Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 30
BORGARBÓKASAFN býður til
glæpasögugöngu í miðborginni í
kvöld kl. 20.40 og er gangan liður í
Vetrarhátíðinni.
Safnast verður
saman við Höfuð-
borgarstofu við
Ingólfstorg og
þaðan gengið um
miðborgina. Með-
al viðkomustaða
verður gamli
kirkjugarðurinn
við Suðurgötu,
þar sem Árni
Friðleifsson varð-
stjóri kemur í fullum skrúða á lög-
reglumótorhjóli og les úr Dauðarós-
um Arnalds Indriðasonar við leiði
Jóns Sigurðssonar þar sem líkið
finnst í bókinni; Alþingishúsið, þar
sem Guðrún Ögmundsdóttir þing-
kona les úr bók Stellu Blómkvist
Morðinu í Alþingishúsinu, Lands-
bankahúsið í Austurstræti sem var
vettvangur glæps í bókinni Allt í lagi
Reykjavík frá 1939 eftir Ólaf Faxa-
fen, gamla útvarpshúsið – Fiski-
félagshúsið, sem kemur við sögu í
Margeir og spaugaranum eftir
Gunnar Gunnarsson, og víðar. Ævar
Örn Jósepsson mun svo í lokin lesa
úr bók sinni Svörtum englum á
Næsta bar í Ingólfsstræti, sem
nokkuð kemur við sögu í þeirri bók.
Ævar Örn Jósepsson segir að
gangan verði örugglega skemmtileg.
„Þegar maður er á annað borð að
skrifa raunsæissögu, vill maður
gjarnan nota slóðir sem eru til.
Glæpasaga sem gerist í Reykjavík,
hlýtur að teygja anga sína um götur
borgarinnar. Það er svo misjafnt
hvað menn ganga langt í að lýsa
staðháttum - lýsa götum og húsum
nákvæmlega. Í seinni bók minni lýsi
ég staðháttum nánar en í þeirri fyrri,
og mun gera meira af því framvegis
að nota alvöru staði. Mér finnst það
eðlilegt – þetta eiga að heita raunsæ-
issögur og þá er maður á raunveru-
legum stöðum. Mér finnst fara best á
því. Þetta er umhverfi sem allir gjör-
þekkja, og mér finnst það skaða trú-
verðugleika sagnanna að búa eitt-
hvað staði, sem ekki eru ekta. Í
bókinn Allt í lagi Reykjavík, sem er
frá 1939 er til dæmis brotist inn í
Landsbankann við Austurstræti, og
þar er nákvæm lýsing á öllum stað-
háttum. Þar er líka setið löngum
stundum á Borginni og skrifstofur
leigðar í ákveðnum húsum, og skúr
tilgreindur hér og annar þar – allt í
nákvæmum smáatriðum, og það er
mjög skemmtilega gert.“
Ævar Örn og Úlfhildur Dagsdóttir
eru leiðsögumenn á göngunni. Gang-
an tekur um eina og hálfa klukku-
stund, og er þátttaka ókeypis.
Gengið á slóðum glæpasögunnar
Eðlilegt að nota
raunverulega staði
Ævar Örn
Jósepsson
Leiði Jóns forseta verður meðal viðkomustaða í glæpasögugöngunni.
LISTIR/VETRARHÁTÍÐ
30 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
CARLES DUARTE i Montserrat
er menntaður málvísindamaður og
hefur unnið mikið að verndun og út-
breiðslu katalónskrar tungu. Hann
hefur tekið þátt í útgáfu á ýmsum
bókum sem snerta katalónska
tungu og menningu, samið fjölmörg
rit um málvísindi og ljóðabækur og
var einnig virkur í stjórnmálum og
helsti aðstoðarmaður Jordi Pujol,
forseta Katalóníu, til fjölda ára. Du-
arte er nú forstöðumaður stofnunar
Jaume I. sem hefur það hlutverk
helst að styrkja rannsóknir á kata-
lónsku máli og menningu og að ýta
undir notkun á katalónsku í daglegu
lífi.
Fyrir stuttu gaf Háskólaútgáfan
út ljóðabókina Þögnina eftir Carles
Duarte en í bókinni birtast ljóð
hans á fjórum tungumálum, kata-
lónsku, spænsku, frönsku og ís-
lensku. Af því tilefni og vegna Vetr-
arhátíðar og barselónskrar
menningarhátíðar, Með kveðju frá
Barcelona, sem haldin verður á
Kjarvalsstöðum 20. til 22. febrúar
nk., les Carles Duarte ljóð og fjallar
um tengsl heimspekikenninga Plótí-
nosar við ljóðagerð hans, en í upp-
hafi hvers ljóðs í Þögninni er til-
vitnun í Níundir eftir Plótínos.
