Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ og hvað segir þú? Og Vodafone • Sími 599 9000 • www.ogvodafone.is Aðalfundur Og Vodafone (Og fjarskipta hf.) verður haldinn í Háteigi, Grand Hótel Reykjavík, 4. hæð, fimmtudaginn 19. febrúar 2004, og hefst hann kl. 15:00. Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa hluti í félaginu samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. 3. Önnur mál sem eru löglega borin fram. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Stjórn Og fjarskipta hf. Aðalfundur Og Vodafone LEIÐTOGAR stríðandi fylkinga á Kýpur hefja í dag friðarviðræður á nýjan leik en samkomulag náðist um það í síðustu viku, fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna, að gerð yrði enn ein tilraunin til að leysa ágrein- ingsefni Kýpur-Grikkja og Kýpur- Tyrkja. Fréttaskýrendur segja að um síðasta tækifæri deilenda sé að ræða til að tryggja að báðir hlutar Kýpur fái aðild að Evrópusamband- inu (ESB) 1. maí næstkomandi. Þrjátíu ár eru nú liðin síðan tyrk- neski herinn réðst inn í Kýpur en í framhaldinu var lýst yfir sjálfstæðu lýðveldi Kýpur-Tyrkja á norðurhluta eyjunnar. Þetta lýðveldi hefur hins vegar aldrei hlotið viðurkenningu umheimsins og ljóst er að aðeins gríski hluti Kýpur fær aðild að ESB þegar sambandið verður stækkað 1. maí nk. nema samkomulag liggi fyrir um að eyjan lúti einni stjórn á nýjan leik. Slíkt samkomulag myndi jafn- framt stuðla að sáttum milli stjórn- valda í Grikklandi og í Tyrklandi, sem stutt hafa við bakið á skjólstæðingum sínum á Kýpur, auk þess sem líkur myndu aukast mjög á því að draumur Tyrkja um aðild að ESB gæti ræst einhvern tímann í náinni framtíð. Síðasta tækifærið Viðræðurnar fara fram í Nicosiu og mun Alvaro de Soto, sérlegur sendimaður SÞ, gegna hlutverki sáttasemjara. Mikil áhersla hefur verið lögð á það undanfarin misseri að ná samkomulagi um sameiningu Kýpur en síðasta sáttatilraunin fór út um þúfur fyrir ári. Það var síðan í síð- ustu viku sem Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, með stuðningi Bretlands, Bandaríkjanna og ESB, tókst að fá leiðtoga stríðandi fylkinga til að samþykkja að setjast aftur við samningaborðið. Gera áætlanir ráð fyrir að samkomulag liggi fyrir eftir rúman mánuð. „Ég held að hvað svo sem gerist muni menn finna einhverja málamiðl- un,“ segir fréttaskýrandinn Christo- foros Christoforou. „Ég get ekki ímyndað mér að alþjóðasamfélagið láti þessar viðræður renna út í sand- inn; það munu nefnilega ekki gefast sambærileg tækifæri á næstunni.“ Flestir Kýpur-Grikkir telja að samkomulag um sameiningu eyjunn- ar, á grundvelli þeirra tillagna sem Kofi Annan hefur lagt fram, muni ekki geta náðst nema á þeirra kostn- að. Christoforou segir hins vegar lík- legt að þeir muni leggja blessun sína yfir slíkt samkomulag í þjóðarat- kvæðagreiðslu engu að síður, enda hefði það afar neikvæðar afleiðingar ef samningar tækjust ekki. „Meirihluti Kýpur-Grikkja er óánægður með tillögur Annans og telja þær ósanngjarnar en þegar í at- kvæðagreiðslu verður komið þá munu flestir telja mikilvægast að sameina landið á ný,“ sagði Christo- forou. Annan „fyllir í eyðurnar“ Kýpur-Grikkir halda því fram að ekki sé gengið nógu langt í því að tryggja þeim aðgang að eignum og landi sem þeir glötuðu við innrás tyrkneska hersins 1974. Þá telja þeir gert ráð fyrir of löngum aðlögunar- tíma vegna flutninga fólks frá einum hluta eyjunnar til annars. Er talið líklegt að Tassos Papado- poulos, forseti Kýpur-Grikkja, muni m.a. leggja áherslu á það í viðræðun- um að fá því framgengt að fyrirhuguð samstjórn Grikkja og Tyrkja yfir ríkjaeiningunum tveimur verði eins valdamikil og mögulegt er. Rauf Denktash, forseti Kýpur- Tyrkja, er ekki heldur ýkja mikill aðdáandi tillagna Annans og hyggst beita sér fyrir breytingum til að vernda hagsmuni Kýpur-Tyrkja. Fréttaskýrendur hafa nokkrar áhyggjur af því að Denktash og Pa- padopoulos eigi ekki skap saman, a.m.k. er samband þeirra ekki talið eins gott og samband Denktash og Glafcos Clerides, forvera Papadopou- los, en Clerides tapaði forsetakosn- ingum í gríska hluta Kýpur í febrúar í fyrra og vék í kjölfarið fyrir Papado- poulos. Nái leiðtogarnir tveir ekki sam- komulagi fyrir 22. mars munu stjórn- völd í Ankara og í Aþenu grípa inn í og reyna að ýta viðræðum áfram. Ef ekki hefur náðst samkomulag viku síðar hafa leiðtogar stríðandi fylkinga samþykkt að Annan „fylli í eyðurnar“ þannig að hægt verði að leggja sam- komulag í dóm kjósenda í þjóðarat- kvæðagreiðslu í aprílmánuði. Sendifulltrúi SÞ, Alvaro de Soto, sagði í vikunni að ekkert „plan B“ væri fyrir hendi ef annaðhvort Kýp- ur-Tyrkir eða Kýpur-Grikkir hafna friðarsamkomulaginu í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Hann sagðist á þriðjudag ekki einu sinni vilja hug- leiða þann möguleika, slík niðurstaða yrði „sorgleg“. Deilendur á Kýpur setjast á ný við samningaborðið í dag Hafa mánuð til að ná samkomulagi        '(& )* + , ) +)*( ,0 '  - . ( (/)% , ) 1* (  !$( , ! 23  + 4 3   & 012 $%& '(& )* + , ) +)*( ,0 '  - . ( (/)% , ) 1* (  3  4  3   & 012 3 2456 $1( .7( 851&$# 2 5-678-97 :7:97 3*127 **$.7( 85 695( 3*12($695(($ &$: %($ ($2; ( 6 51 $ 7 21 $;,1 " (%%<1& 3*127 **$.7( 85 695( 3*12* 12$695(  &$=$2; ( 3 (&(*>$ & (151$?<@5(  ,;<./,=>?3>@1>,4 A.>.B>44C/,=> 1>BB/4/ D"* ? "(!'#!  " "(3  (  ! *   !$( !(  (" "    $("   ("- /  + (* ( '( (  "    - Allt kapp lagt á að bæði tyrkneski og gríski hluti Kýpur geti fengið aðild að ESB 1. maí nk. Nicosiu. AFP. SAMKYNHNEIGÐ pör flykkjast enn til San Fransisco til að láta gifta sig eftir að tveir dómarar neituðu í fyrrakvöld að binda enda á giftingar homma og lesbía sem borgaryf- irvöld ákváðu að leyfa fyrir sex dög- um. Borgarstjórinn, Gavin Newsom, hefur lýst því yfir að hann muni halda áfram að gefa saman fólk af sama kyni. Tvenn samtök íhaldsmanna höfð- uðu mál sitt í hvoru lagi þar sem þau kröfðust þess að dómarar stöðvuðu giftingarnar. Annars vegar fóru samtökin Campaign for California Families, CCF, fyrir rétt, en í því máli sagðist dómarinn ekki ætla að kveða upp úrskurð fyrr en í fyrsta lagi á morgun, föstudag. Í máli hinna samtakanna, Alliance Defence Fund, kvað dómarinn upp þann málamyndaúrskurð að annaðhvort ættu borgaryfirvöld að stöðva gift- ingarnar eða