Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á ÞRIÐJA hundrað manns tók þátt í afmælishátíð hjúkrunarheim- ilisins Sólvangs um helgina en að sögn Sveins Guðbjartssonar for- stjóra er heimilisandinn sem þar ríkir starfsfólki og sjúklingum sér- lega mikilvægur. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var meðal gesta en að auki komu ráðherrar, þingmenn, forstöðumenn annarra stofnana og bæjarfulltrúar til að samgleðjast aðstandendum og vistmönnum Sól- vangs á þessum tímamótum. „Hér opnuðum við allar deildir, alveg frá þvottahúsi og upp í rishæð þar sem bókasafnið okkar er. Fólk gekk hér um, skoðaði og naut leið- sagnar starfsmanna,“ segir Sveinn. Aldraðir eiga það besta skilið Sólvangur er hjúkrunarheimili aldraðra og að sögn Sveins er þar sérlega góð þjónusta við aldraða. „Hér eru 82 sjúklingar sem fá not- ið þeirrar bestu umönnunar sem völ er á. Við vildum hafa meira svigrúm en það gerist ekki fyrr en fyrirhuguð viðbygging, sem ráða- menn hafa samþykkt, rís. Þá get- um við stokkað aðeins upp og til dæmis er gert ráð fyrir sérstakri deild fyrir Alzheimersjúklinga sem nú eru á öðrum deildum. Að auki verður hér deild fyrir geðfatlaða sem sárlega vantar í dag.“ Að sögn Sveins var Sólvangur vígður 25. október 1953 en þá hafði bygg- ing hússins tekið átta ár. „Hún þótti vegleg og vel frá hlutum gengið. Sólvangur hefur þó tekið miklum breytingum á liðnum ár- um. Í dag starfa hér 180 manns og þess má geta að 17 starfsmenn hafa starfað í yfir tuttugu ár á þessum stað. Heimilisandinn er af- skaplega notalegur, sem hefur mikla þýðingu fyrir starfsfólk og sjúklinga.“ Sveinn bendir á að það sé skylda okkar að veita öldruðum bestu hjúkrun og aðhlynningu sem völ er á. „Hverjir eiga það frekar skilið en þeir sem staðið hafa undir vel- megun í þessu landi? Baráttan við að standa undir þeim kostnaði sem fylgir því að sinna okkar skyldum er ströng og oft lýjandi en ánægja, gleði og þakklæti bætir erfiði stjórnenda upp.“ Sveinn segir að á tímamótum sem þessum sé hann sérlega þakk- látur öllum þeim einstaklingum og félagasamtökum sem hafa sýnt Sólvangi velvild og tryggð með ómetanlegum gjöfum. Framsýni mál aldrei skorta Að auki er hann ánægður með framgöngu þeirra ráðamanna sem hafa sýnt skilning á nauðsyn upp- byggingar, endurbóta og þjónustu á Sólvangi. „Án þeirra aðstoðar væri hér allt með öðrum hætti í dag. Framsýni og jákvætt viðhorf gagnvart góðri þjónustu og nauð- syn á viðhaldi og endurbótum má aldrei skorta ef vel á að takast.“ Fjölmenni á 50 ára afmælisfagnaði hjúkrunarheimilisins Sólvangs Heimilisandinn í fyrirrúmi Á þriðja hundrað manns tók þátt í afmælishátíð Sólvangs um síðustu helgi og naut leiðsagnar starfsmanna. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var meðal gesta á hátíðinni. LÍFEYRISÞEGI í Reykjavík hefur stefnt íslenska ríkinu vegna álagn- ingar tekjuskatts á greiðslur úr Líf- eyrissjóðnum Framsýn fyrir tekju- árið 2001. Skv. ákvörðun skattstjórans í Reykjavík, í júlí 2002, vegna tekna lífeyrisþegans fyrir árið 2001, var ávöxtunarhluti lífeyris- greiðslna stefnanda skattlagður með sömu skattprósentu og almennar launatekjuur, þ.e. með 38,78% skatti, að því er fram kemur í