Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 49
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.10. B.i. 16.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 5.55, 8 og 10.10.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8. B.i.10
Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni.
Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
SG DV
Empire
Kvikmyndir.is
SV MBL
“Fyndnasta barátta kynj-
anna á tjaldinu
um langa hríð.”
AKUREYRI
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Kl. 3.40, 5.50 og 8.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
ÁLFABAKKI
Kl. 5.45, 8 og 10.15.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.15.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.15. B.i. 12
KRINGLAN
Sýnd kl. 6.
Beint á
toppin
n
í USA
Ævintýraleg spenna, grín og hasar
ROGER EBERT
i l , í
KVIKMYNDIR.IS
SG DV
HJ MBL
Miðave
rð
500 k
r.
Ævintýraleg spenna, grín og hasari l í
The Rundown
er mikil
rússíbanareið
og hún nær
þeim
ævintýrablæ
og húmor sem
einkennir m.a.
Indiana Jones
myndirnar.
H.K. DV.
frumsýning 5. nóv
.
BRESKA sjónvarpsstöðin Chann-
el 4 stóð fyrir skoðanakönnun á
dögunum þar sem leitað var að
hryllilegasta atriði kvikmynda-
sögunnar. Þarf ekki að koma á
óvart að hin sígilda sena úr Shin-
ing, er Jack Nicholson rekur
grimmúðlegt andlitið inn um
brotna hurð, varð hlutskörpust.
Nicholson, í hlutverki nafna síns
Torrance, hrópar „Here’s
Johnny“ er hann ryðst í gegnum
gatið. Sagan segir að Nicholson
hafi spunnið setninguna á staðn-
um. Torrance þessi er að gæta
hótels um vetur, er búinn að
missa vitið og er að elta konu sína
með exi í umræddu atriði. Listi
yfir 100 atriði var settur saman af
sérfræðingum og síðan var kosið
á milli í nokkrar vikur. Fimmtíu
efstu atriðin voru sýnd á stöðinni
um helgina. Elsta myndin sem
náði inn á lista var Psycho og var
þar á ferðinni hin gæsahúð-
armyndandi sturtusena.
Topp tíu
1. The Shining. Er Nicholson
brýst í gegnum hurðina.
2. Særingamaðurinn (The Exorc-
ist). Höfuðsnúningur ungu stúlk-
unnar og ælan.
3. Jaws. Illa leikið höfuð dettur
niður úr bát í kafi.
4. Alien. Þegar skrímslið grefur sig
út úr bringu Kane (John Hurt).
5. The Blair Witch Project.
Heather Donahue grátandi í
skóginum.
6. Ring. Sadako skríður úr sjón-
varpinu.
7. Halloween. Andlit fjöldamorð-
ingjans birtist á bakvið persónu
Jamie Lee Curtis í húsi fullu af
dauðu fólki.
8. Texas Chainsaw Massacre. Í
hvert sinn sem Leðurfés birtist.
9. The Omen. Tónlistin.
10. Martröð á Álmstræti. Þegar
Freddy Krueger birtist í fyrsta
skipti.
Hryllilegustu augnablik kvikmyndasögunnar
„Hér er Jonni!“
VARLA er hægt að ganga lengra í
að gera hlutina sjálfur en Hjörtur
Blöndal sem vélar um allt sem við-
kemur plötu hans Keen Sabid. Af
vefsetri Hjartar,
hjortur.dk, má
ráða að hann hefur
starfað sem hljóð-
maður og upptöku-
stjóri í Danmörku
undanfarin ár.
Keen Sabid er þriðja platan sem
hann sendir frá sér síðan árið 2000,
en rétt er að geta þess að platan sem
hér um ræðir kom út á síðasta ári.
