Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Co
sta
del Sol
53.942kr.
Sama sólin - sama fríi›
-en á ver›i fyrir flig!
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman.
67.830 kr. á mann ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug, gisting í 14 nætur á St. Clara, 10.000 kr. bókunarafsláttur
og ferðir til og frá flugvelli erlendis.
NEYTENDUM ólöglegra vímuefna
fjölgar enn á Íslandi sé miðað við
fjölda þeirra sem lögðust inn á
sjúkrahúsið Vog á síðasta ári. Sér-
staklega virðist neysla örvandi vímu-
efna vera að aukast eftir að hafa nán-
ast staðið í stað í þrjú ár. Hlutfall
amfetamín- og sprautufíkla eykst
töluvert milli áranna 2002 og 2003 og
sömuleiðis fjölgar kókaínneytendum
og þeim sem nota kannabisefni dag-
lega. Alls lagðist 1.801 einstaklingur
inn á Vog á síðasta ári, þar af 830
vegna neyslu ólöglegra vímuefna en
652 vegna áfengisvanda. 319 einstak-
lingar höfðu lyfjavanda með eða án
áfengisvanda.
Meðalaldur neytenda heldur áfram
að lækka og sjúklingar eru veikari og
vímuefnavandi þeirra flóknari en áð-
ur. Innlögnum á Vog fjölgaði um 300
á milli áranna 2002–2003, þær voru
2.050 fyrra árið en 2.350 á síðasta ári.
Þetta kom m.a. fram á blaðamanna-
fundi í gær þar sem kynntar voru
tölulegar upplýsingar um meðferðar-
starf SÁÁ á síðasta ári.
„Góðu fréttirnar eru þær að endur-
innlögnum ungs fólks í aldurshópnum
19 ára og yngri, sérstaklega karl-
manna sem eru 18 til 19 ára, fækkar,“
sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfir-
læknir á Vogi, á fundinum. „Þetta
bendir til þess að það meðferðar- og
forvarnarstarf sem beint er að þess-
um einstaklingum sé að skila árangri
þó að nýgengistölur standi í stað. Við
gerum okkur vonir um að ef við erum
að minnka þennan hóp þá smitar
hann ekki eins út frá sér svo við vænt-
um þess að nýgengistölurnar í þess-
um aldurshópi fari niður á næsta ári.
Þetta eru kannski einu góðu tíðindin
sem við erum með.“
Stórneytendum
kannabisefna fjölgar
Ólögleg vímuefnaneysla jókst mjög
mikið á árunum 1996–1999, var síðan
óbreytt næstu þrjú árin en vex nú aft-
ur, einkum örvandi vímuefnaneysla.
Kannabisneysla vex líka í öllum ald-
urshópum, samkvæmt tölum Vogs frá
síðasta ári. Fjöldi stórneytenda kann-
abisefna fer vaxandi og taldi sá hópur
650 einstaklinga í fyrra.
Langflestir daglegir neytendur
kannabis eru yngri en 25 ára og eru
karlar í miklum meirihluta. Af þeim
256 kannabisneytendum á aldrinum
15–19 ára sem komu á Vog í fyrra
gerðu 203 það daglega, eða 79%.
Þá hefur amfetamínfíklum sem
koma til meðferðar á Vogi fjölgað
milli áranna 2002 og 2003 og hafa þeir
aldrei verið fleiri en í fyrra eða rúm-
lega 500. Tæplega 30% allra einstak-
linga sem komu á Vog á síðasta ári
voru amfetamínfíklar. Nýjum tilfell-
um hefur fjölgað mjög; voru um 200
árið 2002 en voru tæplega 250 á síð-
asta ári. Langflestir neytendur am-
fetamíns eru yngri en 25 ára. Í aldurs-
hópnum yngri en 20 ára eru nánast
jafnmargir neytendur konur og karl-
ar en karlar eru mun fleiri í aldurs-
hópnum 20–24 ára.
Sprautufíklar allt niður
í 15 ára gamlir
Sprautufíklum fjölgar og nýju til-
fellin eru fleiri en undanfarin ár eða
116 á síðasta ári. Alls komu 420 ein-
staklingar á Vog árið 2003 sem höfðu
sprautað vímuefnum í æð og af þeim
höfðu 266 gert það reglulega. „Þetta
er það sem við höfum áhyggjur af.
