Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 11 „VIÐ höfum fundið fyrir áhuga fólks, sem hingað til hefur ekki upp- fyllt skilyrði til inngöngu, á því að ganga í Leikfélag Reykjavíkur, en við vitum jafnframt að það bíður ekki í röðum,“ segir Marta Nordal, stjórnarmaður Leikfélags Reykja- víkur og einn af þremur nefndar- mönnum í sáttanefnd sem hafði breytingartillögur að lögum félags- ins til umfjöllunar eftir aðalfund í júní. Breytingarnar, sem varða að- allega opnun félagsins fyrir öllu áhugafólki um leiklist og leikhús- rekstur, og að stjórn félagsins verði ekki að meirihluta skipuð starfs- mönnum LR, voru samþykktar á framhaldsaðalfundi á mánudag. Marta segir að um þrjátíu manns af um sjötíu félagsmönnum LR hafi mætt á fundinn og að mikill meiri- hluti viðstaddra hafi samþykkt til- lögurnar. Litlar umræður fóru fram á fundinum, „enda fólk búið að ræða þetta mál fram og til baka í að verða hálft ár og tilbúið að taka þetta skref“, segir Marta. „Við fundum fyrir miklum meðbyr meðal fé- lagsmanna varðandi sáttatillögunar miðað við þær tillögur sem við lögð- um fyrir fyrst.“ Þórólfur Árnason borgarstjóri sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vera mjög ánægður með þá ákvörðun félagsins að opna það. „Ég hef alltaf lýst því yfir og er mjög ánægður með að þeir skuli hafa opnað félagið. Samningur okk- ar, sem er til tíu ára í viðbót, er enn í fullu gildi,“ sagði borgarstjóri. Starfsmenn aldrei sáttir við að fá ekki mann í stjórn Tillögur að lagabreytingum LR voru fyrst settar fram á aðalfundi í júní og snerust þá um það að enginn starfsmaður fengi aðgang að stjórn félagsins. Þær tillögur voru ekki teknar til umfjöllunar á aðalfundi en samþykkt var að skipa sátta- nefnd til að endurskoða þær. Sú nefnd, skipuð Mörtu ásamt Páli Baldvini Baldvinssyni og Bergi Þór Ingólfssyni, kom fram með þá breytingu á tillögunum, í samvinnu við stjórn félagsins, sem skipuð er auk Mörtu Theódóri Júlíussyni og Ellert Ingimundarsyni, að leggja til að stjórnarmönnum skyldi fjölgað úr þremur í fimm og að í stjórn geti setið tveir starfsmenn, þ.e. starfs- menn verði alltaf í minnihluta í stjórninni. Nokkrir félagsmenn og heiðursfélagar leikfélagsins gagn- rýndu tillögurnar í fjölmiðlum. „Félagsmenn voru aldrei sáttir við það að starfsmönnum yrði alfar- ið meinaður aðgangur að stjórn, það þótti alltof róttækt og er skiljan- legt,“ segir Marta. „En með þessum breytingum geta þeirra raddir heyrst á stjórnarfundum.“ Marta segir að engar aðrar til- lögur hafi komið um hvernig megi efla félagið sem hún telur þó nauð- synlegt. „Félagið er alltof fámennt og það þarf nauðsynlega einhverja endurnýjun. Það var búið að ræða það að opna félagið að hluta, fyrir listafélögum eða eitthvað slíkt, en við teljum það ekki vera nægilega breytingu og það muni ekki veita möguleika til að fá fólk úr atvinnu- lífinu til að koma inn í rekstrar- stjórnun leikfélagsins.“ Í bréfi sem heiðursfélagar LR birtu í Morgunblaðinu var varpað fram spurningum varðandi opnun félagsins og m.a. spurt hvort verið væri að sælast eftir t.d. kaupsýslu- mönnum til kostunar og hvort þeir myndu þá krefjast þess að hafa áhrif á verkefnaval leikhússins. Marta telur þessar áhyggjur heið- ursfélaganna, sem aðrir eldri fé- lagsmenn hafa einnig léð máls á í fjölmiðlum, ónauðsynlegar. Hagsmunaárekstrar lágmarkaðir „Fólk óttast að félagið verði markaðshyggjunni að bráð, en auð- vitað er markaðshyggja í leikhúsinu nú þegar. Það er einnig til staðar ótti við að vald listamannanna yfir stofnuninni minnki. En okkar rök eru þau að stjórnin eigi að hafa um- sjón með fjárhagnum en ekki vera að vasast í listrænni starfsemi beint þó að auðvitað tvinnist þetta saman að einhverju leyti. Meginstarf stjórnar er að samþykkja fjárhags- áætlanir, en hún á ekki að vasast í verkefnavali, enda ræður hún leik- hússtjóra og framkvæmdastjóra til að sjá um þá hluti.