Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKÓGARELDAR, sem hafa kostað að minnsta kosti sautján manns lífið, ógnuðu í gær þúsundum húsa á þéttbýlum svæðum nálægt Los Angeles. Að minnsta kosti 1.137 hús hafa þegar brunnið til ösku í Kaliforníu og óttast er að þetta verði skæð- ustu skógareldar í sögu ríkisins. Yfir 10.000 slökkviliðsmenn reyna að hefta út- breiðslu eldanna sem hafa eyðilagt 205.000 hekt- ara lands. „Þetta verður kostnaðarsamasti skógarbruni í sögu Kaliforníu, bæði hvað varðar eignatjónið og kostnaðinn við slökkvistarfið,“ sagði Dallas Jones, framkvæmdastjóri almannavarnaþjónustu Kali- forníu. Bush lýsir yfir neyðarástandi Einn af stærstu eldunum breiddist út í Santa Susana-fjöllum sem aðskilja San Fernando-dal í Los Angeles og Simi-dal í Ventura-sýslu. Um 1,3 milljónir manna búa í San Fernando-dal. Sextán hús hafa brunnið til kaldra kola í dalnum frá því á laugardag og eldurinn ógnar stórum og dýrum íbúðarhúsum í einu úthverfa Los Angeles. Talið er að brennuvargar hafi komið nokkrum eldanna af stað. Yfirvöld hafa dreift teikningu af manni sem talið er að hafi valdið skógareldi sem eyðilagði a.m.k. 450 hús og kostaði tvo menn lífið í San Bernardino-sýslu. Neyðarblys vegvillts veiði- manns olli stærsta skógareldinum, sem kostaði ellefu manns lífið, og hann á nú yfir höfði sér ákæru. George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi í Los Angeles og sýslunum San Bernardino, San Diego og Ventura. Íbúar þeirra geta því sótt um styrki, lán eða aðra aðstoð frá al- ríkinu vegna tjónsins af eldunum. Þéttbýl svæði í hættu                                              !   "      "   #       $  "             "$  % $  $    &     "               "$  '      (        ) &   ((          * &       &    +,,                          ((           -        !"#$%!& %     )  "   +,,         $                  !!" # $%&''('''" $ !# )()''"* (  +$!"$ #%( . /     -   "      0      . /    0 / . 123 4 ' 5/ '()!*!) $  ! +        Yfir 1.100 hús hafa brunnið til ösku í Kaliforníu og sautján manns látið lífið Simi-dal. AP. NORSKA lögreglan leitaði enn í gær að átta mönnum sem rændu pósthús í Ósló á mánudagskvöld, að sögn Aftenposten. Mennirnir voru vopnaðir og kom til skotbardaga milli þeirra og lögreglumanna, hugsanlegt er að einn ræningjanna hafi særst. Ekki er vitað hve ráns- fengurinn var mikill en talið að hann sé undir einni milljón norskra króna, þ.e. innan við 11 milljónir ísl. kr. Brúða í líkamsstærð Mennirnir átta óku um klukkan 22:30 að staðartíma stórum, fjór- hjóladrifnum Chevrolet-bíl að inn- gangi byggingarinnar og beindu byssu að verði á staðnum en hann starfar fyrir Securitas. Maðurinn er með aðsetur bak við þykkan stein- múr og öryggisgler og gat hann kastað sér á gólfið. Ræningjarnir gáfu þá í botn og brutu sér leið í gegnum öflugar dyrnar á bíla- geymslu hússins. Vörðurinn hringdi þá í lögregluna sem sendi vopnaða menn á staðinn. Áður en ræningjarnir, sem klæddust hvítum samfestingum og voru með hettur á höfði, yfirgáfu Chevrolet-bílinn skildu þeir eftir brúðu í líkamsstærð í bílnum og virðist sem þeir hafi ætlað að blekkja lögreglumenn ef þeir kæmu nógu snemma á vettvang. Ef til vill var ætlunin að vinna tíma til und- ankomu ef lögreglan biði við bílinn sem var í gangi og með ljósum. Þeg- ar ræningjarnir komu inn í húsið, þar sem alls voru um 120 manns að störfum, tóku þeir strax tvo gísla. Þvinguðu þeir gíslana til að opna dyr að fjórðu hæðinni þar sem er bréfamiðstöð fyrir verðmætan póst. Póstgíróstofan í húsinu sér um dreifingu á jafnt innlendum sem er- lendum pósti til nokkurra svæða í Noregi. Einn af yfirmönnum póst- gíróstofunnar, Line Fredriksen, furðaði sig á því að mennirnir skyldu ræna stofuna. „Ég er alveg miður mín. Hvað í ósköpunum geta þeir fundið þar? Hér er fátt sem gæti freistað,“ sagði hún. Annar