11. september 1973
Stofnun Jaume I., Fundació
Jaume I, lætur ekki mikið yfir sér í
kassalaga húsi við Balkmes í Barce-
lona. Innan dyra er þó hlýlegt og
Carles Duarte i Montserrat alúðleg-
ur viðkynningar. Eins og málvís-
indamanna er siður leggur Durate
mikið upp úr því að tala rétt mál, en
viðtalið fer fram á ensku. Hann tal-
ar af varkárni, veltir fyrir sér orð-
unum, talar hægt en hárrétt.
Duarte veit nákvæmlega hvenær
hann byrjaði að yrkja; 11. septem-
ber 1973, þegar uppreisnarmenn
undir stjórn Augusto Pinochets
myrtu Salvador Allende, forseta
Chile. „Ég var mikill aðdáandi Pa-
blos Nerudas og annarra chileskra
skálda og þessir atburðir höfðu
gríðarleg áhrif á mig; urðu ekki
bara til að glæða með mér áhuga á
ljóðlist heldur líka hvatning til að
semja ljóð.“
Duarte byrjaði að yrkja á
spænsku, segir að sér hafi ekki
fundist sem hann kynni katalónsku
nógu vel enda var bannað að kenna
hana á þessum árum þegar Franco
var enn við völd. „Það var töluð
katalónska á heimili mínu, en ekki í
skólanum eða á opinberum vett-
vangi. Eftir að hafa ort í nokkur ár
varð mér þó ljóst að ég yrði að fara
að yrkja á móðurmálinu til að vera
heiðarlegur gagnvart sjálfum mér,“
segir Duarte og bætir við að það
hafi tekið hann nokkur ár að ná
nógu góðum tökum á katalónsk-
unni, en fyrsta ljóðabók hans kom
út 1984. Næsta bók 1989 og síðan
margar bækur til viðbótar. „Það er
mér lífsnauðsyn að yrkja, ekki bara
til að til að skynja lífið á sem dýpst-
an hátt, ég verð að skrifa til að vera
hamingjusamur, ef hamingja er þá
til á annað borð.“
Eins og getið er, er Duarte
menntaður málvísindamaður og
hann segir að það hafi vissulega
haft áhrif á það hvernig hann noti
orð, hvernig hann beiti tungumál-
inu. „Ég er meðvitaðri en ella um
söguna sem er á bak við hvert orð.
Orð eru ekki búin til af hverjum og
einum, þau eru sammannleg sköpun
margra alda og ekki bara hljóð
heldur saga tilfinninga,“ segir Du-
arte og bætir við að vel megi vera
að lesandi skilji ljóð á annan hátt en
hann sjálfur, en það skipti ekki máli
í sjálfu sér. „Ljóð er list eins og
málverk eða tónlist. Ég ætlast ekki
til þess að lesandinn skilji ljóð eftir
mig á sama hátt og ég, það er list
og á sér sjálfstætt líf, hver lesandi
ljóðs eignast það.“
Vil deila lífi mínu með öðrum
Í ljóðum Duartes sem koma nú út
á íslensku eru vísanir í sögu og
menningu sem er ekki öllum jafn
ljós. Hann segist þó alls ekki fara
sömu leið og til að mynda T.S. Eliot
sem lagði talsvert á sig til að gera
mörg ljóða sinna torskilin. „Að
skrifa ljóð er ekki tilraun, mál- eða
sagnfræðiæfing, ég er að tjá tilfinn-
ingar og vil deila lífi mínu með öðr-
um. Mér finnst líf hvers og eins
mjög merkilegt og ber mikla virð-
ingu fyrir hverjum og einum og
reyni að skrifa út frá því.“ Þrátt
fyrir þessa skýringu leggur Duarte
áherslu á að hann vilji alls ekki
segja fólki fyrir um hvernig það eigi
að skilja ljóð hans. „Ég er ekki að
reyna að kenna fólki, heldur að
deila með því, ég reyni bara að vera
heiðarlegur.“
Ljóðin í Þögninni eru mörg
þrungin trega eftir hinu liðna og
Duarte segir að það spegli lífið. „Að
lifa er að njóta lífsins, að reyna að
skilja annað fólk, að skilja hvert
hlutverk okkar er. Þegar maður
verður síðan eldri er erfitt að vera
eins hamingjusamur og þegar mað-
ur var yngri,“ segir Duarte og kím-
ir. „Það er mikilvægt að gagnrýna
ekki lífið, ég er ekki í glímu við lífið.
Ég finn fyrir trega, en ekki vegna
uppgjafar.“
Orð eru saga tilfinninga
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
Katalónska skáldið Carles Duarte i Montserrat.
