Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 17 #7 BLÁA LÓNI‹ ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR 10 BIRTAN FORELDRAR sem tóku tilmáls á opnum fundi umnýjungar í skólamálum áSeltjarnarnesi í fyrrakvöld gagnrýndu forystumenn bæj- arstjórnarinnar aðallega fyrir hvernig staðið var að ákvörðun um sameiningu yfirstjórna grunnskóla bæjarfélagsins. Minna bar á efn- islegri gagnrýni á samþykkt bæj- arstjórnar. Um 200 manns mættu á fundinn til að ræða þessa ákvörðun meiri- hluta bæjarstjórnar Seltjarnarness frá 8. október sl. Að því undanskildu að skólastjórum verður fækkað um einn er engin önnur breyting á starfsmannahaldi fyrirhuguð. Jón- mundur Guðmarsson bæjarstjóri benti á að um 1500 manns teldust til foreldra og forráðamanna barna á Seltjarnarnesi og var fundurinn haldinn í íþróttamiðstöðinni til að geta tekið við svo miklum fjölda. Í máli Jónmundar kom fram að markmiðið með þessum breytingum væri ekki að spara útgjöld til fræðslumála. Rúmlega helmingi af öllum skatttekjum bæjarins sé varið til skólastarfs eða nokkuð á þriðja milljarð króna á þessu kjörtímabili. Efast hann um að nokkurt annað bæjarfélag geri betur. „Með hliðsjón af þessari stað- reynd er ljóst að frekari umbætur í skólamálum munu á komandi árum fyrst og fremst ráðast af markvissri ráðstöfun þessara fjármuna fremur en unnt verði að auka hlutfall fræðslumála í rekstri bæjarins til einhverra muna,“ sagði Jónmundur. Krefst samvinnu við skólafólk Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skólanefndar Seltjarnarness, lagði í sínu máli áherslu á sóknarfærin sem fælust í þessum breytingum. Þetta væri álitlegur kostur fyrst og fremst fyrir þá sem skólarnir þjóna; nem- endur og foreldra þeirra. Marg- vísleg gögn liggi fyrir sem fjalli á einn eða annan hátt um kosti sam- eiginlegrar stjórnunar grunnskóla. Með betra stjórnunarteymi yrði til öflugri vinnustaður og ný tækifæri fyrir kennara. Tillagan miði ekki að því að spara fjármuni heldur nýta þá betur í þágu þeirra sem sæki skólana og vinni þar. Bjarni sagði það kröfu meirihluta Seltjarnarness að skólastjórnendur ynnu með þeim að þessari breyt- ingu. Það eigi að gera þær faglegu kröfur til þeirra, sem einu af æðstu starfsmönnum bæjarfélagsins, að þeir vinni með kjörnum fulltrúum að eflingu skólastarfsins. Nokkur tími fundarins fór í að ræða nálgun kennara og starfsfólks á málinu. Ólga hefur verið innan starfsliða skólanna aðallega vegna þess, eins og komið hefur fram, að það var ekki haft með í ráðum áður en ákvörðunin var tekin. Pólitískur áróður í fréttabréfi Jónmundur velti meðal annars fram þeirri spurningu hvort það væri eðlilegt að kennarar, starfs- menn Seltirninga, hefðu uppi gíf- uryrði um samstarfsmenn sína í til- raun til að þvinga kjörna fulltrúa til að víkja frá sannfæringu sinni. „Er það eðlilegt að fréttabréf annars skólans sé beinlínis notað til að flytja einhliða pólitískan áróður? Er það viðunandi að vefsíður skólanna, op- inberra stofnana, séu notaðar til að birta pólitískar ályktanir gegn yf- irstjórn bæjarins? Mundi slíkt við- gangast á ykkar vinnustöðum?“ spurði Jónmundur foreldrana. Sagði hann að pólitískir fulltrúar minnihlutans reyndu að beita sam- tökum foreldra fyrir sig í pólitískum tilgangi og þeir sem sitji í for- eldraráðum beiti sér þar af þunga í fullkominni þversögn við sérstakan úrskurð menntamálaráðuneytisins um hagsmunaárekstra þar að lút- andi. Þetta er alvarlegt álitaefni að mati bæjarstjórans sem enginn getur vik- ist undan að taka afstöðu til þegar rætt er um lýðræði og fagleg vinnu- brögð. Nefndi hann að unnið sé að samantekt um þessi efni sem lögð yrði fram í skólanefnd. Foreldraráð ekki pólitískt tæki Þorsteinn Magnússon, formaður foreldraráðs Mýrarhúsaskóla, sagði ósmekklegt af Jónmundi að ýja að því að foreldraráð sé pólitískt tæki minnihluta bæjarstjórnar. Svo væri auðvitað ekki heldur sætu þar for- eldrar sem hefðu hagsmuni barnanna og skólans að leiðarljósi. Hann mótmælti einnig þeim orð- um Jónmundar að eindreginn stuðn- ingur væri innan foreldraráða um tillögur bæjarstjórnarinnar. Ekki kannaðist Þorsteinn við það og sagði ráðin ekki hafa fengið nægileg gögn til að taka ákvörðun á faglegum grunni. Formaður foreldraráðs Mýr- arhúsaskóla sagði að óskað hafi ver- ið formlega eftir áliti mennta- málaráðuneytisins á því, hvort bæjarstjórn hefði borið að fá um- sögn foreldraráða áður en tillaga um sameiginlega