Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 37 Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hefur sam- þykkt ályktun þar sem harmað er að „bæði veraldlegir og andlegir yfir- menn þjóðkirkjunnar skuli vera mót- fallnir aðskilnaði ríkis og kirkju, svo sem fram kom á nýafstöðnu kirkju- þingi,“ eins og segir í ályktuninni. „Trúfélög standa ekki jafnt að vígi á Íslandi svo sem gleggst má sjá á því að stuðningur við þjóðkirkjuna er meiri en stuðningur við önnur trú- félög. Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins leggur þá skyldu á herðar Alþingis að styðja þjóðkirkjuna og vernda. Í því felst skylda löggjafans við eitt trú- félag umfram önnur. Verður það að teljast óviðunandi í ríki þar sem trú- frelsi er við lýði og áhersla er lögð á jafnrétti borgaranna. Heimdallur leggur því áherslu á að ríki og kirkja verði aðskilin hið fyrsta,“ segir í ályktun Heimdallar. Vilja aðskilnað ríkis og kirkju Tóku þátt í stuttmyndagerð Í frétt um stuttmyndagerð í Há- teigsskóla síðasta laugardag urðu þau leiðu mistök að Laugarnesskóli var nefndur þátttakandi í verkefninu í stað Laugalækjarskóla. Það voru vissulega nemendur í tíunda bekk Laugalækjarskóla sem tóku þátt í stuttmyndaverkefninu og leiðréttist það hér með. Rangt föðurnafn Missagt var í blaðinu á laugardag- inn að myndlistarmaðurinn Kristinn Pálmason væri Pálsson. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á mistökun- um. LEIÐRÉTT SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra Reykjanesi mun flytja starfsemi sína frá Digranesvegi 5 í Fjörðinn, Fjarðargötu 13–15 í Hafnarfirði, 6. hæð. Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 3. nóv- ember vegna flutninga. Skrifstofan verður opnuð á hefðbundnum tíma þriðjudaginn 4. nóvember kl. 9. Nánari upplýsingar í síma og á http://www.smfr.is. Svæðisskrif- stofa flytur Ráðstefna um hafsbotninn og ströndina, samræmd vinnubrögð og gagnaöflun er haldin í dag, mið- vikudaginn 29. október, kl. 9.30–14 á Hótel Sögu, Sunnusal. LÍSA, samtök um landupplýsingar á Ís- landi fyrir alla, halda ráðstefnuna. Á ráðstefnunni verður kynnt kort- lagning og gagnaöflun á haf- svæðum Íslands og mörg sam- starfsverkefni sem eru í gangi á ýmsum sviðum; jarðfræðirann- sóknir, botnrask, botndýrarann- sóknir, auðlindakönnun og hafrétt- armál. Þá verður kynnt verkefni um samræmingu gagnagrunna um landgrunnið. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra flytur ávarp. Fund- arstjóri er Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. Karlahópur Femínistafélagsins kynnir: Fyrirmyndakvöld á Grand Rokk kl. 20 í kvöld. Karlar úr ýmsum áttum ræða um fyr- irmyndir og segja frá æskufyr- irmyndum sínum. Fram koma: Arnar Eggert Thor- oddsen blaðamaður, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Jón Gnarr leikari, Ómar Ragnarsson fréttamaður og Stefán Pálsson Múrverji. Fundarstjóri er Hulda Proppé mannfræðingur. Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggja- stokka halda rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skóg- arhlíð 8 í Reykjavík í dag, mið- vikudaginn 29. október, kl. 17. Gestur fundarins verður Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur við Landspítala – háskólasjúkrahús. Í DAG Málstofa á Viðskiptaháskólanum á Bifröst á morgun, fimmtudaginn 30. október, kl. 16. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mun fjalla um al- þjóðavæðinguna og hvaða áhrif hún hefur á einstaklinginn og öryggi hans. Allir velkomnir. Á MORGUN Námskeið í jólaskreytingum eru að hefjast hjá Uffe Balslev Fyrsta námskeiðið verður haldið sunnudag- inn 2. nóvember, í vinnustofu Uffe í Hvassahrauni 2, Vatnsleysuströnd. Kennt verður að búa til aðventu- kransa, borðskreytingar, hurða- kransa o.fl. ef tími vinnst til. Sérnámskeið eru haldin fyrir t.d. fyrirtæki, saumaklúbba, kvenfélög og aðra hópa ef óskað er eftir því. Skráning og upplýsingar hjá Uffe Balslev, Hvassahrauni 2, Vatns- leysuströnd. Reykjavíkurdeild RKÍ heldur nám- skeið í almennri skyndihjálp helgina 31. október –2. nóvember, í Fákafeni 11, 2. hæð. Kennt verður kl. 19–23 á föstudagskvöldið og kl. 10–14 á laugardag og sunnudag. