Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 59

Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 59 MÖLTUBÚAR, sem leika með Ís- lendingum í riðli í undankeppni HM 2006 í knattspyrnu, komu mjög á óvart á mánudaginn þegar þeir unnu Eistland, 5:2, á heimavelli. Það var annar leikur þeirra í ár- legu, fjögurra þjóða móti en áður höfðu þeir gert 0:0 jafntefli við Mol- davíu. Mótinu lauk í gær en þá töp- uðu Möltubúar fyrir Ólympíuliði Hvít-Rússa, 2:0, í nánast hreinum úrslitaleik. Hvít-Rússar fengu 6 stig, Eistar 6 stig, Möltubúar 4 og Moldavíumenn eitt stig en Eistar sigruðu Moldavíu, 1:0, í gær. Þetta voru fyrstu leikir Möltubúa undir stjórn nýs þjálfaratvíeykis en það eru Þjóðverjinn Horst Heese og heimamaðurinn Carmel Busuttil. Stórsigur Möltu FÓLK  ATLI Jóhannsson náði í gær sam- komulagi við Knattspyrnudeild ÍBV um að leika með liðinu út tímabilið 2006. Atli hefur, þrátt fyrir að vera ungur að árum, orðið einn af burðar- ásum liðsins auk þess sem hann hefur leikið með landsliði Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri.  ÞAÐ var mikið skorað í Goa á Ind- landi er liðin Curtorim Gym og Wilf- red Leisure áttu í höggi við Sangolda Lightning og Dona Paula. Gym og Leisure léku bæði á heimavelli og voru í harðri baráttu um að komast upp í 1. deild, liðin unnu sína leiki nokkuð sannfærandi, 61:1 og 55:1.  AÐ sjálfsögðu vöktu þessi úrslit efasemdir í röðum knattspyrnusam- bands Goa, en eftirlitsmenn á þeirra vegum voru á báðum leikjunum. Öll- um liðunum var vísað úr keppni þar sem þau eru grunuð um að hafa hag- rætt úrslitum sér í hag.  MAGNUS Wislander, einn reynd- asti handknattleiksmaður heims, tekur við þjálfun Redbergslid í sum- ar, en hann hefur leikið með liðinu undanfarin tvö ár. Núverandi þjálfari er á leið til Danmerkur hvar hann stýrir kvennaliði Ikast á næstu leik- tíð. Eitt fyrsta verk Wislanders verð- ur að finna nýjan markvörð fyrir Redbergslid en tékkneski landsliðs- markvörðurinn, Martin Galia, sem nú stendur á milli stanga liðsins er á leið til Celje Pivo Lasko í Slóveníu.  ANDREAS Larsson, landsliðs- maður Svía í handknattleik, hættir að leika með Nordhorn í Þýskalandi í vor og flytur heim til Svíþjóðar. Þar hyggst hann leika með sínu gamla fé- lagi, IFK Skövde.  KEVIN Toth, kúluvarpari frá Bandaríkjunum tilkynnti í fyrradag að hann væri hættur æfingum og keppni. Hann kynnti ákvörðun í kjöl- far þess að bandaríska frjálsíþrótta- sambandið greindi frá því að staðfest hefði verið að Toth hefði fallið á lyfja- prófi, hefði neytt THG-stera. Toth sagði ákvörðun sína ekki tengjast lyfjamálinu, hann hefði ákveðið í haust að hætta. Toth varpaði kúlunni lengst 22,67 metra árið 2002 og var það þá besti árangur sem náðst hafði í heiminum í 13 ár.  DON King umboðsmaður í at- vinnuhnefaleikum segir að hann geti lofað George Foreman fyrrum heimsmeistara í þungavigt um 1,4 milljörðum ísl. kr. taki hann ákvörð- un um að keppa á ný. Foreman er 55 ára gamall og segir sjálfur að hann þyrfti að léttast um 20 kg., áður en hann tæki ákvörðun um slíkt. Fyrir áratug kom Foreman á ný til keppni og varð heimsmeistari á ný í þunga- vigt með því að leggja Michel Moo- rer, en síðast keppti Foreman árið 1997. Foreman varð fyrst heims- meistari árið 1973 er hann lagði Joe Frazier, en ári síðar tapaði hann titl- inum á ný í rimmu sinni gegn Mu- hammad Ali. Haukarnir hófu leikinn af miklumkrafti og gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi í leiknum. Staðan eftir tveggja mínútna leik var 3:0 og Hauk- arnir höfðu eftir það Stjörnumenn í helj- argreipum. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavars- son fóru mikinn í liði Hauka á upp- hafskaflanum. Ásgeir skoraði fjögur af fimm fyrstu mörkum Hauka og Vignir var gríðarlega sterkur á lín- unni, skoraði fimm mörk í fyrri hálf- leik og fiskaði að auki tvö vítaköst. Stjörnumenn reyndu af veikum mætti að standa uppi í hárinu á Hauk- unum en sofandaháttur í vörninni og óðagot í sókninni varð þess valdandi að Haukarnir bættu við forskot sitt jafnt og þétt og höfðu sex marka for- skot í hálfleik. Stjörnumenn náðu að snúa sex marka tapi í hálfleik á móti Val á dög- unum í sigur og kröftug byrjun þeirra í seinni hálfleik gegn Haukum á Ás- völlum í gærkvöld minnti leikmenn Hauka á það. Stjarnan skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í þrjú mörk, 19:16, en þá sögðu þeir rauð- klæddu hingað og ekki lengra. Þeir svöruðu góðum leikkafla Stjörnunnar með fjórum mörkum í röð og þegar stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik var forysta Haukanna orðin átta mörk. Hafnarfjarðarliðið slakaði ekkert á klónni