Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Brynjólfur GeirPálsson fæddist í Dalbæ í Hruna- mannahreppi 3. apríl 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Páll Guðmundsson og Margrét Guðmunds- dóttir, bændur í Dalbæ. Systkini hans eru Svava, f. 20. apríl 1928, Guðmundur Ísak, f. 3. febrúar 1935, og Jóhann Halldór, f. 7. mars 1936, d. 28. nóvember 1987. Uppeldisbræður Brynjólfs eru Birgir Hafsteinn Oddsteinsson, f. 22. ágúst 1941, og Grétar Páll Ólafsson, f. 14. febr- úar 1947. Brynjólfur kvæntist 18. júlí 1953 Kristjönu Sigmundsdóttur frá Syðra-Langholti, f. 17. júní 1933. Börn þeirra eru: 1) Anna, f. 18. júlí 1952, gift Tryggva Guð- mundssyni. Þeirra sonur er Hlynur. Áð- ur átti hún soninn Kristján Geir Guð- mundsson. 2) Magn- ús Páll, f. 30. júni 1956, kvæntur Rut Sigurðardóttur. Þau eiga börnin Berg- lindi Báru, Smára Kristján, Dröfn og Brynjólf Geir. Berg- lind er gift Vilhjálmi Vilhjálmssyni og þau eiga Írisi Evu og fyr- ir átti Vilhjálmur soninn Andra Má. 3) Margrét, f. 12. júní 1958. Hennar kona er Guðrún S. Pálmadóttir. 4) Bryndís, f. 27. janúar 1965. 5) Sig- mundur, f. 12. maí 1966. Hans kona er Helena Eiríksdóttir og þau eiga börnin Atla, Óskar og Kristjönu. Útför Brynjólfs verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Hrepphólakirkjugarði. Ef eg mætti yrkja, yrkja vildi eg jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akur breiður blessun skaparans. (Bjarni Ásg.) Nú um veturnætur þegar blómin eru sölnuð og stráin beygja sig til jarðar kveður mágur minn og vinur okkar jarðneska líf. Fráfall hans kallar fram minningar sveipaðar ljóma þess trausts og göf- uglyndis sem þessi góði maður bar með sér um sitt æviskeið. Bryngeir ólst upp í glöðum systk- inahópi á mannmörgu heimili sem var til fyrirmyndar. Foreldrarnir, Margrét og Páll í Dalbæ, bjuggu góðu og farsælu búi og fljótt var þörf fyrir vinnusamar hendur samheldinna systkina að talka til hendinni við bústörfin. Um miðja síðustu öld var öðruvísi um að litast í sveitum landsins og ólíkur hugsunarháttur en nú er, enda aðrir möguleikar. Má segja að þá hafi ríkt vorhugur í ungu sveitafólki. Nýbýli risu víða og fremur var vöntun á búvörum en hitt, fólk vissi hvað fósturmoldin frjóa gæti gefið væri rétt að henni hlúð. Þau Krist- jana systir mín og Bryngeir voru meðal þeirra og lögðu óhikað í að stofna nýbýli með bjartsýnina að leið- arljósi. Það tókst og býlið látið heita Dalbær II. Að byggja allt frá grunni og rækta jörðina kostar mikla fjármuni og óendanlega vinnu. Því kom sér vel að húsbóndinn var kraftmikill og hag- virkur. Þau hjón bjuggu með fjöl- breyttan búskap og búið var nokkuð stórt. Börnin þeirra fimm fóru fljótt að hjálpa til og það munar um allar hendur þótt smáar séu í byrjun. Bryngeir stundaði einnig vinnu utan heimilis hér í sveitinni, aðallega á jarðýtu og öðrum vinnuvélum rækt- unarfélagsins. Það kom sér að hús- bóndinn var kraftmikill og hagvirkur. Þá var ekki spurt um hvað klukkunni leið og bjartar vornæturnar urðu ein- att sömuleiðis hans vinnutími. Lífið var endalaus vinna. Konan heima með börnin ung sá um gegningar enda hneigð að skepnum og kunni vel til verka. Bryngeir undi sér vel hér sunnan undir fellinu fagra, Miðfellinu, alla sína ævidaga. Hann trúði á sjálfstæð- isstefnuna og einstaklingsframtakið til allra góðra verka og framfara. Það var oft stutt í spaugsemina, ekki hvað síst í góðra vina hópi og brosinu hans gleymir enginn. Eftir að ég flutti að Dalbæ I skömmu fyrir áramót 1996 kom ég nær daglega til Kiddu og Bryngeirs og átti margar góðar stundir á heimili þeirra sem verða ekki þakkaðar sem skyldi. Eftir að Magnús Páll sonur þeirra hafði að miklu leyti tekið við búinu var eitt