Morgunblaðið - 02.01.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 02.01.2004, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 56,4% á nýliðnu ári sem er mesta hækkun frá upphafi. Ein helsta skýringin á þessari hækkun er hækkun á gengi bréfa Pharmaco, en þau hækkuðu um 183,5% á árinu, langmest allra bréfa á Að- allista Kauphallar Íslands. Samkvæmt Hálffimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka var mest velta á síðasta ári með bréf Íslands- banka, 75,6 milljarðar króna. Næst- mest velta var með bréf Kaupþings Búnaðarbanka, 53,8 milljarðar króna, og í þriðja sæti var Pharma- co með 44,9 milljarða króna veltu. Þó að hlutabréf margra fyr- irtækja hafi hækkað mikið í verði á árinu 2003, sér í lagi Pharmaco og fjármálafyrirtækjanna, lækkuðu önnur töluvert. Lækkunar gætir einkum meðal sjávarútvegsfyr- irtækja og er vísitala sjávarútvegs sú eina sem lækkaði á árinu. Eina fyrirtækið í sjávarútvegi sem er á Aðallista og hækkaði á árinu er Grandi, sem hækkaði um 16,5%, en öll önnur lækkuðu, fyrir utan Þor- móð ramma-Sæberg, sem stóð í stað. Þormóður rammi-Sæberg er raunar það fyrirtæki sem hækkaði mest í viðskiptum á síðasta degi ársins, um 8,1%, en fyrirtækið hefði að öðrum kosti lækkað á árinu líkt og flest hinna sjávarútvegsfyrir- tækjanna. Langmest hækkun hjá Pharmaco                                     !"  #"  $!  %& '  ()  "&  *       +  "   !    ,   ,"-     #& "&    '   .    !"  -  , /   -   &     01!    !"  ."  2  3#4!  $!!                   + !  #  /  #!  2&   !  , )"  3' %&  5 "&  6  #4"  #7%   7  (       -& 7 8%%7 "& . " $!!   %    7 9%!!   NOTKUN þessarar nýju rannsókn- artækni Stjörnu-Odda á heimsvísu hófst nú fyrir jólin er Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum merkti nokkra af hinum fornfrægu stóru urriðum úr Þingvallavatni með GPS-mælimerkjum. Þau GPS- merki munu mæla og skrá næstu 2 árin upplýsingar um hegðun fiskanna og umhverfi. Umræddar merkingar eru hluti af ítarlegum rannsóknum sem Laxfiskar standa fyrir á atferl- isvistfræði Þingvallaurriðans í samvinnu við Stjörnu-Odda og Hafrannsóknastofnun. Verkefnið er stutt af Landsvirkjun, Orku- veitu Reykjavíkur og Þjóðgarð- inum Þingvöllum, auk þess sem bændur við Þingvallavatn hafa lagt rannsóknunum lið á ýmsan máta. „Rannsóknirnar hófust 2003 og munu ef fjármögnun gengur eftir fela í sér umfangsmiklar merking- ar á Þingvallaurriða árin 2004 til 2006 er skila eiga dýrmætum upp- lýsingum frá GPS-mælimerkj- umum um það hvar urriðinn í Þingvallavatni heldur sig hverju sinni þrátt fyrir víðáttur þessa stærsta náttúrulega vatns Íslands. Merkingar á stórurriðum úr Öx- ará hafa nú þegar sýnt að þegar veturseta þeirra hefst í kjölfar hrygningar þá kjósa þeir sér dval- arstaði við lindir vatnsins. Flestir dvelja langdvölum um veturinn í kaldavermslum lindanna við norð- anvert Þingvallavatn, en einstaka fiskar finna sig í því að dvelja ein- hverja daga eða vikur við heitar lindir sunnanvert í vatninu. Rannsóknir með þessari nýju tækni í Þingvallavatni gefa ekki einungis dýrmætar upplýsingar um Þingvallaurriðann heldur verð- ur ennfremur notadrjúgt viðmið í þeim fiskirannsóknum með GPS- merkjum er sigla munu í kjölfarið hjá Laxfiskum og Hafrann- sóknastofnun, sem og öðrum að- ilum er taka í notkun þessa rann- sóknaraðferð,“ segir Jóhannes Sturlaugsson. Urriðinn úr Þingvallavatni merktur Jóhannes Sturlaugsson merkir Þingvallaurriða. STJÖRNU-Oddi hefur undanfarin ár þróað GPS-mælimerkin og til- svarandi GPS sendibúnað í sam- starfi við Simrad í Noregi með stuðningi frá Rannsóknaráði Ís- lands. Framleiðsla á merkjunum hófst í desembermánuði, í kjölfar prófana á merkjunum sem staðið hafa yfir frá því í maí 2003. Merkin og tilheyrandi sendibúnaður gera kleift að safna GPS staðarákvörð- unarupplýsingum frá farleið fiska sem bera GPS-rafeindamerkin. „Stjörnu-Oddi hefur frá því að fyrirtækið hóf framleiðslu á raf- eindafiskmerkjum verið leiðandi í framleiðslu mælimerkja er gefa færi á að afla ýmissa ítarlegra upp- lýsinga um atferli fiska (fiskdýpi o.fl.) og umhverfi þeirra (hiti o.fl.), en út frá þeim upplýsingum hefur m.a. tekist að ákvarða á hvaða svæðum fiskarnir hafa haldið sig fyrir tiltekin tímabil,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Nýju GPS mælimerkin safna slíkum upplýsingum sem fyrr, en safna til viðbótar með beinum hætti upplýsingum um landfræðilega staðsetningu fiskanna. Aðilar í fiski- rannsóknum hafa hingað til talið staðsetningu mikilvægasta einstaka þáttinn sem þörf væri að mæla með rafeindafiskmerkjum hjá fiskum sem fara víða. Nú hefur Stjörnu- Oddi í samvinnu við rannsókn- araðila þróað tækni sem gefur færi á slíkum upplýsingum og skapar um leið færi á að efla rannsóknir og ráðgjöf fiskifræðinga. „Stjörnu-Oddi hefur selt vörur félagsins til 28 landa og miklar von- ir eru bundnar því að hin nýju GPS rafeindafiskmerki muni auka um- svif félagsins enn frekar. Þess má geta að félaginu hefur tekist að vernda þróunarvinnuna með einka- leyfum á GPS merkjunum og hafa slík einkaleyfi verið gefin út til Stjörnu-Odda víða um heim,“ segir Sigmar. Stjörnu-Oddi kynnir nýja tækni í fiskirannsóknum Ásgeir Sverrisson, einn af tæknimönnum Stjörnu-Odda, notar GPS-sendinn. ÚR VERINU OG Vodafone (Og fjarskipti hf.) og Landsbanki Íslands hafa skrifað undir samning um endurfjár- mögnun nær allra langtímalána félagsins. Fjárhæð lánsins er 4,7 milljarðar kr. og er lánið veitt til hálfs fimmta árs. Tæplega helm- ingur lánsins er eingreiðslulán með vaxtagjalddögum en rúmlega helmingur lánsins er afborgunar- lán. Og Vodafone skrifaði undir sambankalán fjögurra banka snemma á þessu ári upp á 53 millj- ónir bandaríkjadala. Sá samning- ur var til tveggja ára um endur- fjármögnun allra lána þeirra félaga sem sameinuðust undir nafni Og Vodafone. Lánið sem nú er tekið er nýtt til uppgreiðslu sambankalánsins auk annarra lána og lækkar vaxtabyrði félags- ins, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Og Vodafone endur- nýjar lánasamninga Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.