Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 45 mér hvernig haugur af golþorski var hausaður í móttökusalnum, slengt upp á færiband, flakaður og snyrtur og breytt í innpakkaðan lúx- usvarning. Stoltastur var hann af hraðfrystivélunum sem voru ný undratæki á þessum tíma. Þarna naut Svenni frændi sín og virtist hafa rétt tök á öllum hlutum. Þarna var líka afi – traustur eins og bjarg að handleika rígaþorska eins og smákökur. Þrátt fyrir miklar annir á þessum tíma gaf Svenni frændi sér stundir til að sinna okkur krökkunum. Ein- hvern páskadaginn fór hann með okkur Brand á árabát út á móts við Stapann með línustubb að leggja fyrir fisk. Þar lék allt í höndunum á honum, enda sem á heimavelli væri. Þarna kenndi hann okkur strákun- um áralagið og helstu grundvallar- reglur sjómennskunnar. Er ekki að orðlengja það að þarna drógum við heil kynstur af ýsu. Þessi ferð lifir í minningunni sem mikið ævintýr. Eftir nokkurra ára búsetu í Mýr- arhúsum byggðu fjölskyldurnar ný- byggingu inn við aðalgötu Voga- þorpsins sem þau skýrðu Barm eftir æskuheimili Ástu ömmu. Það var heil höll í samanburði við Mýrarhús, hús byggt á tveimur hæðum sem bauð upp á meira sérbýli en var á gamla staðnum. Fiskur og fiskverkun var vett- vangur Sveins frænda míns allan hans starfsaldur. Hann gerðist fisk- matsmaður hjá Ferskfiskeftirliti ríkisins og síðar Ríkismati sjávaraf- urða. Íslenskum sjávarútvegi hefur ekki verið í kot vísað að hafa slíkan mann í sinni þjónustu. Þekking hans og reynsla, skaplyndi hans og ár- vekni nýttust örugglega vel í þessu stafi. Hann sótti mörg námskeið, m.a. í Fiskvinnsluskólanum, til að fylgjast með nýjungum hvers tíma. Það hefur trúlega ekki alltaf verið öfundsvert verk að lenda á milli út- gerðarmanna og sjómanna annars vegar og fiskverkenda hins vegar þegar skera þurfti úr um það í hvaða verðflokki fiskurinn skyldi lenda. Í þessu starfi hafa góðir eig- inleikar og þekking frænda míns komið sér vel. Leiðir okkar Sveins hafa því mið- ur ekki legið mikið saman – þótt við höfum fylgst vel með hvor öðrum úr fjarlægð og skynjað sterka vænt- umþykju hvors í annars garð. Svona er nútímalífið í öllum þess erli og hamagangi. Nánasti frændgarður er ekki ræktaður sem skyldi. En vænt þótti mér er ég naut aftur þeirra forréttinda að eiga Svenna að fyrir frænda – nú á seinni árum rétt eins og þegar ungur ég heimsótti hann í frystihúsið. Mér bauðst að fara með Pétri syni hans og nokkrum fleiri vöskum mönnum að háfa lunda hjá frænku okkar Ólínu í Flatey og manni hennar Hafsteini. Hægt væri að skrifa langa grein um þau hjón og lífið í Flatey en það verður ekki gert hér. En þar var þá Svenni hjá þeim í heimsókn. Ljóst var að þarna leið frænda mínum vel og naut þess að vera í þessu umhverfi. Svenni kom með okkur út í eyjar að háfa. Og þar var ekki komið að tómum kofanum. Hann varð sem kornungur maður á ný. Þarna kenndi hann mér loppnu möppudýrinu sömu handtökin og veiðiaðferðirnar sem viðgengist hafa með breiðfirskum eyjamönnum í aldir. Eyjalífið er undraveröld sem Svenni unni alla tíð og sótti í sem orkubrunn. En þrátt fyrir alla bestu orkubrunna verður líf okkar fyrr eða síðar að lúta í lægra haldi fyrir dauðanum. – En lífið er sterkara en dauðinn því minningin um Svein lifir í hugum okkar sem eftir erum. Minningin um hógværan, ljúfan og glettinn frænda sem alltaf var tilbú- inn að leiðbeina og styrkja þegar sóttst var eftir. Nú svífur þú á rennilegum báti með breiðfirska laginu – seglum þöndum á vit nýrra ævintýra. Ég votta Rebekku, svo og Pétri, Ástu, Brandi og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Friðrik Rúnar Guðmundsson.  