Katalónska ljóðskáldið Carles Duarte
i Montserrat er komið hingað til lands í
tilefni af útkomu ljóðabókarinnar
Þagnarinnar. Hann sagði Árna Matthías-
syni að það væri sér lífsnauðsyn að yrkja.
arnim@mbl.is
VETRARHÁTÍÐ og Söngskólinn í
Reykjavík standa fyrir fimm „stutt-
um“ tónleikum á Vetrarhátíð sem
hefst í dag. Yfirskriftin er Stutt upp-
lyfting í skammdeginu og verða tón-
leikarnir haldnir í tónleikasal Söng-
skólans, Snorrabúð, Snorrabraut 54.
Að tónleikunum standa fimm ungar
söngkonur sem eru í námi á há-
skólastigi við Söngskólann.
Meðal annars verða fluttir fjórir
ljóðaflokkar sem sjaldheyrðir eru í
heild sinni og tvær veraldlegar kant-
ötur frá barokktímanum.
Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.30, og á
dagskrá þeirra eru veraldlegar
kantötur eftir Telemann og Händel.
Lára Bryndís Eggertsdóttir syngur,
en með henni leika Rut Ingólfsdóttir
og Lilja Hjaltadóttir á barrokk-
fiðlur, Sigurður Halldórsson á bar-
okkselló og Kristinn Örn Kristinsson
á sembal. „Ég leik líka á orgel og hef
leikið mikið af barrokktónlist, og
var því spennt fyrir því að syngja
eitthvað frá þeim tíma. En það var
algjör tilviljun hvernig þetta pró-
gramm varð til,“ segir Lára Bryn-
dís. „Fyrir ári var ég stödd í nótna-
búð í Þýskalandi, og rakst þar á
kantötuna eftir Telemann, og þegar
ég fór að skoða hana kom í ljós að
þetta var ljómandi skemmtileg tón-
list. Sönskólinn hugðist þá efna til
hádegistónleikaraðar, og mér datt í
hug að smala saman fólki með mér
og bjóða þetta fram, en vantaði þá
eitthvað annað með. Ólöf Kolbrún
Harðardóttir benti mér þá á kant-
ötuna eftir Händel. Þá vildi svo
skemmtilega til að efni hennar pass-
ar svo vel við efni hinnar kant-
ötunnar. Í Telemann er ung stúlka
sem segir frá og hún er að fara að
gifta sig. Hún er alveg í skýjunum
og er farin að vagga syninum í hug-
anum og syngur meira að segja um
það að það að kyssa eiginmanninn
jafnist alveg á við sýruflösku og súr-
kál! Þetta er semsagt gamankant-
ata. Kantata Händels er hins vegar
alveg á hinn veginn. Þar syng ég til
ótrúa elskhugans og úthúða honum í
bak og fyrir. Það er þó ekki þannig
að unnustan sé að bresta í vol og víl,
heldur ætlar hún bara að gefa skít í
karlinn. Kantöturnar passa því
skemmtilega saman.“
Á föstudag verða tónleikar kl.
12.15. Þar flytja María Jónsdóttir
sópran og Elín Guðmundssdóttir pí-
anóleikari Wesendonk-lieder eftir
Richard Wagner og sönglög eftir
Markús Kristjánsson og Sigfús Ein-
arsson.
Tvennir tónleikar verða á laug-
ardag kl. 15 og kl. 17. Helga Magn-
úsdóttir sópran og Iwona Ösp Jagla
píanóleikari flytja Haugtussu eftir
Edvard Grieg og Auður Guðjohnsen
mezzósópran og Ólafur Vignir Al-
bertsson píanóleikari flytja Les Nu-
its d’Été eftir Hector Berlioz.
Fimmtu og síðustu tónleikarnir
verða á sunnudag kl. 17. Þar flytja
Sibylle Köll mezzósópran og Lára S.
Rafnsdóttir píanóleikari Zigeuner-
lieder eftir Jóhannes Brahms og
fjögur ljóð eftir Richard Strauss.
Hverjir tónleikar eru 30–40 mín-
útna langir og verð aðgöngumiða er
500 kr.
Kossinn á við sýruflösku og súrkál
Þær halda stutttónleika á Vetrarhátíð: María Jónsdóttir, Helga Magn-
úsdóttir, Auður Guðjohnsen, Sibylle Köll og Lára Bryndís Eggertsdóttir.
Svipmyndir
á glugga
LJÓSMYNDASAFN Reykjavíkur tekur þátt í
Vetrarhátíð með ljósmyndaskyggnusýningu í
götuglugga Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi.
Myndirnar lýsa fjölbreyttri sýn ljósmyndara á
samtíma sinn og umhverfi. Meðal myndanna
verður þessi ljósmynd Jóhanns Vilbergs frá 1963.
Sirrý Geirs – Sigríður Geirsdóttir, fegurðar-
drottning og leikkona, er hér í heimsókn frá Am-
eríku. Sirrý úti á svölum Hótel Sögu, Háskólabíó,
og Hagatorg og Neskirkja blasa við. Sýningin
verður í kvöld kl. 20.15 og annað kvöld kl. 19.15.