Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 35
það góð-
sem ekki
u að geta
n um aðra
ð það að
hverfi er
i þreyttir
maður tali
mið á eft-
smunandi
húsanna
ngum, en
húsnæð-
ða félaga-
skemmri
steigna á
að leigja
artímann,
á Íslandi
m að það
fólki sem
etta gæti
að stað-
m við telj-
t verði að
eiginlegri
eilsuþorp-
ð stefnt sé
aðið verði
ósvipað
. „Við er-
þannig að
ara en að
íka ódýr-
r Gestur.
orga eitt-
ni og ann-
eynum að
um í lág-
ustan val-
og hægt
ns er nú á
gir að nú
á spænsk-
n á veru-
legum hluta af kaupverði landsins
og einnig á byggingarkostnaði
mannvirkja. Íslenskir bankar komi
til með að lána Heilsuþorpi ehf. fyr-
ir því sem upp á vantar. Stefnt er
að því að kaupa 5–8 hektara lands,
en Gestur vill ekki gefa upp kaup-
verð landsins. Landverð hafi snar-
hækkað á undanförnum árum og
við það eitt að skipuleggja landið
muni það hækka heilmikið í verði.
Reyna að búa til „litla Ísland“
Aðspurður hvort þegar hafi ein-
hverjir pantað íbúð í íslenska
heilsuþorpinu segir Gestur að þó
nokkrir sem þegar eigi íbúð á
Spáni séu mjög spenntir og hafi tal-
að um að selja íbúðir sínar og flytja
í íslenska þorpið. Þarna verður bú-
ið allt árið um kring og í raun má
segja að eitt íslenskt þorp bætist
við þau sem fyrir eru. „Það er það
sem við erum að reyna að gera, búa
til litla Ísland,“ segir Gestur.
Skipulagningu svæðisins og
hönnun bygginga ætti að vera lokið
næsta haust, að hans sögn, og
munu framkæmdir hefjast fljótlega
á næsta ári, að loknu útboði á
Spáni, en Spánverjar hafi mikla
reynslu af byggingu á þessu svæði.
„Ef þetta gengur eftir ætti fólk að
geta byrjað að flytja inn seint árið
2005 eða í byrjun árs 2006. Ég
hugsa að þetta verði fólk sem er
komið yfir fertugt og í öllu falli far-
ið að gera sér grein fyrir því hvað
það skiptir miklu máli að passa upp
á heilsuna, hollt mataræði og
heilsusamlegt líferni.“
Ef vel gengur er hugmyndin að
byggja fleiri heilsuþorp. „Þetta er
prófsteinn,“ segir Gestur og segir
að félagið sé einnig að skoða mögu-
leika hér á landi og hafi augastað á
ákveðnu landsvæði. „Það er eigin-
lega leyndarmál, en svæðið er ekki
langt frá höfuðborgarsvæðinu,“
segir hann.
úar gætu flutt inn 2005
itla Ís-
ðarhafið
aupa, eða leigja, stærri og minni íbúðir.
a heilsuþorpið rísa. Stefnt er að því að kaupa 5– 8
nu þar milli 5 og 600 Íslendingar búa að jafnaði.
Sjálfur tek ég ekki þátt ísamningaviðræðum umKeflavíkurstöðina enspurningin um viðbúnað
hér snýst ekki eingöngu um stöð-
ina,“ segir Leo Michel. „Hún er hluti
af samsettri mynd af heiminum þar
sem við reynum að meta hvar herafli
okkar komi að bestu gagni við að
verja bandamenn okkar og okkur
sjálfa. Það er eðlilegt að breytingar
verði og engin herstöð er heilög í
þeim skilningi að ekki megi hrófla
við henni.“
Michel er hér í stuttri heimsókn
og flutti í gær fyrirlestur í Háskóla
Íslands um ný viðhorf í varnarmál-
um. INSS er rekin af varnarmála-
ráðuneytinu, Pentagon og á m.a. að
kanna hvernig hin ýmsu svið hersins
starfi með borgaralegum stofnun-
um. Michel starfar fyrir sérstaka
deild sem hefur í reynd það hlutverk
að vera lítil hugveita. Þrátt fyrir að
hann sé þannig tengdur ráðuneytinu
og hafi starfað þar í mörg ár áður en
hann réðst til INSS fyrir tveim ár-
um segist hann hafa nokkurt frelsi
til að tjá sig sem einstaklingur. En
sjónarmið hans þurfi ekki að túlka
skoðanir ráðuneytisins.
„Fyrirbyggjandi árásir“
og einhliða aðgerðir
– Hvernig hefur staðan í varnar-
og öryggismálum breyst eftir 11.
september 2001 og er líklegt að
Bandaríkin muni í framtíðinni styðj-
ast við kenninguna um „fyrirbyggj-
andi árásir“?
