Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í SUNNUDAGSBLAÐI Frétta- blaðsins (bls. 6) 8. febrúar, var sagt frá persónulegum ábyrgðum ein- staklinga á kosn- ingaskuldum kjör- dæmisráðs Vinstri grænna í Suðvest- urkjördæmi vegna síðustu alþingiskosn- inga. Kemur fram að þáverandi formaður kjördæmisráðsins hafi gengist í per- sónulega ábyrgð fyrir skuldum flokksins sem urðu til vegna þess að kosn- ingastjórnin virti ekki fyrirfram ákveðna fjárhagsáætlun. Eyddi þess í stað 100% um efni fram. Afleiðingin er sú að sýslumaður hefur auglýst opinberlega íbúð viðkomandi ábyrgðamanns til sölu á nauðungaruppboði. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J., bregst harkalega við fréttinni í viðtali við blaðið daginn eftir og sakar ábyrgðamanninn (og reyndar blaðið líka) um að senda flokknum kaldar afmæliskveðjur í tilefni fimm ára afmælis Vinstri grænna! Steingrímur hefur ekki miklar áhyggjur af því þótt íbúðir flokks- manna séu auglýstar á nauðung- aruppboði. Þetta sé ekkert sem hafa þurfi áhyggjur af. Það sé hlut- verk kjördæmisráðs að ráða fram úr þessu og fengnir verði aðrir ein- staklingar til að setja eignir sínar að veði fyrir flokkinn. Án efa, eða það skul- um við vona, þarf ábyrgðarmaðurinn ekki að hafa áhyggjur að þessu sinni. Að flokkurinn standi reikningsskil gerða sinna en ekki viðkom- andi ábyrgðarmaður eða ábyrgðarmenn. Það hlýtur hins vegar að vera full ástæða fyr- ir flokksmenn VG að hafa áhyggjur af sið- ferðisvitund formanns sem gerir jafnlítið úr máli sem þessu sem raun ber vitni. Fyrir utan það að það fer ekki mikið fyrir þakk- læti hans í garð þeirra sem leggja allt í söl- urnar fyrir framgang flokksins. Innan VG eru einstaklingar með ríka réttlæt- iskennd. Skyldu ummæli og viðhorf formanns VG hreyfa við þeim nú? Þakklæti for- manns VG Bolli Valgarðsson skrifar um kosningaskuldir VG Bolli Valgarðsson ’Að flokkurinnstandi reikn- ingsskil gerða sinna en ekki viðkomandi ábyrgðarmaður eða ábyrgð- armenn.‘ Höfundur er félagi í Alþýðuflokknum (ef hann er til ennþá?) og hefur aldrei verið í VG. með Karlakórnum HEIMI & Óskari Péturssyni H V ÍT T & S V A R T SKEMMTIATRIÐI m.a. •Hinn margfrægi söng- og spéfugl Óskar Pétursson •Gamanmál og ekta skagfirskir hagyrðingar •Veislustjóri Óskar Pétursson •Fjöldasöngur •Hljómsveitin Miðaldamenn leikur fyrir dansi •Húsið opnað kl. 19.30 - Blótið sett kl. 20.15 •Miðaverð kr. 5.400 (skemmtun, matur, dansleikur) •Miðaverð á dansleik kr. 1.500 •Miðaverð - skemmtun & ball kr. 2.500 •Forsala aðgöngumiða í síma 533 1100 milli kl. 13 og 17 virka daga. HAPPA- DRÆTTI V i n n i n g a r : 1. Folald 2. Lambhrútur á fæti 3. Hangikjötslæ ri á 21. febrúar FYRIR stuttu kynnti samgöngu- ráðherra skýrslu sem unnin hafði verið af Hagfræðistofnun í framhaldi af erindi flugfélagsins Rayan Air til stjórnvalda. Nokkuð hefur verið fjallað um þann hluta skýrslunnar sem snýr beint að erindi flugfélagsins. Minna hefur verið fjallað um það meg- ininnihald skýrslunnar sem er um flug- og ferðaþjónustu á Ís- landi. Í þessari grein verð- ur minnst á örfá atriði, sem að mati undirritaðs eru mjög athyglisverð þegar rætt er um stöðu og þjóðhagsleg áhrif ferðaþjónustu. Í skýrslunni er fjallað um bein efna- hagsleg áhrif ferða- þjónustu og síðan óbein og afleidd. Hér er eftir því sem ég kemst næst í fyrsta sinn á faglegan hátt reynt af vísindamönnum að reikna öll efna- hagsleg áhrif af neyslu erlendra