stefnunni. Lífeyrisþeginn telur á hinn bóginn að ríkinu beri að skattleggja þann hluta greiðslnanna úr lífeyrissjóðn- um sem feli í sér vexti, verðbætur og aðra ávöxtun innborgaðs iðgjalds í lífeyrissjóðinn með sömu skattpró- sentu og aðrar fjármagnstekjur, þ.e með 10% skatti. Lífeyrisþeginn vill að þetta verði viðurkennt með dómi sem og að fyrrgreind ákvörðun skattstjórans verði felld úr gildi. Ríkislögmaður hefur fyrir hönd ís- lenska ríkisins gert kröfu um að mál- inu verði vísað frá dómi en til vara að ríkið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda. Í greinargerð Einars Karls Hallvarðssonar lögmanns kemur m.a. fram að í stefnunni sé ekki að finna ótvíræðar tölulegar forsendur fyrir kröfunni, þ.e. hvaða hluta teknanna stefnandi telji vera fjármagnstekjur og hvaða hluta ekki. Segir í greinargerðinni að kröf- ur stefnanda varði því í raun ímynd- að álitaefni og hagsmuni sem ekki séu skilgreindir „sem hluti af þeim lífeyrisgreiðslum sem stefnandi fékk frá Lífeyrissjóðnum Framsýn“. Mál- flutningur um frávísunarkröfuna fór fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síð- ustu viku. Búist er við því að nið- urstaðan liggi fyrir innan nokkurra vikna. Ólögmæt mismunun Jónas Þór Guðmundsson lögmað- ur flytur málið fyrir hönd stefnanda. Í stefnu hans kemur m.a. fram að skv. reglum og lögum, s.s. lögum um tekjuskatt og eignarskatt, hafi vinnuveitendur um margra ára skeið dregið 4% af launum starfsmanna, þ. á m. af launum stefnanda, og greitt til lífeyrissjóðs ásamt 6% mót- framlagi. „Lengst af hefur ekki verið greiddur skattur af þessum 4% laun- um, fyrr en við útgreiðslu lífeyris úr lífeyrissjóði. Þetta felur m.ö.o. í sér, að lengst af hefur einvörðungu verið greiddur skattur af 96% af launa- tekjum, þegar þær falla til, en skatt- greiðslum hefur verið frestað af þeim 4% af launum, sem greidd eru sem iðgjald til lífeyrissjóða, þar til við útborgun úr sjóðnum.“ Síðan segir að við útborgun lífeyr- is úr lífeyrissjóði hafi lífeyrisþegum, þ. á m. stefnanda, verið gert að greiða skattinn – en ekki eingöngu af höfuðstólnum, sem innborgað ið- gjald launþega og avinnurekenda hafi myndað – heldur einnig af vöxt- um, verðbótum og annarri ávöxtun. Sá skattur hafi verið 38,78% vegna tekjuársins 2002. Í stefnunni er greint frá því að 10% fjármagnstekjuskattur hafi ver- ið tekinn upp árið 1996, með breyt- ingum á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Segir að tilgangur skattsins hafi fyrst og fremst verið sá að samræma skattlagningu allra fjármagnstekna einstaklinga. „Þrátt fyrir þennan tilgang var 10% fjár- magnstekjuskatturinn ekki látinn taka til vaxta, verðbóta og annarrar ávöxtunar af iðgjaldi til lífeyrissjóða. Var það eini flokkur fjármagnstekna einstaklinga, sem ekki féll undir hinn sérstaka fjármagnstekjuskatt.“ Í stefnunni segir að þetta fyrir- komulag fari m.a. í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar og við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Þ.e. að „það feli í sér ólögmæta mismun- un með tilliti til skerðingar á stjórn- skipulega vernduðum eignum stefn- anda að skattleggja ávöxtunarhluta greiðslna hans úr lífeyrissjóði með sömu skattprósentu og launatekjur, en ekki með sömu skattprósentu og tekjur af öðru fjármagni, þ.e. 10% fjármagnstekjuskatti.