Það virðist vera að mjög ungir ein-
staklingar séu að sprauta sig, jafnvel
niður í 15–16 ára,“ segir Þórarinn.
97 einstaklingar af þeim 830 sem
leituðu á Vog í fyrra notuðu morfín og
sprautuðu því í æð og 49 gerðu það
daglega. Nýju tilfellin af morfínfíkn
voru 42 og þar af sprautuðu 38 efninu
í æð. Ástandið er því svipað eða held-
ur betra en 2002 og faraldurinn virð-
ist ekki vera vaxandi, að sögn Þór-
arins sem telur að meðferð á
göngudeild, þar sem morfínfíklar
komi og fái lyf nokkrum sinnum í
viku, sé farin að skila árangri.
Ungum neytendum
fjölgar enn
Ungum vímuefnaneytendum hefur
farið ört fjölgandi á Vogi sl.tíu ár. Ár-
ið 1993 voru innritaðir 152 einstak-
lingar á aldrinum 13–19 ára en árið
2003 taldi þessi hópur 381 einstakling.
Athygli vekur að óvenju mörg ung-
menni fædd árið 1982 hafa komið á
Vog fyrir tvítugt, eða 4,22% árgangs-
ins miðað við 4% ungmenna sem fædd
eru árið 1981 og 3,89% fædd árið
1983. Alls komu 5,63% allra drengja
sem fæddir eru 1982 á Vog fyrir 20
ára aldur.
1.801 einstaklingur var lagður inn á
sjúkrahúsið Vog á síðasta ári og voru
642 að koma þangað í fyrsta skipti.
Árið 2002 lögðust 1.736 inn á Vog, 682
í fyrsta skipti. Mest fjölgar í aldurs-
hópnum 20–24 ára milli áranna.
Innlögnum á Vog fjölgaði
um 300 á síðasta ári
Morgunblaðið/Golli
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir það áhyggjuefni að sprautufíklum sé að fljölga.
Neytendum
örvandi vímu-
efna fjölgar
umtalsvert
„MEÐFERÐARSTARF okkar hefur
gjörbreyst á undanförnum árum,“
sagði Þórarinn Tyrfingsson, yf-
irlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, á
blaðamannafundi sem haldinn var í
gær. „Við höfum færst yfir í mun
meiri bráðalækningar fyrir vímu-
efnasjúklinga og afeitrun sem er í
höndum lækna, hjúkrunafræðinga
og sjúkraliða á Vogi.“
Þeir sem njóta þessarar þjónustu
eru greindir á bráðamóttökum
Landspítala og á göngudeildinni á
Vogi auk þess sem sjúkrahús og
heilsugæsla um land allt notfæra sér
þjónustu Vogs.
Á göngudeildinni á Vogi voru tek-
in 2.000 viðtöl á síðasta ári og í fram-
haldi af þeim voru rúmlega 700 ein-
staklingar lagðir inn á sjúkrahúsið í
skyndi. Þórarinn sagði að á móti
kæmi að Landspítalinn hefði dregið
úr þjónustu við áfengis- og vímu-
efnasjúklinga á undanförnum árum
og leitaði nú í vaxandi mæli eftir
samvinnu við SÁÁ.
Göngudeildarstarfsemi hefur
stóraukist hjá SÁÁ, heimsóknir á
deildina í Síðumúla voru um 17 þús-
und á síðasta ári og 200 einstak-
ingar fengu þar endurhæfingu.
Þórarinn sagði að áhersla hefði
verið aukin á meðferð fyrir konur
og að oftast væri engin bið eftir
slíkri meðferð. Þá sagði hann að
unglingadeildin annaði öllum þeim
sem þangað koma.
Þá hófst á þessu ári sérstök með-
ferð fyrir karlmenn 55 ára og eldri
og er hún til húsa að Vík, þar sem
m.a. fer fram endurhæfing fyrir
konur.
Meðferðarstarf hefur
breyst undanfarin ár
NÚ ER búið að loka fyrir umsókn-
ir um veiðileyfi ársins á hreindýr
og bárust rúmlega 1.100 umsóknir
um 800 veiðileyfi.
Eftir er að vinna úr umsóknum
og gera má ráð fyrir að einhverjir
tugir detti út við nánari skoðun.
Umframeftirspurn er á flestum
svæðum nema svæðum 4, 8 og 9.
Flestir umsækjendur sækja hins
vegar um varadýr fái þeir ekki út-
hlutað í fyrstu umferð, þannig að
útlit er fyrir að nær allur kvótinn
fari í fyrstu úthlutun.
