Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 33 ✝ Baldur Svan-hólm Ásgeirsson fæddist á Kambi í Deildardal í Skaga- fjarðarsýslu 17. október 1914. Hann lést á Droplaugar- stöðum við Snorra- braut 19. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hólmfríður Rann- veig Þorgilsdóttir frá Kambi, f. 30.12. 1888, d. 2.4. 1971, og Ásgeir Magnús Ing- ólfur Jónsson, húsa- smiður frá Þingeyrum í Sveins- staðahreppi í Austur-Húnavatns- sýslu, f. 31.1. 1871, d. 2.12. 1923, seinna búandi á Hvallátrum við Reyðarfjörð. Albróðir Baldurs var Steinþór Deildal, verktaki, f. 19.7. 1912, d. 8.2. 1993, kvæntur Þor- gerði Þórarinsdóttur, f. 30.11. 1918, d. 30.8. 1992. Hálfsystkini Baldurs, samfeðra, voru: Ingunn, f. 26.7. 1890, d. 21.11. 1937, Jón vélstjóri, f. 26.1. 1899, látinn, Helga Fanný, f. 3.7. 1901, d. 26.2. 1993, og Björn M. Olsen flugvéla- virki, f. 14.4. 1904, d. 29.6. 1942. Hálfsystkini Baldurs, sammæðra, eru: Hjörtur Leó Jónsson, fyrrv. frá Miðey í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu, f. 17.5. 1872, d. 1.11. 1952, og Jóna Guðrún Jóns- dóttir frá Stakkahlíð í Loðmund- arfirði, 4.12. 1985, d. 8.11. 1972. Þau bjuggu á Þórarinsstöðum við Þórarinseyri, Seyðisfirði en flutt- ust að Lambhaga í Vestmannaeyj- um og síðan til Reykjavíkur. Börn Baldurs og Þóru eru: 1) Edda Ásgerður leiðbeinandi, f. 30.9. 1940, gift Garðari Árnasyni, dóttir þeirra er Árný Lilja. Dætur Eddu af fyrra hjónabandi eru Guðný Svana Harðardóttir, hún á fjórar dætur og eitt barnabarn og Þóra Björk Harðardóttir, hún á þrjú börn. 2) Helgi Gunnar starfs- maður hjá Eimskipafélagi Íslands, f. 18.10. 1942. 3) Sigrún, f. 16.1. 1946, d. 11.6. 1946. 4) Sigrún Jóna sjúkraliði, f. 3.4. 1951, gift Róberti Jóni Jack rafverktaka. Börn þeirra eru: a) Vigdís Linda, sjúkraliði og kennari. Hún er gift og á tvö börn. b) Baldur Þór raf- virki og nemi, í sambúð. c) Heiða Hrund nemi, í sambúð og á tvo syni. Baldur lauk námi frá Iðnskól- anum í Reykjavík og fór til fram- haldsnáms í Þýskalandi í móta- smíði 1937–1938. Hann hefur lengst af starfað við leirkera- og mótasmíði en hefur einnig verið vélstjóri á togara og verkstjóri hjá verktakafyrirtæki. Útför Baldurs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hreppstjóri á Eyrar- bakka, f. 26.5. 1918, Runólfur Marteins, bóndi á Brúarlandi í Deildardal, f. 15.12. 1919, Páll hótelhald- ari á Hótel Höfn á Siglufirði. f. 9.9. 1921, d. 13.2. 1995, og Ing- ólfur, bóndi á Nýlendi í Deildardal, f. 6.11. 1923, d. 27.08. 1990. Uppeldissystir Bald- urs er Gerður Páls- dóttir húsmæðra- kennari, f. 12.8. 1924, gift Friðriki Krist- jánssyni, f. 29.5. 1926. Baldur ólst upp hjá fósturfor- eldrum frá þriggja ára aldri en þau voru Theodór Arnbjörnsson hrossaræktarráðunautur og rit- höfundur frá Stóra-Ósi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu f. 1.4. 1888, d. 5.1. 1939, og Ingibjörg Jakobsdóttir frá Illugastöðum í Vatnsnesi í Vestur- Húnavatns- sýslu, f. 4.9. 1883, 13.10. 1955. Þau bjuggu á Bólstað við Laufásveg í Reykjavík. Baldur kvæntist Þóru Hansínu Helgadóttur, f. 25.11. 1920, d. 25.6. 1992. Foreldarar Þóru voru Helgi Ingimundarson Bachmann Tengdafaðir minn er fallinn frá eftir stutta sjúkdómslegu. Hann tók örlögum sínum með mikilli ró og æðruleysi, fór sáttur við guð og menn. Það gefur okkur hinum sem eftir lifa styrk. Ég kynntist Baldri fyrir þrjátíu og fimm árum og var mér strax tekið opnum örmum og ávallt eftir það og var tíður gestur á hans heimili. Baldur var hæglátur, hæfi- leikaríkur og mjög skemmtilegur maður, sagði skemmtilega frá, ekki síst þegar hann minntist þeirra tíma er hann var við nám í Þýska- landi rétt fyrir seinni heimsstyrj- öld. Hann var mikill keppnismaður, stundaði fjallgöngur af kappi á unga aldri og var einn af stofn- endum Fjallamanna, ásamt læriföð- ur sínum Guðmundi frá Miðdal og fleirum. Í bridsinu var hann ekki síður kappsamur. Á þeim vettvangi átti hann hann marga