Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 39 ✝ Jón SigurðssonJónsson fæddist á Akranesi 20. jan- úar 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 18. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sig- urðsson, f. 25.3. 1888, d. 19.7. 1971, og Ragnheiður Þórðardóttir, f. 8.3. 1893, d. 26.10. 1982. Systkini Jóns eru: 1) Margrét, f. 26. 6. 1914, d. 9.11. 1995. 2) Helga, f. 5.2. 1916. 3) Sigurður, f. 5.3. 1917, d. 30.6. 1940. 4) Þórður, f. 31.3. 1920, d. 29.9. 1937. 5) Jón, f. 9.1. 1923, d. 10. 4. 1924. 6) Ragnheið- ur, f. 11.5. 1927, d. 13.5. 1928. 7) Ríkharður, f. 12.11. 1929. 8) Þórð- f. 27.3. 1956, maki Pálmi Þór Æv- arsson, börn þeirra eru Jón Æv- ar, Bjarki Þór og Hekla. 4) Þórð- ur Heiðar, f. 3.7. 1959. Dóttir hans er Petrína. 5) Sigurður, f. 27.9. 1966, maki Kolbrún Sandra Hreinsdóttir, börn þeirra eru Sig- urmon Hartmann og Guðrún Kar- ítas. 6) Karítas f. 27.9. 1966, sam- býlismaður Hörður Rafnsson. Barnabarnabörn Jóns og Guðrún- ar eru tvö. Jón ólst upp á Reynistað á Vesturgötu 37 á Akranesi og flutti 1955 á Brekkubraut 9, þar sem hann átti heima allt til dán- ardags. Jón starfaði sem bifreiða- stjóri, síðar lærði hann netagerð og starfaði lengst af við þá iðn. Einnig vann Jón við verslunar- störf. Jón var liðtækur knattspyrnu- maður og var meðal annars í gullaldarliði Skagamanna fyrr á árum. Hann stundaði hesta- mennsku og var mikill áhuga- maður um íþróttir. Útför Jóns fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ur, f. 29.11. 1934. Jón kvæntist 4.11. 1950 Guðrúnu Karítas Al- bertsdóttur, f. 1.1. 1927. Foreldrar hennar voru hjónin Albert Gunnlaugsson, f. 17.6. 1894, d. 9.4. 1935, og Petrína Jónsdóttir, f. 23. 4. 1894, d. 29.1. 1977. Börn Jóns og Guð- rúnar eru: 1) Jón Æg- ir, f. 11.7. 1951, d. 13.11. 2002, eftirlif- andi maki Dís Níels- dóttir, börn þeirra eru, Hilmir, Steinar og Anna Dís. Fyrir átti Jón Ægir Elísu Rún og Heiðar Þór. 2) Albert, f. 20.7. 1952, sambýliskona Herdís Karls- dóttir. Börn Alberts eru Ólöf Una, Pétur og Hrund. 3) Petrína, Elsku Jón. Þegar ég minnist þín kemur fyrst upp í hugann mín fyrsta heimsókn á Brekkubrautina með Ægi, elsta syni þínum, sem tilvonandi tengdadóttir þín. Þú varst einn heima, Rúna var stödd erlendis. Ég var feimin og kvíðin sem fór fljótt af mér, því þú tókst á móti mér með einstakri góð- mennsku og hlýju sem einkenndi þig og okkar samskipti alla tíð. Í gegnum árin hrjáðu þig marg- vísleg veikindi sem þú vildir lítið gera úr en samt óhjákvæmilega markaði líf ykkar Rúnu í lífsins ólgusjó. Það var eitt af mörgu sem einkenndi þessa fjölskyldu manns- ins míns sem mér fannst í fyrstu dálítið sérstakt, og það var óbrennandi áhugi ykkar allra á íþróttum og þá sérstaklega fót- bolta. Ósjaldan þegar við komum í heimsókn var verið að horfa á og spjalla um fótbolta ýmist í sjón- varpi eða úti á velli á sumrin. Nú er svo komið fyrir mér að einnig ég eyði mörgum stundum í boltanum því tveir synir okkar Ægis hafa erft þetta íþróttagen frá ykkur svo lítið annað hefur komist að hjá okkur síðustu ár en fótbolti og verður vonandi áfram. Síðasta ár var þér og okkur í fjölskyldunni óskaplega erfitt, eins og svart ský hafi dregið fyrir sólu og eins að hún ætli aldrei að skína á okkur aftur. En allt hefur sinn tíma og með tímanum gróa öll sár en skilja þó alltaf eftir sig mismunandi stór ör. Með þessum orðum kveðjum við þig og minnumst allra gleðistund- anna sem við áttum saman. Eftir stendur minningin um góðan mann, hana tekur ekkert frá okk- ur. Þín tengdadóttir og afabörn, Dís, Hilmir, Steinar