Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ
20 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Akranesi | Það eru gömul sannindi
og ný að íþróttamenn og -konur
sem ætla að ná betri árangri verða
að leggja mikið á sig til þess að ná
settu marki og rúmlega 30 ungir
knattspyrnuiðkendur á Akranesi
hafa undanfarnar vikur vaknað
snemma til þess að mæta á æfingar
í íþróttahúsinu við Vesturgötu –
með það að leiðarljósi að verða
betri íþróttamenn.
Þór Hinriksson, yfirþjálfari
yngri flokka knattspyrnufélags ÍA,
og Grétar Rafn Steinsson, leik-
maður meistaraflokks ÍA, taka dag-
inn snemma fjóra virka daga í viku
og stýra æfingunum sem hefjast
stundvíslega kl. 6.30 og standa yfir
í rúma klukkustund.
Þór segir að hugmyndin hafi
kviknað er farið var þess á leit við
hann að taka að sér æfingar í knatt-
spyrnuskóla Arnórs Guðjohnsen í
Reykjavík og hafi áhugi barnanna
komið öllum á óvart.
„Við erum með tvo 17 manna
hópa sem mæta tvisvar í viku. Nám-
skeiðið var lítið sem ekkert auglýst
en samt sem áður er biðlisti og
komust færri að en vildu. Næsta
námskeið verður í febrúar og mars,
en þá er líklegt að við verðum með
fjóra hópa í gangi og verðum í báð-
um íþróttahúsunum á sama tíma,“
segir Þór.
Áhugi barnanna er mikill segir
Grétar, enginn mæti of seint, þvert
á móti. „Ég er mættur í Brauða- og
kökugerðina klukkan sex til þess að
sækja morgunmatinn sem krakk-
arnir fá áður en þau fara í skólann.
Á meðan er Þór að gera allt klárt í
íþróttahúsinu og það er oftar en
ekki að það séu fjórir til fimm
krakkar á tröppunum þegar hann
mætir rétt rúmlega sex í íþrótta-
húsið,“ segir Grétar.
Það var ekki annað að sjá en að
börnin væru hress og kát þegar
Morgunblaðið mætti á svæðið sl.
þriðjudag, en á þessum æfingum er
aðaláherslan lögð á tækniæfingar.
„Það er ánægjulegt hve breiður
aldurshópur er á þessum æfingum,
þeir elstu eru í 2. flokki, 17 ára
gamlir, og þeir yngstu eru 9 ára.
Við höfum aðeins fengið jákvæð
viðbrögð frá því að við byrjuðum og
greinilegt að krakkarnir og for-
eldrar þeirra vinna vel saman við
svona verkefni. Þetta stendur yfir í
átta vikur og síðan tökum við okkur
frí fram í febrúar en þá ætlum við
að fara af stað á ný,“ segir Þór og
er þakklátur þeim aðilum sem hafa
aðstoðað við umgjörðina á þessum
æfingum. „Allir fengu bolta frá Víf-
ilfelli, við fáum allt til alls í grill-
veislu frá SS og að ógleymdum
morgunmatnum sem Brauða- og
kökugerðin hefur séð um að útbúa
handa okkur. Það fara því allir
saddir og eldhressir í skólann eftir
æfingar.“
„Mættir á tröppurnar við
íþróttahúsið klukkan sex“
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Sigurjón Guðmundsson 11 ára, Grétar Rafn Steinsson og Steinunn Guð-
mundsdóttir 13 ára hafa vaknað snemma undanfarnar vikur til þess að
sparka í bolta – en Sigurjón og Steinunn eru systkini.
Ungir knattspyrnumenn á Akranesi
leggja mikið á sig og vakna snemma
Mývatnssveit | Minnisvarði var á
laugardaginn afhjúpaður um þrjá
menn sem fórust við lagningu ljós-
leiðara á Mývatni 26. október 1999.
Þeir sem fórust voru Böðvar Björg-
vinsson úr Reykjavík, fæddur 1942;
Jón Kjartansson frá Húsavík, f. 1945
og Sigurgeir Stefánsson, f. 1962 úr
Mývatnssveit. Athöfnin hófst með
því að kirkjukór Mývatnsþinga söng
Smávinir fagrir, undir stjórn Þráins
Þórissonar. Formaður félags síma-
manna, Einar Gústafsson, flutti
ávarp og Örnólfur J. Ólafsson, sókn-
arprestur, fór með bæn. Svanhildur
Pétursdóttir og Böðvar Freyr Stefn-
isson afhjúpuðu síðan minnisvarð-
ann. Loks söng kórinn Blessuð sértu
sveitin mín, og sr. Örnólfur fór með
vísu Friðriks Steingrímssonar orta
að þessu tilefni:
Minninganna myndir streyma
mýkja hjartans djúpu und.
Ég vil biðja Guð að geyma
góða drengi alla stund.
Minnisvarðinn sem er úr stáli er
hannaður af þeim Þresti Ármanns-
syni og Jóni Aðalsteinssyni en smíð-
aður af Daða Gráns. Áletrun steypt í
málmsteypunni Hellu. Hann er stað-
settur á Grímsstaðaöxl í landi
Grímsstaða á gatnamótum. Þaðan
gefur einstaklega fagra sýn yfir
Ytri-Flóa þar sem sá sorgaratburð-
ur gerðist sem verið var að minnast.
Á þessum slóðum var til vísa fyrir
löngu, sem oft er vitnað til af Mý-
vetningum:
Fagurt er af Flatskalla
fyrir norðan sveitina.
Horfa yfir hólmana
hraun og báða flóana.
Mikið fjölmenni, eða yfir 300
manns, ættingjar, vinnufélagar og
sveitungar, var samankomið við at-
höfnina sem fór fram í stilltu haust-
veðri. Að athöfn lokinni bauð Raf-
iðnaðarsambandið öllum viðstöddum
til kaffidrykkju í grunnskólanum í
Reykjahlíð. Konur úr Slysavarna-
deildinni Hringnum sáu um veiting-
arnar.
Morgunblaðið/BFH
Minnisvarði
afhjúpaður
Skagaströnd | Óvenjulegur gestur
gerði sig heimakominn í höfninni á
Skagaströnd einn góðviðrisdaginn nú
í október. Þar var á ferðinni stór rost-
ungur sem svamlaði um í rólegheit-
unum og virtist ekki láta athafnalífið
á hafnarsvæðinu hafa nein áhrif á sig.
Um tíma héldu menn sem fylgdust
með rostungnum að hann ætlaði sér
að skríða á land á grjótvarnargarði
sem er í höfninni en honum leist
greinilega ekki nógu vel á það og eftir
rúmlega hálftíma skoðunarferð um
höfnina synti hann í rólegheitunum
út úr henni aftur á vit nýrra ævin-
týra.
Sagnir herma að þetta sé í annað
sinn sem rostungur sést í höfninni á
Skagaströnd þó mjög langt sé síðan
sá fyrri sást.
Ljósmynd/Guðmundur H. Stefánsson
Rostungurinn var hinn rólegasti og virtist ekki hafa neitt á móti því að vera Ijósmyndaður í bak og fyrir.
Rostungur í höfninni
á Skagaströnd