glæstra sigra og var oft í mesta basli við að koma öllum verðlaunagripunum fyrir inni á heimili sínu, svo vel færi. Baldur var mikill hagleiksmaður og eftirsóttur í sínu fagi. Vann hann lengst af við iðn sína, leir- kera- og mótasmíði, fyrst hjá læri- föður sínum Guðmundi frá Miðdal, en síðar fyrir ýmsa listamenn og listasöfn og síðast sem hönnuður hjá Gliti. Kynni okkar hafa verið löng og þar hef ég notið mannkosta, glað- lyndis og hlýju. Það er komið að kveðjustund. Nú er hann kominn í faðm foreldra sinna, systkina og forfeðra sem hann talaði svo oft um sín seinni ár og var svo stoltur af. Ég kveð nú þennan aldna höfð- ingja sem ég átti svo margt að þakka, með virðingu og þökk ásamt þessu fallega ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þinn tengdasonur Róbert Jón Jack. Hvað er hægt að segja til að minnast hans „gamlagamla“? Það er margt sem kemur upp í hugann en svo finnst okkur það vera svo lítið og svo fátt. Við kynntumst ekki afa eins vel og við hefðum vilj- að. Hann var lokaður og átti ekki auðvelt með að tengjast tilfinninga- böndum en hann hafði þó lifað fjöl- breyttu og ævintýraríku lífi og þreyttist ekki á að segja okkur frá skemmtilegum atvikum sem hann lenti í, bæði á Íslandi, Þýskalandi, Ítalíu og víðar. „Þeir myndu hvort eð er ekki trúa mér,“ sagði hann alltaf þegar það bar á góma að hann ætti að rita ævisögu sína. Hann var lífsnautnamaður á öll- um sviðum. Hann elskaði góðan mat og borðaði mikið, kunni að meta gott viskí, koníak og sérrí, en neytti þess í hófi, var mikið gefinn fyrir hitt kynið og lét það óspart í ljós al- veg undir það síðasta. Honum leið vel í góðum félagsskap og unni myndlist, höggmyndalist og klass- ískri tónlist enda vann hann sem mótasmiður í Gliti til margra ára. Afi var barngóður maður og hafði gaman af barnabörnunum sínum. Það var alltaf stutt í bros og glens hjá honum, hann gaf okkur alltaf nammi úr læsta tekkskápnum sín- um þegar við komum í heimsókn, fór með okkur í bíó, leyfði okkur að leira og fylla út í mót í vinnunni sinni á laugardögum, tók okkur með sér á listasýningar og skutlaði okk- ur ef mikið lá við, á Daihatsúinum sínum, sem hann klessti nokkrum sínum undir það síðasta. Hann og amma fóru með okkur til Spánar í sumarfrí þar sem hann dansaði flamenco eins og innfæddur og minnti á hvítabjörn þegar hann synti um í hótellauginni. Hann kall- aði okkur stelpurnar skottur (því við vorum með hárið í tagli) og Baldur kallaði hann alltaf „nafna“. Honum leið best í margmenni og undir það síðasta vandi hann komur sínar í Kringluna og drakk þar kaffi á kaffihúsi og skellti sér stundum á Kringlukrána á kvöldin til að hitta gamla kunningja og góðar vinkonur. Hann ákvað að hætta að reykja pípuna sína sjötíu ára gamall en þakkaði ekki reykleysinu langlífið heldur því að hafa ætíð gert það sem hann langaði til að gera burt- séð frá öllum heilbrigðispredikun- um. Svo tók hann upp á því á níræð- isaldri að leika í sjónvarpsauglýs- ingum og tók hann sig vel út við það starf. Þessi grein er skrifuð út frá okk- ar fáu en góðu minningum um afa og við viljum ljúka henni með þess- um frægu orðum sem hann fór oft með til að segja okkur hversu hvik- ult lífið getur verið: „Hún er und- arleg þessi rulla í þessu mannlífi, annaðhvort er það drulla eða harð- lífi.“ Blessuð sé minning hans. Þess óska: Vigdís Linda, Baldur Þór (nafni) og Heiða Hrund. BALDUR SVANHÓLM ÁSGEIRSSON á Pikkanum og alla Ólsen ólsenana sem þú spilaðir við mig. Það var alltaf svo gott að vera hjá ykkur ömmu. Ég sakna þín mjög mikið. Þinn vinur Atli. Það var gaman í Dalbæ. Ég held að hvergi hafi verið betra að vera í sveit en þar. Ég var þrettán ára þegar ég átti að fá að dvelja þar í eina viku en vikan varð að vikum. Þarna eignaðist ég sanna vini á mannmörgu og glaðværu sveitaheimili. Margrét ömmusystir mín og Páll maður hennar, synir þeirra, fóstur- synir og Magnús (Maddi) bróðir Páls, bjuggu í gamla bænum. Bryngeir