Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 19 Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði þetta meðal þess sem nefnd á vegum heilbrigðisráðuneyt- isins, sem fjalla átti um framtíðar- uppbyggingu HSS, lagði áherslu á. Hann sagði ennfremur að heilsu- gæsluþjónustu yrði áfram sinnt á svæðinu, en sérhæfð þjónusta muni eftir sem áður fara fram á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi. Heilbrigðisráðherra sagði einnig að kominn væri tími til að hugsa heil- brigðisþjónustuna upp á nýtt og sagðist vilja skoða þann möguleika að sveitarfélögin á Suðurnesjum taki að sér rekstur á heilsugæslunni. „Ég er sannfærður um að með því að flytja heilsugæsluna nær þeim sem nota hana verður hún betri,“ sagði Jón. Lagði hann áherslu á að þetta væri ekki hugsað til að spara fé held- ur væri þetta til að færa þjónustuna nær þeim sem hana nota og auka þjónustustigið. Fundarmenn tóku misvel í tillögur um að sveitarfélögin tækju heilsu- gæsluna að sér, og bentu sumir á að sveitarfélögin væru ekki enn búin að bíta úr nálinni með að hafa tekið að sér rekstur grunnskólanna, og að ef af þessu yrði þyrfti að hugsa það mun betur en þann flutning. Bið að hámarki 30 mínútur Aðrar niðurstöður nefndarinnar voru kynntar af Sigríði Snæbjörns- dóttur, forstjóra HSS. Meðal þess sem nefndin leggur til er að málum verði háttað þannig að skjólstæðing- ar fái tíma samdægurs, og þurfi ekki að bíða lengur en 30 mínútur ef þeir eiga pantaðan tíma. Sigríður sagði mikilvægt að nægi- legt fjármagn fengist til þess að gera við húsnæði stofnunarinnar, og sagði aðkomuna að henni ekki aðlaðandi fyrir skjólstæðinga hennar, sem gæti gert þá neikvæðari fyrir henni en ella. Kostnaður við að ljúka D-álmu og við nauðsynlegt viðhald og endurnýjun hefur verið áætlaður um 464 milljónir króna. Legurýmum fjölgað Sigríður sagði að áhersla yrði lögð á að starfrækja bæði lyf- og endur- hæfingardeild annars vegar og skurð- og fæðingadeild hins vegar og efla að auki slysa- og bráðamóttöku. Hún sagði skurðstofuna vera á „síð- asta snúningi“ og mikilvægt að þar yrði bætt verulega úr, og sagðist horfa til þriðju hæðar D-álmunnar í því samhengi. Sigríður sagði það skýrt að ekki væri verið að „ganga á hlut aldraðra“ með því að setja upp skurðdeild í D-álmu, sem upphaflega var hugsuð undir þjónustu við aldr- aða. Sigríður sagði að einnig þyrfti að endurnýja tækjabúnað, sem væri í sumum tilvikum svo gamall að vara- hlutir fengjust ekki lengur, t.d. óm- skoðunartæki og röntgenvél. Stefnt er á að fjölga legurýmum á HSS úr 76 í 88 fyrir árið 2007. „Auk þess gerum við ráð fyrir verulegri aukningu í dag- og göngudeildar- þjónustu,“ sagði Sigríður. Eftir sem áður verður áherslan lögð á að meg- inhluta þjónustu við íbúa verði sinnt á staðnum, en sérhæfð, flókin og sjaldgæf þjónusta verði sótt til Landspítala – háskólasjúkrahúss. Ráðherra kynnti sveitarstjórnum framtíðarsýn Heilbrigðisstofnunarinnar Ljósmynd/Hilmar Bragi Sigríður Snæbjörnsdóttir: Aðkoman að Heilbrigðisstofnuninni er ekki að- laðandi og brýn þörf á viðgerðum sem áætlað er að kosti um 212 milljónir. Ný skurð- deild á D-álmu árið 2005 Reykjanesbæ | D-álma Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) verður kom- in í notkun árið 2005 ef áætlanir nefndar á vegum heilbrigðisráðuneytisins ná fram að ganga. Þar mun m.a. verða ný skurðdeild, að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á laugardag. Á staur í slyddu | Ökumaður bif- reiðar missti stjórn á henni í slabbi á Hringbraut í Keflavík snemma á þriðjudagsmorgun og lenti á ljósa- staur. Ökumaður, sem var einn í bílnum, var fluttur á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja til aðhlynn- ingar og bíllinn fjarlægður með kranabíl. Rændu ýsu | Brotist var inn í Þor- bjarnarhúsið við Ægisgötu í Grindavík aðfaranótt mánudags og stolið tveim kössum af frosinni ýsu. Þjófurinn eða þjófarnir brutust inn með því að þvinga upp stóra hurð og komust undan með um 42 kg af fiski, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Keflavík | Krakkarnir í Heiðarskóla voru alls ófeimnir við að sýna á sér menningarlegu hliðarnar og sýndu skólafélögunum hvað í þeim bjó á sérstakri menningarstund fyrir helgi. Nemendur í öðrum hverjum bekk í skólanum sýndu krökkunum í bekknum fyrir ofan sig ýmis skemmtiatriði. Í næsta mánuði snú- ast hlutverkin við og þeir sem ekki sýndu núna stíga á svið, segir Sig- urbjörg Róbertsdóttir, deildarstjóri í Heiðarskóla. Nemendur fluttu atriði fyrir bekkjarfélaga sína og skólafélaga sem eru árinu eldri. Nemendur sýndu leikrit, dönsuðu, sungu, lásu upp sögur og ljóð, sýnd var stutt- mynd, tvær hljómsveitir stigu á svið og margir nemendur spiluðu á hljóðfæri. „Þessar stundir tókust mjög vel og greinilegt er að nem- endur í Heiðarskóla eru mjög list- rænir og hæfileikaríkir,“ segir Sig- urbjörg. Hún segir að upphafið að þessum menningarstundum hafi verið á síð- asta ári þegar sumir bekkir voru með svona stundir innan bekkj- anna, en mikil áhersla er lögð á list- ir og skapandi starf í Heiðarskóla. Menningarstundir í Heiðarskóla Menning: Þessar stelpur úr 5. BG léku á þverflautu fyrir félagana. Reykjanesbæ | Þrjár deildir og eitt sérgreinafélag fengu á mánudaginn viðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, gæðaviðurkenningu íþrótta- hreyfingarinnar fyrir gott starf að barna- og unglingaíþróttum. Verð- launin fengu Knattspyrnudeild Keflavíkur, Körfuknattleiksdeild Keflavíkur, Sunddeild Ungmenna- félagsins Njarðvíkur og Hesta- mannafélagið Máni. Til að öðlast gæðaviðurkenningu ÍSÍ þurfa félög eða deildir að upp- fylla fjölmörg skilyrði, það þarf t.d. að skoða vel skipulag félagsins og deilda, umgjörð þjálfunar og keppni, fjármálastjórn, þjálfara- menntun innan félagsins, fé- lagsstarf, foreldrastarf, fræðslu og forvarnarstarf, jafnréttismál og umhverfismál. Áður höfðu þrjár deildir innan Keflavíkur hlotið þessa viðurkenn- ingu en það voru Fimleikadeild, Sunddeild og Badmintondeild fé- lagsins, en Íþróttabandalag Reykjanesbæjar hefur haft frum- kvæði að því að fá sín félög til að beita sér í málefnum barna og ung- linga. Ljósmynd/Hilmar Bragi Fengu viðurkenningu fyr- ir barna- og unglingastarf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.