Fleiri minningargreinar um Svein Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Herdís BjörnsHalldórsdóttir fæddist á Ísafirði 1. júlí 1942. Hún andað- ist á gjörgæslu Landsspítalans við Hringbraut 13. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Halldór M. Ólafsson f. 1. ágúst 1921, fyrr- um vörubifreiða- stjóri frá Ísafirði og Elísabet S. Jónsdóttir f. 21. júlí 1917 frá Lækjartungu í Dýra- firði, nú búsett í Hafnarfirði. Systkini Herdísar eru 1) Guðrún lyfjatæknir. f. 27. jan. 1953, gift Hálfdáni Haukssyni, prentara. Þau eiga eina dóttur, fyr- ir átti Guðrún tvö börn. 2) Ólafur Ágúst trésmiður, f. 9. ágúst 1956, kvæntur Valgerði G. Jónsdóttur, febr. 1995. Fyrir átti Marianne tvö börn, þau eru Glenn f. 1988 og Re- nate f. 1979, maður hennar er Yalc- in Korkmaz, og eiga þau þrjú börn. Bæði systkini Herdísar og sonur hennar ásamt fjölskyldum þeirra búa í Noregi. Herdís og Jón Þór slitu samvistir. Seinni eiginmaður Herdísar var Páll Gíslason, verkstjóri, f. 2. febr. 1946, d. 1. sept. 1990. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Friðriksson fyrrum bóndi að Seldal í Norðfjarð- arhreppi, f. 22. okt. 1909, og Sigrún Dagbjartsdóttir, húsfreyja, f. 29. apríl 1918. Herdís vann lengi hjá Landsíma Íslands á Ísafirði og á Brú í Hrúta- firði. Hún fluttist búferlum til Nes- kaupstaðar 1970 og vann lengi sem verkakona í fiskvinnslu þar. Árið 1986 fluttust þau Páll til Hafnar- fjarðar, og vann hún þar við versl- unarstörf, og síðar við eldhússtörf á Vífilsstöðum og Sólvangi. Herdís varð að láta af störfum vegna veik- inda. Útför Herdísar fer fram frá Víði- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. kennara. Þau eiga þrjá syni. Hálfbróðir Her- dísar var Jóhann Al- freðsson f. 15. des. 1936, d. 5. okt. 1995. Eftirlifandi eiginkona hans er Björg Sören- sen, Selfossi. Þeirra börn eru fjögur. Herdís giftist árið 1960, Jóni Þóri Jóns- syni frá Ísafirði, f. 8.12. 1942. Foreldrar hans eru Helga Engilbertsdótt- ir, verkakona, f. 3. mars 1912 og Jón B. Jónsson, fyrrum skipstjóri, f. 19. apríl 1908, d. 20. des. 1997. Herdís og Jón Þór eignuðust einn son, Þóri Engilbert, rafeindavirkja, f. 23. 12. 1960. Kona hans er Marianne Blomfeldt húsmóðir, f. 29. sept. 1957. Dóttir þeirra er Sarah, f. 7. Mig langar með örfáum orðum að kveðja hana Dísu mágkonu. Nú eru þau Palli bæði horfin okkar veruleika og sameinuð í öðrum. Ég fékk þessa sorglegu og óvæntu frétt daginn eft- ir að Dísa dó, á Valentínusardaginn, degi elskenda, og kannski er það táknrænt á einhvern hátt. Dísa og Palli bjuggu mest af sinni búskapartíð í Neskaupstað og er ég barn að aldri þegar Palli kemur með Dísu og Þóri austur. Það eru því margar minningar sem tengjast Dísu á þessum langa tíma. Palli var heppinn með það að Dísu líkaði svo vel í heimabyggð hans að hún fór þaðan treg á endanum. Oft er eim- mitt togstreita um búsetu á milli hjóna sem eru uppalin sitt á hvorum landshlutanum, en því var ekki að skipta í þessu tilviki. Sem barn og unglingur átti ég alltaf greiða inn- göngu á heimili þeirra Palla og Dísu, var velkomin