af verkum þeirra að taka kjöt í vinnslu og reyk að hausti. Það fórst Bryngeiri og Kiddu afar vel úr hendi sem annað og margar húsmæðurnar sem blessuðu þau fyrir greiðann. Þá átti okkar fagra sóknarkirkja í Hrepphólum stóran hlut í huga og hjarta Bryngeirs enda var hann trú- rækinn og sótti mikið guðsþjónustur. Hann söng í kirkjukórnum í áratugi og var fjölda ára í sóknarnefnd. Upp- bygging safnaðarheimilisins var hon- um mjög hugleikin á sínum tíma og lagði hann þar gjörva hönd að með ómældum vinnustundum. Hin síðari ár voru Bryngeiri erfið, enda átti hann við mikil veikindi að stríða. Hann tók sinni vanheilsu með jafnaðargeði og þeirri ró sem svo oft einkenndi þennan góða dreng. Líkn- samur getur dauðinn orðið þeim sem eiga erfiða spítalavist án afls og mátt- ar. Bryngeir er nú genginn á vit þess er öllu ræður. Megi vegferð hans hjá þeim Guði sem hann trúði á verða björt og blíð. Eiginkonu, börnum og öðru vensla- fólki votta ég djúpa samúð. Sigurður Sigmundsson. Látinn er Bryngeir, mágur minn, mikill öðlingsmaður. Okkar kynni hafa varað í meira en sex áratugi en urðu fyrst að marki ná- in, þegar hann og Kristjana systir mín felldu hugi saman og hófu sam- búð fyrir meira en 50 árum. Þau áttu gullbrúðkaup á sl. sumri. Bryngeir var þeirrar gerðar að öll- um hlaut að líka vel við hann, enda var hann vinmargur mjög. Honum var margt til lista lagt og hann vildi allra götu greiða, þeirra er til hans leituðu og þeir voru ófáir. Mér er kunnugt um að aðrir munu gera lífshlaupi hans nánari skil og langar minningargreinar eru mér lítt að skapi, en ég vil að leiðarlokum votta minningu hans virðingu og þakka langa og ánægjulega sam- fylgd. Þar bar aldrei skugga á. Systur minni og börnum þeirra, öllum afkomendum og tengdafólki votta ég samúð. Minningin um góðan dreng og hug- ljúfan mun lifa meðal ástvina og þeirra mörgu, er þekktu heiðurs- manninn Bryngeir í Dalbæ. Jóhannes og Hrafnhildur, Syðra-Langholti. Okkur langar að minnast föður- bróðurs okkar, hans Bryngeirs sem við kveðjum í dag. Bryngeir hefur alla tíð verið stór hluti af okkar tilveru, þar sem við er- um fædd og uppalin í „ömmubæ“. Frændi okkar var stór maður vexti og minnisstæðar eru stóru hendurn- ar hans, sem barnshendur hurfu hreinlega í. En hann hafði líka stórt og hlýtt hjarta, sem lýsir sér best með umhyggju fyrir okkur krökkun- um á næsta bæ. Sérstaklega langar okkur að þakka honum hversu góður hann var okkur þegar við tókumst á við mikla erfið- leika í okkar lífi. Hann var þá alltaf tilbúinn að leiðbeina okkur og hjálpa um hvaðeina sem þurfti að leysa, hvort sem það var burður í fjósi, við- gerðir á vélum eða önnur verkefni sem upp komu í daglegu amstri. Og aldrei lét hann annað í ljós en við vær- um fullfær um verkefnin og meir en það ef eitthvað var, þó að efalítið vær- um við á stundum óttalegir kjánar. Miðfellshverfið þar sem Dalbæirn- ir standa sem útverðir í austri er afar þéttbýlt. Þar hefur alla tíð ríkt mikil samheldni milli bæja og samstarf og samvinna án efa verið meiri en geng- ur og gerist. Sambandið á milli fjölskyldnanna á Dalbæjarhlaðinu hefur alla tíð verið gott og sem dæmi um það standa vélageymslur bæjanna hlið við hlið og alltaf hefur verið sjálfsagt að skreppa yfir og fá lánuð verkfæri og annað sem skyndilega hefur vantað. Bryngeir var bóndi sem hikaði ekki við að feta ótróðnar slóðir, hann var t.a.m. svínabóndi og einnig bjuggu þau Kidda um tíma með endur og gæsir. Kannski var það vegna þess að hæfileikar hans lágu á ýmsum sviðum en hann var listfengur og bæði málaði og smíðaði ýmsa hluti úr járni. Þá hafa margir notið snilli hans við vinnslu og reykingu á kjöti sem var honum í blóð borin og hann sjálflærð- ur til. Í dag erum