Morgunblaðið - 03.11.2003, Side 24

Morgunblaðið - 03.11.2003, Side 24
FRÉTTIR 24 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAUGLÝSINGAR HÚSNÆÐI ÓSKAST 2ja—3ja herbergja íbúð óskast til leigu Æskilegt að íbúðin sé miðsvæðis í Reykjavík. Leigan verður greidd fyrirfram fyrir eins árs leigutíma. Ársalir ehf. - fasteignamiðlun, s. 533 4200, 892 0667 eða 862 9781. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  1841138  Dn. I.O.O.F. 19  1841138  O*  GIMLI 6003110319 II  HEKLA 6003031119 IV/V  HEKLA 6003110319 IV/V SR. Bragi Skúlason sjúkra- húsprestur heldur fyrirlestur um fjölskylduna og sorgina í safn- aðarheimilinu Vinaminni á Akra- nesi í kvöld, mánudagskvöld 3. nóv- ember, kl. 20. Fjallað verður um breytingar sem verða í kjölfar missis. Hvaða áhrif hefur sorgin á hvern ein- stakan fjölskyldumeðlim? Hvaða áhrif hefur hún á samskipti fjöl- skyldunnar í heild? Fyrirspurnir verða leyfðar. Missið ekki af athyglisverðum fyrirlestri. Sr. Bragi er einn helsti sérfræðingur okkar á þessu sviði. Heitt á könnunni! Allir velkomnir. Sóknarprestur. Kristin trú og búddismi MIÐVIKUDAGINN 5. nóvember hefst í Leikmannaskóla kirkjunnar námskeið um kristna trú og búdd- isma en í hugum flestra er búddismi ákaflega framandi átrúnaður sem leiðir hugann að fjarlægum löndum og menningu sem er ólík okkar. Á þessu námskeiði verður farið í helstu grunnþætti búddismans, sögu hans og útbreiðslu. Skoðaðar verða þrjár helstu greinar búdd- ismans en einnig fær búddismi á Vesturlöndum nokkuð rými. Einnig verður leitast við að bera saman siðaboðskap og aðrar kenningar búddismans og kristinnar trúar. Lesefni á námskeiðinu er eftir sr. Þórhall Heimisson sem lokið hefur framhaldsnámi í trúarbragðafræð- um. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 5. nóvember kl. 18 og er kennt í þrjú skipti, kl. 18–20 í stofu 202 í Odda. Skráning fer fram í síma 535 1500 og á vef Leikmannaskól- ans, www.kirkjan.is/leik- mannaskoli Fyrirlestur um sorgina á Akranesi Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Æv- intýraklúbbur kl. 16– 17. Starf fyrir 7–9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjölbreytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomnir. Laugarneskirkja. Góðar mömmur, kl. 12. María Íris Guð- mundsdóttir, BA í sál- arfræði, og Kristjana Þorgeirsdóttir Heiðdal líkamsræktarþjálfari bjóða til fræðslu, íhugunar og hollrar hreyfingar með mæðr- um ungbarna, þar sem unnið er með fæðingarþunglyndi. Gengið inn um aðal- dyr safnaðarheimilis. Opinn 12 spora fund- ur kl. 18 í safnaðar- heimilinu. Allt fólk vel- komið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma saman kl. 20. Gengið inn um aðal- dyr safnaðarheimilis- ins. Umsjón hafa Gunnlaugur Ólafsson og Hafdís Fjeldsted. Fundur Kvenfélags Laugarneskirkju kl. 20. (Gengið inn um aðaldyr safnaðarheim- ilisins.) Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og fönd- ur. Uppl. og skráning í síma 511 1560. TTT- starf kl. 16.30. Starf fyrir 10–12 ára börn. Amazing Race-ratleikur. Umsjón Munda og Sigfús. 12 sporin andlegt ferðalag kl. 20. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN-starf með sjö til níu ára börnum í safnaðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13– 15.30 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdótt- ur djákna. Þar verður fræðsla, föndur, spilað, spjallað og kaffiveitingar verða í boði. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyr- irbænastund í kapellu kirkjunnar kl. 15.30–15.45. Bænarefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfs- manna kirkjunnar. Stelpustarf fyrir stelpur í 6. og 7. bekk kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20.30. Atriði úr leikverki um Jobsbók gert eftir texta Stephens Mitchells í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar í flutningi Arnars Jónssonar leik- ara. Lenka Mátéová leikur á orgelið tónlist sem Áskell Másson gerði við verkið. Kaffiveitingar í safnaðarheim- ilinu á eftir. Allir velkomnir, ókeypis að- gangur. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30– 18.30 í Engjaskóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Kl. 20 sorg og sorgarviðbrögð vegna andláts. Sr. Vigfús Þór Árnason sókn- arprestur hefur áralanga reynslu af sorgarvinnu sem sóknarprestur. Auk náms í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands hefur hann stundað framhaldsnám meðal annars í sál- gæslu, prédikunarfræði, sálgæslu og fjölmiðlafræði við Háskólann í Mün- chen í Þýskalandi og Pacific School of Religion í Berkley í Kaliforníu Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30. Alfa-námskeið kl. 19–22. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20–22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætlað árg. 1990 og upp úr) á mánu- dögum kl. 20–22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lága- fellskirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur við bænarefnum í síma 691- 8041 alla daga frá kl. 9–16. Al-Anon- fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Barna- starf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í Varmárskóla kl. 13.150–14.40. Umsjón hefur Þórdís djákni. Keflavíkurkirkja. SOS-hjálparnám- skeið fyrir foreldra barna og unglinga í minni sal Kirkjulundar kl. 20.30–22. Námskeiðin eru haldin á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjanesbækjar með stuðningi Keflavíkurkirkju. Um- sjón Hafdís Kjartansdóttir sálfræðing- ur. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 æskulýðsfélag fatlaðra, eldri hópur. Hulda Líney Magnúsdóttir og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20 Kven- félag Landakirkju undirbýr árlegan jóla- basar. Kvenfélagskonur hvattar til að mæta. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Glerárkirkja. 12 spora starf í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heimilasamband fyrir alla konur. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja Morgunblaðið/Golli KERLINGAR, sjóræningjar, pabbi, Manga með svarta vang- ann, Jesús Kristur og Jim Morrison voru meðal fyrirmynda þeirra karla sem tjáðu sig á fyr- irmyndakvöldi karlahóps Fem- ínistafélags Íslands. Kvöldið var haldið á Grand rokki síðastliðinn miðvikudag og að sögn Hjálmars Gunnars Sigmarssonar, eins skipuleggjenda kvöldsins, var þar mikið hlegið og sagðar yndislegar sögur. Jón Gnarr, Einar Már Guð- mundsson, Ómar Ragnarsson, Stefán Pálsson og Arnar Eggert Thoroddsen tjáðu sig um fyr- irmyndir sínar í fortíð og nútíð en að sögn Hjálmars var tilgangurinn að fá karlmenn til að taka þátt í fjölbreytilegri umræðu og tjá sig um hluti sem fólk hugsar ekkert endilega út í daglega. „Þetta er í raun okkar framlag til að færa karla nær femínískri umræðu.