Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Barði Jóhannsson og Bang Gang eru eitt og njóta sér- stakrar hylli Frakka. Árni Matthíasson ræddi við þenn- an hógværa tónlistarmann úr Hlíðunum. Hlutverk Evrópuráðsins Evrópuráðið hefur átt þátt í þróun lýðræðis í Austur- Evrópu en við stækkun Evrópusambandsins blasir við tilvistarkreppa. Davíð Logi Sigurðsson var í Strasborg. Í krossferð fyrir lax Orri Vigfússon hefur verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir verndun villtra laxastofna. Helgi Mar Árnason ræddi við hann um stöðu laxins. Barði og Bang Gang á sunnudaginn GAMALT RÁN UPPLÝST Skeljungsránið svokallaða frá því í febrúar 1995 telst upplýst. Lög- reglan hefur fengið fram játningar að hluta til í yfirheyrslum yfir nokkrum mönnum að undanförnu og eru tveir menn grunaðir um rán á 5,2 milljónum króna við Íslands- banka í Lækjargötu í Reykjavík, en þeir flúðu á stolnum bíl, sem þriðji maðurinn ók. ASÍ spáir 3,7% verðbólgu Að mati ASÍ skapast svigrúm fyr- ir kaupmáttaraukningu á næstu ár- um en vaxandi verðbólguþrýstingur muni fylgja miklum framkvæmdum og Seðlabankinn því grípa til vaxta- hækkana. Skv. grunnspá ASÍ verður verð- bólga 3,7% á næsta ári og 5,7% 2005. Nafnvextir verða 5,9% á næsta ári og 9,2% árið 2005. Aukist samneysla um 4% á hvoru ári munu verðbólga og vextir aukast enn meira. Hyggst snarlækka lyfjaverð Danskt fyrirtæki stefnir að því að rjúfa þann einkarétt sem lyfjaversl- anir hafa haft á sölu lyfseðilsskyldra lyfja. Hyggst fyrirtækið lækka lyfja- verðið um allt að 30% með því að leita ávallt að ódýrasta lyfinu í Evr- ópu og selja það síðan neytandanum. Rumsfeld fær bakþanka Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, læt- ur í ljósi efasemdir um árangurinn af stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi í minnisblaði sem hann sendi helstu samstarfsmönnum sínum nýlega. Síðasta flug Concorde 27 ára farþegaflugi Concorde- þotnanna lýkur í dag þegar ein þeirra flýgur í síðasta sinn yfir Atl- antshafið frá New York til London á tvöföldum hraða hljóðsins. Y f i r l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. Tímarit um mat og vín fylgir Morgun- blaðinu í dag til áskrifenda. m TÍMARIT UM MAT & VÍN 102003 4.TBL blómarósir bregða á leik vala matt velur desert súkkulaðisæla sæta parís mjallhvít & eplin 7 kampavín sígildir desertar prinsessuuppskriftir Í dag Sigmund 8 Minningar 41/45 Viðskipti 12 Staksteinar 50 Erlent 14/17 Bréf 48 Höfuðborgin 22 Kirkjustarf 49 Akureyri 24 Dagbók 58/59 Suðurnes 25 Íþróttir 52/55 Landið 26 Leikhús 56 Listir 28/30 Fólk 58/61 Umræðan 31 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Viðhorf 36 Veður 63 * * * KONUR eru hvattar til að sækja um launahækkun í dag, en þennan dag fyrir 28 árum lögðu konur um allt land niður vinnu til að krefjast jafn- réttis. Femínistafélagið stendur fyr- ir femínistaviku, sem hefst í dag, en tilgangur hennar er að vekja athygli á femínískum sjónarmiðum og stöðu karla og kvenna í samfélaginu. Að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, ráðskonu í atvinnu- og efnahags- málahópi Femínistafélagsins, hefur því oft verið haldið fram að helsta ástæða launamunar kynjanna sé að konur fari hreinlega ekki fram á hærri laun. Nú sé því tækifæri til að afsanna það með því að allar konur gangi á fund vinnuveitenda sinna í dag og biðji um launahækkun. „Við vitum auðvitað að málið er miklu flóknara en þetta og á sér djúpar og gamlar rætur í mati á störfum kvenna og karla.