ferðamanna og áhrif þeirrar neyslu í krónum á hagkerfið. Aðferðafræðin er nákvæmlega skýrð. Við sem höf- um lengi unnið í þessari atvinnugrein höfum oft í gegnum tíðina bent á mik- ilvægi hennar fyrir íslenskt hagkerfi og höfum í því sambandi nefnt fjöl- marga þætti og ýmsar tölur, en hér er það gert af hlutlausum aðila. Hver er svo niðurstaða Hag- fræðistofnunar? Samkvæmt upplýsingum Seðla- banka Íslands voru gjaldeyristekjur vegna neyslu erlendra ferðamanna hér á landi árið 2002 um 22,8 millj- arðar. Hagfræðistofnun skiptir þessum útgjöldum á einstakar atvinnugrein- ar og umreiknar í framleiðsluáhrif. Niðurstaða þessara útreikninga Hagfræðistofnunar er sú að óbein og afleidd áhrif útgjalda erlendra ferða- manna hér á landi árið 2002 hafi verið 69,4 milljarðar þannig að heildarumsvif sem verða til í hagkerfinu vegna útgjalda er- lendra ferðamanna eru um 92,2 milljarðar. Þetta svarar til um 5% heildarframleiðslu og veltu þjóðarbúsins árið 2002. Árið 2002 var fjöldi erlendra ferðamanna 279.600. Bein áhrif af þeim nema 82 þúsund krónum í eyðslu á ferðamann. Ef á hinn bóginn er tekið tillit til efnahags- áhrifa útgjalda innanlands af hverj- um ferðamanni á veltu og framleiðslu nemur sú upphæð um 330 þúsund krónum á hvern ferðamann. Á síð- asta ári komu hér um 320.000 gestir. Gera má ráð fyrir að vera þeirra hér hafi því skapað um 105 milljarða heildarumsvif í hagkerfinu. Það skal undirstrikað að hér er eingöngu verið að tala um neyslu er- lendra ferðamanna í landinu. Í þess- um tölum er ekki tekið tillit til þeirra tekna sem verða af þeim flugfar- gjöldum sem þeir greiða til að kom- ast til landsins og ekki er á nokkurn hátt fjallað um umsvif vegna ferða- laga Íslendinga sjálfra í eigin landi. Það er því ljóst að vægi ferðaþjónust- unnar í hagkerfinu er verulegt og fróðlegt væri að það yrði reiknað á sama hátt hver efnahagsleg áhrif eru vegna tekna flugfélaganna af þessum gestum svo og áhrif innlenda mark- aðarins. En það er á fleiri sviðum sem þjóð- hagslegur ábati ferðaþjónustunnar kemur fram og nefnir Hag- fræðistofnun nokkur dæmi um hvernig ferðaþjónustan hefur skapað þjóðhagslegan ábata hérlendis: Bætt framleiðni vinnuafls: Sköpun nýrra starfa í ferðaþjónustu sem gef- ur fólki tækifæri til að afla sér hærri tekna en ella hefði orðið, að gefinni menntun, búsetu og starfsþjálfun. Bætt framleiðni einkafjármagns: Aukin nýtni fastafjármuna vegna meiri veltu hjá fyrirtækjum sem tengjast ferðaþjónustu bæði beint og einnig óbeint. Bætt framleiðni opinbers fjár- magns og innviða: Hlutdeild í kostn- aði vegna notkunar innviða íslensks þjóðfélags, svo sem samgöngu- mannvirkja, sem kemur fram með beinum og óbeinum hætti til íslenska ríkisins. Hagræðið kemur einkum fram ef notkun landsmanna sjálfra er fremur lítil og aukinn fjöldi notenda tefur ekki fyrir þeim sem þegar nýta sér umferðarmannvirkin. Þjóðhagslegur ábati ferðamennsk- unnar vegna samnýtingar sam- göngumannvirkja er líklega mestur í flugsamgöngum við útlönd segir í skýrslunni. Í þessu sambandi skal enn einu sinni bent á að mikill fastur kostnaður fylgir flugrekstri og ákveðinn lágmarksfjölda farþega þarf til þess að halda uppi tíðni ferða og fjölda áfangastað. Fjöldi erlendra farþega lækkar meðalkostnað við ferðalög Íslendinga sjálfra. Byggð hefur verið upp flug- umferð með erlendum farþegum til þess að tryggja tíðni ferða og fjölda áfangastaða. Hér er bæði um að ræða