við full þakklætis fyrir þann tíma sem við áttum með Bryn- geiri, minningabrotin streyma fram og við brosum í kampinn yfir ýmsu sem á dagana hefur drifið. Síðustu mánuðir hafa verið Bryn- geiri erfiðir sökum mikilla veikinda og hann var sáttur við að kveðja. Elsku frændi, hafðu kæra þökk fyrir allt. Elsku Kidda og fjölskyldan öll, innilegar samúðarkveðjur, Sigurður Ingi, Arnfríður, Páll, Margrét og fjölskyldur. Raungóður drengskaparmaður eru orð sem koma í hug þegar ég minnist Bryngeirs og fjölmargra ánægjulegra samskipta við þau Kristjönu, hjónin í Dalbæ. Þessi sam- skipti gátu verið allt frá því að hittast í versluninni Grund, setjast þar kannski að kaffibolla og spjalli eða til þess að undirbúa eða taka þátt í stór- veislu heima eða að heiman. Bryngeir var ómissandi maður í kirkjukórnum, glaðastur allra þegar létt var yfir hópnum og fundvís á ráð til úrbóta ef vandamál bar að höndum. Gott var að eiga hann að granna og vini. Samúðarkveðjur sendum við Harpa fjölskyldu hans. Ingi Heiðmar Jónsson. Elsku afi. Takk fyrir allt það skemmtilega sem við gerðum saman. Allar ferðirnar sem við fórum saman BRYNJÓLFUR GEIR PÁLSSON Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN KJARTAN BJÖRGVINSSON frá Grænuhlíð í Reyðarfirði, lést í Hulduhlíð, Eskifirði, fimmtudaginn 16. október. Jarðarförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju föstudaginn 31. október kl. 14.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sigurborg Sigurðardóttir, Arnór Baldvinsson, Susan Pichotta, Laila Sigurborg Arnórsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUDMUND KNUTSEN dýralæknir, Fjólugötu 3, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 31. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarfélög njóta þess. Jón Gudmund Knutsen, Jóna Birna Óskarsdóttir, Gunnar Sverre Knutsen, Brynja Þóranna Viðarsdóttir og afabörn. Minningarathöfn um ástkæran sambýlismann minn, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa, langafa, bróður og mág, KRISTIN ÓLA KRISTINSSON bifreiðasmið, Torrevieja, Spáni, sem lést á sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni þriðjudaginn 14. október, fer fram frá Bústaða- kirkju föstudaginn 31. október kl. 13.30. Eva Kristiansen, Jens Pétur Kristinsson Jensen, María Steindórsdóttir, Kristinn Ragnar Kristinsson, Svava Margrét Kristinsdóttir, Anna Inga Kristinsdóttir, Anna María Garðarsdóttir, Jón Axel Tómasson, Jón Karlsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Kristinn Þór Kristinsson, Nicole Kristinsson, Frímann Ægir Frímannsson, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir, Sigurbjörn Jónasson, Einar Ágúst Kristinsson, Rebekka Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og fyrrverandi eiginkona, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Heiðarlundi 3G, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 31. október kl. 10.30. Jón Kristinn Sveinmarsson, Linda Björk Sigurðardóttir, Hólmfríður Sveinmarsdóttir, Sigurður Pálsson, Sigurður Rúnar Sveinmarsson, Anna Sólmundsdóttir, Fjóla Sveinmarsdóttir, Ingvar Ívarsson, Sóley Sveinmarsdóttir, Pétur Már Björgvinsson, Sigrún Gunnarsdóttir, ömmubörn og Sveinmar Gunnþórsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN PÁLSSON frá Norðfirði, lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum, Vest- mannaeyjum, mánudaginn 27. október. Jarðarförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugar- daginn 1. nóvember kl. 11.00. Steinunn Jónsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson, Pálmar Jónsson, Thongkham Chaemlek, Þorsteinn Jónsson, Sólveig Þorsteinsdóttir, Unnar Jónsson, Ingibjörg Brynjarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.