Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 39
DAGBÓK
LÍNUR eru nokkuð farnar
að skerpast í landsliðs-
keppni BSÍ, hinu svokallaða
Yokohamamóti, þar sem
keppt er um réttinn til að
taka þátt í alþjóðamóti í
Japan í febrúar á næsta ári.
Tólf pör hafa setið yfir spil-
um í tvær helgar og lagt að
baki 128 spil. Hver umferð
er 8 spil og efstir eftir 16
umferðir af 22 eru Bjarni H.
Einarsson og Þröstur Ingi-
marsson efstir með 570 stig.
Næstir koma Sigurður Vil-
hjálmsson og Rúnar Magn-
ússon með 520, en í þriðja
sæti eru Júlíus Sigurjóns-
son og Hrannar Erlingsson
með 504. Síðustu 6 umferð-
irnar verða spilaðar sunnu-
daginn 9. nóvember og enn
eru 360 stig í pottinum, svo
margt getur gerst. En nú
liggur fyrir að skoða mark-
verðustu spil frá síðustu
helgi og við byrjum á
slemmu í tígli:
Norður
♠ G2
♥ 952
♦ K5
♣K87532
Suður
♠ Á
♥ Á83
♦ ÁG109872
♣Á9
Suður verður sagnhafi í
sex tíglum og útspilið er
smár spaði. Hvernig er best
að spila?
Tapslagirnir tveir í hjarta
fara hvergi nema niður í
lauf. Sem þýðir að laufið
verður að liggja 3-2 og
trompið helst 2-2. Þar sem
greinarhöfundur sá til var
Sigurbjörn Haraldsson í
suðursætinu. Hann spilaði
laufás, laufi á kóng og þriðja
laufinu úr borði. Austur
trompaði með drottningu og
Sigurbjörn yfirtrompaði. Og
fann nú skemmtilegan leik.
Hann spilaði tígultvistinum,
þristur frá vestri, og svínaði
fimmunni!
Norður
♠ G2
♥ 952
♦ K5
♣K87532
Vestur Austur
♠ K10875 ♠ D9643
♥ DG4 ♥ K1076
♦ 63 ♦ D4
♣G106 ♣D4
Suður
♠ Á
♥ Á83
♦ ÁG109872
♣Á9
Svíningin djúpa heppn-
aðist, en það var aukaatriði,
því austur mátti fá slag á
trompsexuna. En Sig-
urbjörn vildi tryggja vinn-
ing ef vestur átti 643 og
austur drottninguna staka. Í
þeirri legu mátti spila frí-
laufum úr borði og geyma
kónginn í trompi sem síðari
tíma innkomu.
Á þessari hugmynd er þó
einn fræðilegur hængur: Ef
vestur á 643 getur hann rok-
ið upp með sexuna og eyði-
lagt með því aðra innkom-
una! En er einhver svo
vakandi?
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert vel gefin/n, vandvirk/
ur og fær í mannlegum sam-
skiptum. Komandi ár getur
orðið besta og árangursrík-
asta ár ævi þinnar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú býrð yfir óvenju miklum
krafti og framtakssemi í dag
sem skilar sér einnig til til-
finningalífsins.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú átt einstaklega auðvelt
með öll samskipti í dag, bæði
við ókunnuga og þína nánustu.
Reyndu að koma hugmyndum
þínum á framfæri í dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Dagurinn hentar vel til til-
tektar og skipulagningar. Þig
langar til að koma reglu á
hlutina og þú munt koma
miklu í verk.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert í skapi til að stríða,
leika þér og daðra. Þú ert
einnig óvenju skapandi.
Njóttu þessa skemmtilega
tíma.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú getur komið miklu í verk á
heimilinu í dag. Þú ert í skapi
til að henda, þrífa og skipu-
leggja þig.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú munt standa fast á skoð-
unum þínum næstu tvo daga.
Þú sérð hlutina skýrar í dag
og ættir því að reyna að ganga
frá hvers konar viðskiptum og
samningum fyrir morgundag-
inn.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ættir að kaupa eitthvað
handa sjálfri/sjálfum þér í
dag. Þú ert sátt/ur við sjálfa/n
þig og þig langar til að láta
það sjást.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú býrð yfir yfirvegun og
sjálfstrausti í dag. Gættu þess
að setja ekki aðra út af laginu
með ákveðni þinni.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Láttu ekki hugmyndir þínar
koma af stað leiðindum á
heimilinu. Gerðu það sem er í
þínu valdi og láttu aðra um
sitt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér gengur sérlega vel að
vinna með öðrum í dag. Þú
getur sannfært aðra án nokk-
urrar fyrirhafnar.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur skýrar hugmyndir
varðandi vinnuna og ákveðnar
skoðanir á því hvernig verja
eigi peningum. Sýndu öðrum
þolinmæði.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert óvenju kraftmikil/l og
þarft að fá útrás fyrir orkuna.