Lögin á Keen Sabid eru nýstárleg
að því leyti að þau eru einskonar
sambræðingur af rokki og danstón-
list, þ.e. þau byggjast mörg á síend-
urteknum stefjum áþekkt og í dans-
tónlist en aðalhljóðfæri eru yfirleitt
hefðbundin rokkhljóðfæri studd af
ýmislegum rafeindaklækjum. Hirti
er lagið að semja grípandi danstakta,
nokkuð gamaldags reyndar, en oft
prýðilega útfærða. Flest laganna eru
einmitt endurteknir taktkaflar, ekki
eiginleg lög, sem kemur ekki að sök í
sjálfu sér en fyrir vikið verður skífan
fulleinsleit. Þannig er varla rétt að
kalla You Got It lag, framvinda í því
er lítil sem engin, og eins er lítið á
seyði í Take it og Fall, svo dæmi séu
tekin
Ekki hugnast mér útgáfa Hjartar
af Man of Constant Sorrow; drunga-
leg útsetningin með þunglamalegum
takti og veinandi röddum gerir lítið
fyrir lagið, það er frekar að hún fletji
það út. Í því lagi koma takmarkanir
Hjartar sem söngvara vel í ljós og
eins í The Day sem er annars prýði-
legt lag. Eitt besta lagið á plötunni
er Now and Here þar sem skemmti-
legt kassagítarspil er á hægfara
sveimkenndum grunni, gott lag en
enn og aftur dregur söngurinn það
niður. Annað gott lag er Call og eins
er I’ll Fix Your Feet prýðilegt þar
sem sellóhljómur og píanó kallast á
með ágætlega útfærðu slagverki og
skemmtilega óvæntum millikafla.
Hjörtur kann greinilega til verka í
hljóðverinu, handbragð er fagmann-
legt og útsetningar vel unnar. Í öðru
lagi sklífunnar, New York Woman,
skreytir hann til að mynda skemmti-
lega með fjölbreyttum röddum og
eins eru raddir vel notaðar í You Got
it. Hann er ekki ýkja mikill söngvari,
hefur frekar eintóna rödd, en kemst
jafnan vel frá sínu, þarf ekki alltaf að
syngja. Framburður hans á ensku er
óneitanlega nokkuð sérstakur, fellur
ekki vel að viðurkenndum framburði
sem kenndur er í skólum, en hann er
sjálfum sér samkvæmur.
Helsti galli þessarar plötu Hjartar
er það hve platan er löng, 73 mínútur
eru of mikið af því góða þegar fjöl-
breytnin í lagasmíðum er ekki meiri
en raun ber vitni þótt útsetningar
séu breytilegar. Með færri lögum og
betri samsetningu, þ.e. ef lögunum
væri raðað betur á diskinn, hefði
Keen Sabid orðið mun betri plata að
ekki sé talað um ef Hjörtur legði
meiri vinnu í sönginn eða fengi ein-
hvern til að aðstoða sig við hann.
Tónlist
Einskonar
sambræð-
ingur
Hjörtur
Keen Sabid
Around the Corner Records
Keen Sabid, breiðskífa Hjartar Blöndal.
Hjörtur semur öll lög utan eitt, Man of
Constant Sorrow, sem er líklega eftir
Carter Stanley. Hjörtur leikur á öll hljóð-
færi, útsetur lögin og stýrir upptökum.
Hann hannaði líka umslag og gefur skíf-
una út á merkinu Around the Corner Re-
cords.
Árni Matthíasson
LOKAMYND Matrix-þríleiksins, Matrix-byltingarnar, var heimsfrumsýnd í
Los Angeles á mánudaginn.
Myndin verður svo frumsýnd annars staðar í heiminum 5. nóvember næst-
komandi og búast spekingar fastlega við því að aðsóknarmet verði slegin.
Myndin er frumsýnd samtímis til þess að sporna við netþjófnaði á mynd-
inni en undanfari hennar, Matrix endurhlaðið, var komin á Netið tveimur
vikum eftir frumsýningu.
Þriðja Matrix-myndin frumsýnd í Los Angeles
Snúið á netþjófa
AP
Nokkrir af aðalleikurum myndarinnar stilltu sér upp af tilefninu.