Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 13 Handbókin vinsæla frá ISO í íslenskri þýðingu ISO 9001 FYRIR LÍTIL FYRIRTÆKI - LEIÐSÖGN Pantaðu á www.stadlar.is ÚR VERINU KOLMUNNAVEIÐIN glæddist heldur í færeysku lögsögunni um helgina. Íslensku skipin hafa verið að veiðum um 60–70 sjómílur norður af Færeyjum en bræla var þó á mið- unum á mánudag og lönduðu skipin þá afla sínum í Fuglafirði. Þannig landaði Börkur NK þar um 1.400 tonnum um helgina og Beitir NK um 800 tonnum. Þrjú skip lönduðu kol- munna í íslenzkum höfnum í gær og á sunnudag, samtals um 3.000 tonn- um. Svanur RE var neð tæp 1.200 tonn, Hólmaborgin með tæp 1.800 og Baldvin Þorsteinsson með smá- slatta. Íslensku skipin hafa veitt um 396 þúsund tonn af kolmunna á árinu samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva en þá hefur ekki verið tekið tillit til þess afla sem landað var í Færeyjum um helgina. Mest hefur borist af kolmunna til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, tæp 106 þúsund tonn, en um 88 þús- und tonnum hefur verið landað hjá Eskju á Eskifirði. Þokkaleg síldveiði hefur verið undanfarna sólarhringa en að sögn Gunnþórs Ingvasonar, aðstoðar- manns framkvæmdastjóra Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, er síldin ekki nógu góð, millisíld í smærri kantinum, sem fari þó öll í vinnslu. Birtingur NK kom með 350 tonn af síld til Neskaupstaðar um helgina og var landað úr honum til vinnslu. Björg Jónsdóttir ÞH kom inn í gær- morgun með 350 tonn sem sömuleið- is fara í vinnslu. Þá hefur frysting á síld gengið vel hjá Skinney-Þinga- nesi á Hornafirði, þar er nú búið að frysta um 1.500 tonn á vertíðinni. Ás- grímur Halldórsson SF landaði þar um 430 tonnum um helgina, Jóna Eðvalds SF um 300 tonnum og Steinunn SF um 300 tonnum. Samkvæmt upplýsingum SF er nú búið að veiða tæp 25 þúsund tonn af síld á vertíðinni, mestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, tæpum 6.000 tonnum og Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði eða rúmum 5.500 tonnum en tæplega 4 þúsund tonnum hjá Skinney- Þinganesi. Hefur nærri helmingur aflans farið til manneldisvinnslu, að- allega í frystingu. Morgunblaðið/Sigurgeir Þokkaleg síldveiði hefur verið þegar gefur á sjó. Tæpur helmingur síld- arinnar fer til manneldis, mest í frystingu. Veiða kolmunna við Færeyjar Á FYRSTU sjö mánuðum ársins 2003 nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 42,7 millj- örðum króna en heildaraflinn var 1.369 þúsund tonn. Verðmæti botn- fiskaflans var 27,9 milljarðar króna sem fengust fyrir 283 þúsund tonn, þar af var verðmæti þorsks 15,6 milljarðar króna en magnið 121 þúsund tonn. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofu Íslands, en um bráðabirgðatölur er að ræða. Verðmæti uppsjávartegunda var 8,3 milljarðar króna og magnið 1.033 þúsund tonn. Flatfiskaflinn á tímabilinu var 23 þúsund tonn að verðmæti 3,9 milljarðar króna og fyrir 30 þúsund tonn af skel- og krabbadýrum fengust 2,6 millj- arðar króna. Ráðstöfun aflans Stærstur hluti heildaraflans var unninn á Austurlandi eða 530 þús- und tonn (38,7%), að mestum hluta uppsjávartegundir, og nam verð- mæti þessa afla 6 milljörðum króna (14,0%). Á Suðurnesjum var unnið úr mestum verðmætum eða fyrir 7 milljarða króna (16,5%) en magnið var 158 þúsund tonn (11,5%). Af botnfiski var mest unnið á höf- uðborgarsvæðinu eða 62 þúsund tonn (21,9%) að verðmæti 5,5 millj- arðar króna (19,8%). Alls voru 16.500 tonn af botnfiski (5,8%) flutt út óunnin og nam verðmæti þess afla nærri 2,2 milljörðum króna (7,8%). Stærstur hluti af verðmæti botnfisk- aflans (41,5%) er tilkominn vegna beinnar sölu útgerða til vinnslu- stöðva, 27,9% verðmæta vegna sölu á sjófrystum afla, 22,1% vegna sölu á