og Anna Dís. Elsku afi. Nú hefur þú kvatt þennan heim og það rifjast upp fyrir okkur ýmsar minningar sem við eigum um þig. Við munum vel eftir því þegar þú áttir hestakof- ann inni á túni og það var stutt fyrir okkur að líta inn hjá þér þar. Þú sinntir skepnunum þínum vel og þeir voru heppnir hestarnir sem áttu skjól í kofanum þínum. Í barnæsku kenndir þú okkur góða siði. Þú sagðir okkur söguna af Jónasi í Oddakoti, sem við hlust- uðum á af athygli og reyndum í kjölfarið að vera stillt. Ýmis af- brigði sögunnar voru alltaf sögð í góðu og af umhyggju fyrir okkur. Seinni árin og eftir að heilsunni fór að hraka hafa heimsóknir til ykkar ömmu á Brekkubrautina verið okkur minnisstæðar. Í stof- unni var gjarnan setið góða stund yfir kaffibolla og skrafað um heima og geima. Umræðuefnin gátu verið af ýmsum toga, s.s. pólitík eða ætt- fræði að ógleymdum fótboltanum, sem þú stundaðir fyrr á árum og þið amma fylgdust svo vel með. Elsku afi. Takk fyrir allar sam- verustundirnar og minningarnar sem þú skilur eftir hjá okkur. Við biðjum líka góðan Guð að vera með ömmu okkar, sem nú kveður sinn lífsförunaut. Hekla, Bjarki Þór og Jón Ævar. Ófáar ferðirnar hafa verið farnar í gegnum árin til Nonna frænda skáhallt yfir Brekkubrautina. Og ekki þótti það síðra fyrir strákling- inn að komast með honum í hest- húsin. Síðan þegar ég eltist lánaði frændi mér hesthúspláss og áttum við þar margar góðar stundir sam- an. Eftir að ég flutti var það sjálf- sagður hluti heimsókna á Skagann að skreppa yfir í kaffi og spjalla um daginn og veginn. Ekki skorti okkur frændur umræðuefnin og ósjaldan barst talið að hestum, sem reyndist tveimur áhugasöm- um óþrjótandi uppspretta rök- ræðna. Með þökk fyrir góðar stundir og mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Einar Halldór Einarsson. Þegar nóttin kemur taktu henni feginshugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans af herðum þínum. Hún, sem geymir fortíðina og safnar óskum, mun vita hvert skal leiða þig og vídd hennar er önnur. (Þóra Jónsdóttir ) JÓN S. JÓNSSON Kær frændi hefur kvatt. Á fögr- um haustmorgni lagði hann af stað í sína hinstu för og ég er þess full- viss að hann hefur átt góða heim- komu. Þannig var hann. Ég man mann, sem í mínum huga er ein af þessum hversdags- hetjum, sem mætti með æðruleysi því sem lífið bauð og það hefur ekki alltaf verið auðvelt. Ég man mann, sem bar tilfinn- ingar sínar ekki á torg og vildi frekar ræða um aðra og það sem þeir voru að gera en sjálfan sig. Ég man mann, sem var stoltur af fjölskyldu sinni og fylgdist stolt- ur með börnum sínum og barna- börnum. Ég man glettni í auga og góðvild. Ég man mann, sem var í nánum tengslum við náttúruna, dýrin og gróðurinn og ræktaði garðinn sinn af alúð og nægjusemi. ,,Lífið er mér ekki blaktandi kertaljós sem brennur hægt niður. Það er dýrlegur kyndill, sem hef fengið í hendur um stund. Og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hann megi loga eins skært og hátíðlega og frekast er unnt áður en ég rétti hann áfram til næstu kynslóðar.“ (G. B. Shaw.) Ég kveð kæran frænda með þökk í þeirri fullvissu að hann sitji nú í hæstum hæðum með þeim sem honum þótti vænt um og haldi áfram að fylgjast stoltur með fjöl- skyldunni sinni. Í spor hans vaxa gullnar rósir minninganna sem hann skilur eftir. Elsku Rúna og fjölskylda. Á tæpu ári kveðjið þið eiginmann og föður, son og bróður. Það er mikið á ykkur lagt en styrkur ykkar er líka mikill. Ég bið Guð að vera með ykkur og veita ykkur kraft til að taka á móti nýjum degi. Ingunn Ríkharðsdóttir. ✝ Sólveig Felix-dóttir fæddist í Húsey í Skagafirði 7. mars 1938. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans þriðjudaginn 14. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Felix Jósafatsson skóla- stjóri, f. 14. janúar 1904, d. 21. febrúar 1974 og Efemía Gísladóttir húsmóð- ir, f. 4 mars 1902, d. 27. janúar 1980. Systkini Sólveigar eru Gísli Indriði, f. 1930, Steingrímur Skagfjörð, f. 1932, Jósafat Vil- hjálmur, f. 1934, Guðbjörg Guð- rún, f. 1937, og fósturbróðir Sigríður, f. 25.4. 1958, dóttir Linda Sólveig (faðir Haukur Stefánsson). 3) Efemía Mjöll, f. 9.5. 1959, maki Bjarni Friðriks- son, f. 15.2. 1959, dóttir Anna Maren. 4) Stefán Viðar, f. 12.11. 1963, maki Kristey Jónsdóttir, f. 3.7. 1951, sonur Guðjón Viðar. 5) Álfheiður Hörn, f. 6.6. 1965, maki Sigurfinnur Jónsson, f. 22.2. 1961 börn Svanhildur Ósk, Kristín Harpa og Guðmundur Ásgeir. 6) Védís Hlín, f. 25.4. 1972, börn Guðmunda Áróra, Anton Hafþór og Páll Brimar (faðir Páll Antonsson). 7) Hildur Dögg, f. 5.1. 1975, maki Guð- mann Kristjánsson, f. 13.10. 1974, börn Magdalena Ýr (faðir Jóhann Hólmar Þórsson), Rósey Mjöll og Jenný Sól. 8) Berglind Gefn, f. 4.8. 1977. Sambýlismaður Sólveigar sl. 2 ár er Bjarnar Kristjánsson, f. 9.7. 1937. Útför Sólveigar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Björn Baldvinsson, f. 1939. Sólveig giftist 25. desember 1955 Guð- mundi Gunnarssyni, Höskuldsstöðum í Akrahreppi, f. 11.9. 1928, d. 18. janúar 1995. Börn Guð- mundar og Sólveigar eru: 1) Jón Ingi, f. 21.2. 1957, maki Jak- obína Björg Hall- dórsdóttir, f. 30.5. 1971, börn Stefán Tjörvi, Helga Sólveig (móðir Sigríður Hauksdóttir), Sólveig Ragna, (móðir Hólmfríður Ragnarsdótt- ir), Halldór Skagfjörð, Jón Ægir, Jóhanna Skagfjörð, og fóstur- dóttir Heiðrún Ósk. 2) Jóhanna Elsku frænka. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Aðstandendunum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gréta S. Steingrímsdóttir. Nú þegar sumarið læðist inn í vet- urinn leggur systir mín og mágkona lífshurð sína að stöfum. Jarðneskri göngu þinni er lokið. En eins og komið var, var þetta besta lausnin. Við héldum í vonina um að þú mynd- ir sigrast á veikindum þínum og koma aftur til okkar en sú von brást. Nú ertu horfin yfir í æðri heima, þar verður hlúð að þér og gefin heilsa á ný. Vel verður tekið á móti þér af ástvinum þínum sem farnir eru á undan. Elsku mágkona: Við erum búnar að þekkjast síðan við vorum stelpur og ýmislegt búið að gerast bæði í gleði og sorg. Það var gaman að koma til ykkar Munda meðan þið bjugguð á Höskuldsstöðum með börnunum ykkar átta. Ekki stóð á kaffinu og meðlætinu sem vel var útilátið. Þið voruð miklir höfðingjar heim að sækja. Mikill gestagangur var hjá ykkur og oft glatt á hjalla. Þú varst líka mikill dugnaðarforkur, sama hvað þú tókst þér fyrir hendur. Oft nutum við hjálpar þinnar, Dolla mín. Þökk fyrir það. Við munum muna eftir þér sem glæsilegri konu, dökkhærð með djúp geislandi augu, fallegt bros, söngvin og ákveðin í tali um menn og mál- efni, stundum nokkuð stjórnsöm. En bak við var mikil hlýja og ástúð til sinna vina. Ég veit að þín er sárt saknað af börnum þínum og Bjarmari sam- býlismanni. Þið áttuð svo vel saman, höfðuð sömu áhugamál en áttuð eftir að gera margt saman. Framlíf er staðreynd og sú stað- reynd verður ekki flúin. Það sem viðköllum dauða er ekkert annað en flutningur sálarinnar. Frá einu tilverusviði á annað.Og við það get- um við huggað okkur að við eigum eftir að hittast á ný og taka upp þráðinn í betri heimi