„Ég tel að hugmyndir Banda-
ríkjamanna og annarra NATO-
þjóða um varnarmál hafi byrjað að
breytast mjög þegar kalda stríðinu
lauk. Balkanstríðin á tíunda ára-
tugnum ollu því að Evrópumenn
festu lengi mjög hugann við stað-
bundin átök en Bandaríkjamenn
veltu meira fyrir sér þróun mála til
langs tíma í heiminum, nýjum teg-
undum hernaðar og baráttu við
veikari fjendur sem beita myndu
öðrum aðferðum en venjulegum
hernaði. Við veltum fyrir okkur
hættunni á að hryðjuverkamenn
kæmust yfir gereyðingarvopn.
Ég var í Pentagon 11. september
og tel að þessar vangaveltur hafi
reynst vera meira en fræðilegar,
hættan var í reynd til staðar. Í ljós
kom að aðilar sem ekki beittu fyrir
sig ríkisvaldi gátu samt skipulagt
flóknar aðgerðir og valdið miklu
manntjóni. Þessir atburðir ollu því
að við viljum nú búa okkur undir að
geta varið okkur og bandamenn
okkur gegn annars konar hættu sem
er þess eðlis að afar erfitt er að segja
hana fyrir.
Varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir
er það athyglisvert að hvorki forset-
inn né undirmenn hans skilgreina
Íraksstríðið sem fyrirbyggjandi
árás. Ég held að mikilvægi kenning-
arinnar um fyrirbyggjandi aðgerð
hafi verið ýkt, að menn haldi að slík
ráð séu það fyrsta sem Bandaríkja-
mönnum detti í hug að nota. Fáir
virðast hafa áhuga á að taka eftir því
að verið er að ræða um hugmynd að
síðasta úrræðinu. Írak varð ekki allt
í einu hættulegt, hætta stafaði af
ríkinu þegar fyrir Persaflóastríðið
1991.“
Frakkar á sömu nótum
– Þú hefur minnt á að Frakkar og
fleiri þjóðir hafi á síðari árum orðað í
eigin varnarstefnu sams konar hug-
myndir um einhliða aðgerðir og fyr-
irbyggjandi árásir eða hvað?
„Enda þótt samskipti okkar við
Frakka hafi stundum verið erfið
finnst mér rétt að hrósa þeim fyrir
skýra hugsun þegar horft er til lang-
tímavarnarstefnu. Og þeir hafa ekki
verið feimnir við að segja skýrt það
sem ég held að margir ráðamenn
hugsi með sér innst inni: að þegar
mikilvægir hagsmunir þjóðarinnar
séu í húfi geti verið nauðsynlegt að
grípa til eigin ráða án samráðs við
aðrar þjóðir eða með nokkrum
bandamönnum. Það kom mér á
óvart að sjá þessi ummæli sem þú
nefndir í nýrri varnarstefnu Frakka.
Þau eru dálítið loðin en munum að
hugtakið fyrirbyggjandi árás var
ekki til í slíkum skjölum Frakka fyr-
ir nokkrum árum.
Þeir gefa í skyn að ekki verði grip-
ið til slíkra árása nema Sameinuðu
þjóðirnar leggi blessun sína yfir
þær. En maður hlýtur að velta fyrir
sér hvort SÞ myndu nokkurn tíma
samþykkja slíkar aðgerðir. Örygg-
isráðið hefur ekki á ferli sínum verið
þekkt fyrir að taka snöggar ákvarð-
anir.“
– Þurfa Bandaríkin enn þá á að
halda mörgum herstöðvum á er-
lendri grund og sé svo hvar?
„Þetta er eitt af því sem tekið er á
í þeirri uppstokkun á varnarmála-
stefnunni sem nú er verið að leggja
drög að. Umhverfið er gjörbreytt
frá því sem var í kalda stríðinu. Þá
var allri tilveru okkar ógnað og óvin-
urinn var sýnilegur og áþreifanleg-
ur. Geta okkar er einnig allt önnur
og meiri en hún var, við höfum betri
tækifæri til að afla upplýsinga og
miðla þeim, við getum beitt ná-
kvæmum hátæknivopnum á skot-
mörk í mikilli fjarlægð. Færni okkar
til að láta liðsmenn og herflokka
vinna saman hefur aukist. Þegar
fyrir hendi eru breytingar á hern-
aðargetu og breytt umhverfi hlýtur
niðurstaðan að verða að þörfin fyrir
aðstöðu breytist líka.