fiskmörkuðum innanlands en 6,6% verðmæta eru tilkomin vegna útflutnings á fiski í gámum. Á tímabilinu var unnið úr tæp- lega 283 þúsund tonnum af botn- fiski og var þriðjungur hans fryst- ur í vinnslustöðvum í landi (33,1%), um 31,7% voru fryst um borð í vinnsluskipum en 21,2% var ráð- stafað í saltfiskvinnslu. Þá voru 5,9% botnfiskaflans send fersk með flugi á markaði erlendis en 5,7% með gámum. Af þorski var unnið úr tæplega 122 þúsund tonnum og var stærstur hluti hans saltaður (41,5%), rúmlega þriðjungur var frystur í vinnslustöðvum í landi (35,5%) en til sjófrystingar um borð í vinnsluskipum var 13,7% ráð- stafað. Aflaverðmætið 42,7 milljarðar KAUPÞING-BÚNAÐARBANKI hefur að undanförnu aukið hlut sinn í breska bankanum Singer & Friedlander og hefur tilkynnt að eignarhluturinn sé kominn í tæp- lega 6%. Tilkynning þessa efnis var birt í Bretlandi á mánudag, en þar er skylda að senda út tilkynningu þegar eignarhlutur fer yfir 3%. Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings-Búnaðarbanka, segir ástæðuna fyrir kaupunum þá að bankinn telji þetta góða fjárfest- ingu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um áform bankans í þessu sam- bandi. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa sagt frá þessum viðskiptum og í The Guardian er haft eftir talsmanni Singer & Friedlander að hann viti ekki hvað Kaupþing-Búnaðarbanki hyggist fyrir, en að áhugi bankans kunni að tengjast því að Singer & Friedlander eigi 31% hlut í sænska verðbréfafyrirtækinu Carnegie. Markaðsverðið tæpir 50 milljarðar króna The Guardian hefur hins vegar einnig eftir greinendum á markaði að hefði Kaupþing-Búnaðarbanki áhuga á að kaupa hlutinn í Carnegie myndi það einfaldlega gera tilboð í hlutinn, enda sé Singer & Fried- lander reiðubúinn til að selja. Greinendur eru sagðir telja að áhugi Kaupþings-Búnaðarbanka kunni að stafa af því að talið sé að Singer & Friedlander sé lágt verð- metinn á markaði. Singer & Fried- lander er með skrifstofur bæði á Englandi, Skotlandi og Mön og er í FTSE-250 hlutabréfavísitölunni. Markaðsverð bankans er tæpir 50 milljarðar króna og eignarhlutur Kaupþings-Búnaðarbanka er um 2,7 milljarða króna virði. Markaðsverð Kaupþings-Búnaðarbanka er rúm- lega 80 milljarðar króna. Um leið og Kaupþing-Búnaðar- banki tilkynnti um kaup sín til- kynnti Jupiter Asset Management um 10,4% eignarhlut í Singer & Friedlander. Þetta er heldur minni eignarhlutur en fyrirtækið átti í mars á þessu ári þegar hlutur þess var 10,9%. Kaupþing-Búnaðarbanki kaupir 6% í breskum banka FARÞEGUM í millilandaflugi Ice- landair, dótturfélags Flugleiða, í september fækkaði um 4% í sam- anburði við september á síðasta ári og var fækkunin svipuð meðal far- þega á leið til og frá landinu, þar sem hún var 3,8%, og meðal far- þega sem ferðast á leiðum yfir Norður-Atlantshafið með viðkomu á Íslandi en þeim fækkaði um 4,5%. Fyrstu níu mánuði ársins hefur far- þegum í millilandaflugi Flugleiða fækkað 8%. Þar af hefur farþegum til og frá Íslandi fækkað um 1,3% en farþegum um Ísland hefur fækkað um 18,3%. Sætaframboðið var tæpum þremur prósentum minna í sept- ember í ár en á síðasta ári, og því lækkar sætanýting um 1,2 prósent milli ára. Hún var 71,7% í ár en 72,9% í september á síðasta ári. Á fyrstu níu mánuðum ársins eru farþegar til og frá landinu ámóta margir og á síðasta ári, eða tæp 582 þúsund í samanburði við 589 þús- und á sama tíma í fyrra. Farþegar Icelandair um Ísland, á leið milli Bandaríkjanna og Evrópu, eru eins og áður sagði 18,3% færri og munar þar mest um hrun á Norður- Atlantshafsmarkaðinum á fyrri hluta ársins vegna Íraksstríðs og bráðalungnabólgu, að því er segir í tilkynningu frá Flugleiðum. Í innanlandsflugi Flugfélags Ís- lands fjölgaði farþegum um 4,1% og með auknu framboði var sætanýt- ing svipuð og í september á síðasta ári. Í innanlandsflugi gætir meðal annars jákvæðra áhrifa af upp- byggingu á Austurlandi á flug á leið milli Reykjavíkur og Egils- staða. Jákvæð breyting varð í flutn- ingum Flugleiða Fraktar í sept- ember í samanburði við fyrra ár. 6,4% aukning varð í heildarflutn- ingum og tæplega 15% aukning á flutningum til og frá landinu. Sam- drátturinn kom allur fram í flutn- ingum yfir Norður-Atlantshaf, seg- ir ennfremur í tilkynningu. Enn fækkar farþegum í millilandaflugi Flugleiða Morgunblaðið/Árni Sæberg ● Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur tilkynnt að starfsfólki fyr- irtækisins verði fækkað um 13% á næstu þremur árum. Þýðir það fækkun stöðugilda um 20 þúsund. Helsta ástæða fyrir uppsögnum er samdráttur í hagnaði og tekjum hjá félaginu. Sala á Playstation 2-leikjatölvum hefur farið minnkandi og hefur hagn- aður japanska raftækjaframleiðand- ans Sony dregist saman um fjórð- ung í kjölfarið. Tekjur Sony á þriðja fjórðungi nam 32,9 milljörðum jena, sem svarar til 22,7 milljörðum króna. Vegna mun minni sölu á Playstation 2-leikja- tölvunum en áætlanir gerðu ráð fyrir hefur fyrirtækið lækkað tekjuáætl- anir sínar fyrir árið í heild um fjórð- ung, í 100 milljarða jena, sem svar- ar til tæplega 70 milljarðra íslenskra króna. Á fréttavef BBC kemur fram að af- koma Matsushita og Sharp, keppi- nauta Sony, sé hins vegar mjög góð. Í frétt BBC kemur fram að und- anfarin ár hefur sala á raf- eindavörum verið undir áætlunum. Meðal annars hefur sala á tölvu- leikjum minnkað umtalsvert. Samkvæmt upplýsingum frá Sony hefur sala á Playstation 2 dregist saman á öllum mörkuðum öðrum en Evrópumarkaði á þessu ári. Í Japan er Sony það fyrirtæki sem einna mest er fylgst með og afkoma þess talin vera ein helsta vísbend- ingin um mögulega stöðnun í efna- hagslífi landsins. Þar sem mikið af framleiðslu Sony er á erlenda mark- aði er fyrirtækið sérsaklega við- kvæmt fyrir sterkri stöðu japanska jensins sem hefur dregið úr sam- keppnishæfi japanskra fyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Störfum fækkað um 13% hjá Sony BAUGUR Group hefur aukið hlut sinn í bresku verslanakeðjunni House of Fraser, HoF, um 2% og á orðið rúmlega 10% hlut í keðjunni. Í breska dagblaðinu Guardian í gær er leitt að því líkur að ástæðan fyrir því að Baugur hafi aukið við hlut sinn sé til að styðja við bakið á skoska fjárfestinum Tom Hunter sem á 10,9% hlut í HoF. Eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu reyndi Hunter, án árangurs, að gera yfirtökutilboð í HoF í lok síðasta árs með stuðningi Baugs. Rúmir þrír mánuðir eru liðnir frá því að hálfs árs bann á Hunter við því að gera tilboð í fyrirtækið rann út. Stjórn félagsins hafnaði óform- legu tilboði hans, sem Baugur studdi, í félagið í fyrra sem var upp á 85 pens á hlut. Fyrr í mánuðinum jók Hunter við hlut sinn í HoF úr 6,9% í 10,9%. Voru þau viðskipti á genginu 90 pens á hlut. Í breskum fjölmiðlum var fyrir nokkru rætt um að breska fast- eignafélagið Minerva ætti í við- ræðum við japanska bankann Nom- ura, um að bankinn fjármagni hugsanlegt tilboð Minerva í House of Fraser með það fyrir augum að renna HoF saman við Allders versl- anakeðjuna sem Minerva keypti fyrr á þessu ári. Í Guardian í gær kemur fram að margir fjármálasérfræðingar telji líklegt að Hunter ætli sér, ef hann eignist HoF, að reyna að sameina HoF og Allders. Lokaverð House of Fraser í kaup- höllinni í London í gær var 104 pens á hlut. Baugur með rúm 10% í House of Fraser Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Baugur á orðið um 10% hlut í bresku verslanakeðjunni House of Fraser.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.