Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Heilsuþorp af því tagi semætlunin er að reisa fyrirÍslendinga á Spáni hafaþegar verið reist af Þjóðverjum, Englendingum og öðr- um þjóðum sem búa við rysjóttara veðurfar en tíðkast við Miðjarðar- hafið. Á síðasta ári stofnuðu fimm fyrirtæki og tveir einstaklingar fyr- irtækið Heilsuþorp, með það að markmiði að reisa og reka heilsu- þorp fyrir Íslendinga bæði hér á landi og erlendis. Undanfarna mán- uði hefur félagið staðið í viðræðum um kaup á 5–8 hektara landi við Mar Menor, á austurströnd Spánar og er fjármögnun nú á lokastigi. Ætlunin er að í heilsuþorpinu verði um 200 íbúðir, flestar þeirra verða seldar, en nokkrar leigðar einstaklingum, fyrirtækjum og fé- lagasamtökum. Gestur Ólafsson arkitekt, sem er einn þeirra sem standa að Heilsuþorpi ehf., segist ekki í neinum vafa um að mark- aðurinn á Íslandi sé nógu stór til að reka íslenskt þorp í útlöndum. Ís- lendingar eigi um 600 íbúðir á Spáni og þá séu fasteignir í eigu Ís- lendinga á Flórída, Ítalíu og öðrum stöðum ótaldar, en þó séu aðeins tæp 15 ár síðan Íslendingum var gert kleift með lagasetningu að kaupa fasteignir á erlendri grundu. Gestur segir að við undirbúning verkefnisins hafi verið gerð könnun meðal íslenskra fasteignaeigenda á Spáni. „Við höfum komist að því að það að búa erlendis og láta sér líða vel, er mikið meira en bara að fá þak yfir höfuðið. Fólk hefur dálitla tilhneigingu til að einangrast ef það talar litla spænsku,“ segir hann, en í ljós kom að margir söknuðu sam- neytis við aðra Íslendinga. Eins bendir hann á að margir hafi sagst vera smeykir að búa einir, en í þorpinu verði lögð mikil áhersla á öryggi íbúanna með góðri örygg- isgæslu. „Við ætlum að koma á góðum tengingum við Ísland, þannig að menn geti horft á íslenskt sjónvarp og útvarp og fengið ódýrt síma- samband, sem er mjög hár kostn- aðarliður hjá mörgum þarna úti og að menn geti fengið Morgunblaðið samdægurs eða daginn eftir. Við ætlum að skipuleggja kennslu í spænsku og siglingum og öllu mögulegu öðru sem íbúarnir kunna að óska eftir. Þarna eru mjög góðar aðstæður til útivistar og heilsu- ræktar, bæði til siglinga og mjög skemmtilegt landslag til að ganga í. Þarna eru nú þegar fjórir mjög góðir golfvellir og ráðgert að byggja fimm til viðbótar á næst- unni. Þetta er eitt skemmtilegasta land sem við höfum fundið þarna, þar sem ekki er búið að byggja,“ segir Gestur. Allar góðar sjávarlóðir að verða búnar Hann segir að verkefnið hafi ver- ið í bígerð í allnokkur ár. „Allar góðar sjávarlóðir, allt frá Frakk- landi og suður að Gíbraltar, eru að verða búnar, þannig að það er ekki mikið seinna vænna ef við ætlum að komast inn í þetta eins og flestar N-Evrópuþjóðir hafa gert. Það er feikimikill kostur að kaupa landið, því þá getum við sjálf skiplagt þetta, teiknað byggingarnar og haft þetta alveg eins og hentar Ís- lendingum og okkar gæðakröfum. Svæðið verður skipulagt og húsin hönnuð í samstarfi margverðlaun- aðra íslenskra og spænskra hönn- uða,“ segir Gestur. Lögð verði áhersla á sjálfbært og vistvænt um- hverfi og nútímatækni, t.d. verði orkan af sólarhitanum beisluð til að kæla íbúðirnar niður á sumrin og íbúðirnar verði hannaðar þannig að þær þurfi lítið viðhald. Alls verða um 200 íbúðir í heilsu- þorpinu og verður byggðin lágreist, húsin verða ein eða tvær hæðir. Þá verður þjónustukjarni með sund- laugum, boltavelli, íslensku bóka- safni, þjálfunar- og kennsluað- stöðu, veitingahúsi og fleiru. „Við gerum ráð fyrir því að það verði boðið upp á heilsurækt allan sólar- hringinn og heilsuþjálfun, þar sem mönnum verður boðið upp á kennslu í hollu mataræði og lífs- stíl,“ segir Gestur. Starfsmenn í heilsugæslu og heilsuþjálfun verði Íslendingar og eins einhverjir kennaranna, en nokkrir Spánverjar eigi eftir að