Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    29123456
    78910111213

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Skólastarf undirbúið | Mikið starf er nú unnið við undirbúning Fjölbrauta- skóla Snæfellinga sem tekur til starfa í Grundarfirði í ágúst næstkomandi. Framkvæmdir við byggingu skólahúss eru komnar á fullt skrið og undirbún- ingur annarra þátta skólastarfsins stendur einnig yfir undir stjórn nýráðins skólameistara, Guðbjargar Aðalbergs- dóttur. Á vef Stykkishólmsbæjar kemur fram að á næstunni verði auglýst eftir kenn- urum og öðru starfsfólki og gert ráð fyr- ir að ráðningum verði að mestu leyti lok- ið fyrir lok apríl. Í næsta mánuði verða haldnir kynningarfundir með nemendum í tíunda bekk grunnskólanna á norð- anverðu Snæfellsnesi. Undanfarna mánuði hefur hópur 10. bekkinga undirbúið stofnun nemenda- félags við væntanlegan skóla og í mars er fyrirhugað að halda upphitunarhátíð fyrir félagið.    Vernd Breiðafjarðar | Gerð hefur verið skrá um heimildir um menningarminjar á jörðun á verndarsvæði Breiðafjarðar. Verk- ið vann Benedikt Ey- þórsson sagnfræðinemi fyrir Breiðafjarðarnefnd og Fornleifaverndar. Heimildaskrána kallar höfundurinn Breiða- fjarðarbyggðir - útgefn- ar heimildir um jarðir, ábúendur, búnaðarhætti og fleira sem tengist sögu Breiðafjarð- arsvæðisins. Skrána er hægt að skoða á vef- svæði Breiðafjarðarnefndar, www.breida- fjordur.is.    Nýr keppnis- og æf-ingavöllur hesta-mannafélagsins Sleipnis á Selfossi hefur verið nefndur Brávellir. Nafnið var samþykkt á að- alfundi félagsins í síðast- liðinni viku. Nafnið, sem tekið er úr íslenskri goða- fræði, tengist Óðni, sem var æðstur ása og mestur norrænna guða, segir á sudurland.net. Óðinn er greinilega hugleikinn félaginu, því Sleipnir var hestur Óðins og Hliðskjálf, sem er nafn- ið á félagsheimili félags- ins, var hásæti hans. Fram kemur að nýi völl- urinn hefur komið vel út og haft er eftir Margréti I. Ásgeirsdóttur, fráfarandi ritara, að hann þyki vera á heimsmælikvarða. Brávellir Reykjanesbær | 180 gestir mættu á nýárstónleika Tónlistarfélags Reykja- nesbæjar sem haldnir voru sl. föstudagskvöld í Listasafni Reykjanes- bæjar. Fram kom Tríó Reykjavíkur ásamt söngvurunum Diddú og Bergþóri Pálssyni sem brugðu á leik við mikla kátínu gesta. Sérstakur hátíðarbragur var yfir tónleikunum og var boðið upp á veitingar í hléi. Þar spjölluðu saman þær Svanhildur Eiríksdóttir, Anna Karlsdóttir Taylor, Melkorka Sigurðardóttir og Inga Sif Gísladóttir. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Fyrstu tónleikar ársins Það er dásamlegt að fletta æviminningum Andrésar H. Valbergs, hagyrðingsins þjóð- kunna. Hann setti eitt sinn fram skothelda hringhendu við tímatöku á 11 sekúndum. Hún var um skáldið Stephan G. Stephansson, ort í húsi hans í Kanada og hljóðar svo: Lítinn part hér líta má lífs af skarti þínu. Hér er margt sem aðgang á inn að hjarta mínu. Hann orti líka ljóð um Tómas Guðmundssson skáld og felldi inn í það nöfn á bókum hans: „Við sundin blá“ í svefni og vöku sé ég „fagra veröld“ skarta. uni ég við stef og stöku, „stjörnur vorsins“ töfra hjarta. Örvum skáldið einum rómi allir þeir sem listir meta. Meiri snilld, að mínum dómi mundi enginn samið geta. Af skáldum Akranes | Ákveðið hefur verið að setja upp útilistaverk við Sjúkrahúsið og heilsu- gæslustöðina á Akranesi næsta vor. Efnt hefur verið til samkeppni um gerð lista- verksins. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) fögnuðu 50 ára afmæli sínu árið 2002 og var af því tilefni rætt um að setja upp útilistaverk við stofnanirnar. Á síðasta ári veitti Listskreytingasjóður ríkisins vilyrði um styrk til verksins. Nýlega var auglýst eftir myndlistar- mönnum til að taka þátt í samkeppninni. Valdir verða þrír menn úr hópi umsækj- enda til að taka þátt í lokaðri samkeppni. Þegar tillögur myndlistarmannanna þriggja liggja fyrir mun dómnefnd velja þá tillögu sem best þykir til þess fallin að prýða umhverfi SHA. Samkeppni um útilistaverk Reykjanesbær | Um 90% þeirra sem komu á Upplýsingamiðstöð Reykjaness í sumar voru að leita eftir samgöngum við Bláa lón- ið og um 50% að leita eftir að komast til Leifsstöðvar. Ekki eru neinar almenn- ingssamgöngur á þessum leiðum. Reykjanesbær stofnsetti Upplýs- ingamiðstöð Reykja- ness í bókasafni sínu við Hafnargötu á síð- asta ári. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði frá starfseminni í erindi á ferðamálaráð- stefnu sem efnt var til í Eldborg á dög- unum. Kom fram hjá honum að á tíma- bilinu frá 15. júní til 15. september hefðu um tvö þúsund ferðamenn leitað til mið- stöðvarinnar. Árni gat þess til samanburð- ar að um fjögur þúsund gestir hefðu komið til upplýsingamiðstöðvar á Selfossi á sama tíma. Sagði hann að starfið í Upplýsinga- miðstöðinni væri að mótast. Auk þess að sinna ferðamönnum sem þangað komu svaraði starfsfólkið um 100 fyrirspurnum á Netinu. Meirihluti gestanna sem þangað leituðu í sumar hafði viðdvöl hér á landi á leið sinni milli Ameríku og Evrópu, eða um 70% gestanna. Taldi Árni það sýna hvað mögu- leikarnir væru miklir. Hann sagði athyglisvert að 90% gest- anna hefðu verið að leita eftir samgöngum við Bláa lónið og 50% að spyrjast fyrir um samgöngur við Flugstöð Leifs Eiríksson- ar. Ekki eru almenningssamgöngur milli Reykjanesbæjar og þessara staða og sagði Árni mikilvægt að kanna möguleika á því að koma á betri samgöngum þarna á milli. Flestir vilja kom- ast í Bláa lónið ♦♦♦ Mótmæla skipulagi | Á kynningarfundi um deiliskipulag á Miðbæjarreit á Akranesi afhenti Jens Benedikt Baldursson, íbúi við Dalbraut, mótmæli áttatíu íbúa við skipu- lagið. Íbúarnir gera einkum athugasemdir við hæð bygginga. Á vef Akraneskaupstaðar kemur fram að Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- fulltrúi bæjarins, kynnti deiliskipulagið á fundinum og þá skilmála sem gilda munu um svæðið. Eins og áður hefur komið fram eru uppi áform um að reisa verslunarmið- stöð á þessu svæði, hótel og níu hæða íbúða- blokkir. Húsavík | Húsvíkingar voru dugleg- ir að sækja sér bækur á bókasafn bæjarins á síðasta ári að því er fram kemur í ársskýrslu safnsins fyrir árið 2003. Útlán þess voru þó ívið minni en á árinu 2002, þrátt fyrir það eru útlánin mun fleiri en öll ár þar á undan þar sem útlán hafa aldrei verið fleiri en árið 2002. Lánuð voru út 48.041 eintök í fyrra en þau voru 48.778 á árinu 2002. Þetta mun vera með því besta sem gerist á landinu ef reiknaður er fjöldi útlána á hvern íbúa sveit- arfélagsins. Miðað við íbúafjölda 1. desember sl. eru þetta 19,58 útlán á hvern íbúa en algengt er að útlánin á landsvísu séu einhvers staðar á bilinu 10–15 á íbúa. Skráðum lánþegum safnsins fjölgaði um 83 á milli áranna 2002 og 2003 og voru þeir 1.681 í lok árs- ins. Gestum fjölgaði lítillega á árinu en hátt í 26 þúsund manns heim- sóttu bókasafnið á árinu 2003. Það þýðir að hver Húsvíkingur hafi komið milli 10 og 11 sinnum á safn- ið eins og árið áður. Morgunblaðið/Hafþór Í tölvuleik: Það má finna ýmislegt til að gera á Bókasafninu á Húsavík og hér eru þeir Reynir Örn Hannesson (fjær) og Bjarni Þór Sturluson í tölvuleik. Bókasafnið er vinsælt Fagridalur | Lið Ungmenna- félagsins Drangs í Mýrdal hefur tryggt sér rétt til að taka þátt í úrslitakeppni ann- arrar deildar Íslandsmótsins í körfuknattleik, á sínu fyrsta ári í keppni. einn leikur eftir. Leikurinn þótti ekki sérstaklega vel leikinn en stemmning var góð enda mætti um þriðj- ungur íbúa Mýrdalshrepps í íþróttahúsið til að styðja og hvetja liðið. Drangur sigraði lið ÍV frá Vestmannaeyjum í íþrótta- húsinu í Vík, með 62 stigum gegn 49. Þessi sigur kom þeim endanlega í úr- slitakeppni um sæti í fyrstu deild á næsta ári þótt enn sé Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hart barist um boltann: Körfuboltakapparnir Kjartan Kárason, Arnsteinn Ingi Jóhannesson, Krist- inn Jóhannesson og Björgvin Jóhannesson berjast um boltann undir körfunni í leik Drangs og ÍV. Í úrslit á sínu fyrsta ári í keppni Áhugasamir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 49. tölublað (19.02.2004)
https://timarit.is/issue/252760

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

49. tölublað (19.02.2004)

Aðgerðir: