Morgunblaðið - 03.11.2003, Side 31

Morgunblaðið - 03.11.2003, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 31 Nýr og betri Sýnd kl. 6 og 10  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ www .regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. „Frábær mynd“ Sýnd kl. 6, 8 og 10.  ÞÞ FBL Ein magnaðasta heimildarmynd seinni ára! ÞÞ FBL  HK DV  SV MBL  HK. DV SKONROKK 90.9  Kvikmyndir.isi i .i  SV MBL . Stærsta grínmynd ársins! Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA! TOPP MYNDIN Í USA! Sýnd kl. 6 8.30 og 10.30 B.i. 10 ára. Yfir 20.000 gestir www.laugarasbio.is 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 6. Bara sýnd um helgar Sýnd kl. 6. Með ísl tali Miða verð kr. 50 0 Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. OPEN RANGE  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN! „Frábær mynd“  ÞÞ FBL  DV  Kvikmyndir.com Stórkostlegur vestri frá Kevin Costner leikstjóra DANSAR VIÐ ÚLFA Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA! Stærsta grínmynd ársins! TOPP MYNDIN Í USA! Yfir 20.000 gestir SJALLINN á Akureyri er án efa eitt elsta og virtasta danshús Íslands, en á laug- ardaginn var haldið upp á fjörutíu ára afmæli hans með pomp og prakt. Í Sjallanum hefur rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum stigið á svið til þess að skemmta Norðlendingum í gegnum tíðina og sjaldnast komið að tómum kofunum. Sjallinn er sögufrægur gleðistaður og vekur góðar og skemmti- legar minningar hjá vel- flestum íslenskum skemmti- kröftum. Afmælisbarninu fertuga var fagnað af ungum jafnt sem öldnum listamönn- um og var leikið á ýmis hljóð- færi auk þess sem söngurinn ómaði. Afmælisfögnuðurinn náði síðan hámarki þegar hljóm- sveitin Hljómar steig á svið og hélt viðhafnardansleik, en sveitin fagnar einmitt sjálf fjörutíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Sannaðist þá hið fornkveðna að allt er fer- tugum fært. Ekki er heldur ólíklegt að allnokkrir fertug- ir Íslendingar og ófáir dulítið yngri eigi tilvist sína að þakka því sem gerðist „þeg- ar ballið var búið“ í Sjall- anum forðum. Dansinn dunaði og gleðin bunaði í Sjallanum Allt er fertugum fært Morgunblaðið/Kristján Það vantaði ekkert upp á stemmninguna á dansgólfinu í Sjallanum þegar Hljómar stigu á svið og léku öll sín þekktu lög. Sigmundur Ernir Rúnarsson var veislustjóri og skilaði því starfi með miklum sóma. Hér er hann að kynna nokkra nemendur úr Hafralækjarskóla í Aðaldal sem léku fyrir gesti á afrísk hljóðfæri og vakti flutningur þeirra verðskuldaða athygli. Jóhanna Vala og Sessý halda áfram í stjörnuleitinni Þær Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sesselja „Sessý“ Magn- úsdóttir urðu hlutskarpastar í öðrum hluta þrjátíu og tveggja manna úrslita í Idol stjörnuleit á föstudagskvöldið. Hlaut Sessý 30% atkvæða en Jóhanna Vala fylgdi fast á eftir með 28% atkvæða. JÓHANNA Vala Höskuldsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Hún er á þriðja ári í MA og gengur vel. „Samt vantar mig frjálsa mætingu þessa dagana vegna þess að ég er mikið að stússa í alls kyns félags- og listalífi.“ Jóhanna Vala segir skemmtilegt að hafa komist áfram, „en ég er ekki almennilega búin að pæla í því, mér líður samt pínu skringilega. Þegar ég sá mig í sjónvarpinu ákvað ég að næst skyldi ég sýna að ég geti líka sungið, ég sé ekki bara með attítjúd. Ég fór fyrst í þetta upp á djókið af því mér fannst þetta skemmtilegt, þess vegna var ég kannski ekki með eins miklar væntingar og ella. Ég tek þessu létt og ákvað að skemmta mér bara, en nú er kominn dálítill metn- aður í mig og ég vil syngja eins vel og ég get.“ Að verða fær í flestan sjó Jóhanna Vala hefur afskaplega gaman af því að syngja, þó hún eigi ekki að baki neinn langan feril í söng, enda aðeins átján ára. „Ég er búin að vera að læra söng og koma fram nokkrum sinnum í brúðkaupum og með karlakórnum á Akureyri og svona skemmtilegt. Ég syng mikið almennt, bæði með vinum mínum og í boðum. Það væri gaman ef lífið væri söngleikur og allir þessir hversdags- legu hlutir væru allt í einu orðnir að lögum, Ó hvað ég er með mikið kvef í dag,“ syngur hún og hlær. „Mig langar mjög mikið til að leika, syngja og dansa. Mig langar til að vera fær í flestan sjó á því sviði að vera á sviði. Mér finnst ekki gam- an að syngja mjög róleg lög, það eru aðrir söngvarar sem geta sungið þau betur og mér finnst gott að hlusta á þannig lög sungin með gullröddum. Mér finnst meira gaman að syngja lög sem koma fólki í fíling.“ Ef lífið væri söngleikur SESSÝ er fædd og uppalin í Reykjavík og segist vera hundrað prósent borgarbarn. Hún er ham- ingjusamlega gift og er stjórnandi þjónustuborðs Kringlunnar. Hún segir starfið frábært, blöndu af mannlegum samskiptum og ábyrgð. „Ég bjóst alls ekki við þessu. Auðvitað vissi ég að ég átti séns eins og allir aðrir,“ segir Sesselja, sem tekur lífinu með ró. „En ég var búin að búa mig undir að komast ekki áfram og gerði bara ráð fyrir því. Þess vegna kom þetta skemmti- lega á óvart. Þetta er fyrst núna að verða raunverulegt.“ Sessý segir stemmninguna meðal keppenda búna að vera ótrúlega og hafa komið sér mikið á óvart. „Við erum búin að vera mjög náin, miðað við þennan stutta tíma sem við höf- um þekkst.“ Sessý hefur sungið frá blautu barnsbeini, „en ég byrjaði að syngja opinberlega sem unglingur í menntaskóla, tók þátt í söngva- keppnum í Versló og svoleiðis. Eftir stúdentsprófið var ég í hljómsveit í eitt og hálft ár, ásamt því að hafa sungið við ýmis tækifæri. Ég hef miklar væntingar til tónlistarinnar. þetta er al- gjörlega það sem ég stefni á. Þetta er draumur sem ég ætla að láta rætast. Idolið er frábært tækifæri en ef það gengur ekki upp held ég bara ótrauð áfram.“ Sessý segist aldrei hafa getað flokkað tónlistarsmekk sinn sér- staklega „Það er grundvallaratriði að það sé sál í tónlistinni, en mis- munandi stefnur höfða til mín. Ég er voðalega hrifin af soul og blues, en með öllu hinu í bland. Ég vil bara syngja það sem ég fíla, eitthvað sem ég hef tilfinningu fyrir.“ Vill tónlist með sál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.