starfa þar líka. Þá verður íslenskur matur seldur á svæðinu. „Eflaust kemur Bónus þarna eða Hagkaup, það væri mjög huggulegt,“ segir Gestur. Hann segist telja an kost fyrir Íslendinga tali reiprennandi spænsku búið í heilsuþorpinu innan Íslendinga. „Stressið við vera í alveg erlendu um mikið. Margir koma ansi úr fríunum sínum, að m ekki um fólk sem er kom irlaunaaldur,“ segir hann. Boðið verður upp á mis búsetuform, meirihluti verður seldur einstaklin einnig verður eitthvað af inu leigt til einstaklinga eð samtaka til lengri eða tíma. Verða eigendur fas svæðinu aðstoðaðir við húsnæðið út, t.d. yfir suma óski þeir þess. Íbúðirnar ódýrari en á „Ég er sannfærður um verður enginn hörgull á f er til í að búa þarna. Þe orðið 5–600 manna þorp aldri. Það er sú stærð sem um nauðsynlega svo hægt standa vel undir same þjónustu.“ En hvað skyldi íbúð í he inu kosta? Gestur segir að að því að þegar upp er sta söluverð eignanna ekki ódýrum íbúðum á Íslandi. um að reyna að halda því þ það verði a.m.k. ekki dýra kaupa á Íslandi. Það er lí ara að búa á Spáni,“ segir Íbúar þorpsins þurfi að bo hvað fyrir viðhald á lóðinn að í þeim dúr. „En við re halda því eins og við getu marki. Síðan verður þjónu kvæm að eins miklu leyti er.“ Fjármögnun verkefnisin lokastigi, en Gestur seg þegar liggi fyrir tilboð frá um banka um fjármögnun Fjármögnun íslensks heilsuþorps á lokastigi og íbú Vilja byggja „li land“ við Miðjarð 5–600 Íslendingar munu að jafnaði búa í heilsu- þorpi á Spáni, ef hug- myndir Heilsuþorps ehf. verða að veruleika, en fjármögnun verkefn- isins er nú á lokastigi. Þar verður rekin íslensk heilsugæsla og heilsu- ræktarstöð, hægt verð- ur að fylgjast með ís- lenskum fjölmiðlum og kaupa íslenskan mat, en Íslendingar sem eru bú- settir á Spáni segjast einkum sakna samveru við landa sína. Grunníbúðirnar munu líta svona út, en einnig verður hægt að ka               Á þessu landi mun íslenska hektara landsvæði og mun „FALLA FOSSAR, FLÝGUR ÖRN YFIR“ Í sýknudómi Hæstaréttar frá síð-asta ári, í máli manns sem sak-felldur hafði verið í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir að raska hreiðursstað arna, kom fram að rétturinn teldi orðalag um náttúruvernd of almennt og ekki nægilega glöggt til að uppfylla kröfur um skýrleika réttarheimilda. Af því tilefni hefur Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, nú lagt fram á Al- þingi lagafrumvarp sem stuðla á að aukinni vernd arnarins og annarra friðaðra dýra. Þessu frumvarpi ber að fagna, enda segir það sig sjálft hversu mikilvægt það er að ákvæði laga tryggi friðuðum dýrum grið. Íslendingar friðuðu örninn fyrir rúmum 80 árum, fyrstir þjóða, og sýndu þannig í verki virðingu sína gagnvart náttúrunni og þessum tign- arlega fulltrúa hennar. Samkvæmt upplýsingum Fuglaverndarfélags Ís- lands var arnarstofninn þó í hættu strax um aldarmótin 1900. Þrátt fyrir friðunina var örninn mörgum þyrnir í augum og um miðja síðustu öld var arnarstofninn kominn í bráða útrým- ingarhættu og taldi einungis um 20 pör. Ofsóknir og eitranir sem beindust fyrst og fremst að refum voru arnar- stofninum mikil ógn og örnum tók ekki að fjölga að nýju fyrr en um 1970, þegar bannað var að eitra fyrir refum. Síðan þá hefur pörum fjölgað í um 50, en enn er langt frá því að verndunar- aðgerðir hafi náð því markmiði að örn- um fjölgi umtalsvert og breiðist um landið. Á blaðamannafundi sem umhverfis- ráðuneytið hélt fyrir tæpu ári til að kynna viðbrögð ráðneytisins við fyrr- greindum dómi, sagði Kristinn Hauk- ur Skarphéðinsson, fuglafræðingur, að þrátt fyrir að arnarstofninn hafi ekki verið jafn sterkur í 100 ár væri hann töluvert minni en í lok 19. aldar þegar hnignun hans var ör. En hann taldi jafnframt að „eindregin afstaða ráðuneytisins muni tryggja það að örninn fái að dafna