Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 4.
með ísl. tali.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 16.
Kl. 10.15. B.i. 16.
Sýnd kl. 6 og 8.YFIR
20 000
GESTIR
3D
gleraugu
fylgja hverjum
miða
l
l j j
i
Sýnd kl. 4. með ísl. tali.
Miðav
erð
kr. 50
0
Miðav
erð
kr. 50
0
BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!
Kvikmyndir.com
Skonrokk FM909
HJ MBL
„Snilldarverk“
HK DV
„Brjálæðisleg
Kvikmynd“
„Frábær mynd“
4. myndin frá Quentin Tarantino
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.
ÞÞ FBL
Yfir 15000 gestir
TOPP
MYNDINÁ ÍSLANDI!
3D
gleraugu
fylgja hverjum
miða
l
l j j
i
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
4 myndin fráQuentin Tarantino
BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ
Miðav
erð
kr. 50
0
Sýnd kl. 6.
Skonrokk FM909
Kvikmyndir.com
HJ MBL
„Snilldarverk“
HK DV
„Brjálæðisleg Kvikmynd“
„Frábær mynd“
Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 10.20. B.i. 12.
ÞÞ FBL
MEÐ skemmtilegasta lesefnisem bókaáhugamenn kom-ast í um þessar mundir eru
bækur um bókalögreglukonuna
Thursday Next. Hún er bóka-
lögreglukona vegna þess að hún fæst
við bókaglæpi, þ.e. flettir ofan af föls-
urum, verndar frumhandrit bók-
menntaverka og sér til þess að per-
sónur strjúki ekki milli bóka svo fátt
eitt sé talið.
Sögurnar um Thursday Next ger-
ast árið 1985 í Englandi, en ekki því
Englandi sem við þekkjum í dag.
Wales er þannig sjálfstætt marxískt
lýðveldi, Rússar og Bretar eru enn að
deila um Krímskaga og hafa gert frá
því á nítjándu öld, Þjóðverjar her-
námu Bretland um skamma hríð á
fimmta áratug síðustu aldar og svo
má telja. Heimsmynd vísindanna er
líka talsvert önnur en menn eiga að
venjast; líftæknin hefur náð svo langt
að hægt er að endurskapa skepnur
fyrri tíma og þannig á Next dodo-
fugl, mammútar eru víða til trafala og
Neanderdalsmenn koma við sögu.
Önnur tækni hefur einnig tekið aðra
stefnu, flugsamgöngur byggjast á
loftbelgjum og ferðir milli heimsálfa
eru farnar á þyngdaraflsbylgjum.
Sú þróun að sífellt verða til stærri
fyrirtæki hefur náð því hámarki í
söguheimi Ffordes að eitt fyrirtæki
er orðið miklu miklu stærra en önnur,
svo stórt reyndar að það ræður því
sem það vill, stjórnar leynt og ljóst
því sem því sýnist enda yfirlýstur til-
gangur þess að vera öllum allt. Það
heitir því lýsandi nafni Goliath, eða
Golíat, og hefur að einkunnarorðum:
„Allt frá vöggu til grafar, Golíat veitir
allt“.
Það England sem Fforde lýsir er
óska-England bókavina því fátt skipt-
ir meira máli en bókmenntir, til að
mynda menn eru reiðubúnir að berj-
ast fyrir sögupersónur og láta lífið ef
þarf og alsiða er að menn taki sér
nöfn rithöfunda sem þeir hafa dálæti
á (og númeri þá skeytt aftan við nafn-
ið til að villa ekki um fyrir fólki, til að
mynda Hallgrímur Helgason 273).
Sögupersóna bókanna, Next lög-
reglukona, lendir í ýmsum hremm-
ingum í baráttu sinni við óþokka og
flækist meðal annars fram og aftur í
tíma og rúmi, inn í bækur og ljóð og
glímir ekki bara við illvirkja heldur
líka við tímasprengjur (í orðsins
fyllstu merkinu, þ.e. sprengjur sem
varpa fólki til og frá í tíma), mamm-
úta, útsendara Golíat (Jack Shchitt
heitir sá versti), siðlausa stjórn-
málamenn og svo má lengi telja.
Skerpill gerist rithöfundur
Fforde býr í Wales, enda fæddur
þar og uppalinn. Hann starfaði um
tíma við kvikmyndagerð og státar sig
meðal annars af því að vera skerpill
við myndirnar GoldenEye, The Mask
of Zorro, Entrapment og Quills.
Eftir þrettán ára skerpustillingar
langaði hann að breyta til, vildi verða
rithöfundur og byrjaði að skrifa. Það
gekk þó ekki ýkja vel; Fforde hefur
sagt frá því að hann hafi fengið 76
bréf þar sem skáldsögum hans var
hafnað, en hann hafi þó ekki tekið það
svo nærri sér, hann hafi verið að
skrifa fyrir sjálfan sig. Til sann-
indamerkis bendir hann á að önnur
bók hans var framhald af þeirri
fyrstu sem enginn vildi þó gefa út.
Þegar höfnunarbréfunum fjölgaði sí-
fellt tók Fforde að
velta því fyrir sér að
draga úr skrifunum
og snúa sér að kvik-
myndunum aftur til
að eiga í sig og á. The
Eyre Affair var
fimmta skáldsagan
sem Fforde skrifaði
og sú fyrsta sem hann
fékk útgefanda að,
Hodder & Stoughton
sló til og The Eyre
Affair kom svo út fyrir
rúmum tveimur ár-
um. Önnur bókin um
Thursday Next, Lost
in a Good Book, kom
svo út fyrir rúmu ári og þriðja bókin,
The Well of Lost Plots, í júlí sl.
