Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ TALIÐ er, að meira en 200 manns hafi farist og nokkur hundruð slas- ast þegar lestarvagnar hlaðnir bensíni, brennisteini og áburðar- efnum sprungu í loft upp við bæinn Neyshabur í Íran. Sagt er, að sprengingin hafi verið svo óskap- leg, að fjögur nálæg þorp séu stór- skemmd og rúður hafi brotnað í húsum í 10 km fjarlægð. Íranska fréttastofan IRNA sagði, að 51 lestarvagn hefði staðið á teinunum við Abu Muslim-stöðina við Neyshabur þegar einhver titr- ingur, hugsanlega vægur jarð- skjálfti, varð til þess, að þeir runnu af stað. Mohammad Maqdouri, yf- irmaður almannavarna á staðnum, sagði, að það hefði gerst klukkan fjögur í fyrrinótt að írönskum tíma og hefðu vagnarnir, sem voru eim- reiðarlausir, farið út af sporinu þegar þeir náðu Khayyam, sem er næsta stöð. Kom upp mikill eldur í þeim og dreif þá að fjölmennt lið slökkviliðsmanna. Voru þeir að berjast við eldinn þegar vagnarnir sprungu upp úr hálftíu að staðar- tíma. Maqdouri sagði, að hátt í 200 slökkviliðs- og björgunarmenn hefðu farist og einnig ríkisstjórinn í Khorassan-héraði, borgarstjóri Neyshaburs og slökkviliðsstjórinn. Talið var, að allt að 400 manns hefðu slasast. Heyrðist í 75 km fjarlægð Íranska sjónvarpið sýndi í gær myndir frá slysstaðnum, sundur- tætta og brennandi lestarvagna og einnig myndir af nálægum þorpum þar sem sprengingin olli miklum skemmdum. Sagt er, að rúður hafi brotnað í húsum í 10 km fjarlægð og sprengidrunurnar heyrðust í borginni Mashhad í 75 km fjarlægð. Unnið var að því í gær að koma slösuðu fólki á sjúkrahús og undir læknishendur og voru notaðar við það þyrlur og sjúkraflutningabílar. Hefur fólk verið hvatt til að gefa blóð en margir hinna slösuðu eru al- varlega brenndir. Rannsókn hafin Starfsmenn jarðskjálftamið- stöðvar háskólans í Teheran segja, að á sama tíma og slysið varð, hafi mælst jarðskjálfti á þessum sömu slóðum, 3,6 stig á Richters-kvarð- anum, og er talið, að annaðhvort hafi hann valdið því, að vagnarnir runnu af stað eða að sprengingin hafi framkallað hann. Opinber rannsókn á slysinu er þegar hafin og mun hún meðal ann- ars beinast að hvernig á því stóð, að jafnstórhættuleg efni voru flutt með sömu lestinni. Skammt er stórra högga í millum í slysförunum í Íran en í desember síðastliðnum fórust meira en 40.000 manns er öflugur jarðskjálfti lagði borgina Bam, sunnarlega í landinu, í rúst. Tugir lestarvagna með sprengifimum efnum sprungu í loft upp í Íran Meira en 200 fórust og mörg hundruð slösuðust Bensín, brenni- steinn og áburð- arefni flutt með sömu lestinni AP Slökkviliðsmaður sprautar á brakið eftir að lestarvagnarnir höfðu sprung- ið skammt frá Neyshabur. Myndin er fengin frá íranska sjónvarpinu.      !" #$ ! %  & '( $   (") ( (*  + !+ ( (    !    & + ,    !       -              !"  #    $%&      % . / , ,(*  + Teheran. AP, AFP. LESZEK Miller, forsætisráðherra Póllands, skýrði frá því á þriðjudag að hann hygðist láta af embætti for- manns Lýðræðis- lega vinstribanda- lagsins (SLD) í næsta mánuði. Mjög hefur ver- ið þrýst á Miller um að hverfa úr formannsstólnum að undanförnu. Flokkur hans er fylgi rúinn ef marka má skoðanakannanir og ásakanir um spillingu innan ríkisstjórnarinnar gerast sífellt háværari. Í síðustu könnun mældist fylgi flokksins 13% en vinstrimenn unnu góðan sigur í þingkosningunum 2001. Frá því það gerðist hefur félögum í flokknum fækkað um nærri helming og eru þeir nú um 80.000. Ákvörðuninni fagnað Borgaravettvangur, stærsti and- stöðuflokkur miðju- og hægrimanna hefur hins vegar 28% fylgi sam- kvæmt könnunum. Hefur fylgi flokksins aldrei mælst svo mikið og kosningar verða á næsta ári. Ásakanir um spillingu ná alla leið til forsætisráðherrans. Hann mun síðar í vikunni koma fyrir rétt í máli kvikmyndaleikstjórans Lews Ryw- ins sem sakaður er um að hafa krafist 17,5 milljóna dala mútugreiðslu frá Agora-fjölmiðlafyrirtækinu í nafni Millers. Flokksmenn Millers tóku þeim tíð- indum fagnandi að hann hygðist segja af sér sem formaður flokksins. Töldu þeir þá ákvörðun fallna til að bæta sóknarfæri flokksins en kosið verður til þings Evrópusambandsins í Póllandi 13. júní. Alexander Kwas- niewski, forseti Póllands og fyrrum leiðtogi SLD, hafði áður lagt að Mill- er að segja af sér starfi formanns með þeim rökum að það færi illa saman við forsætisráðherraembætt- ið. Pólland Miller boðar afsögn Varsjá. AFP. Leszek Miller MJÓTT var á mununum þegar öldungadeild- arþingmaðurinn