var nýbúinn að stofna ný- býli og byggja nýtt hús á hlaðinu ásamt sinni glaðbeittu góðu konu Kiddu. Var dóttir þeirra Anna þá fædd. Þeim hjónum bættust síðar við fjögur börn, Magnús Páll, Margrét, Bryn- dís, og Sigmundur. Á þessum tíma var aldursmunur- inn á mér og þeim hjónum nokkur en hefur minnkað með árunum og er yngsta barn þeirra og mitt elsta jafn- gömul. Aldur er afstæður. Þegar ég kom að Dalbæ í sveit fannst mér Bryngeir stór og stæði- legur og örugglega sterkastur. Verklagni hans var einstök hvort heldur var að laga þungavinnuvélar eða viðkvæma hluti og voru vinnu- stundirnar margar í verkfærahúsinu. Mér fannst alltaf gaman að horfa á hann vinna, þetta var allt svo skemmtilegt. Hann var einnig liðtæk- ur við að hantera mat og kom sér m.a. upp reykhúsi sem margir nutu góðs af. Mikill samgangur var milli bæj- anna. Á þessum árum var flest gert saman, kýrnar í sama fjósinu, kind- urnar í sama fjárhúsinu, heyjað sam- an og saman voru kartöflurnar og rófurnar teknar upp á haustin. Bryn- geir og Kidda bættu seinna svína- rækt við búskapinn og er mér minn- isstæð nóttin þegar fyrsta gyltan gaut. Þetta varð síðan þeirra aðalbú- grein eftir að Magnús Páll tók við kúnum. Bryngeir var listfengur og ber einn veggurinn í húsi þeirra þess merki. Þar málaði hann mynd, sem mér finnst mjög falleg. Í stuttu máli er Bryngeiri best lýst sem dálítið þrjóskum, greiðviknum, skemmtilegum en um fram allt góð- um manni. Við Gestur höfum átt margar ánægjulegar stundir með þeim hjón- um, sem lifa í minningunni. Nú kveð ég kæran frænda og vin eftir margra ára þungbær veikindi og bið honum Guðs blessunar. Já, það var gaman í Dalbæ. Elsku Kidda og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Valgerður Hjaltested (Vala). Okkur langar með örfáum orðum að minnast góðs vinar okkar Bryn- geirs sem látinn er eftir löng og erfið veikindi. Með þakklæti í huga kveðjum við þennan góða vin okkar sem í gegnum tíðina hefur sýnt okkur ómælda tryggð, vináttu og hjálpsemi að ógleymdri gestrisninni sem var svo ríkur þáttur í fari hans. Varla er hægt að minnast þessara þátta í fari Bryn- geirs án þess að Kristjana komi einn- ig upp í huga okkar, en hún hefur staðið eins og klettur við hlið hans og stutt hann með ráðum og dáð í hálfa öld. Að lokum sendum við Kristjönu og aðstandendum öllum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi friður Guðs fylgja ykkur öllum um ókomna tíð. Ágústa og Jónas. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELSU ÁRNADÓTTUR, Freyjugötu 19, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki. Björn Jónsson, Guðbjörg Margrét Björnsdóttir, Ágúst Andri Eiríksson, Jón Björnsson, Nadia Nielsen og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar fósturmóður minnar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hurðarbaki, Birkivöllum 10, Selfossi. Sérstakar þakkir fá systur Jóhönnu, Sigurður Björnsson og starfsfólk 11F Landspítalanum Hringbraut fyrir einstaka umönnun í veikindum hennar. Matthías Viðar Sæmundsson, Steinunn Ólafsdóttir. Nanna Elísa og Jóhanna Steina. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN GUNNAR FRIÐRIKSSON, Hólabraut, Keflavík, frá Látrum í Aðalvík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 31. október kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlegast láti Styrktarsjóð Sjúkrahúss Keflavíkur njóta þess. Guðríður Guðmundsdóttir, Sverrir Jóhannsson, Ingibjörg Guðnadóttir, Einar Jóhannsson, Hjördís Brynleifsdóttir, Guðlaug Jóhannsdóttir, Ómar Steindórsson, Þórunn Jóhannsdóttir, Eiríkur Hansen, afabörn og langafabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGMUNDAR JÓHANNESSONAR, Faxabraut 13, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á dvalarheimilinu Hlévangi, Keflavík. Alda Sigmundsdóttir, Bjarni Kristinsson, Hrönn Sigmundsdóttir, Björn Jóhannsson, Ásdís Sigmundsdóttir, Högni Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.