Heraflinn þarf ekki
að vera á sömu stöð-
um og hann var í
kalda stríðinu til að
berjast gegn Sovét-
ríkjunum.
Það verða því
breytingar og það
hafa þegar verið
gerðar breytingar í þessum efnum,
ég er viss um að fleiri eru í vændum í
Asíu og að mínu viti um nær alla
Evrópu. Enn er verið að ræða þessi
mál í Bandaríkjunum en samráð er
þegar hafið við bandamenn erlendis.
Tímasetningin hefur hins vegar ekki
verið ákveðin, þessi umskipti eru
hins vegar óhjákvæmileg og ég tel
að þau verði til góðs.“
Samráð við Íslendinga um
viðbúnað í Keflavíkurstöð
– Íslensku ríkisstjórninni var til-
kynnt, rétt fyrir kosningar í fyrra,
að orrustuþoturnar fjórar yrðu
fluttar frá Keflavík strax um sum-
arið og um daginn voru Orion-kaf-
bátaleitarvélarnar fluttar fyrirvara-
laust til annarra svæða, að vísu
tímabundið. Hvort tveggja var gert
án samráðs við Íslendinga. Voru
þetta mistök? Eða voru menn að
hirta stjórnvöld hér og ef svo er – af
hverju?
„Ég hef ekki komið nálægt mál-
um af þessu tagi síðan 2002 og get
því ekki staðfest að atburðarásin
hafi verið eins og þú lýsir henni.
Evrópuþjóðir, jafnt þær sem hýsa,
hafa hýst eða vonast til að hýsa
bandarískar varnarstöðvar, vita og
skilja að skilyrðin breytast með tím-
anum. Bandaríkjamenn og Íslend-
ingar munu semja um þessi mál en
þar með er ekki verið að segja að tví-
hliða varnarsamningurinn milli
ríkjanna sé í hættu. Ég get ekki
ímyndað mér að núverandi ríkis-
stjórn vestra eða þær sem á eftir
henni koma muni hugsa til þess að
falla frá varnarskuldbindingum okk-
ar gagnvart Íslendingum. Ég tel
auk þess að við höfum sýnt það og
sannað undanfarna áratugi að við
viljum verja Ísland en við getum
kannski staðið við þá skuldbindingu
með minni viðbúnaði í
framtíðinni. Hvort
niðurstaða Banda-
ríkjastjórnar verður á
þeim nótum veit ég
samt ekki enn þá.“
– Kannski eru það
ekki hugmyndirnar
um breyttan viðbúnað
sem fólk furðar sig á
en frekar aðferðirnar. Tekin er ein-
hliða ákvörðun um að kalla flugvél-
arnar burt og ekki rætt fyrst við ís-
lenska ráðamenn.
„Ég veit ekki hvort eitthvert sam-
ráð átti sér stað. En mikilvægast er
að herstöðin er hluti af kerfi sem er í
heildarendurskoðun hjá Banda-
ríkjastjórn. Menn eru ekki að beina
athyglinni í því sambandi sérstak-
lega að Íslandi, hvað þá að þeir vilji
hunsa íslenska hagsmuni. Ég veit að
minnsta kosti að þegar ég vann í
ráðuneytinu reyndi enginn af ásettu
ráði að reita bandamenn til reiði.
Tónninn í samskiptum
mikilvægur
Mér er hins vegar betur ljóst nú,
eftir að ég hætti að vinna í Penta-
gon, hvað tónninn skiptir miklu máli
í samskiptum okkar við Evrópu.
Samráð þarf að vera raunverulegt
en það þarf líka að vera gagnkvæmt.
Menn mega ekki láta duga að senda
frá sér fréttatilkynningar, þeir
verða einnig að hlusta.“
– Ættu Íslendingar að stofna ein-
hvers konar varnarsveitir og myndi
slíkur viðbúnaður geta komið að
gagni í baráttu gegn t.d. hryðju-
verkamönnum? Eða ættum við að
láta Bandaríkjamenn alveg um þessi
mál og jafnvel borga fyrir þjón-
ustuna?
„Ég held að við höfum aldrei velt
því fyrir okkur að taka að okkur að
verja þjóð gegn borgun! Hvað varð-
ar ykkar eigin þarfir þá er það aug-
ljóslega ykkar eigin ákvörðun hvað
þið gerið sjálf. Þið eruð lítil þjóð,
hafið ekki verið með eigin herafla.
En varnir gegn mörgum af þeim
hættum sem nú blasa við þjóðum
byggjast ekki svo mikið á öflugum
herafla enda þótt hver þjóð verði að
hafa einhverja getu sjálf á sviði ör-
yggismála, hvort sem menn kalla
það varnarsveitir eða lögreglu.