“ Fjölbreytt dagskrá Í dag verður morgunverðarfundur á Grand Hóteli þar sem fjallað verð- ur um launamun kynjanna. Krist- jana Stella Blöndal mun halda erindi og að því loknu verða pallborðsum- ræður með þátttöku fulltrúa stétt- arfélaga og atvinnulífsins. Kristín segir að dagskráin í fem- ínistavikunni verði fjölbreytt. „Við lýsum mörgum hliðum á umræðunni. Það eru listir, menning, launamál, jafnrétti innan stofnana eins og borgarinnar, kirkjunnar, heilbrigðis- kerfisins og svo framvegis. Svo verð- ur karlakvöld þar sem fjallað er um fyrirmyndir og fleira,“ segir Kristín og bætir við að yfirskrift vikunnar, Byggjum brýr, megi túlka á marg- víslegan hátt og vísi m.a. til þess að byggja brýr milli kynslóða og kynja. „Vikunni verður svo slitið laugar- daginn 1. nóvember með málþingi um útópíu eða draumsýn. Þá ræðum við framtíðarsýnina og hvað það er sem við viljum. Síðan verður rokkað um kvöldið,“ segir Kristín. „Í tengslum við vikuna er svo sýning í Borgarbókasafninu um kvennabar- áttu síðustu áratuga.“ Dagskrá Femínistavikunnar má nálgast á síðunni http://my.cal- endars.net/feministinn. Femínistavikan hefst í dag með umræðum um launamál Konur hvattar til að biðja um launahækkun HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra skoðaði nýja heilsu- gæslustöð í Hindane í Mósambík í gær en heilsugæslan var byggð með stuðningi Rauða kross Ís- lands og Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands. Rauði krossinn hef- ur að undanförnu staðið að uppbyggingu heilsugæslunnar á þessu svæði. Með tilkomu heilsu- gæslustöðvarinnar og þjálfunar um sjötíu sjálfboðaliða er vonast til að minnka verulega ung- barnadauða í héraðinu. Sjálf- boðaliðum er einnig ætlað að upp- lýsa fólk um smitleiðir alnæmis. Sjálfboðaliðar við heilsugæsluna og yfirsetukonur tóku á móti Halldóri og eiginkonu hans, Sig- urjónu Sigurðardóttur. Fremst á myndinni er Hjördís Guðbjörns- dóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Mósambík. Á myndinni sést einnig í Björn Inga Hrafns- son, aðstoðarmann utanrík- isráðherra og stjórnarformann Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands. Heimsækir heilsu- gæslu í Mósambík MYNDBANDI, sem hefur að geyma fyrirlestur Stefáns Karls Stefánssonar leikara gegn einelti, verður dreift til foreldra 10 ára barna í næstu viku. Eimskip kostar fram- leiðslu myndbandsins. Í tilkynningu frá Eimskip segir að Stefán Karl nálgist við- fangsefnið út frá öðrum for- sendum en algengt sé þar sem hann miðli sinni eigin upplifun og reynslu af einelti og uppeld- ismálum almennt. Myndbandinu sé ekki ætlað að vera fræðileg úttekt á við- fangsefninu og birti á engan hátt skoðanir eða viðhorf Eim- skips til þessara mála. Myndband til foreldra 10 ára barna ER ÞAÐ óverjandi afstaða hjá Dröfn Ösp Snorradóttur að láta sér fátt um finnast um Bítlana, Radio- head ogg Sigur Rós, eins og hún gerir í Fólkinu í dag? Davíð Ólafsson bassasöngvari heldur því þar líka fram að hann hafi lesið í Newsweek að óp- erusöngur sé annað streitumesta starf í heimi á eftir akstri í Formúlu 1 kappakstrinum. Og forsvarsmenn áhang- endakúbba helstu ensku knatt- spyrnufélaganna hér á landi eru látnir spreyta sig á því að halda knettinum sem lengst á lofti. Hver skyldi vinna? Áhættu- söngur og fótbolti Davíð Ólafsson óperusöngvari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.