“ Stefna ríki vegna álagningar tekjuskatts á ávöxtun lífeyris Segir kröfuna varða ímyndað álitaefni AFBRIGÐI af ótta – klámvæðingin og áhrif hennar er yfirskrift sýning- ar sem staðalímyndahópur Femín- istafélags Íslands opnaði í Nýlista- safninu á mánudag. Að sögn Katrínar Önnu Guðmundsdóttur, ráðskonu í staðalímyndahópi, er til- gangur sýningarinnar að fræða fólk um það efni sem er birt á vinsælum vefsíðum. „Þetta er allt efni sem er aðgengi- legt af íslenskum vefsíðum. Þetta er efni sem er búið að safna saman og matreiða ofan í íslenska neytendur. Við sýnum á sama tíma myndræna efnið og svo þau viðhorf í garð kvenna sem birtast á Netinu. Við er- um í raun að sýna hvaða áhrif klám- væðingin hefur.“ Að sögn Katrínar Önnu verður jafnframt sýnt efni úr tímaritum og blöðum með það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um það efni sem er í boði. „Við tölum oft um að jafnrétti komi með yngri kynslóð- inni en þetta efni er á íslenskum vef- síðum sem eru mjög vinsælar meðal ungs fólks,“ segir Katrín Anna og bætir við að efnið sé svo sannarlega ekki í anda jafnréttis. Morgunblaðið/Jim Smart Matreitt ofan í íslenska neytendur Sýning á áhrifum klámvæðingarinnar INNLÖGNUM á sólarhringsdeildir Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) fer fækkandi en komum á dag- og göngudeildir fjölgandi, skv. nýútkomnum stjórnunarupplýsing- um LSH fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Er þessi þróun í takt við stefnu spítalans og þróunina í hin- um vestræna heimi að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur, framkvæmda- stjóra fjárreiðna og upplýsinga. Legum á sólarhringsdeildir hefur fækkað um 2,8% og legudögum um 6,2% milli ára. Meðallegutími heldur áfram að styttast og fer úr 9,1 dög- um í 8,8 daga á spítalanum í heild. Ef aðeins er litið til bráðadeilda þá styttist meðallegutíminn frá 5,2 dögum í 5,1 dag. Komur á dagdeild- ir jukust um 6,3% á þessu ári og um 4,2% á göngudeildum. Skurðaðgerð- um fjölgar um 3,1% og fjölgunin nær til nær allra sérgreina utan augnaðgerða á dagdeild spítalans. DRG-kerfi gerir kleift að breyta fjármögnun spítalans Unnið er skipulega að því á spít- alanum að innleiða alþjóðlegt mæl- ingarkerfi (DRG) sem mælir fram- leiðslu á sjúkrahúsum, skv. upplýsingum Önnu Lilju. „Kostir DRG-kerfisins eru þeir að við get- um mælt framleiðsluna með alþjóð- legum mælikvarða þannig að við getum borið okkur saman við sam- bærileg sjúkrahús erlendis,“ segir hún. Að sögn Önnu nýtist DRG-kerfið sem grundvöllur að fjárveitingum sem byggðar eru á verkefnum. „Þegar við verðum búin að koma þessu inn, sem verður á næsta ári, þá verður spítalinn tilbúinn fyrir sína hönd að breyta fjármögnun spítalans úr föstum fjárlögum yfir í fjárlög sem taka mið af umfangi. Þá selur spítalinn þjónustuna og stjórnvöld yrðu þá kaupendur að þjónustunni. Þetta yrði að sjálf- sögðu framleiðsluhvetjandi,“ segir Anna. Umrætt kerfi sem nefnt hefur verið „sjúkdómatengdir flokkar“ er upprunnið í Bandaríkjunum. Legudögum á LSH fækk- ar um 6,2%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.