Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR
40 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK
KRISTINN Jakobsson, milliríkja-
dómari í knattspyrnu, dæmir fyrri
viðureign Bordeaux og Hearts í 2.
umferð UEFA-keppninnar í knatt-
spyrnu sem fram fer á Chaban-
Delmas-leikvanginum í Bordeaux 6.
nóvember. Aðstoðardómarar með
honum verða Einar Guðmundsson
og Eyjólfur Finnsson. Þá verður
Gylfi Þór Orrason fjórði dómari á
leiknum.
RAGNAR Hjaltested, hornamaður
Víkinga í handknattleik, leikur ekki
meira með liðinu í vetur. Hann þarf
að gangast undir uppskurð sam-
kvæmt því sem fram kemur á heima-
síðu félagsins. Ragnar er eini örv-
henti hornamaður liðsins.
PATRICK Vieira, fyrirliði Arsen-
al, sem verður frá keppni næstu vik-
urnar vegna meiðsla, er farinn til
Frakklands. Hann verður þar í
sjúkraþjálfun, en ljóst er að hann
mun ekki leika með Arsenal fyrr en í
fyrsta lagi gegn Birmingham 22.
nóvember.
DOUG Ellis, stjórnarformaður
Aston Villa, hefur tilkynnt David
O’Leary, knattspyrnustjóra félags-
ins, að stjórnin hafi ákveðið að láta
hann hafa eitthvert fé til að kaupa
leikmenn í janúar þegar leikmanna-
markaðurinn verður opnaður á ný.
Fyrir tímabilið voru skilaboðin þau
að O’Leary fengi aðeins fjórar millj-
ónir punda til leikmannakaupa, en
því hefur verið breytt.
TYRKNESKI landsliðsmaðurinn
Alpay, sem var leystur undan samn-
ingi hjá Aston Villa á dögunum, eftir
að hafa lent í útistöðum við David
Beckham, fyrirliða enska landsliðs-
ins, í landsleik í Tyrklandi, er á leið-
inni til Þýskalands. Hertha Berlín
og Hamburger SV vilja fá hann til
sín og þá hefur Borussia Möchen-
gladbach sýnt honum áhuga. „Ég
mun fara til Þýskalands til að ræða
nánar við forráðamenn liðanna,“
sagði Alpay.
SEBASTIAN Kehl, leikmaður
þýska knattspyrnuliðsins Dort-
mund, hefur verið dæmdur í leik-
bann í annað skipti á keppnistíma-
bilinu. Hann var í gær dæmdur í
fimm leikja bann fyrir að ráðast að
Thomas Zdebel, leikmanni Bochum,
um sl. helgi. Þessi skapbráði 22 ára
leikmaður lék ekki með liði sínu sex
fyrstu vikurnar á keppnistímabilinu.
Kehl var dæmdur í leikbann í júlí,
eftir að hann réðist að dómara í leik í
deildabikarkeppninni í júlí.
CHELSEA hefur augastað á Seb-
astien Frey, 24 ára, markverði
Parma. Frey er talinn efnilegasti
markvörður Ítalíu og hafa Arsenal,
Manchester United og Bayern
München sýnt honum áhuga, en
Chelsea er talið líklegast til að
tryggja sér markvörðinn – og hefur
verið rætt um að Carlo Cudicini,
markvörður Chelsea, myndi fara í
skiptum til Parma.
É
g er sem betur fer búinn að
ná mér að fullu en það tók
reyndar sinn tíma, eða um
átta mánuði. Ég sleit kross-
band og reif liðþófa í hægra hné í
fyrsta leik undirbúningstímabilsins í
ágúst 2002. Það gerðist þegar ég
smeygði mér á milli varnarmanna –
hnéð gaf sig. Ég fór í tvær aðgerðir í
Dunkerque með tíu daga millibili og
síðan tók við langt og strangt end-
urhæfingarferli, sem reyndi töluvert
á mig bæði andlega og líkamlega. Ég
var í endurhæfingu í Dunkerque í
ellefu vikur, sem byggðist á því að
byrja að þjálfa mig upp í að ganga á
ný. Stór þáttur í uppbyggingunni var
að synda og styrkja mig á ýmsan
hátt,“ sagði Ragnar, sem fór til borg-
arinnar Lille, sem er við landamæri
Belgíu eins og Dunkerque. Þar var
hann í sjö vikur við æfingar.
„Þar æfði ég um átta tíma á dag,
lyfti og gerði jafnvægisæfingar. Með
hjálp góðra manna hefur mér tekist
að styrkja mig mikið og ég tel að lík-
amlegur styrkur minn hafi aldrei
verið betri en einmitt nú – ég hef
aldrei verið eins vel upplagður.
