Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Síma-forsýning kl. 8. 21 Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Frábær gamanmynd með frábærri tónlist. Með hinni efnilegu Beyoncé Knowles, fimmföldum Grammy verðlaunahafa og Óskarsverðlaunahafanum Cuba Gooding Jr. Forsýning Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents Sérstök Síma-forsýning kl.8 Síminn býður 2 fyrir 1 gegn framvísun tilboðsmiða HJ. MBL  ÓHT. Rás2 6 Tilnefningar til óskarsverðlauna m.a. besta mynd ársins Sýnd kl. 5.50 og 10. B.i. 16. Heimur fa rfuglanna Sýnd kl. 5.50 og 8. Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Mögnuð mynd með Óskarsverðlaunahöfunum Ben Kingsley og Jennifer Connelly Tilnefningar til óskarsverðlauna3 Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið Gamanmynd eins og þær gerast bestar ! Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“.  Roger Ebert  HJ MBL  ÓHT Rás2 Erótísk og örgrandi. Leikur Óskarsverðlaunahafanna er magnþrungin. Byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Philip Roth. í i i l f i . l l f i ili . Sýnd kl. 6. Stefnumót á Borginni allar helgar Nú verður aftur hægt að upplifa gömlu stemn- inguna og fá sér góðan snúning í sparifötunum við ekta danstónlist. Hljómsveitin Stefnumót ásamt söngvurunum Ruth Reginalds og André Bachmann mun leika danstónlist af bestu gerð frá kl. 22-01 öll föstudags- kvöld og frá 22-02 öll laugardagskvöld í vetur. Aðgangeyrir 1000 kr. Í hjarta borgarinnar Borðapantanir í síma 551 1247 SPURNINGAKEPPNI fram- haldsskólanna, Gettu betur, hefur um árabil verið með vinsælasta sjónvarpsefni á landinu, enda fer þar saman létt skemmtun og æsi- spennandi keppni. Nú eru 8 lið eftir af 28 sem hófu þátttöku og verður sjónvarps- keppnin haldin í fyrsta sinn í Vetr- argarði Smáralindar, að einni við- ureign undanskilinni. Nýtt útlit er á keppninni í ár og líka verða skemmtiatriði skólanna með nýju sniði, unnin fyrirfram í samvinnu við Sjónvarpið. Í fyrstu viðureign 8-liða úrslita mætast getspakir nemendur nýlið- anna í Menntaskólanum Hrað- braut og Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Í liði Menntaskólans Hraðbraut- ar eru Davíð Geir Jónasson, Sig- urður Pálmi Sigurbjörnsson og Egill Axfjörð Friðgeirsson. Fyrir Fjölbrautaskólann í Garðabæ keppa Hulda Guðjónsdóttir, Kári Eyvindur Þórðarson og Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson. Spyrj- andi er Logi Bergmann Eiðsson, dómari og spurningahöfundur Stefán Pálsson og um dagskrár- gerð sér Andrés Indriðason. Taplaust lið Ekki mátti trufla Hraðbrautar- menn á stífum æfingum í gær, en formaður nemendafélags Hrað- brautar, Bjartmar Alexandersson sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri mikill hugur í liði sínu og stefnt væri að því að fara með sigur af hólmi í þessari frumraun. „Við erum eina liðið sem getur státað af hundrað prósent árangri í þessari keppni. Við erum taplaust lið. Að vísu stafar það af því að við erum nýr skóli og höfum þar af leiðandi aldrei keppt í Gettu betur áður,“ sagði Bjartmar og sló á létta strengi. En svo tók alvaran við og hann bætti við: „Okkar menn eru sterkastir í dægurmál- um, sagnfræði og pólitík. Þeir hafa æft af gríðarlegu kappi og ætla sér stóra hluti. Það er búið að gera prufur og liðið er frábært í bjöllu- og vísbendingaspurningum og hraðaspurningarnar eru að koma. Það er helst að verið sé að æfa þær á endasprettinum, enda eru mörg dæmi um að menn stressist upp og jafnvel þannig að lið eru nánast búin að vinna keppnina ef þau ná góðum árangri í hraðaspurningun- um.“ Mæta vel stemmd Lið Fjölbrautaskóla Garðabæjar mætir vel stemmt til leiks, en Hulda Guðjónsdóttir fyrirliði segir liðið hvorki óttast hið óþekkta við mótherjann Hraðbraut né keppn- ina í heild, markmiðið í upphafi hafi verið að „verða sér ekki til skamm- ar,“ en þegar frá leið sé stefnt að því að „vinna Hraðbraut, sjá svo til og vona það besta,“ eins og hún komst að orði. Hulda sagði það heppilegast fyr- ir Garðbæinga ef allar spurning- arnar fjölluðu um landafræði, því einn í liðinu væri með allt slíkt á hreinu. Lítið væri þó treystandi á slíkt og sagði hún æfingar hafa verið stífar og fjölbreytilegar. „Við byrjuðum æfingar þann 10.janúar og höfum verið mjög dugleg að æfa síðan. Lögðum framan af mesta áherslu á hraðaspurningar og höf- um einnig eytt góðum tíma í nokk- urs konar staðreyndasöfnun. Þá höfum við tvisvar efnt til æfinga- móts, gegn Iðnskóla Hafnarfjarðar og Fjölbrautarskóla Akraness. Þetta voru fínar æfingar og við vorum ánægð með útkomuna hjá okkur. Við mætum því óhrædd til leiks,“ sagði Hulda. Hið óþekkta og vel stemmda Morgunblaðið/Þorkell Lið Fjölbrautar í Garðabæ: Hulda Guðjónsdóttir, Kári Eyvindur Þórð- arson og Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson. Gettu betur er í kvöld á RÚV Kl. 20.10. Lið Menntaskólans Hraðbrautar: Davíð Geir Jónasson, Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson og Egill Axfjörð Friðgeirsson. FYRSTA íslenska Idol-stjarnan, Kalli Bjarni, fékk sér stóran bita af vænum borgara eftir að hafa klippt á borðann og opnað form- lega nýjan Burger King- veitingastað í Smáralindinni í gær. Er um að ræða fyrsta veit- ingastað þessarar alþjóðlegu skyndibitakeðju á Íslandi en hún var sett á laggirnar í Bandaríkj- unum á 6. áratugnum og eru nú vel yfir 11 þúsund staðir í 57 löndum. Kalli Bjarni fékk sér borgara Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.