John Kerry sigraði í forkosn- ingum bandaríska Demókrataflokksins sem fram fóru í Wisconsin-ríki í fyrrakvöld. Kerry fékk 40% atkvæða, John Edwards öldunga- deildarþingmaður kom næstur með 35% en gott gengi hans kom mjög á óvart. Howard Dean, fyrrverandi ríkisstjóri Vermont, fékk 18% og þykir nú vart eiga möguleika lengur. Í gær var enda búist við að hann myndi lýsa því yfir að hann væri hættur baráttunni þótt nafn hans yrði áfram á kjörseðlinum í þeim ríkjum þar sem forkosningar eiga eftir að fara fram. John Kerry hefur forskot Forkosningarnar virðast því hafa þróast yfir í tveggja manna baráttu um hver fái að bjóða sig fram gegn George W. Bush, núverandi forseta, í nóvember. Sumir höfðu talið að baráttunni væri senn að ljúka og Kerry yrði jafnvel strax út- nefndur sigurvegari í forkosningunum þar sem hann hefur haft mikla yfirburði hingað til. Þær vonir urðu þó að engu vegna þess hversu Edw- ards gekk vel í fyrrakvöld. Hann hyggst halda ótrauður áfram og sjá hver útkoman verður þriðjudaginn 2. mars þegar kosið verður í 10 ríkjum, m.a. Kaliforníu og New York. Kerry hefur þó mikið forskot og stjórnmála- skýrendur telja flestir að þrátt fyrir að Edw- ards sé himinlifandi yfir árangrinum í Wiscons- in sé nánast óhjákvæmilegt að Kerry verði að lokum útnefndur forsetaframbjóðandi demó- krata. „Þetta dregur baráttuna á langinn, en við verðum að muna að Kerry hefur unnið 15 af 17 forkosningum,“ segir Larry Sabato, yfirmaður stjórnmálafræðideildar Virginíuháskóla. Fyrir Kerry er slæmt að baráttan haldi áfram að því leyti að hann þarf að halda áfram að eyða miklu fé og kröftum sem hann hefði fremur viljað geyma þar til, og ef, hann tekst á við Bush. Talið er að gott gengi Edwards megi rekja til þess að hann lagði áherslu á atvinnumál og tal- aði gegn fríverslunarsamningum á borð við NAFTA sem margir telja að valdi því að Bandaríkjamenn missi störf sín. Sá boðskapur er sagður hafa fallið íbúum Wisconsin mjög í geð þar sem atvinnumál eru þeim ofarlega í huga auk þess sem þeir hafa verið mjög and- snúnir NAFTA-samkomulaginu. Kosningarnar í Wisconsin voru opnar, þ.e.a.s., þeir sem eru ekki félagar í Demókrata- flokknum máttu kjósa líka. Um 10% kjósenda voru repúblikanar og 30% óháðir en báðir þess- ir hópar kusu Edwards. Edwards var afar ánægður með úrslitin enda höfðu kannanir ekki bent til þess að honum myndi ganga vel. „Ég held að þetta þýði að ég geti sigrað George Bush,“ sagði hann á CNN. Kerry notaði tækifærið er sigurinn var ljós og þakkaði eiginkonu sinni stuðninginn en í síðustu viku var hann sakaður um að hafa haldið fram hjá henni. Hann var hreinsaður af þeim áburði. Kosningaherferð Bush hafin Bush hefur einnig hafið kosningaherferð en samkvæmt nýjustu könnunum virðist hann hafa tapað talsverðu fylgi. Ef kosið væri nú fengi Kerry 52% atkvæða en Bush einungis 43%, samkvæmt könnun sem Washington Post og ABC-fréttastofan gerðu í síðustu viku. Ræddi hann við kjósendur í Flórída á mánudag, að- allega um efnahagsmál. Á þriðjudag ávarpaði hann þjóðvarðliða í Louisiana, þar sem hann lagði áherslu á að hann væri „stríðsforseti“. Baráttan heldur áfram Reuters John Edwards fagnar góðum árangri á þriðju- dag þrátt fyrir að John Kerry hafi sigrað. John Edwards náði góðum árangri í for- kosningum demó- krata í Wisconsin HOLLENSKA þingið samþykkti á þriðjudag að vísa burt 26.000 manns, sem beðið höfðu um pólitískt hæli í Hollandi. Hafa vinstriflokkarnir og ýmis mannréttindasamtök mótmælt brottrekstrinum. Að samþykktinni stóðu hægri- flokkarnir á þingi, utan sem innan stjórnar, en vinstriflokkarnir voru á móti. Tekur brottreksturinn til fólks, sem aðallega kom til Hollands á ár- unum 1999 til 2001, en því hefur end- anlega verið neitað um landvist. Ný lög og strangari en áður voru samþykkt í Hollandi 2001 og var hert mjög á framkvæmd þeirra eftir að flokkur Pim Fortuyns, sem vildi stöðva innflytjendastrauminn, fékk mikið fylgi í kosningum 2002. Síðan hefur umsóknum um landvist fækk- að verulega. Hollendingar hafa einn- ig komið upp sérstökum búðum fyrir fólk, sem neitað hefur verið um hæli, og flutt burt þúsundir manna. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch lýstu áhyggjum sínum af þróun þessara mála í Hollandi og bentu á, að allt væri í óvissu um ör- yggi fólksins í sínu heimalandi, til dæmis Afganistan, Sómalíu og Téts- níu. Þúsundum manna vísað frá Hollandi Haag. AP, AFP. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.