Þegar ég kom svo aftur til Dunk-
erque æfði ég á hliðarlínunni á með-
an liðið æfði á hefðbundinn hátt og
það tók virkilega á. Þar var ég undir
handleiðslu Jean-Pierre Lepointe,
sem var aðstoðarlandsliðsþjálfari
Frakka, er þeir urðu heimsmeistar-
ar á eftirminnilegan hátt á HM á Ís-
landi 1995, en hann er fyrrverandi
þjálfari Dunkerque.
Lepointe lét mig gera mikið af
jafnvægisæfingum til þess að ná
stjórn á líkamanum að nýju, og í dag
geri ég slíkar æfingar í hálftíma á
degi hverjum. Þar sem mikið hefur
verið rætt og ritað um ástæður þess
að handknattleiksmenn slíti kross-
bönd – jafnoft og raun ber vitni – þá
velti ég því fyrir mér hvort hand-
knattleiksþjálfarar mættu ekki
leggja meiri áherslu á fyrirbyggj-
andi æfingar. Áður en ég meiddist
hugsaði ég aldrei um að æfa líkam-
legt jafnvægi, en ég sé núna að slíkar
æfingar hefðu hæglega getað verið
fyrirbyggjandi.
Þess má geta að eftir að hafa
gengið í gegnum þetta erfiða tímabil
nýt ég þess mun betur að vera heill
og er samviskusamari en áður í því
að gæta heilsunnar.“
Draumurinn er að leika á Spáni
Ragnar samdi við Dunkerque árið
sumarið 2000 og gerði þá tveggja ára
samning. Hann gerði nýjan tveggja
ára samning fyrir rúmu ári og hann
verður því samningslaus í júní næst-
komandi. Hvað er framundan hjá
þér?
„Þegar ég kom fyrst hingað til
Dunkerque, vildi ég fyrst og fremst
sanna mig sem handknattleiksmað-
ur – auk þess að læra tungumálið.
Ég tel að mér hafi tekist það og ég er
mjög ánægður með þann tíma sem
ég hefur verið hjá, fyrir utan meiðsl-
in að sjálfsögðu. Hér hef ég þroskast
sem leikmaður. Ég hef verið hér
fjögur keppnistímabil og mér finnst
vera komið að því að takast á við nýja
áskorun. Ég vil fyrir alla muni halda
áfram í atvinnumennsku og draum-
urinn er að komast að í spænsku 1.
deildinni. Ég tel að handknattleik-
urinn, eins og hann er leikinn á
Spáni, myndi henta mér. Franska
deildin er það sterk, þannig að við-
brigðin yrðu ekki of mikil. Spánn
væri krefjandi verkefni og vonandi
fæ ég tækifæri til að leika þar.
Þýskaland er auðvitað einnig góður
kostur, en ég er spenntari fyrir því
að búa á Spáni. Mér finnst ég eiga
mikið inni sem handknattleiksmaður
enda er 25 ár ekki hár aldur hjá
handknattleiksmönnum.“
Með í meistarabaráttu
Hvernig horfir tímabilið við hjá
Dunkerque?
„Við höfum byrjað vel, höfum við
tapað tveimur útileikjum eftir sjö
umferðir og annar þeirra var gegn
Montpellier, sem því miður er með
langsterkasta leikmannahópinn,
enda sigurvegarar í Meistaradeild
Evrópu. Við gerðum jafntefli á
heimavelli gegn Kervadec og fé-
lögum í Crétei, en höfum unnið hina
fjóra. Það bendir því allt til þess að
við verðum í toppbaráttunni, en
markmiðið er að ná Evrópusæti. Það
hefur liðinu ávallt tekist frá því að ég
kom hingað og það er mikilvægt að
vera með á þeim vettvangi. Í ár erum
við í áskorendakeppni Evrópu sem
verður spennandi verkefni en við
komust í átta liða úrslit í Evrópu-
keppni árið 2001. Annars hefur ár-
angur liðsins frá því ég kom verið
verið vonum framar, því liðið hafnaði
í tíunda sæti árið áður. Besti árangur
félagsins er þriðja sæti, sem við náð-
um árið 2002. Vorum þá klaufar að
ná ekki öðru sæti.“
Er mikið um erlenda leikmenn í
frönsku deildinni?