að ganga þar út og inn eins og mig lysti. Allar fjölskyldu- veislur og hátíðir eru fullar af minn- ingum um glaðværan hlátur þeirra Dísu, Palla og Þóris og ef eitthvað sest að í hjartanu þá fer það ógjarn- an í burtu. Dísa tók þátt í öllu er varðaði fjölskylduna okkar sem væri hún hennar eigin. Dísa átti við áfengisvandamál að stríða og tel ég enga skömm að nefna það. Þeir hlutir eru orðnir viður- kenndir í þjóðfélaginu í dag á annan hátt en var. Það vandamál hefur sjálfsagt sett talsverðan svip á sam- skipti þeirra er voru henni allra nán- astir, en seinna í lífinu horfðist hún í augu við vandann og leitaði viðeig- andi hjálpar. Dísa var hörkudugleg og meðan hún bjó í Neskaupstað vann hún lengst af í frystihúsinu og féll þar inn í myndina eins og hún hefði verið saumuð inn í hana og eignaðist góða vini. Hún var bráð- myndarleg í sér og áttu þau Palli saman fallegt heimili þar sem gest- risnin réð ríkjum. Er leið að endalok- um hjá Palla fyrir um 14 árum síðan fluttu þau saman suður til Hafnar- fjarðar. Eins og ég minntist á áður var Dísa í fyrstu treg en Palli alveg ákveðin í að þetta væri það besta fyr- ir þau og tel ég að hann hafi viljað sjá til þess að Dísa væri í góðum höndum eftir að hann væri farinn sem hún og örugglega var, því að þau keyptu íbúð í sömu blokk og foreldrar Dísu og hafa þau áreiðanlega verið hvert öðru styrkur þessi ár sem á eftir komu. Eftir að ég flutti til Ástralíu hafði ég ekki mikið samband við Dísu utan jólasamband. Ég kom til henn- ar síðast er ég var á Íslandi fyrir 5 árum og bauð hún mér í fínt veislu- kaffi eins og hennar var von og vísa. Hún hringdi svo í mig kvöldið áður en ég flaug út og tilkynnti mér í því samtali að hún vildi sko fá að vera áfram í fjölskyldunni. Þetta þótti mér fallega sagt, þótt hún hefði sannarlega ekki þurft að taka það fram. Þó að Þórir og Palli væru ekki blóðskyldir var það svo að fólk sem ekki þekkti til hafði orð á því hvað þeir væru líkir feðgarnir, og það mátti með sanni segja. Þeir höfðu sams konar lundarfar og kímnigáfu og voru alls ekki ólíkir í útliti. Það er von mín að Þóri eigi eftir að finnast við vera fjölskyldan hans í framtíð- inni, þó ekki sé nema pínulítið. Und- arlegt er að hugsa til þess að nú sé að hverfa heimilið þeirra Dísu og Palla og minningin ein standi eftir. Meðan Dísa lifði var hluta af Palla að finna í henni og á heimili þeirra. Sárastur hlýtur missir þeirra beggja þó að vera fyrir þig elsku Þórir og fjöl- skyldu þína, foreldra Dísu og systk- ini. Megið þið finna styrk og huggun í sorg ykkar. Ég kveð Dísu með inni- legu þakklæti fyrir samfylgdina. Stefanía Gísladóttir, Vestur-Ástralíu. Hún Dísa mágkona er öll. Lífið hagaði því svo til að hún varð hluti af Seldalsfjölskyldunni þegar hún gift- ist Páli bróður mínum og flutti aust- ur í Neskaupstað, en hún var Ísfirð- ingur að uppruna. Með henni kom broshýr sonur Þórir Engilbert Jóns- son sem þau ólu upp og varð einnig hluti af Seldalsfjölskyldunni. Dísa eignaðist fljótt vini og undi sér vel hér. Hún fór strax út á vinnumark- aðinn, fyrst á símann en vann lengst af í frystihúsinu og var auk þess virk- ur þátttakandi í félagsstarfi. Í Seldal bjuggu tengdaforeldrar hennar og þar var samkomustaður stórrar fjöl- skyldu. Lífið var þó ekki alltaf dans á rósum, veikindi og endurtekinn fóst- urmissir voru þungar raunir. Í huga mér