Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                          BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. REYKLAUS.is er undirskrift heil- síðuauglýsingar á blaðsíðu 5 í Fólk- inu, viðauka unga fólksins, sem fylgir Mogganum hinn 24. október, síðastliðinn. Í auglýsingunni er sýndur heljarinnar eiturgrænn titr- ari og í illskiljanlegum texta undir honum er reynt að hræða reykjandi karlmenn með getuleysi og þeirri niðurlægingu, sem fælist í því, þegar stúlkan gripi til græna titrarans frammi fyrir lafandi limnum! Svipuð heilsíðuauglýsing, frá reyklaus.is, hefur birst, þar sem ung kona stendur ögrandi klofvega í dyr- um svefnherbergis og heldur á titr- ara í hægri hendi og virðist tilbúin að velja apparatið í stað hins getu- lausa unga manns. Báðar þessar auglýsingar gefa mér tilefni til eftirfarandi athuga- semda og ábendinga til ritstjórnar Morgunblaðsins og aðstandenda reyklaus.is: Hlutfallslega eru reykingar, einar og sér, að öllum líkindum tiltölulega sjaldgæf ástæða getuleysis, svona almennt, og örugglega næstum óþekkt ástæða getuleysis hjá þeim ungu karlmönnum, sem auglýs- ingaáróðurinn beinist að. Að því leytinu til eru báðar auglýsingarnar faglega misheppnaðar. En sleppum því. Það er sök sér, að titraraauglýs- ingarnar, atarna, séu læknisfræði- legt klúður. Hitt finnst mér mun verra. Og raunar yfirþyrmandi. Það er hrópandi smekkleysan í báðum þessum ofstækisfullu auglýsingum. Hér er verið að gefa okkur þá mynd af ungum íslenskum konum, að þær séu hálfóðar kynlífsmaskínur, sem hiki ekki við að grípa strax til rafknúinnar tækni, ef eitthvað bját- ar á hjá partner. Og mannfyrirlitn- ing þessara endemis auglýsinga verður enn ljósari, þegar manni er hugsað til þeirra mörgu lesenda, sem eiga við erfitt getuleysi að stríða, en hafa aldrei komið nálægt reykingum. Hvað er eiginlega á seyði hér? Er firringin alger? Öll landamæri að hverfa? Vaknið og hugsið! Það hlýtur að vera hægt að berj- ast gegn reykingum á hærra plani en þetta. GUNNAR INGI GUNNARSSON læknir. Niðrandi og smekk- lausar auglýsingar Frá Gunnari Inga Gunnarssyni FYRRUM gengu margir bændur til rjúpna á jólaföstunni. Notast var við gamlar byssur sem í dag þættu vera mjög lélegar. Venjulega var farin einungis ein ferð og ekki veitt meira en þurfti til einnar máltíðar. Ef ekki tókst að veiða fyrir alla, þá var það jafnvel látið nægja og e-ð annað fundið með (til uppfyllingar). Þá var tíðarandinn sá, að ekki var etið á sig gat eins og síðar tíðkaðist. Nú eru flestir rjúpnaveiðimenn út- búnir fullkomnustu GPS-staðsetn- ingartækjum sem þeir stilla einfald- lega punktana inn á þar sem félagar þeirra hafa áður veitt rjúpur. Þeir aka um á dýrindis (og kraftmiklum) jeppum langt inn á heiðar oft eftir línuvegum sem Landsvirkjun hefur verið að leggja á liðnum áratugum. Stundum er bráðin elt á fjórhjólum eða vélsleðum. Oft eru veiðihundar með í för. Þefnæmi þeirra er með ólíkindum. Talið er að þeir geti þefað uppi bráð sem er í allt að 3 km fjar- lægð frá skotveiðimanninum enda er þefnæmi veiðihunda margþúsund- falt meira en mannsins. Hjá siðuðu fólki þykir hvort tveggja ódrengileg aðferð við veiðar enda á rjúpan, þessi undursamlega fuglategund, nær hvergi átt griðland fyrir þessum skotglaða lýð á undanförnum árum. Eg er eindregið fylgjandi öllum aðgerðum sem miða að því að draga úr glórulausri byssugleði fjölda landa okkar sem er á góðri leið að raska miklu í náttúrunni. Fálkar eru t.d. mjög sjaldséðir á Suður- og Vesturlandi en ein uppáhaldsfæða þeirra er rjúpa eins og kunnugt er. Ekki hef eg oft verið sammála um- hverfismálaráðherranum okkar en varðandi veiðibann á rjúpu er eg mjög sammála. Fróðlegt væri að fá traustar upp- lýsingar frá viðkomandi stjórnvöld- um síðastliðin 10–15 ár: 1. Hversu margar byssur hafa ver- ið fluttar inn í landið, hvaða tegund- ir? 2. Hversu mörg byssuleyfi hafa verið gefin út í landinu? 3. Hvaða hundategundir hafa ver- ið fluttar inn í landið og hversu margir hundar af hverri tegund? Hér er fyrst og fremst átt við þekkt- ar tegundir veiðihunda. 4. Hversu margir jeppar, vélsleðar og fjórhjól hafa verið flutt inn til landsins? 5. Hvaða virku aðgerðir hafa verið uppi af yfirvöldum að fylgjast með að ekki sé ekið utan vega og þá sér- staklega á rjúpnaveiðitímanum? 6. Hver hefur rjúpnaveiðin verið og hvernig hefur sú veiði skipst nið- ur. Hversu margir veiðimenn hafa skilað veiðiskýrslum og hvað hafa 100 aflahæstu skotveiðimennirnir veitt margar rjúpur á tímabilinu? 7. Hvernig hafa tekjur af rjúpna- veiðum og önnur áþekk hlunnindi skilað sér í skattframtöl lands- manna? Er samræmi milli framtal- inna veiðitekna af rjúpu og veiði- skýrslna? Með fullri vinsemd gagnvart öllum þeim sem lesa eða mega lesa les- endabréf þetta. GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, 270 Mosfellsbæ. Rjúpnaveiði fyrr og nú Frá Guðjóni Jenssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.