„Í okkar liði eru ásamt mér fimm
útlendingar, fjórir landsliðsmenn frá
Póllandi, Úkraínu og Túnis. Mark-
vörðurinn er fyrrverandi landsliðs-
maður Júgóslavíu. Hann var í lands-
liðshópnum sem varð heimsmeistari
árið 1986. Hann er fertugur og er
fyrirliði Dunkerque. Í flestum liðum
eru þetta þrír erlendir leikmenn, en
þeim hefur fjölgað töluvert í ár,
líklega vegna þess að Montpellier
Ragnar Óskarsson er kominn á fulla ferð með franska liðinu
Dunkerque, eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla á hné
Ragnar Óskarsson, landsliðsmaður í hand-
knattleik, er kominn á fulla ferð á ný með
franska 1. deildarliðinu Dunkerque, eftir að
hafa meiðst illa á hné fyrir rúmu ári.
Meiðslin urðu til þess að Ragnar lék nánast
ekkert á síðastliðnu tímabili, en sem af er
þessu tímabili hefur honum gengið allt í
haginn. Kristján Jónsson leit við hjá Ragn-
ari í Dunkerque á dögunum. Eftir sjö um-
ferðir í Frakklandi er Ragnar á meðal
markahæstu manna og í hópi þeirra sem
hafa átt flestar stoðsendingar.
ÓLAFUR H. Kristjánsson verður
Svíanum Sören Åkeby til aðstoðar
sem þjálfari danska úrvalsdeild-
arliðsins AGF en Åkeby var í gær
ráðinn nýr þjálfari liðsins í stað
Poul Hansens sem rekinn var úr
starfi fyrir síðustu helgi. Ólafur
hefur verið aðstoðarmaður Han-
sens undanfarin tvö ár en í kjölfarið
á brottrekstri hans var óvíst um
framtíð Ólafs hjá félaginu. Leik-
menn lögðu ríka áherslu á að Ólaf-
ur yrði áfram þjálfari liðsins og á
blaðamannafundi í gær þar sem
ráðning Åkeby var tilkynnt var frá
því greint að Ólafur og Åkeby yrðu
þjálfarar liðsins. Åkeby kemur til
AGF frá Djurgården en undir hans
stjórn hefur liðið hampað meist-
aratitlinum undanfarin tvö tímabil
en Åkeby hefur þjálfað Djurgården
undanfarin fjögur ár.
„Það voru fréttir í blöðunum og
þá aðallega í Svíþjóð að Åkeby
kæmi með aðstoðarþjálfara sinn frá
Djurgården í minn stað en þær
fréttir áttu ekki við rök að styðjast.
Åkeby leggur þetta öðruvísi upp en
Hansen. Ég á ekki að vera beint að-
stoðarmaður hans heldur erum við
saman með þetta en hann hefur þó
úrslitavaldið,“ sagði Ólafur við
Morgunblaðið í gær. Ólafur er
samningsbundinn AGF til næsta
vors.
Fyrsti leikur þeirra Ólafs og
Åkeby með liðið er í kvöld þegar
AGF tekur á móti OB.
Ólafur H. Kristjánsson
áfram hjá AGF
„ÞETTA gekk nú ekki alveg nógu
vel á síðustu holunum í dag,“ sagði
Ragnhildur Sigurðardóttir, kylf-
ingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, í
samtali við Morgunblaðið í gær eftir
að hún hafði lokið leik á fyrsta degi
úrtökumótsins fyrir evrópsku móta-
röðina í kvennagolfi. Hún kom inn á
77 höggum, fimm höggum yfir pari
Aroeira-golfvallarins í Portúgal.
Ragnhildur byrjaði ágætlega og
eftir fyrstu tólf holurnar var hún á
pari. „Ég var mjög sátt við megnið
af þessum fyrstu tólf holum, en ég
fékk skramba á þrettándu holuna og
síðan þrjá skolla áður en yfir lauk,“
sagði Ragnhildur.
Hún sagðist hafa slegið ágætlega
en púttað illa. „Flatirnar eru rosa-
lega stórar og mikið landslag í þeim
þannig að menn verða að vanda sig.
Ég er í mjög góðri æfingu og hef
leikið vel síðustu dagana, en þetta er
alltaf spurning um hvernig maður
bregst við úti á vellinum. Miðað við
það skor sem er komið inn þá sýnist
mér að ég komist áfram ef ég spila
svipað á morgun og ég gerði í dag,“
sagði Ragnhildur.
„Ég ætla reyndar rétt að vona að
ég geri það ekki; það er að vera á
svipuðu skori og í dag því ég er
langt frá því að vera ánægð með
það. Ég ætla að komast áfram. Besta
skorið sem var komið inn áðan var
tveir undir pari,“ sagði hún, en
margir kylfingar áttu eftir að ljúka
leik.
Ragnhildur byrjaði
ekki vel í Portúgal
Hef aldrei
verið eins vel
upplagður