“ Í tengslum við kvöldið var gef- inn út bæklingur þar sem fleiri þjóðþekktir Íslendingar tjá sig um fyrirmyndir sínar. Gunnar á Hlíðarenda helsta fyrirmyndin Þar segir Gunnar Hersveinn blaðamaður meðal annars frá dá- læti sínu á Gunnari á Hlíðarenda. „Gunnar þykist ekki vita best, heldur leitar iðulega ráða hjá ráðagóðum. Það finnst mér aðdáunarverður eiginleiki: Leita ráða og ræða málin áður en ákvörðun er tekin,“ segir Gunnar Hersveinn. Andri Snær Magnason rithöfundur fann ekki fyrirmyndir sínar fyrr en hann kynntist U2. „Þeir voru hugsjónamenn og stóðu fyrir mikilvæga hluti.“ Aðr- ar fyrirmyndir Andra Snæs voru meðal annars Hófi, handbolta- landsliðið, Hulda amma og Þórður Helgason skáld. Fyrirmyndakvöld karlahóps Femínistafélags Íslands Kerlingar, sjóræn- ingjar og pabbi Morgunblaðið/Jim Smart Gestir voru til fyrirmyndar á fyrirmyndakvöldi karlahóps félagsins. NÝLEGA varð opnuð ljósmynda- stofan Myndahornið, en hún hefur þann eiginleika að vera nk. flökku- ljósmyndaþjónusta. Eigandi stof- unnar er ljósmyndarinn Ernesto Ortiz Alvarez, en hann er Mexíkó– Íslendingur, sem hefur lært og starf- að við greinina í Mexíkó. Mynda- hornið býður uppá barna- og fjöl- skylduljósmyndun. Um þessar mundir hefur Mynda- hornið aðstöðu í Ævintýralandi Kringlunnar um helgar en á Lauf- ásvegi 14 á virkum dögum, segir í fréttatilkynningu. Myndahornið – ný ljós- myndastofa NÝLEGA var formlega tekinn í notkun nýr húsbúnaður í Grunn- skólanum á Hólmavík. Að sögn þeirra kennara sem lengstan starfsaldur hafa við skólann er þetta einhver mesta bylting sem orðið hefur í húsnæðismálum skól- ans á síðustu árum. Keyptir voru á annað hundrað stólar og borð og endurnýjað í öllum kennslustofum, en húsbúnaður mötuneytis var ekki endurnýjaður að þessu sinni. Talið er að elstu húsgögnin sem í notkun voru séu a.m.k. 20-30 ára gömul og eftir persónulegum ummerkjum fyrri notenda að dæma hafa nokkr- ar kynslóðir komið þar við sögu. Nýi húsbúnaðurinn var keyptur af fyrirtækinu Á. Guðmundssyni í Kópavogi. Um er að ræða há borð með plötu sem hægt er að halla og háa stóla sem hægt er að snúa og hækka og lækka eftir þörfum. Auk meiri þæginda fyrir nemendur er þetta gjörbylting á vinnuaðstöðu kennara. Hluti af húsbúnaði fyrir kennara var einnig endurnýjaður og hærri nemendaborð eru einnig til aukinna þæginda fyrir kennara. Í tilefni af þessu var haldin sam- koma á sal skólans þar sem Victor Örn Victorsson skólastjóri ávarpaði nemendur og gat þess að sú góða umgengni sem nemendur skólans sýndu, gerði það að verkum að end- urnýjun af þessu tagi væri til fram- búðar og um leið væri viðhalds- kostnaður minni. Þá taldi hann sýnt að námsárangur hækkaði enn frek- ar í samræmi við hæð húsbúnaðar- ins! Ásdís Leifsdóttir sveitastjóri og Haraldur V. A. Jónsson oddviti voru einnig á staðnum. Ásdís tók til máls og óskaði nemendum til ham- ingju með nýja húsbúnaðinn og þann góða námsárangur sem nem- endur skólans hafa sýnt á síðustu árum. Á eftir var efnt til veislu þar sem nemendur, starfsmenn og aðr- ir viðstaddir gæddu sér á snúðum og kókómjólk. Húsbúnaður endurnýjaður í grunnskólanum Hólmavík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Nokkrir nemendur prófa nýju húsgögnin, frá vinstri: Björk Ingvarsdóttir, Elín Ingimundardóttir, Sigurður Páll Jósteinsson og Hekla Jónsdóttir. Brautskráðist úr kennsluréttindanámi Steinunn Kristjánsdóttir var sögð útskrifuð með BA-gráðu í þroska- þjálfun í yfirliti um þá sem braut- skráðust frá Kennaraháskólanum í lok október. Listinn var birtur í blaðinu í gær en hið rétta er að Steinunn útskrifaðist úr kennslu- réttindanámi og er beðist velvirðing- ar á því. LEIÐRÉTT FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.