Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Leifur Valdi-marsson fæddist
í Køge á Sjálandi 7.
júlí 1921. Hann lést
10. febrúar síðast-
liðinn. Leifur flutt-
ist til Íslands 1948
og var skírnarnafn
hans Leif Bern-
storff Hansen, en
10. júní 1955 fékk
hann íslenskan rík-
isborgararétt og
tók sér jafnframt ís-
lenskt nafn. Hann
var sonur Jens Juli-
us Valdimars Han-
sen, skipasmiðs í Køge, síðar í
Næstved á Sjálandi, f. 1891, d.
1966. Móðir Leifs var Ingrid
Klara Kirstine Jørgensen, f. 12.
ágúst 1890, d. 1948. Systkini
Leifs voru: Kai Bernstorff Han-
sen, Else Johansen, Asger Bern-
storff Hansen, Kjeld Bernstorff
Hansen, Inge Hou-Jensen og
Bent Bernstorff Hansen.
Hinn 24. desember 1949
kvæntist Leifur Ingibjörgu Gísla-
dóttur, f. í Reykjavík 25. nóv.
1923. Foreldrar hennar voru
Grímheiður Elín Pálsdóttir, f. 30.
sept. 1895, d. 1986, og Gísli Jó-
hannsson, iðnaðarmaður, f. 21.
maí 1891, d. 1978. Systkini Ingi-
mars 1973, vélstjóri, sambýlis-
kona hans er Anna Jóna Bald-
ursdóttir, f. 5. nóv. 1972, há-
skólanemi. Dóttir Leifs er
Kristjana og börn Önnu Jónu eru
Bjarki og Yngvi. c) Ingu Láru
Sæmundsdóttur, nemi, f. 8. okt.
1979. Börn hennar eru Heiðrún
Ósk og Þorsteinn Árni. d) Ástu
Þorsteinsdóttur, f. 26. jan. 1983,
grunnskólanemi. 2) Heiða Kol-
brún Leifsdóttir, myndhöggvari,
f. 30. nóv. 1953. Heiða á þrjú
börn: a) Katrínu Ýri Kjartans-
dóttur, f. 13. feb. 1976, gullsmið-
ur og býr í Ósló, gift Ernst B.
Poleszynski, f. 11. jan. 1970,
gullsmiður. b) Kjartan Inga
Kjartansson, f. 6. des. 1978, nemi
í viðskiptafræði, kvæntur Hörpu
Georgsdóttur, viðskiptafræðingi,
f. 25.4. 1975. c) Karítas Sól Jóns-
dóttur, f. 4. júlí 1995. 3) Auður
Leifsdóttir, f. 7. nóv. 1958, cand.
mag, kennari við Kvennaskólann
í Reykjavík, gift Guðmundi
Gunnlaugssyni, arkitekt, f. 19.
maí 1954. Börn þeirra eru: a)
Eva Dögg Guðmundsdóttir, f. 6.
mars 1982, nemi í sálfræði, unn-
usti hennar er Einar Þór Ingólfs-
son, f. 1.5. 1982, verkfræðinemi.
b) Ingi Vífill Guðmundsson, f. 13.
júlí 1988, grunnskólanemi. c)
Helgi Reyr Guðmundsson, f. 22.
apríl 1992, grunnskólanemi.
Langafabörnin eru fjögur og
verða á næstunni sex.
Útför Leifs verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
bjargar eru: Jónína
Margrét Gísladóttir,
f. 6. mars 1921, maki
Brandur Tómasson,
d. 1995; Jóhann
Gíslason, f. 1. maí
1925, d. 1968, maki
Vilborg Kristjáns-
dóttir; Valgerður
Gísladóttir, f. 23. feb.
1927, maki Andrés
Gilsson; Páll Garðar
Gíslason, f. 28. febr.
1928, d. 1951, maki
Ethel Bjarnasen, d.
2002; Magnús R.
Gíslason, f. 1930,
maki Dóra Jóhannsdóttir. Auk
systkinanna ólst sonur Garðars
Páls, Gísli Baldur Garðarsson, f.
1950, upp á heimili systkinanna.
