Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HAGNAÐUR Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 4,1 milljarði króna, sem er nær 74% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þar af nam hagnaður á þriðja fjórðungi ársins 1,7 millj- örðum króna, sem er 139% aukn- ing frá fyrra ári. Gengishagnaður snerist úr 31 milljónar króna tapi á fyrstu níu mánuðum síðasta árs í 1.904 millj- óna króna hagnað á sama tímabili í ár. Þetta er afkomubati upp á 1.935 milljónir króna og þar af nemur afkomubati vegna hluta- bréfa nær 1.800 milljónum króna. Gengishagnaður af hlutabréfum nam 1,7 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og þar af nam gengishagnaðurinn á þriðja fjórð- ungi tæpum einum milljarði króna.  Hagnaður/6 Íslandsbanki birtir níu mánaða uppgjör Hagnaður 4,1 milljarður BYRJAÐ er að setja upp jólaljós í Kringlunni og verður kveikt á þeim 1. nóvember. „Ljósin eru í milljónatali,“ segir Zophanías Sigurðsson, tækni- stjóri Kringlunnar, og bætir við að þetta sé þriðja árið sem ljósin eru sett upp á þessum tíma. Aðeins sé um byrjun að ræða, eins konar litlu jól, því jólatré og aðrar skreytingar bætist við á aðvent- unni. Morgunblaðið/Jim Smart Milljónir jólaljósa í Kringlunni FYRSTA upplag Bettýjar, sjöundu skáld- sögu Arnaldar Indriðasonar, er 10.000 eintök en hún kemur út á laugardaginn hjá Vöku-Helgafelli. Upplagið er jafnstórt og af Röddinni eftir Arnald í fyrra en þá var þetta fáheyrt upplag hér á landi. Í þessari nýju glæpasögu fá þau frí, Erlendur Sveinsson og félagar hans í lögregl- unni, sem verið hafa að- alpersónur í fyrri bók- um Arnaldar. Í staðinn segir hann sögu af ung- um lögmanni sem situr í gæsluvarðhaldi og rifjar upp afdrifarík kynni af konu að nafni Bettý. „Við hjá Vöku-Helgafelli bindum miklar vonir við Bettý og teljum að hún muni án nokkurs vafa verða ein af mest seldu bók- um ársins. Velgengni Arnaldar á þessu ári hefur auk þess verið með eindæmum: Hann hlaut Glerlykilinn, Norrænu glæpa- sagnaverðlaunin, annað árið í röð, sem er einstakt, Mýrin hefur selst í yfir 100.000 eintökum í Þýskalandi og bækur hans hafa verið þaulsætnar á metsölulistum hér- lendis,“ segir Pétur Már Ólafsson útgáfu- stjóri. Bettý eftir Arnald Indriða- son kemur út á laugardag Fyrsta prent- un út í tíu þús- und eintökum Arnaldur Indriðason HAMPIÐJAN hefur auglýst húsnæði sitt á Bíldshöfða til sölu, alls nærri tíu þúsund fer- metra á tveimur hæðum, sem tekið var í notkun fyrir nokkrum árum. Bragi Hannesson, stjórnarformaður Hampiðjunnar, segir að fyrirtækið hafi fengið vilyrði fyrir lóð við Sundahöfn þar sem til standi að reisa nýbyggingu og sam- eina alla starfsemina undir eitt þak. Hluti framleiðslustarfseminnar á Bíldshöfða muni þó flytjast úr landi en höfuðstöðvar fyrirtækisins og þróunarvinnan verði áfram hér á landi. Netaverkstæði af Grandagarði muni einnig flytjast inn í Sundahöfn. Bragi bendir á að um 80% af veltu Hamp- iðjunnar verði til á erlendum mörkuðum þar sem fyrirtækið sé í einum tíu löndum í heiminum með dótturfélög og samstarfsfyr- irtæki starfandi. Starfar Hampiðjan m.a. í Danmörku, Portúgal og á Írlandi og keypti í sumar fyrirtæki í Litháen, en þangað mun ákveðinn hluti framleiðslustarfseminnar hér á landi flytjast, nælonframleiðsla og netahnýting. Aðspurður segist Bragi gera ráð fyrir óverulegum breytingum á starfs- mannahaldi vegna þessa. Ekki verði gripið til uppsagna á þessu stigi. „Ísland er mikilvægur og framsækinn markaður þar sem öflug vöruþróun fer fram en við sjáum stækkunarmöguleika okkar í útlöndum. Þessar fyrirhuguðu breytingar eru bara hluti af þróun undanfarinna ára,“ segir Bragi. Hluti starf- seminnar úr landi Hampiðjan auglýsir húsnæði til sölu STARFSMENN Landhelgisgæslunnar hafa dæmt 93 skip óhaffær í skyndiskoðunum sínum á miðunum í tæp fjögur ár en á þessum tíma hefur verið farið um borð í 1408 skip. Athugasemdir hafa verið gerðar oftar en einu sinni við fjölda skipa, í einu tilviki átta sinnum. Kemur þetta fram í skriflegu svari