiðan hjónaskilnað orti hún og málaði sig frá erfiðleik- unum með fagurri bók, Í fjörutíu daga (1996). Þar segir hún meðal annars: „Við verðum að stefna/í sól- arátt./Byggja grunn,/treysta bönd,/ skapa nýja veröld.“ Og í sólaráttinni fann hún Ólaf, manninn sem lagði henni til „yl og nýja mold“, veitti henni ást, færði henni nýja trú á kærleikann og framtíðina. Þorgerður átti djúpar þrár, þeirra á meðal óseðjandi ferðaþrá. Um Ísland fór hún ótal ferðir, byggðir sem óbyggðir. Erlendis nægði henni ekki að svipast um, heldur settist hún að með framandi þjóðum þegar þess var kostur. Hún drakk í sig menningu og umhverfi, kom síðan heim, deildi reynslu sinni og blómstraði í verkum sínum. Gestrisni var henni í blóð borin og hús hennar ætíð opið hvar sem hún bjó. Síðustu átta árin var dagstund, kvöldrabb og/eða gisting í Auðarstræti 9 ómissandi þáttur í hverri Reykjavík- urdvöl. Júnísólin skein skært hér á Akur- eyri síðastliðið sumar er Þorgerður kom í sína hinstu heimsókn norður. Hún bjó að venju hjá foreldrum sínum og fór með þeim og Ólafi á bernsku- slóðir í Aðaldal. Nú sjá þau á bak dýrri perlu. Söknuður þeirra er sár, missir Jóns Gunnars og Solveigar stór, harm- ur Ólafs mikill. Gæfa okkar sem eftir lifum er að hafa fengið að njóta eðliskosta og visku Þorgerðar svo lengi sem raun ber vitni. Af eigingirni vildum við hafa haft þann tíma til muna lengri, en öllu er ásköpuð stund. Hvíl í friði. Bragi Guðmundsson. Fundum okkar undirritaðra við Þor- gerði Sigurðardóttur bar saman fyrir alllöngu. En það skiptir ekki mestu máli, hversu lengi við höfum þekkt ein- hvern samtíðarmann, heldur hvernig þau kynni voru. Og sambandið við Þor- gerði var slíkt að hún verður okkur ógleymanleg. Skömmu eftir að Ólafur og hún kynntust, tókst með þeim inni- leg vinátta svo að þau hófu sambúð sem entist til dánardægurs hennar. Áhugamál þeirra voru á sama sviði og dagfarið líkt. Mér kemur í hug kafli í hugleiðingum einhvers glöggskyggns manns sem ég las fyrir mörgum árum. Hann sagði að þegar skyldar sálir mættust og opnuðu sig hvor fyrir ann- arri, gæti ekkert komið í veg fyrir að góðar ástir tækjust með þeim. Þannig fór um þau Ólaf og Þorgerði. Þau höfðu loksins fundið hvort annað og eftir það lágu leiðir þeirra samhliða. Við vonuðum að sambúð þeirra yrði löng því að hún var svo innileg og góð. Það var ánægjulegt að koma á heimili þeirra í Auðarstræti 9, sem skreytt var þeirra eigin verkum og annarra lista- manna. Öllum leið þar vel því að þar ríkti samhugur og kærleikur og þar gat enginn verið í vafa um að skyldar sálir byggju. Þegar Þorgerður tók sjúkdóm þann sem leiddi hana til bana svo löngu um aldur fram, greip okkur kvíði. Hún sýndi frábæran kjark og dugnað í veik- indum sínum, bugaðist aldrei, vann nýjar myndir og fylgdist með aðsókn að síðustu sýningunni á verkum sínum sem hún hafði sett upp í Grensáskirkju rétt áður en hún lagðist banaleguna. Við vonuðum að kraftaverkið gerðist, að henni veittist bati og að Ólafur og við, nánustu skyldmenni hans, fengj- um að njóta félagsskapar hennar lengi enn. En það var ekki vilji þess sem öllu ræður. Hún hlaut að kveðja okkur. Við eigum ekki um annað að velja en þakka Guði fyrir að við fengum að kynnast henni, þótt þau kynni yrðu skamm- vinn, að sjá hvernig góð kona lifir lífi sínu, öllum sem elska hana til sálubót- ar. Hvernig værum við stödd ef við hefðum ekki fengið að kynnast góðu og vönduðu fólki? Fólki sem hefur jákvæð áhrif á okkur. En það er líka sárt að skiljast við það fólk. Það höfum við nú fengið að reyna. Blessuð sé minning Þorgerðar. Megi hún njóta hamingju í hinu nýja lífi sem hún hefur nú hafið. Guði sé þökk fyrir vináttu hennar sem við hefðum óskað að við mættum njóta lengur. Innilega samúð okkar vottum við Ólafi, eftirlifandi sambýlismanni Þor- gerðar, syni hennar, foreldrum, systk- inum og fjölskyldum þeirra. Faðir Ólafs, systkini hans og fjöl- skyldur þeirra: Torfi Ólafsson, Baldur Her- mannsson og fjölskylda, Helgi Torfason og fjölskylda, Anna G. Torfadóttir og fjölskylda, Flosi Þorgeirsson. Þorgerður móðursystir mín hefur nú kvatt þennan heim, lífið lét undan í ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.