þar sem kær- leikur og ást ríkir og er öllu yfir- sterkara. Við Steini þökkum Bjarm- ari og börnum þínum fyrir að annast þig af mikilli ástúð í veikindum þín- um. Einnig þökkum við öllu því góða fólki sem hjúkraði þér á 11 E sem var einstakt. Þá kveðjum við að sinni, kæra systir og mágkona. Góður Guð verði með þér og þökk fyrir allar góðar stundir. Vilji ég minnast vors og æsku, vitja eg heim í fjörðinn minn. Hlýr og fagur, fullur gæzku faðminn við mér breiðir sinn. Vaknar öllum von í hjarta, vötnin hlæja, brosir jörð, þegar sólin sumarbjarta seiðir vor í Skagafjörð. (Pétur Jónsson.) Í æsku okkar var oftast bjart og hlýtt. Dana og Steingrímur. Sólveig var alltaf kölluð Dolla á okkar heimili. Hún var okkur ómet- anleg frænka í Skagafirði á okkar fyrstu búskaparárum. Hún hafði stundum á orði að Öddi væri uppá- haldsfrændinn hennar. Milli þeirra var mikil vinátta enda var Dolla frænkan sem hann var mikið hjá sem drengur. Við höfðum bæði gam- an af sveitastörfum og því þótti okk- ur bæði gott og gaman að koma að Höskuldsstöðum og heimsækja Dollu, Munda og barnahópinn þeirra. Það var alltaf veisla þegar komið var að Höskuldsstöðum hvort sem það voru þau hjón eða börnin sem tók á móti okkur. Dolla bakaði einstaklega góðar kökur og virtist ekkert hafa fyrir því að útbúa stór- veislu. Það er okkur alltaf minnis- stætt þegar hún útbjó stórveislu fyr- ir okkur þegar við giftum okkur. Mundi og krakkarnir voru dugleg að vinna bæði úti og inni og þótt Dolla væri 8 barna móðir tókst henni að gera ótrúlega mikla handavinnu. Dúkarnir hennar verða alltaf minn- isstæðir. Dolla var alltaf tilbúin að hjálpa okkur ef á þurfti að halda. Það var mikill styrkur að geta leitað að Höskuldsstöðum og fá hjálp við sláturgerð og ýmis störf sem við ekki kunnum nógu vel í byrjun bú- skapar. Leiðir okkur lágu síðar á Suðvest- urlandið. Dolla og Mundi fluttu til Keflavíkur og við höfðum frekar lít- inn samgang á þeim árum. Lífið gengur áfram á ógnarhraða, þau fluttu í Kópavoginn, þá bjuggum við líka í Kópavoginum og hittumst oft- ar. Mundi var orðinn mikill sjúkling- ur og lést árið 1995 stuttu eftir að þau höfðu flutt í litla og þægilega íbúð í Reykjavík. Dolla var þá orðin ein með yngstu stúlkuna sína, sem flaug úr hreiðrinu stuttu seinna. Dolla vann í Sundlaug Kópavogs í mörg ár, þar hittum við hana oft hressa og glaða. Síðustu árin hefur heilsuleysi háð henni og varð hún því að hætta að vinna í sundlauginni. Dolla eignaðist nýjan sambýlismann og var hann henni góður lífsföru- nautur og félagi síðustu árin. Við höfðum tækifæri til að eiga saman góðar gleðistundir í stórafmælum í fjölskyldunni síðustu ár. Í byrjun ágúst var Dolla orðin þreytt og lasin en enginn vissi þá hvað var að henni. Stuttu seinna greindist hún með krabbamein og sjúkdómurinn tók öll völd. Dolla var alltaf trúuð kona og hélt hún sinni reisn fram á síðustu stund. Það er erfitt að sætta sig við að Dolla hafi ekki fengið að njóta lífsins, barna og barnabarna lengur. Það er þó gott að vita hvað hún var tilbúin að taka dauðanum, trúin veitti henni mikinn styrk. Við viljum votta systkinum henn- ar og fjölskyldum, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og sambýlis- manni innilegustu samúð. Guð blessi ykkur öll. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Kristín Björk Guðmundsdóttir, Friðbjörn Örn Steingrímsson. SÓLVEIG FELIXDÓTTIR Lokað Lokað verður í dag, föstudaginn 24. október, vegna útfarar INGUNNAR HALLSDÓTTUR. Heimilisprýði, Hallarmúla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.