erlenda ferðamenn til Íslends en einnig farþega sem flogið er með á milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu hérlendis. Hlutverk stjórnvalda mikilvægt Hagfræðistofnun fjallar mikið um hlutverk ríkisins í umræddri skýrslu og bendir á nauðsynlega aðkomu stjórnvalda að greininni á ýmsum sviðum. M.a. segir eftirfarandi um hlutverk stjórnvalda í markaðs- og kynning- armálum: „Stjórnvöld þurfa að huga sér- staklega vel að markaðsbrestum sem gætu hindrað þróun í greininni og ennfremur að reyna að stýra notkun á innviðum og framleiðslufjármunum til þess að auka þjóðhagslegan ábata sem greinin gefur af sér. Stærsti og augljósasti markaðsbresturinn í þessu tilliti felst í því að illfært er að ná nægilegri landkynningu. Vegna þess að slík kynning er al- mannagæði sem nýtist öllum ferða- þjónustuaðilum hefur hvert fyrirtæki um sig ekki nægjanlega hvata til þess að fjármagna slíka kynningu. ... Af þessum sökum verða stjórnvöld að taka að sér að samhæfa slíka kynn- ingu fyrir greinina sem heild, t.d. með því að veita hluta af þeim skatt- tekjum sem greinin skapar til kynn- ingarmála.“ Stjórnvöld hafa í vaxandi mæli komið að almennum kynning- armálum ferðaþjónustunnar og sam- hæfingu þeirra í samræmi við það sem hér að ofan er sagt. Nægir þar að minna á viðbrögð samgönguráðherra í framhaldi af at- burðunum 11. september 2001, en síðan þá hafa stjórnvöld aukið fram- lög til almennra kynningarmála um alls 800 milljónir. Sú kynning skilar einnig ríkissjóði sem stærsta hagsmunaaðilanum auknum tekjum, enda færð rök að því í skýrslunni að aðeins beinar tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti af eyðslu erlendra ferðamanna und- anfarin þrjú ár séu um 10 milljarðar. Það er því mikið í húfi að auka samkeppnishæfnina með aukinni kynningu en það hafa stjórnvöld í vaxandi mæli verið að gera eins og áður hefur komið fram. Í skýrslunni er fjallað um mun fleiri þætti varðandi þjóðhagslegan ábata af ferðaþjónustu og einnig að- komu stjórnvalda á fleiri sviðum en hér hefur verið gert að umtalsefni. Þar kemur m.a. fram að fjölgun starfa ein og sér sé ekki endilega merki um þjóðhagslegan ávinning. Þar skipti máli framleiðni starfanna og í því sambandi bent á að afköst vinnuafls í ferðaþjónustu hafi tvö- faldast á síðastliðnum 30 árum þegar litið er til fjölda erlendra gesta. Þeir sem vinna í ferðaþjónustu hljóta að fagna þessari vinnu sem Hagfræðistofnun hefur unnið að frumkvæði samgönguráðherra. Í henni er staðfest á fjölmörgum sviðum mikilvægi þessarar atvinnu- greinar fyrir þjóðarbúið bæði fjár- hagslegt og ekki síður byggðarlegt og samfélagslegt. Þá er þar einnig staðfest að stjórn- völd hafi skilgreint hlutverk sitt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á þann hátt sem eðlilegt er og unnið í samræmi við það. Niðurstöðurnar eru gott veganesti og hvatning til samstarfs opinberra aðila og greinarinnar til áframhald- andi uppbyggingar ferðaþjónustu til framtíðar með það að markmiði að vinna gott verk sífellt betur. Skýrsla Hagfræðistofnunar er í heild aðgengileg á vef samgöngu- ráðuneytisins og hvet ég alla til að kynna sér hana Ferðaþjónustan eykur lífsgæði Magnús Oddsson skrifar um ferðamál ’Þeir sem vinna í ferða-þjónustu hljóta að fagna þessari vinnu sem Hag- fræðistofnun hefur unn- ið að frumkvæði sam- gönguráðherra.‘ Magnús Oddsson Höfundur er ferðamálastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.