Leifur og Ingibjörg eignuðust
þrjár dætur. Þær eru: 1) Hrefna
Eleonóra Leifsdóttir, fulltrúi hjá
Vinnumiðlun Reykjavíkur, f. 10.
apríl 1950, gift Þorsteini Árna-
syni, f. 10. nóv. 1950, rafvirkja-
meistara hjá Ístaki. Hrefna á
fjögur börn: a) Ingibjörgu Svönu
Sæmundsdóttur, f. 19. mars
1968, sálfræðingur, maki Haf-
steinn Haukur Hreiðarsson raf-
virki, f. 3. sept. 1968. Dóttir
þeirra er Tinna Dís. b) Leif
Thorberg Sæmundsson, f. 27.
Að morgni þriðjudagsins 10. febr-
úar sl. gekk lífssól föður míns, Leifs
Valdimarssonar, til viðar í hinsta
sinn. Líkaminn var orðinn lúinn; við
vissum að hverju stefndi. Þrátt fyrir
það markar fráfall foreldris skýr
þáttaskil í lífi flestra, því einhvern
veginn er maður sjálfur kominn í
þau spor sem maður man foreldra
sína í, á uppvaxtarárum sínum.
Þeim sem voru framar á færiband-
inu fækkar.
Hann pabbi var ekki sú manngerð
sem hafði sig í frammi á almanna-
færi, en þrátt fyrir eðlislæga hlé-
drægni var hann afar minnisstæður
flestum sem kynntust honum. Hann
hafði mjög næmt auga fyrir hinum
spaugilegu hliðum mannlífsins, en
var um leið eitthvað svo „lun“. Ekki
þannig að hann væri að slá um sig
með bröndurum, heldur laumaði
hann þessu út svona „mellem si-
debenene“, þannig að það tók mann
dálítinn tíma að átta sig, en þá hitti
það líka í mark!
Fyrir u.þ.b. tíu árum fórum við
pabbi tvö ein saman í hálfgerða píla-
grímsferð. Ég skrifa „hálfgerða“,
vegna þess að líklega verða Fær-
eyjar seint nein „Mekka“ í augum
Íslendinga, en það var nefnilega frá
Færeyjum sem pabbi hafði siglt
með „Dronning Alexandrine“ til Ís-
lands árið 1948, þar sem hann hitti
hana mömmu á balli á Hótel Borg,
og notaði ekki farseðilinn heim aftur
til Danmerkur. Til Færeyja hafði
pabbi ekki komið síðan hann, eins
og hann sjálfur sagði, keypti bið-
ilsbuxurnar hjá „William Heinesen
–Manufakturhandel“ í Þórshöfn,
sem þá var þekktari sem kaupmað-
ur en skáld. Saman áttum við
ógleymanlega daga þar. Við ferð-
uðumst um allar eyjarnar, skoðuð-
um söfn, kirkjur og listaverk, auk
þess að hitta færeysk ættmenni
pabba þar. Í þessari ferð tengdumst
við pabbi aftur böndum sem í ann-
ríki vinnu, húsbygginga og barn-
eigna hjá mér höfðu dofnað.
Árið 1970 flutti ég, þá 12 ára göm-
ul, með foreldrum mínum til Kaup-
mannahafnar, þar sem við bjuggum
í tæp fjögur ár. Unglingsárin eru
mikið mótunarskeið, þannig að á
þessum árum okkar í Danmörku,
var það ég sem varð dönsk en pabbi
íslenskur, því hann var sá eini sem
virkilega hafði saknað Íslands og
vildi fara „heim“. Þegar ég svo fór
aftur til Danmerkur og kom heim
með danska stúdentshúfu, fann ég
inn að dýpstu hjartarótum hversu
innilega honum þótti vænt um þessa
tengingu við hans uppruna og þá
menningu hann hafði fæðst og alist
upp í. Á fyrstu árum háskólanáms
míns í dönsku benti pabbi mér oft á
sjónarhorn, t.d. í sambandi við lista-
og bókmenntasögu Norðurlanda,
sem að ég hafði ekki komið auga á.
Þannig varð það svo, að við pabbi
áttum okkar „prívat“ tungumál sem
bara fáir útvaldir fengu innsýn í.
