Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 53 ÁTAKSHÓPUR Höfuðborgarsam- takanna og Samtaka um betri byggð hefur sent frá sér eftirfar- andi athugasemdir í framhaldi af umfjöllun Morgunblaðsins um Hringbraut í sunnudagsblaðinu 15. febrúar. Millifyrirsagnir eru blaðs- ins. „Átakshópur Höfuðborgarsam- takanna og Samtaka um betri byggð þakkar lofsvert framtak Morgunblaðsins í umfjöllun þess sl. sunnudag um færslu Hringbrautar. Átakshópurinn bendir á að ekki er mögulegt að ræða um kostnað við mannvirki án þess að reikna með kostnaði vegna landsins, sem þarf að leggja til. Það er grundvall- aratriði við hverja framkvæmd að gerð sé nákvæm grein fyrir þeirri fórn samfélagsins að leggja til land. Gildir þá einu hvort um er að ræða skrifstofubyggingar, íbúðarhús, flugvelli, sjúkrahús, stofnbrautir eða virkjanir. Sömuleiðis gildir einu hvar er byggt og hver byggir. Stutt er síðan þjóðin klofnaði í afstöðu til virkjana. Kjarni málsins þar var huglægt mat á verðmæti ósnortins víðernis. Í miðborg Reykjavíkur er hins vegar þekkt markaðsverð fyrir byggingarland og samlegðaráhrif af nýtingarstigi byggingarlands og útivistarsvæða í miðborginni eru einnig vel þekkt. Þögn borgaryfirvalda um þennan meginþátt málsins, verðmæti landsins, sem fer undir nýja Hring- braut, er því með öllu ólíðandi og óverjandi. Svör borgaryfirvalda til Höfuð- borgarsamtakanna vegna deili- skipulags Hringbrautar vorið 2003, sem þau vitna nú óspart til, voru fullkomlega út í hött. Samtökin kærðu þau því umsvifalaust til úr- skurðarnefndar með kröfu um stöðvun framkvæmda.“ Á ekki við rök að styðjast „Fullyrðingar viðmælenda í Morgunblaðsgreininni um að of seint sé í rassinn gripið og fullyrð- ing í Reykjavíkurbréfi, að athuga- semdir (samtakanna) séu of seint fram komnar og að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við umhverf- ismat og deiliskipulag, eiga ekki við rök að styðjast samanber viður- kenningu Steinunnar V. Óskars- dóttur í Silfri Egils 15. febrúar. Hið rétta er að frá stofnun hafa bæði Samtök um betri byggð og síðar Höfuðborgarsamtökin beitt sér af öllum mætti til að vekja at- hygli á fyrirhugaðri færslu Hring- brautar og skelfilegum afleiðingum af framkvæmdinni. Rangt er það, sem einn viðmæl- enda fullyrðir, að brúin, sem byggð var við Bústaðaveg 1990, sé svo dýr að hún réttlæti ein og sér áfram- hald þessarar fráleitu áætlunar. Hið rétta er að brúin er býsna létt- væg í því heildardæmi, sem um er að ræða. Þó skal bent á að sam- tökin nýta brúna að fullu í sinni til- lögu að hringgatnamótum þar. Sami viðmælandi fullyrðir að skipulag í Reykjavík hafi í áratugi miðast við færslu Hringbrautar. Sú fullyrðing fær vart staðist. Lík- legra er að færsla Hringbrautar sé til komin í vanmáttugri viðleitni borgaryfirvalda að komast fram hjá Reykjavíkurflugvelli með stofn- brautina, sem á skipulagsuppdrátt- um lá um sunnanvert flugvallar- svæðið vestur í Ægisíðu fram á 8. áratug síðustu aldar.“ Urðu að beita upplýsingalögum „Á árunum 2000 og 2001 efndu Samtök um betri byggð til tveggja samráðsfunda um færslu Hring- brautar með þátttöku fulltrúa frá Háskóla Íslands, Borgarfræðasetri, Miðborgarstjórn, Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, eigendum Um- ferðarmiðstöðvar og íbúasamtök- um. 2001 þurftu samtökin tvívegis að beita upplýsingalögum til að knýja embætti borgarverkfræðings til að afhenda opinber gögn um Hring- braut. Samtökin höfðu þá þegar reynt að koma á framfæri þeim til- lögum samtakanna, sem nú liggja fyrir og hafa verið grófhannaðar og verðmetnar. Á árunum 2000–2002 sendu sam- tökin borgarráði, borgarstjóra og borgarverkfræðingi allmörg erindi um færslu Hringbrautar. Á árun- um 2002–2003 gerðu Samtök um betri byggð og Höfuðborgarsam- tökin formlegar athugasemdir við umhverfismat Hringbrautar og við aðal- og deiliskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við brautina. Vorið 2003 kærðu Höfuðborgarsamtökin svör og málsmeðferð borgaryfirvalda eins og áður er sagt.