og þó svo Páll þjálfari Ólafsson gæfi minni spámönnum tækifæri þá héldu Haukarnir góðum dampi og framkölluðu sannkallað stjörnuhrap á heimavelli sínum. „Þetta gengur bara býsna vel hjá okkur og Palli er greinilega að gera góða hluti með liðið. Eftir erfiðleikana sem fylgdu í kjölfar þess að Viggó yf- irgaf liðið þá höfum við leikmenn þjappað okkur vel saman og spilum meira sem lið en fyrr í vetur. Það þurftu allir að taka á sig meiri ábyrgð og það er létt yfir mönnum,“ sagði Ás- geir Örn Hallgrímsson sem átti stór- leik í liði Hauka. Ásgeir skoraði tíu mörk með þrumuskotum, skotnýting hans var ákaflega góð og þá var hann iðinn við að mata félaga sína með góð- um sendingum. „Það má kannski segja að við séum að vinna upp gamlar syndir og hægt og bítandi erum við að nálgast þann stað sem við viljum vera á. Hin liðin hafa verið að hiksta en við höfum ekki tapað nema einu stigi og ef við höld- um áfram á sömu braut þá endum við í efsta sæti,“ sagði Ásgeir ennfremur. Spurður hvort hann hafi ekki verið sáttur við sína frammistöðu sagði hann; „Ég fann mig mjög vel og ég var staðráðinn í að bæta fyrir lélegan leik minn á móti Stjörnunni fyrr í vet- ur.“ Það var nánast hvergi veikan hlekk að finna í liði Haukanna og til marks um góða og mikla breidd í þeirra liði þá kom ekki að sök að stórskyttan Robertas Pauzuolis kæmist ekki á blað. Ásgeir Örn sá um að draga vagninn í sóknarleik Hauka og hann skilaði að auki góðri varnarvinnu. Vignir Svavarsson átti sömuleiðis skínandi leik. Hann var öflugur á lín- unni og ásamt Pauzuolis mynduðu þeir þéttan varnarmúr sem Stjörnu- mönnum gekk illa að glíma við. Birkir stóð fyrir sínu á milli stanganna og hornamennirnir Jón Karl og Þórir Ólafsson áttu góða spretti. Haukaliðið í heild ákaflega vel stemmt og vél meistaranna er svo sannarlega farin að mala eins og hún best getur. Stjörnuliðið, sem hefur á að skipa mörgum ungum og efnilegum leik- mönnum, hitti einfaldlega fyrir ofjarla sína á Ásvöllum í gær. Vörn Garðbæinga var hriplek, hraðaupp- hlaup liðsins voru illa útfærð og í sókninni gekk leikmönnum illa að finna glufur á sterkri vörn Haukanna. Sigtryggur Kolbeinsson stóð upp úr í liði Stjörnunnar, David Kekelia komst klakklaust frá sínu en aðrir leikmenn voru í meðalmennskunni og það gengur ekki gegn jafnsterku liði og Haukar hafa á að skipa. Engum dylst þó að Sigurður Bjarnason þjálf- ari Stjörnunnar er að gera fína hluti með þetta unga lið og þó að hlutirnir hafi ekki gengið að þessu sinni er óþarfi fyrir Garðbæinga að örvænta. Morgunblaðið/Þorkell Arnór Atlason, sem hér gefur boltann inná félaga sinn Andreas Stelmokas án þess að Hörður Gylfason úr Gróttu/KR fái rönd við reist, voru atkvæðamiklir á Nesinu í gær en það dugði ekki til. Þeir skoruðu nítján af 28 mörkum liðsins og eru þeir tveir markahæstu menn deildarinnar. Stjarnan auðveld bráð fyrir Meistaralið Hauka HAUKAR eru á góðri siglingu í úrvalsdeildinni og eftir stórsigur á Stjörnunni, 36:24, eru Íslandsmeistararnir komnir upp í annað sæti deildarinnar. Haukarnir eru eina taplausa liðið í deildinni og ef marka má frammistöðu þeirra í undanförnum leikjum þá eru þeir til alls líklegir. Guðmundur Hilmarsson skrifar DAVID Sanders, körfuknatt- leiksmaður úr Tindastóli, hef- ur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- nefnd KKÍ og Kristinn Frið- riksson, þjálfari og leikmaður liðsins, fær eins leiks bann. Það tekur gildi á föstudag þannig að báðir verða með gegn Hamri í kvöld. Þeir taka út bann gegn ÍR og Sanders verður jafnframt í banni gegn Breiðabliki. Sanders fékk þrjár tækni- villur í leik Tindastóls gegn Þór í Þorlákshöfn í síðustu viku. Kristinn þarf sem þjálf- ari að taka út bann vegna þess að villur voru dæmdar á varamannabekk liðsins vegna framkomu Sanders í sama leik. Auk þeirra fengu tveir leikmenn úr 1. deild eins leiks bann, þeir Sigmar Eg- ilsson úr Skallagrími og Páll Sigurðsson úr Ármanni/ Þrótti. Sanders í tveggja leikja bann UM helgina fer fram heimsmeist- arakeppni í skíðaflugi í Planicia og verða margir keppendur sem munu fljúga yfir 200 metra á því móti. Nú hafa þeir bestu á þessu sviði sagt að næsta takmark sé að ná 300 metra stökki af risastökkpalli framtíð- arinnar. Heimsmetið er 231 m, en það er í eigu Matti Hautamaki frá Finnlandi, en það setti hann fyrir ári í Planicia. Árið 1936 var metið 101 m og hafa skíðastökkvarar náð að stökkva lengra og lengra með hverju árinu sem líður. Finninn Matti Nykänen fór yfir 190 metra árið 1985. Sá sem rauf 200 metra múrinn var Toni Nieminen frá Finnlandi árið 1994. 300 metra skíðastökk?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.