Næmi hans og nærgætni gagnvart
því sem gat verið viðkvæmt var
ótrúleg. Eins og gengur með ungt
fólk, gat það gerst að maður væri
vita auralaus. Þá var eins og hann
vissi það og kom til mín og sagði:
„Var der ikke noget du ville snakke
med mig om?“ T.d. áttum við á
brúðkaupsdeginum mínum, sem var
bæði sólríkur og fallegur, yndislega
stund saman tvö ein úti í bílnum fyr-
ir utan kirkjuna þar sem hann talaði
svo fallega við mig „på vores sprog“.
Við þetta bættust svo margar
sameiginlegar ánægjustundir þegar
ég fór að sækja myndlistarnámskeið
með honum og Guðmundi mannin-
um mínum, en saman höfðu þeir
lengi farið á alls konar myndlist-
arnámskeið – að teikna og mála bert
kvenfólk – stundum!
Starfsheiti pabba var listsmiður –
hann lærði járnsmíði í Danmörku á
stríðsárunum seinni og sérhæfði sig
í ornamenti í járni. Fljótlega stofn-
aði hann síðan eigin smiðju ásamt
svila sínum Andrési Gilssyni. Var
samstarf þeirra að ég best veit afar
farsælt og ljúft, enda alltaf mikill
samgangur á milli heimilanna
tveggja og við börnin alin upp í hálf-
gerðri kommúnu. Pabbar okkar
unnu saman, mamma og Vala voru
góðar systur, og oftar en ekki gengu
fötin í arf milli okkar krakkanna eft-
ir aldursröð. Pabbi talaði alltaf um
það sem sína miklu gæfu að hafa
komið til Íslands og hafa eignast
sína fjölskyldu þar. Samgangurinn
innan móðurfjölskyldu minnar var
alltaf mikill – og það taldi pabbi
vera sitt fólk, enda dofnuðu tengslin
við Danmörku með árunum.
Þegar barnabörnin fóru að koma,
fyrst frá systrum mínum og svo
mér, gekk pabbi í endurnýjun líf-
daga. Nú hafði hann meiri tíma og
orku en þegar við systurnar vorum
litlar. Pabbi var alveg einstakur afi
og því er missir og söknuður barna-
barnanna mikill. Hann hafði lifandi
áhuga á vegferð þeirra og velferð;
stúderaði hvern karakter, sem hvert
þeirra hafði að geyma. Hann smíð-
aði kassabíla og hjól, kenndi að
teikna og sagði þeim frá goðsögum
biblíunnar, mannkynssögunni og
gömlu meisturunum, en Leonardo
og Picasso voru hans menn. Við átt-
um nokkur sumarfrí saman í Dan-
mörku og þá var hann tímunum
saman á ströndinni með krökkunum
að byggja sandkastala, veiða
krabba, fiðrildi eða bjöllur sem
gerðar voru ódauðlegar með hár-
lakkinu hennar mömmu. Hann spil-
aði og bjó til alla mögulega hluti úr
pappa, spýtum eða járni. Nú svo
keyrði hann þau stundum í skólann
þegar á þurfti að halda og þau sem
höfðu áhuga á list áttu vísan stuðn-
ing hjá afa Leif.
Að leiðarlokum þakka ég góðum
föður ljúfar perlur minninga sem ég
mun geyma í hjarta mínu um ókom-
in ár. Fari hann í Guðs friði.
Auður Leifsdóttir.
Í dag kveðjum við tengdaföður
minn og góðan vin, Leif Valdimars-
son. Samskipti okkar hafa spannað
rúman aldarfjórðung, eða frá því ég
kom fyrst í heimsókn inn á heimilið
glæsilega á Gullteigi 6, að gera hos-
ur mínar grænar fyrir yngstu dótt-
urinni, Auði. Vel var mér tekið af
hjónunum Ingibjörgu og Leifi, hún
glæsileg húsmóðir, opin og fé-
lagslynd, hann aftur dulur, en laum-
aði að skemmtilegum athugasemd-
um um arkitektanemann unga, sem
var að reyna að stela frá honum
dótturinni. Víst jók það möguleika
mína að vera við nám í Kaupmanna-
höfn; Auður elskaði að tala dönsku
og Leifur að fá fréttir af fornum
slóðum, ræddi um myndlist og arki-
tektúr og var hafsjór af fróðleik um
hin ólíklegustu efni. Ingibjörg reiddi
fram ótal hnallþórur og kaffi og sá
ég fljótt að þetta væri gott, heið-
arlegt og traust fólk að tengjast.