“ Marta segir ein helstu rökin fyrir því að ekki sé æskilegt að starfs- menn séu í meirihluta í stjórn vera að oft þurfi stjórnin að taka ákvarð- anir varðandi mál sem snerta beint starfsmennina sjálfa eða kollega þeirra í leikhúsinu. „Það er óeðlilegt að starfsmenn séu yfirmenn yfir- manna sinna,“ segir Marta. Hún nefnir sem dæmi að erfitt geti verið fyrir stjórnarmann að vera hlutlaus í máli sem snertir t.d. beint upp- færslu sem hann sjálfur leikur í. Að mati Mörtu geta líka orðið hags- munaárekstrar í kjaraviðræðum. Marta segir að með opnun félags- ins hafi verið rætt um að hópur manna gæti „yfirtekið“ leikfélagið og leitt það inn á óæskilegar braut- ir. Hún segist ekki trúa því að þann- ig geti farið. „Það eru svo margir varnaglar. Félagsmenn þurfa að leggja umsókn sína fyrir stjórn og samþykkja lög félagsins við inn- göngu. Mér finnst oft gleymast að við erum með samning við borgina um ákveðnar skyldur sem við þurf- um að uppfylla til að fá fjármagn. Borgin hefur eftirlit með þessum rekstri með samstarfsnefnd. Mér finnst ólíklegt að borgin láti kyrrt liggja ef einhverjir reyna að breyta leikfélaginu frá því sem kveður á um í samningnum. Hvað þá leik- félagið eða listaheimurinn eins og hann leggur sig. Við megum ekki vera of hrædd við lýðræðið. Við verðum að vera óhrædd að taka þetta skref.“ Marta segir félagið þarfnast end- urnýjunar og að ákveðin kynslóða- skipti séu að eiga sér stað. „Auðvit- að væri gott að fá fjárfesta,“ svarar Marta aðspurð hvort félagið þurfi nauðsynlega á fjárfestum að halda. „En við erum ekki með einhverjar ranghugmyndir um að það eigi eftir að rigna yfir okkur tilboðum frá fjárfestum, en auðvitað fögnum við því ef það gerist. En þessar breyt- ingar gefa okkur tækifæri til þess að sækja fjármagnið ef það er þarna, þ.e. við getum boðið fleira fólk velkomið í félagið.“ Breytingar á lögum Leikfélags Reykjavíkur opna félagið áhugafólki „Megum ekki vera of hrædd við lýðræðið“ Marta Nordal, stjórnarmaður í Leikfélagi Reykjavíkur, segir félagið þarfn- ast endurnýjunar og að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað. RAUÐI kross Íslands fordæmir sprengjutilræði sem varð fyrir ut- an höfuðstöðvar Alþjóða Rauða krossins í Bagdad sl. mánudag. Tveir íraskir starfsmenn hans voru meðal tíu manna sem þar létu lífið auk þess sem fjöldi manna særðist. Rauði kross Íslands hefur sent samúðarskeyti til höfuðstöðva Rauða krossins í Genf. Rauði krossinn mun á næstu dögum endurskoða starfsumhverfi sitt í Bagdad en þar hafa samtökin starfað frá árinu 1980. Fjórir sendifulltrúar RKÍ hafa með til- styrk utanríkisráðuneytisins starf- að í Írak frá því stríðinu þar lauk síðastliðið vor. Þeir eru nú allir komnir heim. RKÍ fordæmir sprengju- tilræði HEILDARGJÖLD vegna bif- reiða-, ferða-, og risnukostnaðar ríkisins árið 2002 voru samtals tæplega 4 milljarðar. Ferðakostn- aður var rúmlega 2,4 milljarðar, bifreiðakostnaður liðlega 1,2 millj- arður og risnukostnaður um 325 milljónir. Þetta kemur m.a. fram í svari Geirs H. Haarde, fjármálaráð- herra, við fyrirspurn Jóhönnu Sig- urðardóttur, þingmanns Samfylk- ingarinnar, en svarinu var dreift á Alþingi í gær. Heildargjöld vegna bifreiða-, ferða- og risnukostnaðar ríkisins voru um 3,3 milljarðar árið 2000 og um 3,5 milljarðar árið 2001. Um fjögurra milljarða útgjöld ♦ ♦ ♦ SAMTÖK banka og verðbréfafyr- irtækja (SBV) vísa á bug gagnrýni Neytendasamtakanna á mikinn vaxtamun og þjónustugjöld. Í fréttatilkynningu frá SBV segir að ályktanir Neytendasamtakanna um að stóran hluta hagnaðar bankanna „megi rekja til óeðlilega mikils vaxtamunar og sívaxandi tekna af þjónustugjöldum sem við- skiptavinum er gert að greiða“ standist ekki. Segja SBV aukinn hagnað bankanna á fyrri hluta þessa árs aðallega skýrast af mikl- um og óvenjulegum gengishagnaði vegna hagfelldrar markaðsþróun- ar, aukinnar þjónustu og sölu til fagfjárfesta við verðbréfaviðskipti og aukinnar þjónustu og sölu við stór fyrirtæki í umbreytingarverk- efnum og annarri sérhæfðri þjón- ustu til stórra fyrirtækja. SBV segja vaxtamun íslenskra banka hafa lækkað verulega á síð- ustu árum, fullyrðing um annað sé röng. Sem dæmi um þetta segja þau vaxtamuninn hafa verið að meðaltali tæp þrjú prósent á fyrri hluta ársins en um fimm prósent árið 1994. Segja samtökin aukinn hagnað af þjónustutekjum að lang- mestu leyti eiga rót sína að rekja til stóraukinna umsvifa á verð- bréfa- og fjárfestingabankasviði. Ennfremur standist íslenskir bankar fyllilega verðsamanburð við banka á Norðurlöndunum. Fullyrðing um að afkoma bank- anna sé í algjörum sérflokki hjá fyrirtækjum í Kauphöll Íslands er auk þess sögð röng. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja Vísa á bug gagnrýni Neytenda- samtakanna ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.