dómsmála- ráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðs- sonar alþingismanns en svarinu hefur verið dreift á Alþingi. Guðmundur spurði um skyndiskoðanir frá byrjun árs 2000 til þessa dags. 324 athugasemdir voru gerðar vegna atvinnu- réttinda, í flestum tilvikum var skírteini ekki með í ferð. Landhelgisgæslan skoðaði veiðarfæri um borð í 1145 skipum og 67 athugasemdir voru gerðar. Alls hafa verið gerðar athugasemdir við 947 skip í þessum skyndiskoðunum og mörg þeirra oftar en einu sinni. Þannig voru gerðar athuga- semdir átta sinnum við eitt skipið. Kærð voru 236 skip, fimmtán þeirra tvisvar og þrjú þrisvar sinn- um. Fram kemur í svarinu að skoðuð voru 1035 skip með tilliti til öryggisbúnaðar og voru gerðar athugasemdir við 673 skip og 93 þeirra dæmd óhaffær. Flestar athugasemdirnar voru varðandi björgunarbáta. 236 skip voru kærð Skoðuð voru 1057 skip með tilliti til lögskrán- ingar og atvinnuréttinda. Gerðar voru athuga- semdir við 120 þeirra vegna lögskráningar og var algengast að skráður maður væri ekki um borð. 93 skip voru dæmd óhaffær á fjórum árum ALMENNA bókafélagið, sem er í eigu Eddu útgáfu hf., mun gefa út fyrsta bindi af ævisögu Halldórs Kiljans Laxness sem Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor er að skrifa. Bjarni Þorsteinsson, útgáfu- stjóri Almenna bókafélagsins, segir að bókin sé væntanleg á markað í lok nóvember næstkomandi. Hannes Hólmsteinn sagðist í sam- tali við Morgunblaðið hlakka til sam- starfsins við Almenna bókafélagið, sem hefði gefið út nokkur af hans fyrri verkum, m.a. ævisögu Jóns Þorlákssonar. Hann sagðist hafa leitað til útgefandans, en nokkur önnur forlög hefðu sýnt áhuga á að gefa bækurnar út. Hannes hefur ákveðið að hafa ævisögu nóbels- skáldsins í þremur bindum. Hið fyrsta nefnist Halldór og fjallar um fyrstu þrjátíu árin í lífi skáldsins. Ævi Halldórs Laxness Almenna bókafélagið gefur út bók Hannesar LÖGREGLAN í Reykjavík rannsak- ar nú stórt fíkniefnamál sem kom upp þegar tæplega 1.000 e-töflur fundust við húsleit í Reykjavík 14. október síðastliðinn. Einn maður um tvítugt hefur verið yfirheyrður vegna málsins en ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir honum eða öðrum. Fíkniefnin eru í vörslu lögregl- unnar og er málið rannsakað hjá fíkniefnadeild lögreglunnar, sem verst frekari fregna af málinu. 1.000 e-töflur fundust við húsleit HRINA jarðskjálfta varð við norð- vestanvert Kleifarvatn í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn varð um níuleytið og mældist 2,4 stig á Richters- kvarða. Fyrsta klukkutímann mæld- ust 15 skjálftar. Halldór Geirsson á jarðeðlissviði Veðurstofunnar sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að ekkert benti þá til stærri skjálfta á þessu svæði, sem er þekkt fyrir jarð- skjálftavirkni. Þó væri ástæða til að hafa allan varann á og fylgst yrði áfram vel með skjálftamælum. Skjálftahrina við Kleifarvatn KRISTINN Hallgrímsson lög- maður, sem gætir hagsmuna Kaupþings-Búnaðarbanka í máli Ferskra afurða á Hvammstanga, segir að talning á kjötbirgðum hafi leitt í ljós að verðmæti afurðanna sé aðeins um 1⁄3 hluti þess sem kom fram þegar Ferskar afurðir fengu greiðslustöðvun í lok síðasta mán- aðar. Kaupþing-Búnaðarbanki fór fram á kyrrsetningu kjötbirgða Ferskra afurða í síðustu viku og í kjölfarið fór fram talning á birgð- um fyrirtækisins. Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að talning sem fram fór í lok ágúst sl. hefði leitt í ljós að fyrirtækið átti 228 tonn af óseldu kjöti. Verðmæti kjötsins hefði verið metið um 66 milljónir. Kristinn sagði að stjórnendur Ferskra afurða hefðu sagt að mjög lítið hefði selst af birgðum á greiðslustöðvunartímanum. Taln- ing á birgðunum í gær hefði leitt í ljós að í frystigeymslum fyrirtæk- isins væru 164 tonn af kjöti, en verðmæti þess væri ekki nema um 24 milljónir króna. Svo virtist sem verðmætasti hluti kjötsins væri horfinn. Verðmæti kjötbirgðanna minna en áður var talið Talning á kjöti hjá Ferskum afurðum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.