Enda hefur aldrei, á þeim árum sem
liðin eru frá haustdögum árið 77 á
liðinni öld, borið skugga á nein sam-
skipti. Þau hjón urðu mér sem aðrir
foreldrar og töluðu oft um mig sem
son, ekki bara tengdason og var mér
heiður að hljóta þá nafnbót. Þá urðu
þau og dýrmæt sem afi og amma
barnanna okkar Auðar, ætíð tilbúin
að passa þau og þá var Leifur oft í
hlutverki grallarans, sem gat ærsl-
ast með þeim eða opnað ævintýra-
heima. Þannig gat stóri hamarinn á
járnsmíðaverkstæðinu orðið að
hamri Þórs í huga lítils drengs og
eftir þá sýn voru leikföng úr plasti
lítils virði. Á þessum árum var Leif-
ur rúmlega fimmtugur, kraftmikill
og kjarki búinn, ætíð með einhver
stórhuga plön á prjónunum. Þannig
lét hann gamlan draum rætast
stuttu eftir að ég lauk námi, að
byggja rishæð ofan á Gullteiginn og
var sú teikning eitt af mínum fyrstu
verkum. Leifur átti þó drjúgan
hluta af þeirri hönnun, gerði listilegt
módel úr pappa og smíðaði síðan
sjálfur gríðarlega burðargrind úr
stálbitum og þakið reis. Þar varð
glæsileg íbúð til, með þaksvölum,
sýnilegum bitum í viðarklæddu lofti,
ateliergluggum í þaki og þar áttu
þau Ingibjörg tíu góð ár. Næstu 12
ár hafa þau átt fagurt heimili að Ár-
skógum 6, þar sem eru íbúðir eldri
eða „heldri“ borgara eins og ég kýs
að kalla. Þar höfum við fjölskyldan
átt margar gleðiríkar stundir, þó
þar hafi eikin sterka bognað hin síð-
ari ár. Það hefur því verið mér ein-
læg gleði að geta sem aðrir stutt
þau, þegar sjúkdómar og þungi efri
áranna hafa sótt á, þá er gott og
dýrmætt að eiga góða og samhenta
fjölskyldu.
Starfsvettvangur Leifs var járn-
smíðin, fyrst í vélsmiðjunni Héðni
en fljótlega með eigið verkstæði.
Þar fékk hann útrás fyrir listræna
sköpun en stöðugt kall listgyðjunn-
ar var honum bæði gleði og áþján,
köllun um enn meiri fullkomnun.
Áhugi Leifs á listinni var eins og
rauður þráður í lífi hans, hann hafði
hlotið myndlistarmenntun í Kaup-
mannahöfn, áður en hann fór út í
járnsmíðanám, sem reyndar var
meira listsmíði, hið gamla handverk
eldsmiðsins, sem beygir rauðglóandi
járnið eins og smjör og gerir úr því
ótrúleg undur. Slíkt var á færi
Leifs, ekki aðeins skapaði hann
formföst handrið og hlið eftir
margra alda hefðum, sem víða má
sjá í borginni umhverfis sendiráð og
heimili, sem og innan dyra, heldur
birtust oft úr járninu andlit, fígúrur
eða dýr. Þá var Leifur í essinu sínu,
þá fékk listræn þrá hans útrás og
eru til ótal skúlptúrar sem bera
meistaranum vitni. Þar birtist oft
það undurfurðulega og sérstaka í
tilverunni, hvort sem það eru nef-
stórir fuglar frá Níl, fátækur um-
komulaus flakkari með prjónana
sína, eða frægur prófíll skáldkon-
unnar dönsku, Karenar Blixen. Hún
birtist ljóslifandi í ævintýralegum
járnstólum sem hann færði dóttur
sinni Auði við útskrift sem magister
í dönsku. Nám hennar og sú tenging
við upprunann í Danmörku gladdi
hann innilega, þó hann teldi sig ætíð
meira vera Íslending. Það var eins
og minningin um æskuárin í Dan-
mörku bæru með sér bæði gleði en
líka djúpan harm, sem hann örsjald-
an minntist á, með stillingu en líka
sorg og eftirsjá. Þannig er víst að
æskuárin í Næstved hafa verið við-
burðarík en líka oft erfið viðkvæm-
um og listrænum dreng, harka föð-
urins og sviplegt lát móðurinnar
barnmörgu markað djúp sár í við-
kvæma sál. Þá voru stríðsárin og fá-
tækt Dana eftir þau erfiðar minn-
ingar, geymdar í læstu hjartahólfi
og blæddi við að opna. Hinar dönsku
rætur voru þó sterkari og dýpri en
hann vildi oft viðurkenna, hann elsk-
aði á danskan máta góðan mat; þá
sérlega „flæskesteg med spröd
svær“, síld og snaps eða svo sterka
danska osta að aðrir gripu um nef
sér. Aftur á móti gat hann aldrei
hugsað sér að borða íslensk kinda-
andlit, fannst óviðkunnanlegt að láta
matinn „stara“ á sig af diskinum.
