Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 23 Reykjanesbær | „Dýralæknastofan er gamall draumur sem við létum rætast,“ sögðu hjónin Hrund Hólm og Gísli Halldórsson, eigendur Dýralæknastofu Suðurnesja, sem opnuð var á dögunum við Hringbraut í Keflavík. Dýraeig- endur geta komið með smádýrin sín hvenær sem er á opnunartíma stofunnar en panta þarf tíma fyrir aðgerðir og þess háttar. „Við sinnum allri al- mennri dýralæknaþjónustu, auk þess sem við bjóðum til sölu gæludýrafóður og ýmsar aðrar vörur fyrir dýr,“ sögðu Hrund og Gísli í samtali. Heimiliskötturinn Snúður fékk að koma með í vinnuna þennan daginn og tekur mjálmandi á móti blaðamanni, sem óskaði eftir nærveru hans. Hann tekur undir í öðru hverju orði og nokkuð ljóst að hann vill drífa þetta af. Hann varð ekki ánægður fyrr en í myndatökunni „Hann saknar Kúts bróður síns,“ segir Hrund til skýringar á ámátlegu mjálminu, „þeir eru alveg ómögulegir án hvor annars.“ Snúður og Kútur eru með norskt skógarkattarblóð í æðum og í Noregi sótti Hrund menntun sína. Gísli nam dýralæknafræðin í Dan- mörku. „Það er með okkur eins og flesta dýra- lækna. Við ákváðum snemma að verða dýralækn- ar, auðvitað vegna mikils áhuga á dýrum.“ Vitja dýranna í heimahús Bæði Gísli og Hrund starfa á aðalskrifstofu yf- irdýralæknis en það var löngunin til að starfa í meiri nálægð við dýrin sem varð til þess að þau opnuðu dýralæknastofuna. „Gísli hefur reyndar góða reynslu, en frá því ég útskrifaðist fyrir þremur árum hef ég, auk þess að starfa hjá yf- irdýralækni, unnið við afleysingar á sumrin. Verk- legi þátturinn togar alltaf í mann,“ sagði Hrund, sem sér sérstaklega um smádýrin. „Það er meira mitt áhugasvið. Gísli sér um hestana enda hefur hann góða reynslu þar.“ Gísli er ættaður úr Skagafirðinum og starfaði þar sem héraðs- dýralæknir í 10 ár. Hann hefur einnig góða reynslu frá Noregi. „Ég verð að segja það að ég er mjög ánægður að sjá hversu hestamenn á Suð- urnesjum búa vel að hestum sínum. Ég hef nú komið víða í hesthús og öll aðstaða hér er afar góð,“ sagði Gísli. Ásamt því að bjóða upp á vitjanir í hesthúsin vitja þau smádýranna í heimahús ef ekki er hægt að koma með þau á stofuna. „Annars snýst starfið okkar hér að miklu leyti um almenna heilsugæslu dýranna. Við bólusetjum og orma- hreinsum bæði hunda og ketti og nokkuð er um að komið er með ketti í ófrjósemisaðgerðir. Svo eru alltaf einhver dýr sem slasast eða veikjast.“ Hrund og Gísli segja að Suðurnesjamenn hafi tekið þeim vel. Þau fluttu suður sl. haust þegar þau höfðu ákveðið að láta gamlan draum um dýra- læknastofu rætast. „Mínar rætur eru hér,“ segir Hrund, sem alin er upp í Keflavík „og því fannst okkur kjörið að staðsetja stofuna hér.“ Hjónin Hrund Hólm og Gísli Halldórsson opna Dýralæknastofu Suðurnesja „Gamall draumur að rætast“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Snúður með góðan hjartslátt: Hrund Hólm og Gísli Halldórsson huga að heimiliskettinum. TENGLAR ........................................................................ www.dyri.com Reykjanesbær | Kostnaður við gerð bæjarhliðs Reykjanesbæjar á Vogastapa nemur um 2.950 þúsund kr. Gert var ráð fyrir 3 milljóna króna kostnaði við aðkomur til Reykjanesbæjar í fjárhagsáætlun bæjarins. Kom þetta fram í svari við spurningum bæjarfulltrúa Sam- fylkingarinnar og Framsóknar- flokks sem kynnt var í bæjarstjórn í fyrrakvöld. Fram kom í svarinu sem Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar útbjó, að grjót- veggurinn kostaði 869 þúsund, staf- ir og uppsetning 1.600 þúsund og raflagnir 480 þúsund kr. Einnig kom það fram í svarinu að umhverf- islistaverk og skyld mannvirki eru ekki skipulagsskyld og þurfa því ekki byggingaleyfi. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinn- ar gerðu athugasemd við það á fundinum að svar við fyrirspurn- inni, sem lagt var fram skriflega á fundi fyrir hálfum mánuði, fylgdi ekki fundarboði bæjarstjórnarfund- arins sem sent var bæjarfulltrúum síðastliðinn föstudag en var síðan borið heim til þeirra eftir hádegi á fundardegi. Gera megi ráð fyrir að bæjarfulltrúar hafi ekki haft tíma til að yfirfara svarið. Þá gerðu þeir athugasemdir við að hafa ekki feng- ið afrit af reikningum vegna fram- kvæmdarinnar. Áskildu bæjarfulltrúarnir sér rétt til að taka málið aftur á dagskrá næsta fundar bæjarstjórnar. Bæjarhliðið kostaði tæpar 3 milljónir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.