Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 33 Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð sími: 566 6103 isfugl@isfugl.is • www.isfugl.is 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Góð kaup - Jörfabakki - 4 herb. Sandra sími 899 4255 sandra@remax.is RE/MAX Snyrtileg íbúð á efstu hæð. Rúmgóð herbergi og opið eldhús inn í stofu. Fallegt nýtt dökkt parket á stofu, eldhúsi og holi. Eldhús upprunalegt. Nýjar flísar við inngang. Baðherbergi er snyrtilegt. Þvottaherbergi í íbúð. Herbergi með dúk á gólfi. „Frábær kaup“ Verð 12,4 millj. Allar upplýsingar gefur Sandra í síma 899 4255 - sandra@remax.is MIG langar til að deila með ykk- ur opinberum upplysingum sem ég fékk hjá bifreiðastjórafélaginu Frama og Vegagerðinni og komu mér vægast sagt á óvart. Það er eins og stjórnvöld telji leigubíl- stjóra vera stétt sem ber að vernda, þrátt fyrir að þeir séu stórir strákar og stelpur sem þurfa enga barnapíu. Jú lít- um á málið. Þannig er mál með vexti að Vegagerðin sér um eftirlit með leigubílum í umboði Samgönguráðuneytis. Meðal annars sér Vegagerðin um að út- deila atvinnuleyfum í samræmi við lög og reglugerðir sem Al- þingi samþykkir. Þar er ágætur laga og reglugerðapakki sem verndar leigubílstjóra meðal annars fyrir verðsamkeppni og of- framboði leigubíla á tilteknum svæðum, ásamt fleiri höftum. Kerfið er nokkuð undarlegt, og felst í því að á sumum svæðum eru takmarkanir á hversu margir leigubílar eru í notkun og sums staðar ekki. Samkvæmt 4.gr í reglugerð um leigubíla (nr. 397/ 2003) hafa 520 leigubílstjórar leyfi til starfa á stór Reykjavíkursvæð- inu (Reykjavík, Kópavogur, Hafn- arfjörður Garðabær, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Besssastaðir). Þá eru mest 40 bílstjórar sem mega þjónusta Reykjanesbæ. Á Ak- ureyri eru 20 atvinnuleyfi, og í Ár- borg eru 7 leigubílstjórar hámark- ið. Á öllum öðrum svæðum á landinu eru engin höft á hversu mörg atvinnuleyfi eru í gangi. Ekki nóg með að atvinnuleyf- ishöftin sjálf séu undarleg, þá má leigubílstjóri ekki starfa utan síns takmörkunarsvæðis. Þannig má leigubílstjóri í Reykjavík keyra mann til Keflavíkur, en hann má ekki taka neinn með frá Keflavík, því þá er hann farinn að starfa innan annars svæðis. Í þessu fyr- irkomulagi felst greinileg og mikil óhagræðing og finnst manni erfitt að skilja hvers vegna leigubil- stjórar megi ekki þjónusta aðra en þá sem eru á þeirra svæði. Nú kunna sum- ir að hugsa um leigu- bílstjórana sem ein- hver fórnarlömb í þessu, en svo er ekki. Því sá sem fær að borga fyrir þetta fyr- irkomulag er enginn annar en neytandinn. Því þegar leigubíll er kominn út fyrir sitt umdæmi, þá hækkar gjaldið á hvern kílómetra úr 84,3 krónum í 194,6 krónur (dagtaxti). Ef leigubíll fer með manneskju frá Reykjavík til Keflavíkur, þá hækkar kílómetragjaldið um meira en 100% við álverið í Straumsvík, þar sem stórreykjarvíkursvæðið byrjar. Þessi hækkun er gerð til að tryggja það að bíllinn verði borgaður til baka að sínu svæði. Fyrir þetta fáránlega kerfi blæð- um við sem notum leigubílana og þess vegna hlýtur það að vera krafa okkar að gera umbætur þarna á. Leigubílstjórar semja ekki um föst laun, heldur um hvaða verð- taxta þeir skuli rukka viðskiptavini sína. Og við hverja semja leigubíl- stjórar? Þeir semja við Samkeppn- isstofnun! Bandalag íslenskra leigubílstjóra (BÍLS) kemur með kröfur um verðtaxta sem Sam- keppnisstofnun tekur síðan ákvörðun um hvort skuli sam- þykkja eður ei. Taxtinn sem er ákveðinn er fastur fyrir alla leigu- bílstjóra á öllu landinu. Þeir mega ekki rukka meira og ekki minna! Það sem þetta leiðir af sér er samkeppni í gæðum. Sumum finn- ast gæði (þægindi) kannski mik- ilvæg í leigubílum en þá mega þeir líka borga fyrir þau gæði sjálfvilj- ugir. En þeir sem vilja komast leiða sinna með slakari gæðum og jafnframt væntanlega borga minna er gjört að sætta sig við háan gæðastaðal og hátt verð, og þar með tekur þessi hópur leigubíla í minna magni. Það er til fólk sem þarf ekki og vill ekki þessi miklu gæði, en þarf samt sem áður að borga fyrir þau þar sem enginn önnur leið er ákjósanleg. Þá er verið að tala um þá tíma sólarhringsins sem stræt- isvagnar ganga ekki. Þetta telur greinarhöfundur að leiði til þess að fleiri ákveði að kaupa sér bíl, reið- hjól eða önnur faratæki, þar sem engin önnur leið er möguleg (á þessum tímum sólarhringsins). Þegar settur er kvóti á atvinnu- leyfi til leigubílaaksturs er ríkið ekki að svara kröfum markaðarins um eftirspurn eftir leigubílum. Ein afleiðing þessa kerfis er mikil bið eftir leigubílum, og langar raðir á biðstöðvum fyrir leigubíla á álags- tímum. Í dag mega aðeins vera 520 leigubílar á stór Reykjavíkursvæð- inu. Hvort sem það er of lítið eða of mikið á það ekki að vera hlut- verk ríkisins að ákveða hversu margir leigubílar eru á götunum, markaðurinn sér um að framboð á leigubílum sé í samræmi við eft- irspurn eftir þeim. Augljóslega verður engin sam- keppni í verði þegar allir verða að rukka sama taxta. Verðtaxti leigu- bílstjóra á að vera frjáls. Leigubíl- stjóri á að hafa möguleika á að hagræða í rekstri sínum, svo hann geti boðið betra verð en næsti að- ili. Þetta gæti gengið erfiðlega fyr- ir einstaka bílstjóra, en greinarhöf- undur sér fyrir sér að þeir sem telja sig geta hagrætt rekstri sín- um hvað mest, muni stofna saman leigubílastöð þar sem lágur taxti er í gangi. Aðrar stöðvar munu væntanlega reyna að bjóða lægra verð og þar getur myndast sam- keppni. Sumar stöðvar munu ekki reyna að bjóða betra verð, heldur halda í gæðin og stíla þar með á kröfuharðari neytendahóp. Þetta eru allt möguleikar sem eru fyrir hendi og fleiri til, en ekki í núver- andi kerfi. Leigubílstjóri ríkisins? Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson skrifar um leigubílaakstur. ’Augljóslega verðurengin samkeppni í verði þegar allir verða að rukka sama taxta.‘ Höfundur er hagfræðinemi. FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.