“ Flutningurinn sýndur í aldarfjórðung „Fullyrðing viðmælenda í Morg- unblaðsgreininni um að færsla Hringbrautar hafi verið á dagskrá í 3 áratugi er ekki rétt. Hið rétta er að færslan var sýnd á skipulags- uppdráttum sem einfalt strik á blaði í röskan aldarfjórðung. Fram- kvæmdin komst ekki á dagskrá fyrr en samgönguyfirvöld sáu fyrir endann á byggingu nýs flugvallar í Vatnsmýri fyrir 5 árum. Frá þeim tíma hafa samtökin barist með oddi og egg gegn þessum áformum. Engin marktæk samgöngubót hlýst af tillögu Vegagerðarinnar. Margt bendir jafnvel til þess að að- stæður muni versna, m.a. með til- komu nýrra gatnamóta við Bar- ónsstíg. Fjarlægðin þeirra frá Njarðargötu (450 m) er langt undir viðmiðunarmörkum fyrir braut af þessu tagi og getur aðeins leitt til mikilla umferðartafa. Bæði þessi ljósagatnamót eru auk þess sömu gerðar og nú er reynt að losna við á mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Því muni ábati af viðstöðulausum gegnumakstri á Hringbraut við Bústaðaveg t.d. ekki skila sér. Átakshópur Höfuðborgarsamtak- anna og Samtaka um betri byggð ítrekar það, sem áður var sagt, að ekki er mögulegt að ræða um kostnað við mannvirkjagerð án þess að reikna með kostnaði vegna landsins, sem þarf að leggja undir. Því eru fullyrðingar í Morgunblaðs- greininni og í Reykjavíkurbréfinu um háan kostnað við tillögu sam- takanna alrangar. Borgaryfirvöld hafa nýlega hækkað kostnaðarmat á sinni fram- kvæmd um 25%, úr 1.200 millj- ónum í 1500 milljónir kr. Við nán- ari athugun hafa samtökin endurmetið kostnað tillögunar um Hringbraut í stokk og telja nú að hann geti numið um 3.000 millj- ónum kr. Borgaryfirvöld og Vegagerð taka byggingarkostnað út fyrir sviga og láta sem lóðakostnaður sé núll. Samfélagslegt verðmæti landsins er þó eftir sem áður jafn mikið.Yf- irvöld eru einfaldlega að sóa dýr- mætu landi, einn ganginn enn. Einmitt þetta athæfi, að meta landið einskis og fara illa með það, er meginorsök þess, að miðborg Reykjavíkur er að koðna niður og byggðin á höfuðborgarsvæðinu er tvístruð yfir svæði, sem evrópsk stórborg væri fullsæmd af. Afleið- ingin er sú að eina raunverulega þéttbýli á Íslandi er mjög óskil- virkt. Óskilvirknin birtist m.a. í minni afköstum samfélagsins, í glötuðum tækifærum, í mikilli sóun fjármuna og ekki síst í þeim þjáningum, sem fylgja gengdarlausri tímasóun íbú- anna. Þeir eru neyddir til að búa við afleitt borgarskipulag, sem kjörnir fulltrúar og ráðnir embætt- ismenn pukrast með sem sitt eigið einkamál. Ólíklegt er að byggt verði á lóð Landspítala við Hringbraut í náinni framtíð. Ekki er byrjað að skipu- leggja lóðina hvað þá að hanna og fjármagna byggingar. Og engin sátt er enn um grundvallarfyrir- komulag. T.d. virðist mörgum, sem vel þekkja til mála, hagkvæmt að byggja upp hátæknideildir í Foss- vogi en langlegu- og geðheilbrigð- isdeildir við Hringbraut.“ Umferð ekki aukin „Umferð hefur ekki aukist að miðborginni á undanförnum árum. Jafnvel hefur heldur dregið úr henni eins og sést með samanburði sniðtalninga (þversnið 1, frá 2000– 2003). Þessi minnkaða umferð end- urspeglar hins vegar hina dapur- legu hnignun miðborgarinnar. Ekkert knýr því á um þessa framkvæmd nú. Átakshópurinn áréttar þá kröfu að borgaryfirvöld fresti framkvæmdinni svo kjósend- ur í Reykjavík geti kynnt sér allar hliðar málsins. Hann krefst þess að borgaryfivöld standi við þau fyr- irheit, sem gefin eru í Aðalskipu- lagi Reykjavíkur 2001–2024 að gert verði heildarskipulag af Vatnsmýr- arsvæðinu á yfirstandandi kjör- tímabili. Hópurinn mælir með því að skipulagsyfirvöld láti af því óráðshjali, sem þeim er nú tamt, að bútasaumsaðferðin í borgarskipu- lagi sé hið besta mál, sbr. orð Steinunnar V. Óskarsdóttur í Silfri Egils sl. sunnudag og svipuð um- mæli yfirmanna Borgarskipulags á skipulagsráðstefnu nýverið.“ Athugasemdir við umfjöllun um flutning Hringbrautar LÖGREGLAN í Hafnarfirði biður þá sem urðu vitni að umferðaróhappi á gatnamótum Arnarnesvegar og Fífuhvammsvegar hinn 13. febrúar að hafa samband við lögreglu í síma 525-3300. Þar lentu saman Nissan Patrol-jeppabifreið er ekið var vest- ur Arnarnesveg og Toyota Yaris- fólksbifreið er ekið var austur þann sama veg með áætlaða akstursstefnu norður Fífuhvammsveg. Vitni óskast LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn færði Barnaspítala Hringsins ný- lega að gjöf tvo súrefnismett- unarmæla og hjartsláttarvaka til notkunar á spítalanum. Mælar þessir eru nákvæmir og áreið- anlegir og þannig gerðir að hreyf- ingar barna trufla mælingar afar lítið. Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur undanfarin ár styrkt Barnaspítala Hringsins ötullega. Þannig hafa Lionsfélagar, einir eða í samstarfi við aðra, fært Barnaspítala Hringsins gjafir, þar á meðal önd- unarvél fyrir nýbura og fyrirbura, hitakassa fyrir fyrirbura, heilasí- rita fyrir börn, brunabað fyrir brunasjúklinga, magaspegl- unartæki, lungnaspeglunartæki, bakflæðimæli, ristilspeglunartæki, stafræna myndavél og hjarta-, öndunar- og súrefnisvaka fyrir bráðamóttöku barna. Áætlað heildarverðmæti gjafanna er um 15 milljónir króna. Félagar úr Lionsklúbbnum Fjörgyn ásamt læknum af Barnaspítala Hrings- ins og gullfiskinum Rauðhettu við afhendingu gjafarinnar. Gáfu Barna- spítalanum tæki SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands- björg hefur gefið út námsefni í Lífs- leikni um slys og slysavarnir. Höf- undur bókanna, sem eru 6, er Unnur María Sólmundardóttir. Námsefnið byggist á sögu um gei- málf frá plánetunni Varslys og er ætlað til kennslu í 4.–6. bekk grunn- skóla. Í byrjun vikunnar mættu þau Aðalsteinn Magnússon og Lilja Magnúsdóttir frá Björgunarsveit- inni Tálkna í Grunnskóla Tálkna- fjarðar og afhentu nemendum 4. og 5. bekkjar námsbækurnar að gjöf. Útskýrði Lilja í fáum orðum fyrir börnunum hlutverk og starfsemi björgunarsveita og slysavarna- félaga í landinu. Markmið Slysa- varnafélagsins Landsbjargar með útgáfu þessa námsefnis, er að vekja athygli barna og foreldra á nauðsyn þess að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og gæta varúðar hvar sem maður er á ferð. Draga úr slysum hjá börnum og unglingum og virkja samvinnu heimila og skóla. Gera börn meðvituð um ábyrgð á eigin velferð. Verkefnið er unnið í sam- starfi fjölmargra aðila. Til þess að auka líkur á því að ná eyrum mark- hópsins, var tekin sú ákvörðun að gefa öllum nemendum í 4. bekk í grunnskólum landsins bækurnar. Morgunblaðið/Finnur Lands- björg gefur námsefni Lilja Magnúsdóttir og Aðalsteinn Magnússon afhentu þeim Helgu Kristínu Tryggvadóttir og Sölku Kolbeinsdóttur bækurnar, en þær tóku á móti gjöfinni fyrir hönd bekkjarins. Tálknafirði. Morgunblaðið Nemendurnir ásamt Ingólfi Kjartanssyni skólastjóra, Lilju, Aðalsteini og Evu Lilju Ólafsdóttur kennara sínum. Börnin í fremri röðinni eru f.v.: Adri- an, Helga, Tómas, Ólafur, Bjarki, Styrmir, Salka, Gunnlaugur og Hilmar. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.