Bandaríkjamenn hafa áttað sig á
þessu í kjölfar árásanna 2001. Við
höfum stóreflt lögregluviðbúnað á
landamærum og höfnum til að rann-
saka gáma. En við erum stórþjóð og
viljum halda uppi fullum samskipt-
um við umheiminn. Margt hjálpast
að við að gera þörfina á öryggisvið-
búnaði innanlands, viðameiri og
traustari, brýna og engin erlend
þjóð getur annast slík mál fyrir
aðra. Þess vegna verður að efla við-
búnað gegn hættum eins og hryðju-
verkamönnum ef svo ólíklega færi
að þeir gerðu árás hér. Ég tel ekki
að varnir gegn þeim á Íslandi geti
verið á ábyrgð Bandaríkjanna eða
annarra.“
– Margir Íslendingar segja að nú
sé hættan af Sovétríkjunum horfin
og ekki sé lengur þörf á neinum
vörnum hér. Þess vegna sé allt í lagi
að Bandaríkjamenn hverfi á brott.
Gæti Ísland án hervarna en í NATO
orðið skotmark fyrir alþjóðlega
hryðjuverkahópa sem vildu minna á
sig?
„Ég veit það ekki, það er erfitt að
setja sig inn í hugarheim hryðju-
verkamanna. Við Bandaríkjamenn
höfum sætt okkur við að ekki sé
hægt að verjast öllum hættum, það
er óframkvæmanlegt og útilokað í
lýðræðissamfélagi.
Ég vil ekki gagnrýna neina Ís-
lendinga en það er erfitt að sjá fyrir
sér þjóð sem velji þá leið að hunsa
allt sem heitir varnir, þá skiptir ekki
máli hvort þjóðin er stór eða lítil. Til
eru hættur sem eru alþjóðlegar.
Menn verða að sjá málin í samhengi
og hugsa út fyrir eigin landsteina
þegar þeir meta hættuna. Hags-
munum og öryggi íslenskra borgara
gæti verið ógnað af árásum annars
staðar í heiminum. Ef hryðjuverka-
menn leika lausum hala í heiminum
og þeir komast yfir gereyðingar-
vopn er allt samskiptakerfi heimsins
í hættu. Menn þurfa að geta ferðast,
geta verið öruggir erlendis og geta
stundað viðskipti við aðrar þjóðir.
Öllu væri þessu stefnt í voða ef
menn hættu að berjast gegn hryðju-
verkum.
Framlag Íslands vel þegið
og vekur athygli
Það er full ástæða til að minnast á
að Íslendingar taka nú þátt í aðgerð-
um sem þeir hefðu eingöngu verið
áhorfendur að fyrir tíu árum. Fyrir
áratug hefðuð þið ekki sent flugum-
ferðarstjóra til svæða á borð við
Kosovo eða Kabúl, greitt fyrir flutn-
inga á hollenskum friðargæsluþyrl-
um til Afganistan, sent sprengjuleit-
armenn til Íraks. Það getur verið að
þið leggið ekki til hermenn en þetta
sem ég var að rekja er framlag til að
auka öryggi í heiminum. Þótt fram-
lagið sé ekki mikið að vöxtum kemur
það okkur öllum til góða.
Menn taka eftir þessu í Brussel
og Washington og framlag ykkar er
í góðu samræmi við þá stefnu NATO
að allir leggi fram þann skerf sem
þeir ráða best við. Ekki geta öll ríki
átt nýtísku orrrustuþotur eða her-
skip en hægt er að koma að gagni
með öðrum hætti. Þið eruð þátttak-
endur núna og ég hvet ykkur til þess
að gera enn meira,“ sagði Leo Mic-
hel, sérfræðingur við Rannsóknar-
stofnun varnarmála í Bandaríkjun-
um.
Engin þjóð
getur verið
stikkfrí
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leo Michel varnarmálasérfræðingur: „Ég get ekki ímyndað mér að nú-
verandi ríkisstjórn vestra eða þær sem á eftir henni koma muni hugsa til
þess að falla frá varnarskuldbindingum okkar gagnvart Íslendingum.“
Leo Michel vinnur hjá Rannsóknastöð
varnarmála, INSS, í Washington en stofn-
unin er rekin af varnarmálaráðuneytinu,
Pentagon. Kristján Jónsson ræddi við
Michel sem segir óhjákvæmilegt að breyta
áherslum í varnarstefnu Bandaríkjanna
vegna nýrra aðstæðna eftir kalda stríðið og
vaxandi getu heraflans vegna nýrrar tækni.
kjon@mbl.is
„Hagsmunum og
öryggi íslenskra
borgara gæti verið
ógnað af árásum
annars staðar
í heiminum.“