Morgunblaðið - 02.01.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.01.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 35 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 12.30, 2.30, 4.30, 6.30, 8.30 og powersýning kl. 10.30 Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 2, 4 og 6. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 2, 4 og 6. B.i. 10. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Pow er- sýni ng kl. 10 .30 www .regnboginn.is  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ Yfir 40.000 gestir á 5 dögum! Gleðilegt nýtt ár „Besta mynd ársins.“ SV MBL  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2.30, 5, 6.30, 9 og 10.30 „Ein besta jólamynd sem sést hefur...“ Hjörleifur Pálsson, Kvikmyndir.com Kl. 6.30, 8.30 og 10.30. Með ensku tali. Sýnd kl. 2.30 og 4.30. Með íslensku tali.  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ www.laugarasbio.is Gleðilegt nýtt ár „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 40.000 gestir á 5 dögum! KRINGLUNNI SMÁRALIND 40-70% afsláttur ÚTSALAN HEFST 3. JANÚAR söguheimi Vigdísar. Táknrænt og sjónrænt svið kvikmyndarinnar er þannig nýtt á markvissan og næman máta til þess að fanga litbrigðin í vit- undarlífi Gríms, koma að upplýsing- um og vísbendingum um fortíð hans og tengsl við aðrar persónur, og árétta og undirbyggja leiðandi tákn og áherslur sögunnar. Þessi tákn- ræna og oft skorinyrta frásagnarleið gerir það þó að verkum að áhorfand- inn þarf stundum að rýna vel í leið- arvísinn og fylla inn upplýsingar út frá snyrtilega afgreiddum vísbend- ingum. Á stöku stað í upphafi sögunn- ar hefði e.t.v. mátt fylla betur í eyð- urnar, en eftir því sem byggt er betur undir söguheiminn verður hið skor- inyrta tungumál kvikmyndarinnar meira flæðandi. Í þeirri heild sem kvikmyndin er gerir margt smátt eitt stórt. Vönduð og bráðfalleg kvikmyndatakan fangar jafnt harðneskju og fegurð fjarðarins sem fínleg svipbrigði persónanna og er faglega að öllum þáttum kvik- myndagerðarinnar staðið. Það er ekki síst fyrir krafta hinna sterku leikara kvikmyndarinnar og magnaðrar tón- listarinnar, að táknheimur sögunnar fer á flug. Feðgarnir Ingvar E. Sig- urðsson og Áslákur Ingvarsson eru stórkostlegir í hlutverkum Gríms eldri og Gríms yngri, og oftar en ekki er það í gegnum svipbrigði og fas sem hvað mest er sagt. Gríðarlega mikið mæðir á hinum barnunga Ásláki við túlkun þeirrar margflóknu persónu sem drengurinn Grímur er, og sýnir frammistaða hans, ekki síst í tilfinn- ingalega þrungnum atriðum, að þar fer leikari af guðs náð. Aðrir leikarar eiga jafnframt hrós skilið, en þeir vinna vel og á samstilltan hátt úr fyr- irferðarminni hlutverkum ástvina og kunningja Gríms. Snæfríður Ingv- arsdóttir er ekki síður sterk í mótleik við bróður sinn Áslák og Kristbjörg Kjeld gefur Álfrúnu gömlu dýpt og þunga sem bætir upp fyrir það hversu dregið er úr umfangi samskipta þeirra Gríms í samanburði við skáld- söguna. Hin tregafulla og fallega tón- list Hjálmars H. Ragnarssonar gegn- ir jafnframt stóru hlutverki í að miðla tilfinningalegum umbrotum sögunn- ar. Einnig er vert að minnast á hið bráðfallega lag sem leikstjórinn samdi sjálfur og KK flytur. Lagið er leikið á mikilvægum stað í sögunni, þegar Grímur snýr aftur til æsku- og minningaslóðanna. Sem íslensk kvikmynd stendur Kaldaljós í áhugaverðu samspili við bæði samtímakvikmyndagerð og ís- lenska sagnahefð, og er það athygl- isverð tilviljun að kvikmyndin Nói albínói fjallar um ekki ósvipaða hluti. Hér líkt og víðar er unnið með kunn- uglegt minni sjávarþorpsins og æsku- stöðvanna, en með sinni sjálfstæðu og faglegu frásagnaraðferð tekst Hilm- ari Oddssyni að gæða söguna fersk- leika og krafti. Ástir í skugga erfiðrar æskureynslu: Ingvar E. Sigurðsson og Ruth Ólafs- dóttir í hlutverkum sínum í Kaldaljósi. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.