eru þó gleðistundirnar fleiri, þar sem kátína og gestrisni ríkti. Afmæl- isveislurnar hans Þóris á Þorláks- messu gleymast ekki og yfirleitt þeg- ar gesti bar að garði var höfðinglega á móti þeim tekið. Heimilið var vel búið og til reiðu ef fjölskyldumeðlimi vantaði aðstöðu til veisluhalda. Um jól og á tímamótum kom öll fjölskyld- an saman, oftast í Seldal og oft var þá gripið í spil. Hún Dísa gaf okkur einnig hlutdeild í fjölskyldu sinni. Foreldrarnir komu í heimsókn og dvöldu stundum á stórhátíðum og voru aufúsugestir okkar allra. Mér er minnisstæð ferð okkar hjóna með Þóri, Dísu og Palla vestur á firði 1972 í Moskovits-bifreið. Það var ævintýraferð vestur í Djúp og svo með skipi frá Ögri til Ísafjarðar. Þar vorum við gestir Halla og Betu í nokkra daga sem enn ljóma í minn- ingunni. Dísa og Palli voru sérlega barn- góð. Dagbjörtu dóttur minni þótti af- ar gaman að heimsækja þau þegar hún var barn. Þá var oft glatt á hjalla og ekki mátti á milli sjá hver var yngstur. Páll varð alvarlega veikur á níunda áratugnum og þurfti að vera í umsjá sérfræðinga. Það kostaði þau búferlaflutninga suður. Þau bjuggu sér einstaklega fallegt heimili að Flatahrauni 16 í Hafnarfirði. Páll lést árið 1990. Seinni ár hefur verið lengra á milli samfunda, en síminn verið notaður. Dísa hefur nokkrum sinnum komið og dvalið í Seldal um tíma, síðast á sextugsafmælinu sínu 2002. Síðasta árið hefur hún oft verið veik og legið á sjúkrahúsum. Hún gerði sér vonir um að komast til heilsu og hlakkaði til þess að rækta sambandið við Þóri son sinn og fjölskyldu hans sem bú- sett er í Noregi, sérstaklega þó unga sonardóttur sína Söru. Nú er slitinn sá þráður og ekkert eftir nema þakka fyrir sig. Við Seldælingar þökkum Dísu einstakt trygglyndi og vináttu gegn um árin og biðjum Þóri og fjölskyldu, öldruðum foreldrum hennar, systkinum og öðrum ástvin- um blessunar. Ína Dagbjört Gísladóttir. HERDÍS B. HALLDÓRSDÓTTIR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför ástkærrar dóttur minnar, systur og mágkonu, RÁÐHILDAR ELLERTSDÓTTUR, Kríuási 15, áður Móabarði 30b. Jóhanna Kristjánsdóttir, systkini, makar og aðrir aðstandendur. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ÞURÍÐAR GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR frá Króksfjarðarnesi, síðast til heimilis í Hæðargarði 33, Reykjavík. Ólafía B. Ólafsdóttir, Haraldur H. Sigurðsson, Anna K. Sigurðardóttir. Eiginmaður minn, HARALDUR SIGURÐSSON, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 21. febrúar kl. 11.00. Kristín Helgadóttir. Gullmolinn úr vina- hópnum er farinn. Það er erfitt að skilja. Guffa var ein skemmtilegasta manneskja sem við höf- um þekkt. Þegar við lít- um til baka færist bros á andlit okk- ar, því það var alltaf stutt í húmorinn og „klaufaskapinn“ hjá henni. Elsku Guðfinna, við munum ávallt GUÐFINNA ÞÓRA SNORRADÓTTIR ✝ Guðfinna ÞóraSnorradóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1972. Hún lést á heimili sínu 29. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fella- og Hólakirkju 6. febr- úar. minnast þín sem okkar bestu vinkonu. Elsku Kristín, Ant- on, Birgitta, Tumi, Hemmi, Snorri, Hjör- dís og systkini, megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Jökull, Ægir, Jón V., Kristján E., Kristján R. og Jóhann Frið- finnur. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.