yf- irmaður, Vidar Eilertsen, bendir á að ekki séu yfirleitt mikil verðmæti á staðnum enda sé ekki um neinn banka að ræða. Skutu sér leið út Þegar óboðnu gestirnir komu aft- ur niður á fyrstu hæðina sáu þeir að lögreglan var komin á staðinn. Hófu þeir að skjóta á lögreglumennina ut- an við húsið úr skammbyssum og brotnuðu tvær rúður úr öryggisgleri en glerið reyndist svo sterkt að kúl- urnar komust með naumindum í gegn. Síðar var skotið af öflugum vélbyssum og komust mennirnir undan á hlaupum en að sögn heim- ildarmanna var blóð á staðnum og talið að það sé úr póstræningjunum. Gætu DNA-rannsóknir á blóðinu komið að gagni við að leita þá uppi. Einnig munu hafa náðst myndir af þeim í öryggismyndavélum. Audi- bíll sem lögreglan álítur að hafi tengst ráninu fannst síðar nálægt Trasop og hafði verið kveikt í hon- um. Bíræfið rán framið í pósthúsi í Ósló Skotbardagi milli lögreglu- manna og ræn- ingjanna átta VINSTRIMENN og óháðir fram- bjóðendur sigruðu víða í sveitar- stjórnarkosningunum í Kólumbíu sl. sunnudag og í höfuðstaðnum Bogota var 52 ára gamall kommúnisti, Luis Eduardo Garzon, kjörinn borgar- stjóri. Hann hefur gagnrýnt harka- lega aðferðir Alvaro Uribe forseta í baráttunni gegn hryðjuverkasveit- um tveggja marxistahreyfinga sem hafa undanfarna áratugi barist gegn stjórnvöldum. Á laugardag fór fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um umbótatillögu í 15 liðum sem Uribe hafði samið og var ætlað að vinna bug á spillingu. Hann vill m.a. fækka þingmönnum úr 268 í 218, setja skorður við ríkisútgjöldum og banna kauphækkanir hjá ríkinu í tvö ár. Tillagan féll vegna þess að þátttaka var of lítil en samkvæmt kólumbískum lögum þarf minnst fjórðungur kjósenda að greiða at- kvæði ef niðurstaða í þjóðaratkvæði á að teljast gild. Úrslitin eru sögð mikið áfall fyrir Uribe sem beitti sér ákaft í baráttunni fyrir tillögunum. Mikið er um ofbeldi í tengslum við kosningar í landinu og er liðsmönn- um marxista kennt um það. Alls féllu 13 manns á laugardag og 12 eftirlits- mönnum var rænt þótt um 300.000 hermenn gættu öryggis á kjörstöð- um. Rúmlega 200 frambjóðendur til sveitarstjórna drógu framboð sitt til baka í kosningabaráttunni vegna morðhótana frá uppreisnarmönnum. Uribe for- seti beið ósigur Bogota. AFP, AP. Reuters Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, ræðir við fréttamenn í Bogota. Kólumbía RÚSSNESKT Sojuz- geimfar með Banda- ríkjamanni, Rússa og Spánverja innanborðs lenti „draumalendingu“ í eyðimörk í Kasakstan í gær, rúmlega þremur klukkustundum eftir að geimfararnir fóru frá Alþjóðlegu geimstöð- inni sem er á sporbaug um jörðu. „Þetta var drauma- lending,“ sagði Rob Navia, talsmaður bandarísku geimvís- indastofnunarinnar NASA, eftir að hylkið með mönnunum þremur hafði lent mjúkri lendingu kl. 2:41 að íslenzkum tíma í fyrrinótt. Rússinn Júrí Malentjenkó og Bandaríkjamaðurinn Ed Lu, sem fóru til geimstöðvarinnar fyrir tæpu hálfu ári í sama Sojuz-geimfarinu, og Spán- verjinn Pedro Duque, sem kom til stöðvarinnar fyrir átta dögum í öðru geimfari, stigu út úr hylkinu með bros á vör og virtust við góða heilsu. „Allt gekk að óskum. Við erum mjög lánsamir. Lendingin var eins mjúk og við vonuðumst til,“ sagði Vladimír Popov hershöfðingi, sem er yfir teyminu sem ber ábyrgð á leitarstarfi í tengslum við geimferðaáætlun Rússa. Hann bætti við að geimfarið hefði lent nákvæmlega á áætluðum lendingarstað. Þetta var í annað skiptið sem bandarískur geimfari snýr aftur til jarðar í rússnesku geimfari og lendir á erlendri grundu. Eftir að bandaríska geim- ferjan Kólumbía fórst í febrúar hefur öllum geimskotum Bandaríkjamanna verið slegið á frest. Geimfararnir með kasakskar hempur um herðar í borginni Astana eftir lendinguna. „Draumalending“ með þrjá geimfara AP Arkalyk í Kasakstan. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.