En listin átti hug hans allan, í öllum
formum og myndum sá hann andlit
og hlutföll, sem enginn annar sá, og
skilur þar á milli ekta listamanns og
okkar venjulegra manna. Margsinn-
is sótti hann myndlistarnámskeið
með mér og seinna líka Auði dóttur
sinni, en hann gladdist innilega þeg-
ar hún fór að stunda listina og sýndi
skyndilega að hið ástríðuþrungna
danska blóð listamannsins rann ríkt
í hennar æðum og var jafnvíg á leir,
gler sem liti. Þá sótti hann námskeið
með Katrínu dótturdóttur sinni og
var mjög stoltur af listrænum hæfi-
leikum hennar. Voru þessar viku-
legu stundir undir handleiðslu fær-
ustu listamanna sælustundir í lífi
Leifs hin síðari ár. Þar fékk hann
ómælda aðdáun og hvatningu, enda
runnu frá hinum stóru höndum
járnsmiðsins gamla fínlegustu port-
rett og fígúrur þar sem sál fyrirsæt-
unnar skein í gegn. Gripu kennarar
oft andann á lofti og sögðust sjaldan
hafa séð slíkt næmi og innlifun í
verkefnið. Oft var Leifur hvattur til
að halda sýningar á verkum sínum
en því miður sagði rótgróin hlé-
drægni honum að það þyrfti að gera
aðeins betur eða aðeins meira. Fast
sótti ég að honum fyrir áttræðisaf-
mælið að haldin yrði yfirlitssýning á
hinum fjölmörgu verkum hans en
hann sagðist þurfa að ná meiru, dáð-
ist stöðugt að verkum „vinar“ síns,
Picassos, en þá var það að verða of
seint. Þrekið var þrotið, elli kerling
sótti fast að honum og með ónýt
lungu og lélegt hjarta átti Leifur
erfitt með að verjast glímutökum
hennar. Við tóku erfiðar sjúkrahús-
vistir og loks innlögn fyrir ári síðan
á hjúkrunarheimilið Skógarbæ, til
hliðar við heimili þeirra hjóna í Ár-
skógum. Var Leifur tregur til að yf-
irgefa sitt elskaða heimili og eig-
inkonu, en þegar hann sá að þrek
hennar var einnig á þrotum, sættist
hann á að fara í „hvíldarinnlögn“ á
hjúkrunarheimilið, þar sem hann
fékk frábæra hjúkrun og umönnun,
sem við þökkum af heilum hug. Var
honum sýnd einstök hlýja og nær-
gætni af starfsfólki. Erfitt fannst
honum þó eftir rúmlega 50 ára
hjónaband með sinni elskuðu Imbu
að eignast nú „sambýlismann“ í her-
bergi. Ingibjörg sýndi honum áfram
LEIFUR
VALDIMARSSON
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HERBORG JÓNASDÓTTIR,
er látin.
Guðjón Ármann Jónsson,
Jónas Eysteinn Guðjónsson, Leianne Clements,
Jón Ármann Guðjónsson, Edda Björk Sigurðardóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR BERGMANN BENEDIKTSSON,
Stekkjarholti 22,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
17. febrúar.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 24. febrúar kl. 14.00.
Ásta Guðjónsdóttir,
Drífa Garðarsdóttir, Jóhannes Eyleifsson,
Skúli Garðarsson, Lilja Kristófersdóttir,
Halldór Garðarsson, Gunnlaugur Sölvason,
Guðrún Garðarsdóttir, Karl Örn Karlsson,
Friðgerður Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn