Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Laugardagur 15. nóvember 1980. ' ALLT TIL MÓDELSMÍÐA Flugmddel i miklu úrvali, svifflugur ug mótorvélar fyrir fjarstýringar linustýringar cða fritt fljúgandi. Fjarstýrft bátamódel i miklu úrvaii. Fjarstýringar: 2ja-3ja-4ra Mikift úrval af glóftarhaus og og G rósa. rafmótorum. Balsaviöur í flökum • Balsaviður í listum Furulistar • Brennidrýlar Flugvélakrossviður • Ál og koparrör, stálvír Smáhlutar (fittings) til módelsmiða Verkfæri til módelsmíða og útskurðar o.fl. o.fl. Höfum einnig flugmódel i sérstökum pakkningum fyrir skóla á mjög hagstæðu verði. Póstsendum TÓmSTUPIDflHÚSIÐ HP Laugauegi lSTReytiauik $=31901 Fjarstýrftir bilar, niargar gerftir (ná allt aö 50 km, hrafta.) Útboð — jarðvinna Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti í húsgrunna í hluta af 3. byggingaráfanga á Eiðsgranda. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu V B Suðurlandsbraut 30, gegn 50. þús króna skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaq- inn 25. nóvember kl. 15. Stjórn verkamannabústaða • Reykjavik. SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuð 1980, hafi hann ekki verið greiddur i síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4.75% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mán- uð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 17. nóvember 1980. Það er ekkert undarlegt að hinn blindi, svarti Steveland Morris hafi feng- ið viðurnefnið Little Stevie Wonder, þegar hann kom fyrst fram með munn- hörpuna sina og töfraði fram hina fegurstu tóna úr þessu litla hljóðfæri. Siðan þetta var eru liðin mörg ár og enn er þetta undrabarn tónlistar- innar að spila, syngja og semja tónlist og skemmta aðdáendum sinum um viða veröld. STEVIE WONDER Undrabarn Ferill Stevie er svo til einn dans á rósum, frá þvi aö hann hóf samstarf sitt viö Benny Gor- day Jr. hjá Tamla Motown merkinu, aöeins 12 ára aö aldri áriö 1963.Stevie var ekki nema tæpra 5 ára þegar hann hóf nám I munnhörpu- og pianóleik. Þegar strákurinn var laus við skólaströggliö hlustaöi hann á „Ray frænda” eöa Ray Charles, sem einnig er blindur eins og kunnugt er. Þaö var bróöir Ronnie White i hinni þekktu soul hljómsveit Miracles sem upp- götvaöi hæfileika stráksins og kom honum á framfæri. Frá ár- inu 1963 og stanslaust til ársins 1973 söng Stevie og lék á ýmis hljóöfæri og kom hverju laginu á fætur ööru inná vinsældalist- ana. A miöju sumri 1973 lenti Stevie i alvarlegu umferöarslysi sem haföi nær oröiö þessum 22 ára undrapilti aö aldurtila. Sem betur fer greri hann sára sinna, en á meöan sárin voru aö gróa, geröist ýmislegt innra meö Stevie Wonder. Þegar hann tók til starfa á ný, var þaö ekki lengur undradrengurinn og unglingastjarnan Little Stevie Jónatan Garftarsson skrifar . Wonder sem söng og lék inná plötur, heldur alvarlega þenkj- andi tónskáld, tónlistarmaöur, lagasmiöur og söngvari sem haföi skoöanir á lifinu og tilver- unni og var umfram allt mjög leitandi. Þetta var enn eitt undriö þvi Steveland Morris var nánast endurborinn. Nýtt skeið Vinir og samstarfsmenn Stevie lýsa honum sem mjög til- finningarikum og næmum manni sem ekkert á nema góð- vild i garö alls sem lifsandann dregur. Stevie heyrist aldrei hallmæla neinum, hvernig sem á stendur og reynir hann frekar að bæta i bætifláka fyrir þá sem hallaö er á i hans eyru. Blindnin er honum engin hindrun og fer hann allra sinna ferða, enda nýtur hann góös af velgengn- inni. Stevie er fjölhæfur tónlistar- maöur, spilar jöfnum höndum á öll hljómborð, munnhörpu, trommur og önnur tiltæk hljóö- tæki ef þvi er að skipta. Auk þesser hann mjög góöur söngv- ari og ræður tilfinningin ferðinni i söng hans. Þrátt fyrir allt þetta hefur honum ekki alltaf gengiö allt i haginn. Er skemmst aö minnast þeirra móttaka sem siöasta hljómplatan hans fékk, „Journey Through the Secret Life of Plants”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.