Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Sími 588 1200
BETRI
INNHEIMTUÁRANGUR
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
NOTKUN á farsímum hefur verið bönnuð í
böðum og búningsherbergjum sundstaða í
Reykjavík og hefur skiltum þess efnis verið
komið fyrir á öllum sundstöðum borg-
arinnar á vegum Íþrótta- og tómstunda-
ráðs. Að sögn Erlings Þ. Jóhannssonar,
íþróttafulltrúa hjá ÍTR, beinist bannið eink-
um að GSM myndsímum og er því ætlað að
koma í veg fyrir misnotkun á símunum á
sundstöðum. Ákveðið hafi verið að banna
alla farsímanotkun til að taka af öll tvímæli
um bannið. Eftir sem áður sé fólki heimilt
að taka símana með sér í búningsklefana.
Að sögn Erlings hafa farsímar víða verið
bannaðir erlendis á sundstöðum enda
brögð að því að myndsímar hafi verið not-
aðir til að taka myndir af fólki á Adams- og
Evuklæðum og þeim jafnvel dreift á Net-
inu. Orðrómur um slíkt hafi verið á kreiki
hér en engar sönnur verið færðar á það.
Morgunblaðið/Golli
Banna alla
farsíma á
sundstöðum
„VIÐ hræðumst ekki brimið,“
sagði Haraldur Einarsson, stýri-
maður á Hrungni GK, meðan
báturinn klauf öldurnar utan
við höfnina í Grindavík. Þegar
út fyrir varnargarðinn er komið
blasir úthafið við og segir Har-
aldur brimið berja oft ansi
harkalega á bátnum. Það hræði
þó ekki mennina um borð enda
séu þeir öllu vanir. Sjálfur hef-
ur hann lagt úr höfninni allan
sinn 30 ára sjómannsferil. Inn-
siglingin hafi mikið breyst á
þessum tíma og nú keyri bát-
arnir eftir sérstökum skurði.
Sín hvorum megin brotni öld-
urnar á grynningunum svo
landkrabbar horfi agndofa á.
Haraldur segir að aldrei hafi
verið teflt í tvísýnu og fyr-
irhyggjan sé sjómönnum í
Grindavík mikilvæg þegar kem-
ur að sjósókn.
Morgunblaðið/Rax
„Við hræðumst ekki brimið“
GRAFARÞÖGN eftir Arnald Indriðason
kom í verslanir í Þýskalandi á mánudaginn
var og stökk beint í 15. sæti þýska bóksölu-
listans. Engin íslensk
skáldsaga sem komið
hefur út í Þýskalandi
hefur náð þessum ár-
angri fyrr, að sögn
Kristjáns B. Jónassonar
hjá Réttindastofu Eddu
útgáfu.
„Ljóst var þegar síð-
asta haust að mikill
áhugi var meðal þýskra
bóksala fyrir Todes-
hauch, eins og Grafar-
þögn heitir á þýsku og
kynningareintök af bókinni gengu kaupum
og sölum á netuppboðsfyrirtækinu Ebay. Í
kjölfar þessa áhuga og mikillar velgengni
Mýrarinnar, sem selst hefur í yfir 150.000
eintökum í Þýskalandi, ákváðu þýskir út-
gefendur Arnaldar að prenta 100.000 ein-
tök í fyrstu prentun. Þetta er eitt stærsta
upplag sem prentað hefur verið af íslenskri
bók fyrr og síðar en nú er ljóst að það nægir
alls ekki til að metta áhuga þýskra bóka-
kaupenda,“ segir Kristján.
Grafarþögn
í 15. sæti í
Þýskalandi
Arnaldur
Indriðason
HAGNAÐUR bankanna á síðasta ári
var langt yfir væntingum sem grein-
ingardeildir þeirra gerðu ráð fyrir í
upphafi ársins, samtals 16,3 milljarð-
ar króna. Höfðu deildirnar spáð lítils
háttar samdrætti hagnaðar frá árinu
2002 en hann jókst hins vegar um 56%
milli ára.
Þessari miklu aukningu hagnaðar
bankanna hefur fylgt enn meiri
hækkun hlutabréfaverðs þeirra.
Hækkunin frá ársbyrjun 2003 hefur
verið um 60% hjá Íslandsbanka, tæp
100% hjá Landsbanka og rúm 100%
hjá KB banka.
Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í
dag kemur fram að gengishagnaður
allra bankanna af hlutabréfa- og
skuldabréfaeign og gjaldeyristengd-
um eignum jókst mikið milli ára, eða
úr 6,2 milljörðum árið 2002 í 16,3
milljarða í fyrra. Mest munar þar um
gengishækkun hlutabréfaeignar
bankanna. Samanlagður gengishagn-
aður var langmestur hjá KB banka í
fyrra, eða um 10 milljarðar króna.
Þjónustutekjur bankanna jukust
einnig mikið á síðasta ári, eða um 5
milljarða króna frá fyrra ári, í tæpa 19
milljarða. Enn voru þessar tekjur
langmestar hjá KB banka, eða um 3½
milljarður. Sýnir þetta hvaða áhrif
starfsemi KB banka í Svíþjóð eru far-
in að hafa. Auknar þjónustutekjur
bankanna á sl. ári stöfuðu aðallega af
auknum umsvifum í verðbréfavið-
skiptum og fyrirtækjaráðgjöf.
Hagnaður banka óx um 56%
Mikill hagnaður/C6
Tvímenningarnir voru handteknir í
gær þar sem þeir dvöldu í Rauða
kross-húsinu við Tjarnargötu og
vistaðir hjá lögreglu í nótt. Katrín
Theodórsdóttir, lögmaður tvímenn-
inganna, segir þá hafa verið miður
sín þegar þeir voru leiddir á brott af
lögreglu, hálfgrátandi. Þetta hafi
verið óþarflega harkalegar aðgerðir
í máli barna.
Katrín segir þá hafa þriggja
mánaða frest til að kæra úrskurð
Útlendingastofnunar um að senda
þá til baka. Allt að fjórir mánuðir
geti liðið þangað til niðurstaða
dómsmálaráðuneytisins liggi fyrir.
Ber að taka málið
til meðferðar
Mennirnir sögðust vera yngri en
18 ára og segir Katrín að reynist
það rétt beri íslenskum stjórnvöld-
um að taka mál þeirra um dvalar-
leyfi á Íslandi til efnislegrar með-
ferðar samkvæmt Dyflinnar-
samningnum. Þá skipti engu hvort
þeir hafi komið í gegnum annað
Schengen-ríki eða ekki.
Útlendingastofnun þykir full-
sannað að mennirnir séu 26 ára.
Katrín segir að þeim hafi aldrei ver-
ið gefinn kostur á að sýna fram á
réttan aldur sinn hjá stofnuninni.
Ekkert hafi verið talað við þá. Þeim
hafi verið birtur úrskurður, boðið
að kæra, sem þeir gerðu, og þá fyrst
hafi þeim verið skipaður talsmaður.
Hún tekur fram að hún hafi komið
nokkrum dögum fyrr að þessu máli
þar sem mennirnir gátu sett sig í
samband við hana sjálfir. „Undir
venjulegum kringumstæðum væri
ég ekki komin að málinu núna.“
Katrín segir að þegar umsækj-
anda er skipaður talsmaður sé hann
fyrst upplýstur um rétt sinn en þá
sé oft þegar búið að senda útlend-
inginn úr landi. „Ég hef verið að
kæra úrskurði fyrir umsækjendur
sem ég hef ekki hugmynd um hvar
eru staddir. Það hefur komið fyrir
að ég nái ekki einu sinni til þeirra,“
segir hún. „Þetta er framkvæmd
sem ég er óánægð með.“
Í gærmorgun barst afrit af fæð-
ingarvottorði annars mannsins frá
Sri Lanka með símbréfi. Katrín
segir að ekki hafi verið gerlegt að
lesa það þar sem það var svo óskýrt.
Hún hafi látið dómsmálaráðuneytið
vita í gærmorgun að óskað hafi ver-
ið eftir frumritum með hraðpósti.
Það taki einfaldlega nokkurn tíma
og mennirnir eigi nú ekki kost á að
sýna fram á réttan aldur sinn.
Hún segir þessa málsmeðferð
ekki tryggja öryggi hælisleitenda
hér á landi. Það sé ekki farið að
vinna að vörnum í máli þeirra fyrr
en þeir séu komnir úr landi.
Ekki sé verið að biðja um að
breyta ákvörðuninni efnislega.
„Það er verið að biðja um að bíða
með að senda þá út á meðan það
verður tekin endanleg ákvörðun í
málinu. Eðlilegt er í því ferli að gefa
þeim kost á að sanna aldurinn,“ seg-
ir Katrín.
Tvímenningarnir frá Sri Lanka verða sendir úr landi í dag
Leiddir hálfgrátandi á brott
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ synjaði í gær beiðni ungu mann-
anna tveggja frá Sri Lanka um að þeir fengju að dveljast á Íslandi
á meðan ráðuneytið afgreiðir kæru þeirra á úrskurði Útlend-
ingastofnunar um að senda þá úr landi. Voru þeir því sendir með
flugi til Þýskalands í morgun en þaðan komu þeir hingað til lands.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mennirnir frá Sri Lanka voru hálfgrátandi þegar lögreglan handtók þá
í húsi Rauða krossins. Þeir eiga að fara með flugi til Þýskalands í dag.