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðið er 16 kennslu- stundir. Leiðbeinandi er Ásta Bjarn- ey Elíasdóttir. Meðal þess sem verður kennt á nám- skeiðinu er: aðgerðir á vettvangi, endurlífgun með hjartahnoði, blást- ursmeðferðin, hjálp við bruna, bein- brotum, blæðingum úr sárum, o.fl. Að námskeiði loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Skráning er hjá Reykjavíkurdeild RKÍ. Námskeið hjá Vista um hvernig tölvan er notuð sem mælitæki með LabVIEW 7 Express verður haldið dagana 5.–6. nóvember kl. 9–16, á Höfðabakka 9. Kennd verða grunn- atriði við sýnatökutíma. Notkun á Express-víum sem einfalda mjög alla hugbúnaðargerð. Verklegar æf- ingar. Verð fyrir námskeið er 29.000 kr. Skráning í tölvupósti hjá vista- @vista. Byrjendanámskeið í rötun hjá Úti- vist verður dagana 4.–9. nóvember. Kennd verður notkun korta, áttavita og GPS-tækja. Kennt verður inni tvö kvöld og svo hálfs dags verkleg æf- ing úti. Námskeiðið verður þriðju- daginn 4. og fimmtudaginn 6. nóv- ember kl. 20–23, og sunnudaginn 9. nóvember kl. 10–14. Leiðbeinandi er Sigurður Jónsson. Almennt verð 3.100 kr. og 1.600 kr. fyrir félagsmenn. Námskeiðið er öll- um opið, hámarksfjöldi þátttakenda er 20. Námskeiðið er haldið á skrif- stofu Útivistar á Laugavegi 178 og hægt að skrá sig með því að senda póst á utivist@utivist.is eða hringja. Á NÆSTUNNI MJÓLKURSKÁKMÓTIÐ á Hótel Selfossi 2003 verður haldið dagana 29. október til 7. nóvember en jafnframt er efnt til skákviðburða fyrir börn í öllum skólum á Suður- landi. Meðal keppenda verða sum- ir af sterkustu skákmönnum heims auk heimavarnarliðs Íslendinga. Friðrik Ólafsson stórmeistari er verndari mótsins og aðalskákskýr- andi á Hótel Selfossi verður Bent Larsen. Fyrsta umferð hefst kl. 17 í dag en aðrar umferðir verða tefldar kl. 15. Mjólkur- skákmótið á Hótel Selfossi SVERRIR Haukur Gunnlaugsson sendiherra afhenti hinn 24. október sl. Emile Lahoud, forseta Líbanon, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Ís- lands í Líbanon með aðsetur í Lond- on. Er þetta í fyrsta skipti sem ís- lenskur sendiherra afhendir trúnað- arbréf í Líbanon. Afhenti trúnaðarbréf ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Starfshópi um stofnun sjóminjasafns í Reykja- vík: „Í grein í Morgunblaðinu 2. október sl. um sjóminjasafn í Reykjavík er sagt að Reykjavíkur- borg hafi á sínum tíma átt sjóminjar sem hópur manna í Reykjavík safn- aði árið 1939 og voru síðan flestar af- hentar Þjóðminjasafninu. Svo var ekki og skrifast sú skekkja sennilega á misskilning milli greinarhöfundar og viðmælanda. Um leið og beðist er velvirðingar á þessu skal tekið fram að starfshópurinn hefur fundið fyrir miklum velvilja af hálfu Þjóðminja- safns í garð væntanlegs sjóminja- safns í höfuðborginni, m.a. lýst yfir góðum vilja til samstarfs og að lána sjóminjar úr sinni eigu á sýningar.“ Gott samstarf við Þjóðminjasafnið BORIST hefur eftirfarandi ályktun sem var samþykkt á aðalfundi Sam- fylkingar Seltirninga nýlega: „Aðal- fundur Samfylkingar Seltirninga 21. október 2003 átelur vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar sem án efnislegs rökstuðnings og án sam- ráðs við kennara eða foreldra ákvað á fundi 8. október síðastliðinn að sameina grunnskóla bæjarins. Ger- ræði meirihluta bæjarstjórnar hefur komið skólastarfi í uppnám. Aðal- fundurinn krefst þess að meirihluti bæjarstjórnar dragi samþykktina frá 8. október nú þegar til baka. Að öðrum kosti blasir við óbætanlegt tjón á skólastarfi á Seltjarnarnesi.“ Formaður Samfylkingar Seltirn- inga, Páll Vilhjálmsson, var endur- kjörinn á aðalfundinum. Aðrir í stjórn eru Stefán Bergmann, Sunn- eva Hafsteinsdóttir, Sigrún Bene- diktsdóttir og Guðfinna Emma Sveinsdóttir. Sameining skóla verði dregin til baka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.