koma í réttarsal 29. maí og útskýra hvers vegna þau gerðu það ekki. Hann sagðist ekki telja að sakborningarnir hefðu gerst sekir um svo alvarleg brot að nauð- synlegt væri að gefa út neyð- artilskipun til að stöðva þá. Talsmenn samtakanna voru æfir yfir úrskurðunum og sögðu að dóm- ararnir létu lögbrot viðgangast. „Í stuttu máli sagt, tveir dómarar neit- uðu að hindra þessi ólöglegu hjóna- bönd í dag,“ sagði talsmaður CCF. „Hvað er að gerast? Eru lög í þessu ríki eða ekki?“ Lögfræðingur sam- takanna hugðist í gær biðja áfrýj- unardómstól að stöðva giftingarnar. Baráttuhópar fyrir réttindum samkynhneigðra fögnuðu því hins vegar að giftingarnar myndu halda áfram. Meira en 2.600 pör hafa verið gefin saman í ráðhúsi borgarinnar frá því á fimmtudag og í gær voru enn langar biðraðir við bygginguna. Gavin Newsom fagnaði einnig úr- skurðinum og sagði ekkert hafa komið fram fyrir rétti sem hefði fengið sig til að skipta um skoðun. „Við munum mótmæla stjórnlyndi og mismunun alls staðar,“ sagði hinn ungi og umdeildi borgarstjóri. „San Francisco er umburðarlynd borg þar sem gagnkvæm virðing ríkir og við sættum okkur ekki við neitt minna en full borgaraleg rétt- indi fyrir alla íbúa.“ Talið er að deilurnar geti orðið til þess að réttindi samkynhneigðra verði meira áberandi í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu og repúblikani, lýsti því yfir á þriðjudag að hann væri andsnúinn því að hommar og lesbíur fengju að ganga í hjónaband rétt eins og George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur sagt. AP Pör bíða eftir að fá að ganga í hjónaband við ráðhúsið í San Francisco. Haldið áfram að gifta samkynhneigða San Francisco. AP. AFP. AÐ minnsta kosti ellefu Írakar biðu bana í sjálfsmorðsárás á bæki- stöðvar pólskra hermanna í bæn- um Hilla, suður af Bagdad, í gær. Nokkrir tugir hermanna særðust í árásinni en í hópi hinna látnu voru bæði konur og börn. Frá þessu er sagt á fréttasíðu BBC. Bifreið var ekið á hlið inngangs pólsku herbúðanna og skutu pólsk- ir hermenn þá bílstjórann. Í kjöl- farið fylgdi flutningabíll og var honum ekið á fyrri bifreiðina og sprungu þá báðir bílarnir í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. Er talið að 700 kg af sprengiefni hafi verið í flutningabílnum. Al-Qaeda-liðar handteknir Talsmenn pólska hersins sögðu að 58 hermenn hefðu særst í árás- inni og 44 Írakar. Atburðurinn átti sér stað eldnemma í gærmorgun og eyðilögðust fjögur heimili, ná- lægt innkeyrslunni í pólsku búðirn- ar, í sprengingunni. Haft var eftir Mieczyslaw Bieniek, hershöfðingja í pólska hernum, að um vel skipu- lagða hryðjuverkaárás hefði verið að ræða. Pólverjar stýra um 9.500 manna alþjóðlegu herliði suður af Bagdad og í hópi særðra í gær voru ungverskir og filippeyskir her- menn, auk pólskra. Árásin í gær kemur viku eftir að tvær sjálfs- morðsárásir í Írak kostuðu meira en 100 manns lífið. Síðar í gær tilkynntu Banda- ríkjamenn að þeir hefðu handtekið sjö menn norðaustur af Bagdad sem taldir eru hafa tengsl við al- Qaeda-hryðjuverkasamtökin. Ellefu Írakar fórust í árás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.