The Eyre Affair var mjög vel tekið,
ekki síst af breskum gagnrýnendum
og bókabéusum, og hún hefur selst
afskaplega vel þar í landi.
Skrifað fyrir alla
Fforde segist leggja mikla áherslu
á að skrifa bækur sínar svo að þeir
sem enga þekkingu hafa á enskum
bókmenntum geti engu að síður haft
gaman af þeim og þegar þörf krefur,
eins og í The Eyre Affair, skýtur
hann inn stuttri samantekt á því sem
gerist í bókinni, í því tilfelli á atburða-
rásinni í Jane Eyre, enda gengur
bókin út á það að miklu leyti að Jane
Eyre er rænt úr bókinni. Þekki menn
á annað borð til enskra bókmennta er
ánægja þeirra mun meiri.
Sem dæmi um það hve
Fforde er naskur á smá-
atriðin þá er illvirkinn í
The Eyre Affair, Acheron
Hades, þriðji mesti
óþokki í heimi. Af hverju
bara þriðji? spyr einhver
og Fforde svarar: „Hvað
er varið í sögupersónu
sem er versti illvirki
heims? Það að Acheron sé
þriðji verstur bendir ekki
bara til þess að hann sé
ekki toppmaður í sínu
fagi, heldur einnig að það
sé til stærri heimur utan
við heim bókarinnar: Ef
hinn morðóði Acheron er
þriðji versti kviknar spurningin hver
sé númer eitt og hver númer tvö og
hvernig þeir náðu svo langt. Líka
hver sér um að skrá illvirkin.“
Ýmsir hafa farið þess á leit við
Fforde að fá að gera kvikmynd eftir
sögu hans en hann segist þekkja svo
vel til í kvikmyndaheiminum að eng-
inn fái að snerta á verkinu nema hann
sjálfur. „Ekki má svo gleyma því að ef
ég skrifa handritið sjálfur og myndin
verður algjört klúður get ég alltaf
haldið því fram að það sé einmitt það
sem hafi vakað fyrir mér.“
Þess má geta að Jasper Fforde
heldur úti miklum vef eða vefjum,
sem tengdir eru bókunum um
Thursday Next, www.jasper-
fforde.com, og þar er að finna ým-
islegan fróðleik um heiminn sem
bækurnar gerast í, myndir þaðan,
upplýsingar um einræktun dodo-
fugla, skreytimyndir og svo má telja.
Nefna má að hægt er að fá ókeypis
uppfærslu á bókunum sem þegar eru
komnar út, þ.e. á vefnum eru leiðrétt-
ingar á bókunum og lagfæringar sem
lesendur geta sjálfir fært inn.
Spennurit fyrir
bókabéusa
www.jasperfforde.com
Breski rithöfundurinn Jasper Fforde nýtur
mikillar hylli meðal bókaáhugamanna fyrir
glæpasögur sínar um Thursday Next. Árni
Matthíasson segir frá höfundinum og þriðju
bókinni, The Well of Lost Plots.
Er ekki kjörið að fá sér
dodo-fugl sem gæludýr?
VARJAK Paw er köttur, eins og
nafnið gefur til kynna, og það eng-
inn venjulegur köttur; hann er
hreinræktaður af fremsta blá-
kattakyni Mesópótamíu. Paw elst
upp hjá fjölmennri kattafjölskyldu
sinni í húsi hjá gamalli konu. Kett-
irnir halda sig
jafnan innan
dyra og trúa því
að þar sé líka
best að vera, ut-
an dyra sé ekk-
ert nema leiðindi
og óregla, en
innan dyra er
allt eins og það á
að vera. Paw er
þó ekki sáttur
við þessa heimssýn, hann er forvit-
inn og ýtinn, vill fá skýringar þeg-
ar aðrir sætta sig við afþvíbara.
Hann er líka fyrstur til að átta sig
þegar gamla konan deyr og maður
í svörtum skóm tekur völdin á
heimilinu – enginn nema Paw áttar
sig á að maðurinn hefur illt eitt í
huga. Svo fer á endanum að Paw
fer yfir garðvegginn út í heim að
leita að aðstoð til að glíma við ill-
mennið.
Svo hefst þessi prýðilega barna-
saga þar sem kettlingurinn verður
að ketti, Varjak Paw verður að
sannkölluðum bardagaketti. Málið
er nefnilega að til er leynileg
bardagaaðferð katta sem forfaðir
Varjaks Paws kunni öðrum betur
og hann kennir Paw tæknina í
einskonar draumi.
Ekki er vert að rekja söguþráð-
inn um of, en hann er ágætlega
spennandi og óhuggulegur í bland,
sérstaklega er maðurinn í svörtu
skónum og svartir aðstoðarkettir
hans grimmilegar fígúrur. Kettir
eru alla jafna heldur óviðkunnan-
legar skepnur en lesandi fær samt
drjúga samúð með Paw, ekki síst
er hann tekur að ná tökum á bar-
dagatækninni fornu.
Sagan er ekki beinlínis barna-
saga og ekki heldur unglingasaga,
fellur einhverstaðar á milli og vel
heppnuð sem slík. Hún hefði
gjarnan mátt segja meira frá æv-
intýrum Paws utan heimilisins, en
kannski kemur framhald síðar.
Myndskreytingar sögunnar eru
sérstaklega vel af hendi leystar og
vel til fundið að hafa annan bak-
grunnslit á draumförum Paws þeg-
ar hann lærir bardagatæknina
fornu.
Forvitnilegar bækur
Blár bar-
dagaköttur
Varjak Paw eftir S.F. Said. Myndskreyt-
ingar eftir Dave McKean. David Fickling
Books gefur út 2003. 256 síður innb.
Kostar 2.475 í Máli og menningu.
Árni Matthíasson