yfirstjórn grunnskól- anna var samþykkt 8. október sl. Sagði hann lögin ekki ótvíræð í þá veru en þó væri hægt að komast að þeirri niðurstöðu af fyrri álitum ráðuneytisins, sem fjölluðu um vald- svið og umsagnarrétt foreldraráða grunnskóla. Lagði hann áherslu á að þetta væri ekki gert til að bregða fæti fyr- ir kjörna fulltrúa í bæjarstjórn. For- eldraráðin hefðu ekki tekið efnislega afstöðu og vildu fá að kynna sér mál- ið áður. Benti hann m.a. á að þessi fundur væri fyrsta innlegg bæjaryf- irvalda til að reyna að útskýra fyrir foreldrum áform sín. Efnt til óvinafundar að óþörfu Páll Vilhjálmsson sagði að ekkert samráð hafi verið haft við foreldra eða starfsfólk skólanna og því gert að samþykkja þessa fyrirskipun þegjandi og hljóðalaust. Taldi hann óþarfa að efna til þessa óvinafundar þegar hægt var að kynna málið áður og ræða við hlutaðeigandi aðila. Framkoma forystumanna Seltjarn- arnesbæjar væri ekki til að ná sátt um málið. Stefán Pétursson, foreldri og fulltrúi í foreldraráði Mýrarhúsa- skóla, spurði Guðmund Oddsson, skólastjóra Kársnesskóla, sem var gestur á fundinum, hvernig samein- ing yfirstjórnar grunnskólanna í Kópavogi hafði áhrif á kennslu barnanna. Guðmundur svaraði að hann gæti fullyrt að kennslan væri ekki verri nema síður sé. Breytingin hefði leitt margt gott af sér. Áður hafði hann sagt að plúsarnir væru tvímælalaust fleiri en mínusarnir. Það eina sem krakkarnir kvörtuðu yfir væri að þau sæju ekki skóla- stjórann sinn eins oft og áður. Það væri stærsti mínusinn en faglegur ávinningur væri ótvíræður. Hvað lá á? Nokkrir óskuðu eftir skýringum á því af hverju þessi ákvörðun var tek- in í svo miklum flýti. „Hvað lá á?“ spurði einn fundarmannanna og sagði óánægju kennara klárlega vinna þessum fyrirætlunum ógagn. Af hverju var ekki hægt að kynna málið betur og hrinda þessu í fram- kvæmd eftir tvö ár eða þrjú var spurt. Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skólanefndar, sagði vissulega hægt að bíða og horfa á þegar allt gengi vel. Hins vegar vildu stjórnendur bæjarins efla skólastarfið enn frekar og því væri farið í þessar skipulags- breytingar. Aðföng yrðu betur nýtt, starf millistjórnenda eflt, getan til að bregðast við frávikum í skóla- starfi aukin og skólarnir yrðu álit- legri kostur í samkeppni við aðra skóla, t.d. einkaskóla. Sagði hann þá sem lasta þessar áætlanir ekki vinna skólastarfi á Sel- tjarnarnesi gagn. Endaði hann mál sitt með því að vitna í spurningu sjö ára sonar síns frá því um morg- uninn, sem hann las upp úr gátubók- inni sinni. Spurði hann pabba sinn hvað væri það auðveldasta í heim- inum. Svarið var að lasta. Framtíðarsýn bæjarfulltrúa Jónmundur sagði réttilega hægt að deila á málið. Hann hélt þó að deilan hefði orðið sú sama þótt hin leiðin hefði verið farin og málið kynnt vel fyrst fyrir starfsfólki skól- anna og foreldrum. Þetta væri fram- tíðarsýn meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness í skólamálum og um markmiðið efuðust fáir. Eftir þeirri sannfæringu ynnu bæjarfulltrúar og nú ríði á að fólk sameinist með heill nemendanna að leiðarljósi. Foreldrar á Seltjarnarnesi fjölmenntu á borgarafund um sameiningu grunnskólanna Fleiri tækifæri við sameiningu Morgunblaðið/Þorkell Á fundi með foreldrum á Seltjarnarnesi kom fram að vinna þurfi með kennurum að breytingum í skólastarfi. Kurr er meðal foreldra á Seltjarnarnesi vegna samþykktar bæjar- stjórnar að sameina yfirstjórnir Valhúsa- skóla og Mýrarhúsa- skóla. Forystumenn bæjarfélagsins drógu fram kosti sameiningar á fjölmennum foreldra- fundi og reyndu að fylkja fólki um ágæti málstaðarins. GUÐMUNDUR Oddsson, skólastjóri Kársnesskóla, var gestur fundarins og svaraði spurningum frá foreldrum. Ekki er langt síðan yfirstjórn hans skóla var sameinuð Þinghólsskóla í Kópavogi og sagði Guðmundur aðstæður á Seltjarnarnesi nú svipaðar. Eftir sína reynslu væri ávinningur af sameiningunni tvímælalaust meiri en gall- arnir. Fólk ætti að vinna saman að þessum breytingum eftir að ákvörðun hafi verið tekin af kjörnum fulltrúum. Ef vilji væri til að fella íhaldið ætti að gera það í næstu kosningum en ekki láta það bitna á skólastarfinu. Stærsti mínusinn við sameininguna, sem kom meðal annars fram í sjálfsmati skólanna, sagði Guðmundur vera að krakkarnir kvörtuðu yfir að sjá skólastjórann sinn ekki nógu oft. Skólastjórinn sjaldséður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.