Vísir - 15.11.1980, Qupperneq 9

Vísir - 15.11.1980, Qupperneq 9
Laugardagur 15. nóvember 1980. VÍSIR Verka týðs bará tta á vitligötum Þegar þetta er skrifað, er ekki annað vitað en verkfall það sem prentarar hafa boðað komi til framkvæmda eftir helgina. I framhaldi af verkfallsboðun þeirra samþykktu vinnuveit- endur verkbann á annað starfs- fólk þeirra blaða, sem aðild eiga aö Vinnuveitendasambandinu. Þaö hefur hleypt illu blóði I blaðamenn, og hafa þeir nú i vikunni einnig boðað verkfall. Sú harka, sem þannig hefur skapast i prentiðnaöinum kemur nokkuð á óvart, meðal annars vegna þess að fyrir skömmu náðist viðtækt sam- komulag milli aðila vinnumark- aðarins, sem flestir geröu ráö fyrir að skapaði fordæmi fyrir aðra aö fylgja. Hér verður ekki fjallað um efnisatriði þeirrar deilu, sem risin er milli prentiðnaðarins og starfsmanna, en þó hefði mátt ætla, að báðir aðilar gætu unað þeim meginlinum, sem markaðar voru i heildarsam- komulaginu. Verkfall og verkbann i þessari atvinnugrein er jafn óæskilegt og á öðrum sviðum atvinnulifs- ins. Launafólk má ekki við lang- varandi vinnustöðvun og at- vinnufyrirtækin hanga á blá- þræöi. Blöðin krydda lífið A hitt ber einnig að lita, þótt þaö komi ekki kjaradeilunni við. að stöðvun blaöaútgáfu er til skaða fyrir hina frjálsu umræðu i landinu. Einhverjum kann að þykja það litið harmsefni, þótt blööin komi ekki út um einhvern tima, og sjálfsagt má halda þvi fram, að dagblöö séu fleiri en góðu hófi gegnir hér á landi. En þau krydda llfið, veita þjónustu og umfram allt eru vettvangur þeirra skoðana- skipta, sem nauösynleg eru i frjálsu og upplýstu samfélagi. Vonandi verður pólitiskt ofstæki aldrei svo mikið hér á landi, aö kjaradeilur verði misnotaöar I þeim tilgangi að knésetja frjálsa dagblaðaútgáfu. Stöðnuð kjarabarátta Oft áöur hafa i þessum pistli verið settar fram efasemdir um skynsemi þeirrar kjarabaráttu, sem háð er á Islandi. Hér á árum áður, þegar lifskjör voru raun- verulega bág, atvinnuleysi marga mánuði hvers árs, og vinnuþrælkun hjá hinum,. sem starf fengu, orkaði ekki tvimælis, að hækkun grunnkaups var áþreifanlegt skref til bættra lifs- kjara. Jafnvel til skamms tima voru hinar hefðbundnu kjara- kröfur um hækkun launa lifs- nauösynlegar sem megininntak verkalýðsbaráttunnar. Með tilkomu verðbólgunnar er flestum ljóst að verndun iifskjara og aðrar óbeinar kjarabætur, stytting vinnutima, orlof, félags- leg réttindi o.s.fr.v. skipta ekki minna máli fyrir hinn óbreytta launamann. Verðbólgan er versti óvinur lifskjaranna, og ofurauð- velt að skilja, að afli verkalýðs- hreyfingarinnar eigi aö beita gegn þeim óvini. Það er eins og verkalýösforystan hafi ekki enn skiliö þetta. Aö visu voru kröfur mun hófsamari á þessu ári, en oftast áöur, en það má miklu fremur rekja til pólitiskrar af- stöðu verkalýðsforingja til rlkis- stjórnarinnar, heldur en breytts mats þeirra á hefðbundinni kjarabaráttu. Alþýðusambandiö litur enn á vinnuveitendur sina sem höfuðandstæöinga, og skammast yfir óbilgirni þeirra gagnvart launahækkunum. A- hrifamætti verkalýðshreyfingar- innar hefur ekki verið beint aö veröbólgudraugnum af neinni al- vöru. Kjarabaráttan er stöðnuð, áherslurnar eru rangar, og vinnubrögöin úrelt. Varnarbarátta Þegar þjóðarframleiðslan stendur nánast I stað, dýrtið veð- ur uppi og okurvextir, gengissig og auknir skattar rýra stöðugt kaupmátt launa — þegar kakan sem til skiptanna er stækkar ekki, en bitarnir verða sifellt minni, þá ber forystu verkalýðshreyfingar- innar og raunar atvinnurekenda sömuleiöis, að beita sér fyrif stefnu, sem tryggir óbreyttan kaupmátt og ekki lakari lifskjör. Þetta kann að nefnast varnarbar- átta, en vörn er það engu að siður, nauðvörn gegn þeim óskapnaöi. sem veröbólgan er. Hún æðir áfram eins og eldur yfir akur, brennir upp sparifé, og rýrir raungildi hverrar krónu jafnt og þétt. 1 stað þess að horfast I augu við þennan veruleika, er verið að bit- ast um 5 til 10% grunnkaups- hækkun og efna til verkfalla og verkbanna vegna einskisveröra ritstjórnar Ellert B. Schram ritstjóri skrifar kaupkrafna, sem allir vita aö verðbólgan gleypir áður en menn snúa sér viö. Yfirlýsing ráöherrans 1 þessu