á komandi árum“, sem vonandi verða áhrínisorð. Burt séð frá hlutverki hans í náttúrunni, hefur örninn frá örófi alda verið mönnum mikilvægt tákn frelsis og yf- irburða, en eitt þekktasta dæmið um slíkt táknmál er að finna í Völuspá. Núlifandi kynslóðir mega ekki gleyma því að það er á þeirra ábyrgð að tryggja að fornt táknmál þess afls sem býr í náttúrunni haldi áfram að eiga sér lifandi fyrirmyndir um ókomnar aldir. UNGLINGAR OG ÁREITI UMHVERFISINS Unglingsárin eru án efa eitt við-kvæmasta þroskaskeiðið í lífs- hlaupi mannskepnunnar. Á þessu skeiði þurfa börn að feta þann óljósa stíg er leiðir þau í átt að félagslegum og siðferðislegum þroska, ábyrgðar- tilfinningu og heilsteyptri sjálfsmynd. Ákaflega mikilvægt er að nánasta um- hverfi unglinga, ekki síst skólar og heimili, beri með þeim þungann af því áreiti sem á þeim dynur frá umhverf- inu og veiti þeim með þeim hætti leið- sögn um hvernig hægt er að takast farsællega á við lífið og tilveruna með sjálfstæðum og ábyrgum hætti. Þrýstingur frá umhverfinu kemur ekki einungis fram í því sem nefna mætti „jafningjaþrýsting“, þ.e.a.s. þrýstingi sem byggist á því að ung- lingurinn skeri sig ekki út úr hópnum – hver svo sem sá hópur er sem hann telur sig tilheyra – heldur einnig í fé- lagslegu og menningarlegu umhverfi þeirra; kvikmyndum, auglýsingum, bókmenntum, tónlist, tísku, sjón- varpsefni, og svo mætti lengi telja. Þessi þrýstingur hefur ekki síður áhrif á ómótaðar sálir barna og ung- linga en atlæti heima fyrir og í skóla. Því skiptir miklu máli að börnum og unglingum sé bent á óæskileg áhrif úr þessu umhverfi, svo þau læri að vega þau og meta og taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi eigið líf og við- horf. Þeirrar tilhneigingar hefur nokkuð gætt í umhverfi íslenskra unglinga, að apa eftir siði úr erlendum kvikmynd- um og sjónvarpi, sem vandséð er að eigi nokkuð erindi inn í uppeldi þeirra. Dæmi um þessa þróun eru svokölluð „stefnumótaböll“ eða „ástarböll“ á unglingastigi grunnskóla, sem aug- ljóslega eru sniðin eftir bandarískri hefð sem ekki er yfir gagnrýni hafin. Eftir að foreldri sendi ábendingu til skólastjórnenda í Hagaskóla og um- boðsmanns barna, var hætt við að hafa slíkt ball í skólanum og því breytt í al- mennan dansleik. Haft er eftir Einari Magnússyni, skólastjóri Hagaskóla, í Morgunblaðinu sl. þriðjudag að „sá misskilningur [virtist] vera á kreiki að dansleikurinn væri eingöngu ætlaður þeim nemendum sem kæmu í fylgd fé- laga og að aðrir væru útilokaðir frá honum“. Það er ekki erfitt að sjá á hverju sá misskilningur byggist því í augum flestra felast skýr skilaboð í orðunum stefnumóta- og/eða ástar- ball. Reyndar er mun erfiðara að koma auga á hvað þessi þemu eiga skylt við vinabekki í grunnskólum eða almenna viðleitni „til að taka sérstak- lega á móti eða gerast vinir þeirra sem eru yngri“, eins og Einar orðar það. Unglingar búa að öllu jöfnu við tölu- verðan þrýsting hvað þróun og þroska kynvitundar þeirra varðar, og það á ekki síst við nú vegna miður æskilegra áhrifa klámvæðingar í samfélaginu sem orðið hefur til þess að jafnvel full- orðnir eiga erfitt með að taka afstöðu til þess hvaða gjörðir eru réttlætan- legar í því sambandi. Þroskastig barna á unglingastigi grunnskóla er æði misjafnt, bæði hvað varðar lík- amsburði og félagslegan þroska, og því ekki úr vegi að spyrja hvort nokk- ur ástæða sé til þess að félagsstarf í grunnskólum hvetji til þess að þeir sem vart eru af barns aldri stundi stefnumót, eða fari á skóladansleiki undir formerkjum ástar? Er ekki frekar ástæða til að skólar kenni ung- lingum að líta umhverfið gagnrýnum augum og efli kynvitund þeirra á sið- fræðilegum grunni svo þau geti staðið ábyrg á eigin fótum í þessum efnum sem öðrum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.