Farðu í leikfimi eða út að
hlaupa.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
VAKRI SKJÓNI
Hér er fækkað hófaljóni –
heiminn kvaddi vakri Skjóni;
enginn honum frárri fannst; –
bæði mér að gamni’ og gagni
góðum ók ég beizla-vagni
til á meðan tíminn vannst.
Á undan var ég eins og fluga;
oft mér dettur það í huga
af öðrum nú þá eftir verð. –
Héðan af mun ég hánni ríða, –
hún skal mína fætur prýða,
einnig þeirra flýta ferð.
Lukkan ef mig lætur hljóta
líkan honum fararskjóta,
sem mig ber um torg og tún:
vakri Skjóni hann skal heita;
honum mun ég nafnið veita
þó að meri það sé brún.
Jón Þorláksson
LJÓÐABROT
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4.
d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6
7. Bf4 a6 8. e4 b5 9. De2 Be7
10. h3 0-0 11. 0-0-0 b4 12.
Rb1 He8 13. Rbd2 Bf8 14.
Dd3 Rbd7 15. He1 Rb6 16.
Dc2 Bd7 17. Bc4 Bb5 18. g4
Rxc4 19. Rxc4 Bxc4 20.
Dxc4 Rd7 21. Kb1 Rb6 22.
Dc1 Bg7 23. Bg5 Dd7 24.
Df4
Staðan kom upp í fyrri
hluta 2. deildar Íslandsmóts
skákfélaga sem lauk fyrir
skömmu í Menntaskólanum
í Hamrahlíð. Nick DeFirm-
ian (2.553) hafði svart gegn
Guðmundi Halldórssyni
(2.282). 24. ... f6! 25. Bh4
svartur hefði einnig unnið
mann eftir 25. Bxf6 Bxf6 26.
Dxf6 Hf8. 25. ... g5 26. Rxg5
fxg5 27. Dxg5 Rc4 28. He2
Db5 29. Hhe1 b3 30. a3
Rxa3+! 31. bxa3 Dd3+ og
hvítur gafst upp. Staðan í 2.
deild er þessi: 1. Skákfélagið
Hrókurinn C-sveit 16½
vinning af 24 mögulegum. 2.
Taflfélag Akraness 14 v. 3.
Taflfélag Garðabæjar
a-sveit 13 v. 4. Taflfélag Bol-
ungarvíkur 12 v. 5. Taflfélag
Reykjavíkur c-sveit 11 v. 6.
Skákfélag Selfoss og ná-
grennis 10½ v. 7. Taflfélag
Kópavogs 10 v. 8. Skákfélag
Reykjanesbæjar og ná-
grennis 9 v. 1. umferð
Mjólkurskákmótsins hefst í
dag á Hótel Selfossi.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
ÁRNAÐ HEILLA
75 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 26. október
sl. varð 75 ára Hjalti
Bjarnason, Litlagerði 7,
Hvolsvelli.
50 ÁRA afmæli. ÞorkellJóhann Jónsson,
framkvæmdastjóri Sam-
eyjar ehf., verður fimm-
tugur föstudaginn 31. októ-
ber nk. Hann mun ásamt
konu sinni, Helgu Hauks-
dóttur, taka á móti gestum
á heimili sínu, Digranesvegi
67, kl. 19. Hjónin vona að
fjölskylda, samstarfsmenn,
vinir og kunningjar komi og
samfagni með þeim á þess-
um tímamótum.
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 29.
október, er fimmtugur Gylfi
Guðmundsson, Lyngheiði
16, Selfossi. Eiginkona hans
er Margrét Stefánsdóttir.
Þau taka á móti ættingjum
og vinum laugardaginn 1.
nóvember í Reiðhöllinni, á
Ingólfshvoli í Ölfusi, frá kl.
16 til kl. 19.
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega sérhæð í Þingholtunum
eða í vesturbæ. Sterkar greiðslur í boði fyrir rétta eign.
Upplýsingar veitir
Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 588 9090 eða 861 8511.
Hæð í Þingholtunum óskast
Kvenfélagi
Hafnarfjarðarkirkju
hafa verið færðar 500.000 kr. að gjöf til minn-
ingar um Guðríði Þórðardóttur, Reykjavíkur-
vegi 16, Hafnarfirði, frá Birnu og öðrum afkom-
endum hennar.