sambandi er vert aö velta fyrir sér innihaldi þeirrar yfirlýsingar sem einn ráöherr- ann, Tómas Arnason, viðskipta- ráðherra lét frá sér fara nú i vik- unni. Hann vildi fresta öllum verðbótum á laun 1. desember n.k. Þetta mun einhverjum þykja hraustlega mælt, og vist þarf kjark til að slá slikri fullyröingu fram, þegar þaö er haft i huga, aö þaö sem Tómas er raunverulega að segja, er, að hann vill ekki aö launin haldi þeim kaupmætti, sem kjarasamningar miðast við. Hann vill skera launaverð- bæturnar að fullu og öllu hvaö sem allri visitölu kemur. Enginn verkalýðsforingjanna sem á alþingi sitja hefur séö ástæðu til að gera þessa stefnu- yfirlýsingu ráðherrans aö um- talsefni. Þeir þegja þunnu hljóöi, rétt eins og skoðun ráöherrans skipti engu máli. Og þetta eru sömu mennirnir sem setið hafa allt þetta ár i samningaþófi, sem gekk út á grunnkaupshækkun á launum um 5 til 10%! Ef þögn þeirra lýsir afstööu verkalýðsforystunnar i heild, þá er það æpandi sönnun þess, hversu forysta verkalýðs- hreyfingarinnar misskilur hlut- verk sitt eða réttara sagt litils- virðir hagsmuni launafólks. Hvers virði eru grunnkaups- hækkanir án verðbóta I 50 til 70% verðbólgu? Vinnudeilur á fölskum for- sendum Eflaust er óhjákvæmilegt aö skerða að einhverju leyti launa- verðbætur jafnt sem verðlags- hækkanir, vexti, skatta og aöra þætti efnahagsmála, ef ná á tök- um á veröbólgunni, en þvi er þetta rakið hér, að kominn er timi til að beina verkalýðsforystunni úr þeim farþegi þar sem lagöar eru fram kröfur með röngum áherslum og efnt til vinnudeilna á fölskum forsendum. Og ef ekki er unnt að vekja for- ystu verkalýösins upp af þyrni- rósarsvefni, þá verður launafólk- ið sjálft að grípa I taumana. Ranglæti í lífeyrismálun- um Annað atriði, sem verka- lýðshreyfingin hefur van- rækt aö taka föstum tökum, eru lifeyrissjóðsmál. Eitthvert hróp- legasta ranglætið i þjóðfélaginu er sú staðreynd, að ellilifeyris- þegar i launastétt, njóta mismun- andi kjara, eftir þvi hvaða lif- eyrissjóöi þeir eiga aðild aö. 1 þjóðfélagi sem vill kenna sig viö jafnrétti og velferö, er þaö óþolandi misrétti aö lifeyrisþegar geti annarsvegar setið uppi meö betri kjör en þeir höfðu áöur i fullu starfi, og hinsvegar upp- skorið litilfjörlegar greiöslur úr óverðtryggðum lifeyrissjóðum. Þetta ástand getur ekki gengið lengur. Þvi ber að fagna, aö ein- stakir þingmenn og vissir stjórn- málaflokkar hafa sett fram skyn- samlegar tillögur um úrbætur, en hér sem endranær er verkalýðs- hreyfingin sein aö taka við sér, skilningslitil og stöðnuð. Einhleypingarnir En það þurfa fleiri að hafa i sig og á, en launafólkið. Ein er sú stétt manna á lslandi, sem sjald- an er i sviðsljósi og hefur ekki fjölmenn eöa áhrifamikil samtök sér til stuðnings. Það eru „ein- hleypingarnir” i atvinnulifinu, iðnaðarmaðurinn i bilskúrnum, kaupmaðurinn á horninu, bónd- inn i sveitinni, smiðurinn I húsa- viðgeröunum. Það er rétt, að flestir þessara manna hafa ein- hverja möguleika til aö ákveöa sjálfir þá reikninga, sem þeir setja upp, og þeir ákveða sjálfir skattskýrslu sina, án þess að fá launaseðla frá öörum. En staö- reyndin er þó sú, að starf þeirra er enginn dans á rósum, vinnu- dagur þeirra er langur og ekki mældur meö stimpilklukku, og þótt þeir, sem þykir grasið ávallt grænna hinum megin girðingar, sjái ofsjónum yfir slikum smáat- vinnurekstri, þá gera margir þessara „einhleypinga” ekki meirenað sjá sér farborða. Þess- ir menn búa við þá óvanalegu að- stööu, að þurfa aö hlita þvi, að skattayfirvöld áætli tekjur þeirra. Þeim eru skammtaöar tekjur af hinu opinbera og gert aö greiða skatt af þeim, hvort sem þeir ná þvi tekjumarki eöa ekki. A sinum tima var gripiö til þessarar skattlagningar, til að giröa fyrir skattsvik, og aö þvi leyti er reglan góðra gjalda verð. En það er afar óliklegt að nokkur stéttönnur, hvað þá ef hún er inn- an verkalýöshreyfingarinnar, myndi sætta sig við sllka aðstöðu. Hvað sem liður meintum skatt- svikum einhverra einstaklinga, þá getur ójöfnuður og afarkostir af þessu tagi varla staöist i þjóð- félagi þar sem allir' eiga áð vera jafnir fyrir lögum. EllertB.Schram

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.