Áki Ármann Jónsson hjá veiði-
stjórnunarsviði Umhverfisstofn-
unar segir að í fyrra hafi kvótinn
verið jafnmikill en þá voru um-
sóknir 883 á sama tíma. „Hluti
skýringarinnar á þessu er sú kerf-
isbreyting sem var gerð á veið-
unum fyrir nokkrum árum, þar
sem öll leyfi eru nú seld af einum
aðila, þ.e. Umhverfisstofnun“ segir
Áki.
„Í fyrstu fá allir mest úthlutað
einu dýri. Ef umframeftirspurn er
sitja allir veiðimenn við sama
borð, því þá sér tölvuforrit um að
draga handahófskennt úr inn-
sendum umsóknum. Síðast en ekki
síst hefur verið þó nokkuð mikil
umfjöllun um hreindýraveiðar og
eldun á hreindýrakjöti í fjöl-
miðlum í vetur.“
Áki segir hugsanlegt að alfriðun
á rjúpu spili hér líka inn í að ein-
hverju leyti ásamt því að hrein-
dýrið er stærsta bráð sem veiða
má á Íslandi og því margir veiði-
menn sem vilji bæta því á listann.
Dregið verður úr umsóknum
laugardaginn 28. febrúar á Egils-
stöðum á aðalfundi Félags leið-
sögumanna með hreindýraveiðum.
Umsóknarfrestur um hreindýraveiðileyfi útrunninn
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Um 20% aukning á umsóknum
ÁÆTLANIR deCODE, móður-
félags Íslenskrar erfðagreiningar,
gera ráð fyrir að tekjur félagsins á
þessu ári muni nema um 50 millj-
ónum Bandaríkjadala, sem jafngildir
um 3,4 milljörðum íslenskra króna.
Þá er gert ráð fyrir að handbært fé
félagsins minnki á árinu um svipaða
fjárhæð og á síðasta ári. Þetta kom
fram í máli Hannesar Smárasonar,
aðstoðarforstjóra Íslenskrar erfða-
greiningar, á símafundi félagsins í
gær í tilefni af birtingu ársuppgjörs
félagsins fyrir árið 2003.
Hannes sagði að deCODE hafi náð
því markmiði sínu að ganga ekki
meira á handbært fé félagsins en
sem nemur 20 milljónum dala á árinu
2003. Handbært fé félagsins minnk-
aði um 18,6 milljónir dala á árinu,
sem svarar til um 1.200 milljóna ís-
lenskra króna, en handbært fé fé-
lagsins í árslok var um 75 milljónir
dala, eða um 5,1 milljarður króna.
Hann sagði að áður hafi verið
greint frá því markmiði deCODE að
ganga ekki á handbært fé félagsins á
fjórða ársfjórðungi 2003. Þessu
markmiði hafi verið náð á þriðja árs-
fjórðungi. Það náðist hins vegar ekki
á fjórða ársfjórðungi en þá lækkaði
handbært fé félagsins um tæpar
fjórar milljónir dala.
Hannes sagði þetta ekki aðalatriði
því dregið hafi verið úr kostnaði og
framleiðni hafi aukist. Þá hafi verið
sýnt fram á að hægt sé að reka fyr-
irtækið án þess að ganga á handbært
fé þess, en fyrirtækið láti spennandi
tækifæri ekki framhjá sér fara, og á
fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru
þess vegna gjaldfærðar leyfis-
greiðslur vegna hjartalyfsins
DG031.
Um 6% aukning tekna
Tekjur deCODE á árinu 2003
námu um 47 milljónum dala, jukust
um um nærri 15% frá fyrra ári. Með
hliðsjón af því að gert er ráð fyrir að
tekjurnar á þessu ári verði um 50
milljónir dala er áætlað að þær auk-
ist um 6% milli ára.
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, gerði á
símafundinum grein fyrir helstu
áföngum í starfsemi Íslenskrar
erfðagreiningar á árinu 2003. Hann
sagði að ýmsar merkilegar niður-
stöður hafi náðst í rannsóknum fyr-
irtækisins á árinu, sem muni gera
því kleift að koma á markað afurðum
til lækninga á algengum sjúkdóm-
um.
Afkoma deCODE
rædd á Netfundi
Tekjur áætl-
aðar um 50
milljónir
dala á árinu